Tíminn - 12.11.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.11.1960, Blaðsíða 14
14 T f MIN N, laugardaginn 12. nóvember 1960. með, að hann væri. Síðan hafði Clay tekið til hendinni. Hann hafði lagt handlegginn utan um digran hálsinn á mótstöðumanninum og siðan hafði hann lyft honum með öllum þunga yfir herðarnar og slengt honum eins og tóm um poka frá sér. Bill starði furðulostinn á aðfarirnar og hvítnaði í fram an að svo miklu leyti, sem hans rauðu kinnar framast gátu. Clay brosti út í annað munnvikið og tók bókapakk ann sinn. —Júdó, sagði hann til skýr- ingar, og þegar kaupmaður- inn hélt áfram að glápa skilningsvana á hann bætti hann við: — Eins konar end urbætt útgáfa af jiú-jitsú Hafið þér ekki heyrt þess getið? — Nei, svaraði Bill, — en ég hef heldur aldrei séð neitt þessu líkt. — Það er gott að kunna þetta bragð, sagði Clay. — Eg lærði það að gamni mínu, og bjóst aldrei við að þurfa að nota það. — Eg er smeykur um, að Matt líki ekki leikslokin. — Gerið mig ekki hrædd- an, Epperson! — Matt er hættulegri en eiturnaðra, kennari, sagði Bill alvarlegur. — Gætið yð- ar fyrir honum héðan í frá. — Það skal ég gera, svaraði Clay. Hann gekk út úr búðinni og niöur tröppumar þar sem Matt sat ásamt slæpingjun- um, sem séð höfðu krafta- verkið, — að hetjunni hafði verið fleygt út eins og hverri annarri druslu og það af manni, sem ekki vóg meira en helminginn af þyngd . hennar. Þegar Matt kom auga á Clay ,stóð hann upp, steytti hnefana og rumdi eins og ■naut. Clay stóð rólegur með bækurnar í höndunum og Ieit kuldalega til hans. — Jæja, Matt .... sagði hann. — Þetta skaltu fá borgað, helvízkur dóninn, þrumaði hann. — Eg skal mola hvert einasta bein í skrokknum á þér. Þú notaðir barefli. — Hann hafði ekkert í hönd unum, sagði Bill, sem stóð uppi á pallinum og horfði með virðingu á Clay. — Eg sá það allt með eigin augum. Og það var nú sjón að sjá! Ev hefði aldrei getað ímynd að mér, að það ætti fyrir mér að liggja að sjá . . . . — Eg skal drepa þetta bannsetta svín! Eg skal höggva hann í spað og fleygja honum fyrir óargadýr, hvæsti Matt. Hann sór, ragnaði og bann söng með slíku furðu orð- bragði, að Clay hafði aldrei heyrt neitt því líkt og hlust- aði með athygli á hann, enda vakti mállýzka mannsins á- huga hans. PEG6Y GADDYS: — Segðu bara til, hvenær þú vilt hefna þín, Matt, sagði Clay og gekk leiðar sinnar. Að baki sér heyrði hann bölvið og ragnið og fúkyrðin úr munni Matts, en áhorfend ur sögðu hverjum vegfaranda hvað skeð hafði. Hann gerði sér ljóst, að hann hafði eign ast hættulegan óvin, en sið- ustu þrjú árin höfðu kennt honum að fara varlega. Það var illt til þess að vita, að það skyldi endilega þurfa að koma til vandræða á þess ,um hjara veraldar. Hann var miður sin vegna þess, sem á undan var gengið, og hafði komið hingað til þess að finna frið. En það voru ekki aðrir en örgustu heimskingj- ar, sem bjuggust við að finna slíkt í heiminum eins og hann var í dag, sagði hann við sjálfan sig. Hann þráði að vera kominn aftur til borgarinnar þar sem hann hafði notið virðingar, þótt hann hefði ekki gnæft hátt I mannvirðingastigan- um. Hann þráði hina þægi- legu og hreinu íbúð, sem hafði verið heimili hans, og allt fólkið, sem hann hafði verið samvistum við. En mundi allt þetta fólk ekki nú ganga úr vegi fyrir honum, bara til þess að þurfa ekki að heilsa honum. Honum varð hugsað til Leonu með granna, þroskaða líkamann, gyllt hárið og hlý leg brún augun, sem ljóm- uðu svo ástríðufullt og geymdu svo mörg fyrirheit. Hann varpaði þessum hugs- unum frá sér og varð að taka á öllu, sem hann átti til, til þess að gera það. Leona var gift og hugsunin um hana í sambandi við annan karl- mann kom honum til að skjálfa af bræði. Á laugardagsmorguninn horfði frú Lacey forvitnislega 7 úlkan á hann yfir morgunverðar- borðið. — Eg heyri sagt, að þú hafir veitt Matt Carew ráðningu, sagði hún og hellti kaffi í bollann v hans. Hann leit undrandi á hana og sagði: — Þú varst heima í gærkvöldi þegar ég kom heim. Þú hefur ekkert farið út, og það hefur enginn kom ið hingað. Hvrnig í skramb- anum hefur þú frétt þetta? — Það gerist ekki margt í byggöinni án þess að ég fái vitneskju um það, sagði hún. — En það var heimskulegt af þér að óvingast við Matt. Hann er hættulegur. — Eg mun ekki liggja and- vaka hans vegna, og hvort sem honum líkar við mig eða ekki .... — Honum líkar