Tíminn - 01.10.1960, Page 12
12
TÍMINN, laugardaginn 1. október 1960.
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON
Waíes sigraði írland
í landsleik með 3-2
Á miðvikudaginn fór fram
tandsfeikur í knattspyrnu í
Dublin milli Irlands og Wales
og fóru leikar svo, aS Wales
sigraði með þremur mörkum
gegn tveimur. Allir írsku leik-
mennirnir voru valdir úr
enskum knattspyrnuliðum og
var því enginn með af þeim,
sem léku landsleikinn við ís-
land á dögunum.
Aðalma'ð'urinn í leiknum
var vinstri útherji Wales,1
Cliff Jones frá Tottenham,
sem skoraði tvö mjög falleg
rnörk me'ð skalla. Medvin,
einnig frá Tottenham, lék á-
gætlega á hægri kantinum
og er það athyglisvert, að
hann er valinn í welska lands
liðið, þótt hann komist ekki
í aðallið Tottenham, og sýn
ir það bezt baráttuna um
sætin í Tottenham-liðinu.
Jones skoraði fyrsta markið
í leiknum á 26. mínútu — en
strax á eftir tókst Fagan
(Derby) að jafna fyrir írl.
Á 7. mínútu í síðari hálfleik
skoraði Jones aftur, og tólf
mínútum síðar skoraði Woos
nam (West Ham) þriðja mark
Wales, eftir sendingu frá Jon
es. Á 26 mínútu skoraði Fag
an aftur fyrir írland úr víta-
spyrnu — og þótt írarnir
reyndu mikið til að jafna,
það sem eftir var leiksins,
tókst þeim það ekki, og töp
uðu því landsleik í fyrsta
skipti á heimavelli í fimm ár.
í welska liðinu vakti mið-
vörðurinn Nurse (Swainsea)
mjög mikla athygli og hann
var bezti maöur liðsins ásamt
Jones. Manchester United hef
ur boðið Swansea 30 þúsund
pund fyrir Nurse, og eru mikl
ar líkur til þess, að hinn ungi
miðvörður flytjist næstu daga
til Manchester.
Héraðsmót Ungmenna-
sambands Skagafjarðar
Fyrri hluti mótsins fór fram
13. ágúst og hófst kl. 16. Á
sunnud. hófst mótið kl. 13.30
með því að skátar og íþrótta-
menn gengu undir fánum frá
Barnaskólanum og inn á
íþróttavöli
Þar setti formaður sam-
bandsins, Guðjón Ingimundar
son, mótið. Minntist hann Pét
urs Hannessonar, sem látizt
hafði daginn áður í Reykja-
vík. Þá minntist hann 50 ára
starfs sambandsins, en það
var stofnað 1910 og á því 50
ára starf að baki.
Hófst þá messa. Séra Þórir
Stephensen prédikaði, en Jón
Bjömsson frá Hafsteinsstöð-
um stjórnaði almennum söng.
Richard Beck prófessor var
boðinn velkominn og tók
hann síðan til máls. Flutti
hann erindi um Vestur-ís-
lendinga og tengslin við
heimajandið.
Form. samb. færði Odd-
rúnu Guðmundsdóttur árit-
aðan oddfána sambandisins
vegna afreks hennar í kúlu
varpi kvenna á Meistaramóti
ísionds í Reykjavík 6. ágúst
síða.'diiðinn.
Að þessu loknu hófst
iþróttakeppnin. Veður var
ekki havstætt, norð-anstan
alihvass og kalt.
Keppt var um verðlauna-
biknr, sem Umf Tindastóll
hafði gefið sambandinu í af-
mæ’ichófi þess í vor. Ennfrem
ur var keppt um bikar, sem
Árni Guðmundsson skóiastj.
íþróttaskóla fslands, hafði i
gefiö og vinnst hann með
hæstnm samanlögðum stigum
úr sundmóti sambandsins og
héraðsmóti þess.
Umf. Tindastóll vann hér-
aðsmótsbikarinn með 103 stig
um, nú í 1. sinn. Umf. Hjalti
hlaut 58 stig.
Umf. Tindastóll hlaut einn
ig Á.G. bikarinn með saman
lögðum stigum úr sundmót-
inu, alls 184 stigum. Umf.
Hjalti hlaut 58 stig, en Umf.
Fram 37 stig.
Úrslit í einstökum greinum
urðu þessi:
100 m. hlaup. 1. Ragnar
Guðmundsson H. 11.4 sek. —
2. Stefán Guðmund/sson T.
11.5 sek. — 3. Sigurður Árm,-
son T. 11,6 sek.
400 m- hlaup. 1. Ragnar Guð
mundsson H 58.0 sek. — 2.
Stefán Friðriksson T. 59.4 sek.
— 3. Eiríkur Jónsson H. 61.5
sek.
1500 vi. hlaup. 1. Stefán
Friðriksson T. 5:03,6 mín. —
2. Tómas Þorgrímsson H. 5:-
04,7 mín. — 3. Björn Jóhanns
son H. 5:12,0 mín.
3000 m. hlaup. 1. Björn
Sverrisson H. 11:13.4 mín. —
2. Tómas Þorgrímsson H 11:-
13.5 mín. — 3. Björn Jóhanns
son H. 11:19,4 mín.
Hástökk. 1. Ástvaldur Guð-
mundsson T. 1,63 m. — 2.
Ragnar Guðmundsson H. 1,63
m. — 3. Þorvaldur Óskarsson
H. 1,53 m.
Langstökk. 1. Ragnar Guð-
mundsson H 6,17 m. — 2. Ást
valdur Guðmnndsson T 5.95
m. — 3. Jón Helgason T. 5,46.
