Tíminn - 01.10.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.10.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, laugardaginn 1. október 1960. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj. Egill Bjatrnason. Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. • • Örlagastund í dag munu hefjast örlagaríkar viðræður fulltrúa ís- lenzku ríkisstjórnarinnar og hinnar brezku um mesta sjálfstæðismál þjóðarinnar í dag, landhelgismáiið. Þjóð- in öll er andvíg þessum samningum og ber ótta í brjósti. Hún telur það vansæmandi að setjast að samningaborði við ofbeldisþjóðina. En viðræður hafa verið boðaðar, svo nú ríður á, að sýna ríkisstjórninni enn einu sinni hinn eindregna og margyfirlýsta þjóðarvilja í þessu máli svo skýlaust, að hún þori ekki annað en rísa upp aftur og standa með þióð sinni. Af ræðu Bjarna Benediktssonar, dómsmálaráðherra, á Varðarfundi í fyrrakvöld verður ekki annað séð, en ríkisstjórnin sé reiðubúin að bregðast í landhelgismálinu og semja um skerðingu á 12 mílna fiskveiðilandhelgi um- hverfis landið allt, víkja frá eindregnum þjóðarvilja og einróma yfirlýsingu Alþingis. Mbl. segir í gær, að Bjarni Benediktsson hafi látið svo um mælt: „Þegar ríkisstjórnin gengur nú til við- ræðna við brezka aðila, hefir hún það eitt takmark, grundvallarskilyrði og ófrávíkjanlega reglu, að afla fram- tíðarviðurkenningar á 12 mílna fiskveiðilögsögu við strendur íslands“. Þessi orð verða ekki skilin á annan veg en þann, að ríkisstjórnin sé tilbúin að semja um skerðihgu á 12 míl- unum í bili gegn viðurkenningu Breta á þeim einhvern tíma síðar. Það á að hleypa erlendum togurum inn í landhelgina um nokkura ára skeið, m. ö. o. fresta gildi hennar um árabil, falla frá því, sem Íslendingar hafa lýst yfir á alþjóðavettvangi. Það er hin alræmda bræðingstil- laga frá Genf um „sögulega réttinn", sem aftur liggur á borðinu og nú á að veita Bretum sem verðlaun fyrir her- skipaofbeldið. Finnst þjóðinni það ekki stórmannlegt? Þjóðin fordæmdi þá og æ síðan „sögulega réttinn", sem eina hina smánarlegustu tillögu., sem fram hefir komið í öllu þessu máli. Hann féll á atkvæði íslands á Genfarráðstefnunni, og meira að segja Mbl. mannaði sig upp í það 27. apríl í vor að hafa fyrirsögnina: „Hinum sögulega órétti bægt frá" Heimkomm sezt svo ríkisstjórn in að samningaborði við Breta og lýsir yfir að „óréttur- inn" sé samningsgrundvöllur hennar! Finnst þjóðinni það ekki enn stórmannlegra? Eftir Genfarráðstefnuna í vor lét Hermann Jónasson m. a. svo um mælt hér 1 blaðinu: „Baráttan í iandhelgis- málinu heldur áfram, og er nú komin út fyrir 12 mílur". Það var þetta, sem gerðist í Genf Þar biðu allar til- raunir til að lögákveða minni fiskveiðilandhelgi en 12 mílur fullnaðarósigur, og með því voru 12 mílur okkar og annarra tryggðar að fullu. Þar með færðist barátta fiskveiðistrandríkja á nýjan áfanga út fyrir 12 mílur. Þess sigurs átti að neyta, en í stað þess að halda áfram á að hopa og opna landhelgina. Finnst þjóðinni það ekki stórmannlegast af öllu? En það er alveg Ijóst, hvernig mál þessi standa nú. Ríkisstjórnin hefir enga heimild ti! þess að skerða 12 mílurnar umhverfis landið allt, hvorki um lengri eða skemmri tíma. Henni ber að hlíta þjóðarviljanum og ein- róma fyrirmælum Alþingis. Hið eina, sem um er að ræða, eru ný friðunarsvæði utan 1.2 mílna Hvers konar skerð- ing á 12 mílunum eru svik, og ekkert nema svik — brigð við þjóðina alla og baráttu hennar. Slíkur verknaður mundi aðeins eiga sér hliðstæður á döprustu stundum íslendingasögunnar. ÞAÐ ER ÞETTA, SEM ÞJÓÐIN VERÐUR AÐ GERA RJKISSTJÓRNINNI ALVEG LJÓST Á ÞEIRR) ÖRLAGA- STUNDU, SEM