Tíminn - 01.10.1960, Page 11
Við ætlum ALLS EKKI að
verða dægurlagasöngkonur
Nýjasta platan þeirra er
komin út og hún á eftir að
heyrast í útvarpinu oft og
mörgum sinnum næstu vik-
urnar. Þær heita Soffía og
Anna Sigga ungu söngkon-
urnar, sem syngja á þessari
plötu, en lögin heita Óli
prakkari og Út í sveit. bæði
eftir Árna ísleifs og textarnir
eftir Núma Þorbergsson.
Ég hitti þær Soffíu og Önnu
Siggu að máli fyrir' nokkrum dög-
um og ræddi við þær, og hér er
samtalið orðrétt:
— Hvað eruð þið gamlar?
Soffía: — Ég er tíu ára.
— Anna Sigga: — Ég er
þrettán.
— í hvaða skóla eruð þið?
segja Soffía og Anna Sigga
— Anna Sigga: — Ég fer víst
í Langholtsskólann, því ég er ný-
flutt.
— Hvaða lag haldið þið mest
upp á um þessar mundir?
Soffía: — Bíddu, ég kann ekki
að segja það. Anna segðu það, þú
kannt að segja það.
Anna Sigga: — Það er víst
What in the world’s come over
you.
— En hvað heldur þú þá
•upp á?
— Anna Sigga: Ég veit það
ekki, Itsy bitsy teenie weenie.
— Og hver er nú uppáhalds-
söngvarinn ykkar?
Báðar: — Meinai’ðu karlmaður
eða kvenmaður?
— Hvort sem er.
Báðar (hátt og ákveðið: — El-
Á SVÖRTU NÓTUNUM
Miklar hreytingar standa yfir í
hljómsveitum bæjarins um þessi
mánaðamót ... Óðinn Valdimars-
son söngvari er hættur með KK
sextettinn eftir ársdvöl þar. Hann
hefur verið ráðinn til að syngja
með hljómsveit Karls Liliendahl
í Lídó ... Elly Vilhjálms mun
síðan hætta hjá KK eftir skamm-
an tíma ... Verður áreiganlega
gaman að sjá hvemig KK tekst
til með nýja söngvara eftir að
hafa alltaf haft úrvalskröftum á
áð skipa. Fyrst Sigrúnu Jónsdótt-
ur og Ragnar Bjarnason og síðan
Elly og Óðinn ... Eitt er víst, að
þrátt fyrir sícndurtekna Ieit að
góðum efnum, með dægurlaga-
söngvarakynningum og þess hátt-
ar, þá hefur á síðari árum ekki
komið fram söngfólk, er stenzt
samanburð við þá, er hér hafa
verið nefndir ... Framsóknarhús-
ið mun að öllum líkindum hefja
vetrarstarfið eftir nokkra daga.
Flogið hefur fyrir að Lúdó-sext-
ettinn muni leika þar. Hljómsveit
jr.
Þetta er ameríski söngvarinn Paul
Evans, sem oft hefur heyrzt í Ríkis-
útvarpinu undanfarna mánuði. Fyrst
fyrir laglð „Seven little girls sifting
in the back seat" og síðan „Happy
go lucky me", sem er sérstaklega
skemmtilegt lag.
in er skipuð ungum hljóðfæra-
leikurum, sem fram að þessu
hafa aðcins leikið rokkmúsik, en
kunna þó ýmislegt fyrir sér ann-
að og þá sér í lagi hljómsveitar-
stjórinn Elfar
Berg, sem ekkí
aðeins leikur á
píanó heldur og
harmoniku . . .
Rúnar Georgs-
son hinn ungi,
efnilegi tenór-
saxófónleikari,
sem til skamms
tíma hefur leik-
ið með hljómsveit Guðm. Ingólfs
sonar (Saxon) í Keflavík, er hætt
ur þar og leikur á skemmtistöð-
um á Keflavíkurflugvelli í hljóm-
sveit, sem er skipuð Bandaríkja-
mönnum ... Diskó-sextettinn
verður líklega la.gður niður um
þessi mánaðamót ... Líklega er
hljómsveit sú, sem Guðmundur
Finnbjörnsson stjórnar í Þórs-
café á fimmtudögum og laugar-
dögum, bezta danshljómsveitin,
sem nokkru sinni hefur leikið
liér þessa tegund af dansmúsik,
enda Guðmundur reyndur og
smekklegur tónlistarmaður.
Hljómsveit, sem umfram allt
þarf að koma í útvarpið hið allra
fyrsta ... Hulda Emilsdóttir syng
ur með hljómsveit Guðmundar
Finnbjörnssopar. Hún hefur ný-
Iega sungið inn á sína fyrstu
plötu og verður nánar um það í
næsta blaði ... Karl Jónatansson
hefur hafið harmonikukennslu á
ný. Það er Karli að þakka að við
eigum marga og skennntilega
harmonikuleikara, því mcgnið af
hinum yngri harmonikuleikurum
hafa lært hjá Karli ... Ólafur
Gaukur lék um næstsíðustu helgi
á ísafirði, en hefur nú tekið sæti
Gunnars Ingólfssonar í Tjarnar-
café ... Joanne Scoon heitir þel-
dökk söngkona, sem Tjarnarcafé
hefur flutt inn. Hún er sögð
syngja þokkalega, væntanlega.
verður hægt að segja nánar frá
hcnni síðar ... Valerie Shane
syngur á Borg og verður þar að
iíkindum í alllangan tíma. Hún
syngur fjörlega, og er ekki ólík-
legt að aðsókn eigi eftir að auk-
ast að Borg þegar fólk hefur átt-
að sig á hinum skemmtilega söng
hennar. essg.
vis Presley. Og af kvenmönnum
finnst okkur mest gaman að
Brendu Lee og Connie Francis.