Segja má, að margar greínar
á Ólympíuleikunum falli alveg
í skuggann af öðrum, sem vin-
sælastar eru eins og frjálsar
íþróttir, knattspyrna og sund,
en þessar þrjár greinar taka
mest rúm á íþróttasíðum dag-
blaðanna. Ekkert mun hafa
birzt af myndum hér í blöðum
frá glímunni á Ólympíuleikun-
um í Róm og til að gera þar
einhverja bót á birtum við hér
mynd af úrslitaglímunni í létt-
vigt. Shelby A. Wilson, Banda-
ríkjunum, hefur lagt Mystafa
Tajiki, fran, og unnið gullverð-
launin. Bandaríkjamenn sigr
uðu einnig í tveimur öðrum
flokkum í glímunni, en það er
bezti árangur Bandaríkjamanna
í þessari grein síðaij 1932. Á
Melbourne-leikunum 1956 sigr
aði enginn Bandaríkjamaður í
glímu.
Engar upplýsingar enn um
dauða hjólreiðamannsins
Þrístökk. 1. Ragnar Guð-
mundsson H. 12,59 m. — 2.
Sigurður Pálsson T. 12,40 m.
— 3. Ástv. GÚðmundsson T.
12,37 m.
Kúluvarp. 1. Guðmundur
St. Guðmundsson T. 11,27 m.
— 2. Sigmundur Pálsson T.
10,95 m. — 3. Þorvaldur Ósk-
arason H. 10,85 m.
KringlukO'St. 1. Sigmundur
Pálsson T. 30,92 m. — 2. Gunn
ar Flóventsson T. 30,13 m. —
3. Ásbjörn Sveinsson .30.11 m.
Spjótkast. 1. Ásbjörn Sv.-
son T. 43.54 m. — 2. Sigurður
Ármannsson T. 40,60 m. — 3.
Jón Helgason T. 37,10 m.
1000 m. boðhlaup. 1. A-sv.
Tindastóls 2:31,0 mín. — 2.
B-sveit Tindastóls 2:36,0 mín.
Kvennagreinar:
80 m. hWup 1. Iris Sigurjóns
dóttir . 11,4 sek. — 2. Anna
Guðmundsdóttir H. 11,8 sek.
— 3. Dröfn Gísladóttir H. 11,9
sek.
Langstökk. 1. Oddrún Gu-
mundsdóttir T. 4,34 m. — 2.
Dröfn Gísladóttir H. 3,95 m.
(Framhald á 15. síðu).
Það er kominn tími til að
ítalska lögreglan komizt að
því hvað olli dauða danska
hjólreiðamannsins Knud Ene-
mark, á Ólympíuleikunum,
skrifar enska blaðið News
Chronicle s. .1 fimmtudag.
Lögreglan hafði lofað danska
hjólreiðasambandinu að birta
greinargerð um málið ekki
síðar en fjórum vikum eftir
atburðinn, en keppnin var 26.
ágúst. Enn hefur ekkert
heyrzt frá ftölum.
Það er mjög þýðingarmikið,
heldur blaðið áfram, fyrir
íþróttasambönd víðs vegar í
heiminum, að grafið verði til
botns í máli þessu, þar sem
möguleiki er á, að hjólreiða-
maðurinn hafi notað örfandi
lyf fyrir keppnina. Danir
hafa þegar útilokað Ólympíu
þjálfarann Olaf Jörgensen,
frá þjálfun.
Jörgen Beyer Holm, for-
maður danska hjólreiðasam-
bandsins hefyr sagt í viðtali
við enska blaðið: Jörgensen
hefur sagt að hann hafi að-
eins gefið hjólreiðamönnun-
um höfuðveikispillur. En jafn
vel það, var á móti þeim fyr-
irmælum, sem hann hafði
fengið frá fararstjóra hjól-
reiðamannanna.
í Róm hefur lögreglufull-
trúi sagt: Eg er hissa á því,
að enn skuli menn hafa á-
huga fyrir þessu máli. Eg hef
ekki fengið neinar upplýs-
ingar frá þeim læknum, sem
rannsökuðu málið og get því
ekkert um þaö sagt.
Síðasta umferð í tvímenn-
ingskeppni 1. flokks hjá
Bridgefélagi Reykjavíkur var
spiluð á fimmtudagskvöldið
og urðu úrslit þessi:
1. ívar—Björn 571
2. Torfi—Bernharð 570
3. Eggert—Þórir 568
4. Ingólfur—Jón 564
5. Sigurður—Jón 537
6. Rósmundur—Stefán 516
7. Steinunn—Guðríður 514
8. Ólafur—Brandur 510
9. Kristján—Jónas 504
10. Gum. Kr.—Ólafur 500
11. Björgvin—Eiríkur 496
12. Rafn—Hilmar 490
13. Sigurður—Guöm. 486
14. Birgir—Pétur 485
15. Ingvi—Njáll 484
16. Hreinn—Cyrus 472
17. Gunnar—Haukur 472
Þessir 17 tvímenningar öðl
ast þátttökuréttindi í tví-
menningskeppni í meistarafl.
sem er næsta keppni á vegum
félagsins og hefst hún í Skáta
heimilinu kl. 8 á þriðjudag-
inn.
Fyrir frammistöðu sína í 1.
flokkskeppninni hljóta ívar
og Björn 2.16 meistarastig
og Torfi og Bernharð 1,08
meistarastig.