UPP ER RUNNIN. / / / '/ / '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ l / '/ '/ '/ '/ '/ • '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '( '/ / '/ '/ J / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ - / ERLENT YFIRUT Stórveldin keppa um Afriku New York, 28. sept. FIMMTÁNDA ÞING Samein- uðu þjóSanna, sem hófst fyrra iþriðjudag, mun vafálaust þykja sögulegt þing á margan hátt, er stundir líða fram. Bkkert þing hefur áður verið sótt af eins mörgum þjóðarleiðtogum og þetta þing, og verður bað því óneitanlega svipmeira en fyrri þing S. Þ. Tveimur þeirra eða þeim Krustjoff og Castro, hefur einkum tekizt að draga athyglina að sér, enda á ýmsan hátt sérstæðastir og mestir leikai'ar. Báðir hafa bersýni- lega notið þess, hve mjög at- hygli blaðamanna og Ijósmynd- ara hefur beinzt að þeim. Sennilega er það réttmæli um Krustjoff, að þrátt fyrir allt, 'hina hörðu dóma hans um Bandaríkin og hagkerfi þeirra, muni hann hvergi kunna betur við sig en í þessu höfuðlandi auglýsingamennskunnar. För Krustjoffs á þing S. Þ. er ekki sízt auglýsingaferðalag, en eftir er að sjá, hve vel það heppnast. ÞEGAR BETUR er að gætt, eru það þó ekki þeir Krustjoff og Castró eða aðrir „stórir" menn, sem hafa sótt þingið, sem eiga eftir að gera _það söguleg- ast í framtíðinni. í framtíðinni mun verða talað um þetta þing sem þing Afríku eða m.ö.o. sagt, fyrsta þing Sameinuðu Þjóð- anna, er mótazt öðiu fremur af Afríkuþjóðum og málefnum Afríku. Fimmtán ný Afríkuríki hafa þegar fengið inngöngu á þessu þingi og eitt eða tvö munu bætast við síðar á þing- inu. Afrí'kuríkin, sem taka þátt í S. Þ., verða þá orðin 25, þegar Suður-Afríka er talin með, eða rúmur fjórðungur þátttökuríkj- anna í S. Þ. Ef þau standa meira eða minna saman, geta þau ráðið úrslitum margra mála á þingi S. Þ., en engin meiriháttar ályktun nær sam- þykki þar, nema hún hljóti % greiddr'a atkvæða. EINS OG VENJA er, fluttu fulltrúar hinna nýju ríkja stutt ávörp eftir að inntaka þeirra hafði verið samþykkt. Heldur var lítið hlustað á þessar ræður, því að það voru ekki þær, sem beðið var eftir, heldur voru það ræður þeirra Eisenhowers og Kr'ustjoffs. Ávörp þessi voru ekki heldur neitt sérstök eða merkileg, nema fyrir eitt. Full- trúar allra þessara ríkja lýstu yfir því, að þau ætluðu að fylgja óháðri utanríkisstefnu og ekki gerast þátttakendur í stríðinu milli austurs og vest- urs. Markmið þeirra væri að halda Afríku utan kalda stríðs- ins svonefnda og hindra hvers konar íhlutun frá.öðr'um heims- álfum. STRAX eftir að lokið var inntöku hinna nýju ríkja á þing- inu, hófust hinar venjulegu al- mennu umræður, þar sem aðal- fulltrúar ríkjanna lýsa viðhorfi þeirra til þeirra mála, sem eru efst á baugi á hverjum tíma. Þeir Eisenhower og Krustjoff riðu þar einna fyrstir á vaðið. Hjá báðum kom það strax glöggt í ljós, hvað þeim var efst í huga. Báðir byrjuðu þeir á því að ræða um málefni Afríku og vörðu til þess löng- um tíma. Báðir lýstu miklum áhuga fyrir viðreisn og velferð þjóðanna þar og hétu þeim fyllstu aðstoð. Báðir lögðu þeir mikla áherzlu á, að þjóðir EISENHOWER Afrrku ættu að vera öðrum óháðar og hindra bæri alla er- lenda íhlutun um mál þeirra. Eisenhower lagði alveg sér- staka áherzlu á að forðast bæri, að þau hlytu hernaðarlega að- stoð utan fr'á, nema þá á vegum S. Þ. Hér kom fram alveg ný stefna af hálfu Bandaríkja- stjórnar, sem er gerólík þeirri, sem fylgt var undir handleiðslu Dulles í málum Asíu, en stefna hans var sú, að draga sem flest Asíuríki inn í hernaðarleg bandalög með vesturveldunum og telja þau ríki óvinveitt, er höfnuðu slíkri