— En íslenzkum söngvurum?
Báðar: — Ragnar Bjarnason.
— En kvenfólkið?
Báðar: — Æ, þær eru allar
svo leiðinlegar, ætli það sé ekki
EUy.
— Ætlið þið að gerast dægur-
lagasöngkonur þegar þið stækk-
ið?
Báðar (svo hátt að þakið lyft-
ist): — NEI, alls ekkí!
— Hvað ætlið þið þá að leggja
fyrir ykkur?
Soffía: — Ég vildi helzt verða
flugfreyja.
Anna Sigga: — Ég veit það
ekki enn þá.
— Hvernig finnst ykkur að
heyra plöturnar sem þið hafið
sungið á, þegar þær eru í útvarp-
inu?
Báðar: — Leiðinlegt, við lo'k-
um alltaf fyrir útvarpið á meðan.
— Af hverju?
Anna Sigga: — Við erum orðn-
svo leiðar á lögunum áður.
Soffía: — Já, æfingar gera
mann vitlausan.
— Hvað finnst skólasystkinum
ykkar um plötusöng ykkar?
Anna Sigga: — Þau segja lítið
um það.
— Stríða ykkur kannske?
Soffía:_— Ég er nú stundum
kölluð Órabelgur, eftir fyrstu
plötunni okkar.
— Ætli það sé þá ekki vegna
þess að þú ert hálfgerður óra-
belgur?
Soffía: — Nei, nei, óg er eng-
inn órabelgur. Ætlarðu ekki að
fara að hætta þessum spurning-
um?
— Jú, en ef þetta veiður ekki
nógu mikið í blaðið, má ég þá
bæta einhverju við?
Soffía: — Ja, þau skálda svo
mikið þessi blöð. Það var einu
sinni skrifað um okkur í Alþýðu-
blaðinu og þeir skálduðu bara
allt. Sögðu að ég hefði staðið
upp í stiga og verið að syngja
Komduniður, eintóm vitleysa, ég
sat á stól og sagði ekki orð. Nei,
heyrðu, þú mátt ekki skrifa þetta
niður, þá verðar þeir vondir hjá
Alþýðublaðinu.
— Nei, nei, ég skrifa ekki orð
um þetta. Ég fer nú ekki að æsa
þá upp.
Soffía: — Þá er allt í lagi.
Báðar: — Ertu ekki búinn?
— Jú, nú er ég búinn. Og
Soffía sté inn í lyftuna á húsinu
heima hjá sér, því hún býr á ní-
undu hæð, og sagði við Önnu
Siggu: Komdu upp.
Anna Sigga og Soffía: — Lokum alltaf útvarplnu þegar við heyrum í okkur.
. rTTjR imi
svávar
Birthe Wilke
syngur verðlaunalag
jon plötur
Fyrir nokkru var hér á síð-
unni rætt um ýmsar plötur ame
rískar, sem selzt hafa í milljón
eintökum eða fleirum.
Undir flestum kringumstæðum
eru það sungnar plötur, sem ná
slíkri sölu, en þð eru nokkur
dæmi þess að hljómsveitarplöt-
ur nái að seljast í milljón eintök
um og skal hér minnst á nokkrar
þeirra.
Leroy Anderson seldi tangóinn
sinn alkunna Blue Tangó í millj-
ón eintökum. Þá kemur lagið
Poor People of Paris með Lex
Danskar hljómplötur virS-
ast hafa íariö fyrir ofan garS
og neðan hjá okkur. en Danir
eiga margar afbragðs hljcm-
Baxter hljómsveitinni. Carmen
Cavallaro píanóleikai'i lék Polo-
naise eftir Chopin í danslagastíl
inn á plötu og þá stóð ekki á þvi
að fólk rifi klassíkina í sig.
Tommy Dorsey hljómsveitin
lék fyrir nærri tuttugu árum lag,
sem einfaldlega var kallað T.D.
Boogie Woogie inn á plötu og
náði hún þeirri sölu sem hér er
(Framhald a io siðu).
sveitir 09 nokkra ágæta
söngvara, en þó fyrst og
fremst skinandi góðar söng-
konur,
Þar er fremst í flokki Birthe
Wilke, tuttugu og fjögurra ára
gömul stúlka, sem sagði upp á
saumastofu fyrir nokkrum árum
og varð á skömmum tíma bezta
söngkona Danmerkur.
Birthe er nýkomin heim til
Kaupmannahafnar eftir vel
heppnaða ferð til Bandaríkjanna.
Hún var ekki fyrr stigin út flug-
vélinni en hún var drifin inn í
hljómplötuupptökusali Philips,
þar sem hún söng franskt verð-
launalag inn á plötu. Þetta er
lagið „Papa aime mama“, sem
fékk danska nafnið: „Far elsber
mor“. Lag þetta hefur komið út
á plötu í Englandi undir nafninu:
„Papa loves Mama“, þar sem það
náði metsölu.
Sé plötunni snúið við, kemur í
ljós ástralskt lag, sem nýlega setti
allt á annan endann í Ástralíu
sem Englandi, það heitir: „Tie Me
Kangaroo Down Sport“, og fékk
það danska nafnið: „Stop den
lille kænguru“.
Þetta er calypsó-lag og þykir
sérstaklega létt og skemmtilegt.
Ekki er ólíklegt að þessi lög ber-
ist hingað til lands og áreiðan-
lega munu þau verða vinsæl, ef
platan hennar Birthe Wilke
mundi skjóta upp kollinum í út-
varpinu, því Birthe er, eins og
fyrr greinir, bezta söngkona Dan-
merkur.