þátttöku. Hér er vissulega að ræða um hyggilega stefnubreytingu hjá Bandaríkj- . unum. ÞÓTT þeir Eisenhower og Krustjoff töluðu báðir vel um það, að Afríkuríkin ættu að vera óháð og laus við erlenda íhlutun, mátti vel lesa það milli línanna að annað vakti fyrir þeim. Aðalerindi beggja á þing S. Þ. var einmitt að vinna fylgi Afríkuþjóðanna. í raun og veru boðuðu ræður beggja stóraukna samkeppni af hálfu Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna um fylgi Afríkuþjóð- anna. Af hálfu Krustjoffs kom það strax glöggt fram í ræðu hans, að Afríkuríkin gætu því aðeins talizt óháð, að þau hölluðust að Sovétríkjunum. Árás hans á Hammar'skjöld byggðist ekki sízt á því, að Rússar höfðu a.m. k. í bili farið halloka í viðleitni sinni til að ná fótfestu í Kongó. Eisenhower fór hins vegar hóf- legar í sakirnar, en Herter ut- anríkisráðherra talaði aftur á móti hreint úr pokahorninu. Eftir að Nkrumah, forseti Ghana, hafði talað á þinginu og látið upp skoðanir, sem ekki samrýmdist stefnu Bandaríkj- anna, lét Herter óspart skína í það á blaðamannafundi, að Nkrumah stæði nærri Krustjoff og hefði í höfuðatriðum fylgt „línu“ hans. Rétt er að geta þess, að mörg amerísku blöðin gagnrýndu þessi ummæli Hert- ers og töldu hann hafa eyði- lagt það, sem Eisenhower hefði verið að byggja upp. AF RÆÐUM þeirra Eisen- howers og Krustjoffs má ráða, að Afríka verður í náinni fram- tíð eitt helzta baráttusvæði Sovétríkjanna og Bandaríkj- KRUSTJOFF anna. Kongó er líka dæmi um þetta. Eins og sakir standa þar nú, styðja Rússar þar Lum- umba, en Bandaríkjamenn Kasa vubu og Mobutu. Ýmis amerísk blöð gefa óspart til kynna (sein- ast U.S. News and World Re- port), að bandaríski sendihen- ann í Kongó hafi átt þátt í falli Lumumba og byltingu Mo- butu. Reiði Krustjoffs í garð Hamarskjölds, stafar ekki sízt af því, að hann telur Samein- uðu þjóðirnar ekki hafa staðið nægilega með Lumumba. Krust- joff gerir sér vafalaust vel Ijóst, að með þessum árásum sínum getur hann ekki haggað við Hammarskjöld, en hins vegar geta þær vel borið þann árangur, að Lumumba fái hlut sinn eitthvað réttan. Margar Afríku- og Asíuþjóðir hafa lýst stuðningi við Hammarkjöld. Lumumba virðist líka a.m.k. í svipinn vera að styrkja aðstöðu sína að nýju. Sum amerísku blöðin láta líka orðið í Ijós þann ugg, að vel geti farið svo, að Bandaríkin tapi í Kongó, 'þótt þau sigri glæsilega í átök- unum um Hammarskjöld á þingi S. Þ. Slík málalok geti Krustjoff látið sér vel lynda. ANNARS verður engu spáð um úrslitin í Kongó. Það eitt er víst, að ástandið þar er eins ömurlegt og það má frekast vera. Ofan á allt annað hefur það bætzt, að stórveldin standa orðið á bak við helztu flokks- foringjana þar og efla þá til valda. Það gerir ástandið þar enn alvarlegra en ella. Ástandið í Kongó sýnir bezt þá hættu, sem fylgir því, er ein- stakir flokkar eða flokksfor- ingjar ganga á mála hjá stór- veldunum í kalda stríðinu. Það er ótvíræð sönnun þess, hve mikilvægt það er fyrir hin nýju Afríkuríki að geta fylgt óháðri utanríkisstefnu og losað sem mest við erlenda íhlutun Það er mikilvægasta ver’kefni þess þings S. Þ., sem nú stendur yf- ir, að reyna að leggja grund- völl að viðreisn Afríku á slíkum grundvelli. Stórveldin munu ekki sízt dæmd eftir því, hvern þátt þau vilja eiga í því starfi, án þess að krefjast annars í staðinn en aukinnar menntunar og velmegunar í Afríku. Þ.Þ. '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ j '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ '/ 'i / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ *v»v»v*x

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.