ekki illa við þig, greip ekkjan fram í fyrir honum, en hann hatar það hvað þú ert hugrakkur. — Það þykir mér leitt að heyra, mælti Clay háðslega. Ekkjan horfði rannsakandi á hann. — Ætlar þú að gift- ast Kate? spurði hún. Hann hætti við að kingja. — Giftast Kate? endurtók hann, og vonaði að hann hefði ekki heyrt rétt. — Já, láttu þér ekki detta í hug, að þú getir daðrað við hana frammi fyrir öllum án þess að ætla að giftast henni, s>agði frú Larey hvatskeyt- lega. Clay bandaði frá sér með hendinni. — Drottinn minn dýri! Eg hef að vísu kynnzt stúlkunni, en hún er þó aldrei nema barn .... — Talaðu ekki eins og hálf viti! greip hún fram í fyrir honum. — Hún er fullþroska. Flestar stúlkur á hénnar aldri eru fyrir löngu giftar og ganga með annað barnið. — Skiptir ekki máli fyrir mig! Eg hef ekki trú á barna giftingum, hreytti Clay út úr sér. — Það hefur ekkert að segja hverju þú trúir, lags- maður, sagði frú Lacely alvar lega. — Það varðar öllu, hvað fólkið sjálft álítur. Stúlkurn ar eru bráðþroska, og fólk telur, að þær eigi að gifta sig og eignast börn. Kate hef ur verið fullþroska í fimm ár, og ef þú hefur §kki hugsað þér að giftast henni, hvað hugsar þú þér þá með því að vera að eyðileggja samband hennar við Matt? Clay starði á hana án þess að koma upp nokkru orði og hún hélt áfram: — Eg þykist vifca, að bæði þú og hann munið halda því fram, að hún sé ekki orsök slagsmálanna í gær, en því ljúgið þið báðir. Mafct hefur enga aðra ástæðu til þess að hatast við þig, en þá að Kate er ofmikið með þér. — Kate er falleg stúlka, en hún hefur líka alveg sérsfcak an hugsunarhátt og vill gjarna læra .... — Kate veit nógu mikið til þess að verða kona manns hér í byggðinni, skaut ekkjan inn í . . . . — Hún er góð Ijós móðir og þekkir helztu lyfja grösin, sem við notum héma. Helmingurinn af tekjum heimi'IiSins fæst fytrir sölu lyfjagrasa, sem hún tínir. Hvað á hún að gera með það, sem hún kann að reifca sam- an með bóklestri? Clay horfði forvitinn á hana og honum skildist að hún meinti hvert orð af því sem hún sagði. Menntun var í hennar augum einskisnýt hj á því að eiga mann. En honum hryllti við þeirri hugsun, að það ætti fyrir fallegri stúlku eins og Kate að liggja að ganga til hvílu með manni á borð við Matt Carew. — Kate er fallegasfca stúlk an hérna, hélt ekkjan áfram, — en það er líka eitthvað annað við hana, sem fær karlmennina til þess að hálf missa vitið. Jafnvel gamlir, marggiftir skröggar fá græðgisglampa I augun, þeg- ar þeir sjá hana. Clay var orðinn hörkuleg- ur á svipinn, hann ýtti stóln um aftur fyrir sig og stóð upp. Hann skildi nú, hvað Matt átti við. — Eg hef engan áhuga á að ræða þetta frekar, sagði hann. Kate er skynsöm stúlka og vill gjarna læra eitthvað, og ég er staðráðinn í að hjálpa henni að svo miklu leyfci sem mér er unnt. — Þá skaltu varast að kenna henni nokkuð það, sem hún ætti að læra af eigin- manninum, anzaði frú Lacey með háðssvip, — og mundu það, að þú mátt ekki reykja í mínum húsum og eyðileggja fyrir mér gardínurnar. Hún hló hátt, þegar hún heyrði hann skella á eftir sér hurðinni. Hún sat drykk- langa stund og hugsaði mál- ið. Það var ósennflegt, að Kate giftist Matt, ef hann léti ekki af því verða að fcaka Laugardagur 12. nóvember: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 9.10 Veðurfregnlr. 12.00 Hádegisutvairp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Bryndfs Sig- urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. 15.00 Fréttir. 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16.00 Fréttir og veðurfregnir. 16.05 Bridgeþáttur (Hall'ur Símonair- son). Danskennsla (Heiðar Ástvalds- 17.00 Lög unga fólksins (Guðrún Ás- mundsdóttir). 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Á flótta og flugi" eftir Ragnar Jóhannesson; VII. (Höfundur les). 18.25Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Palsson). 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Ballettónlist: „Medea" eftir Samuel Barber (Nýja sinfóníu- hljómsveitin leikur; höfundur- inn stjórnar). 20.30 Leikrit: „Eigi má sköpum renna", þrfleikur eftir Eugene stjórnar). O’Neill; fyrsti hluti: „Uirður". Þýðandi: Árni Guðnason mag- ister. — Leikstjóri: Gfsli Hall- dórsson. Leifcendur: Þorsteinn Ö. Stephensen, Guðbjörg Þor- bjamardóttir, Hélga Bach- mann, Róbert Arnfinnsson, Guðmundur Pálsson, Krist- björg Kjeld, Lárus Pálsson, Valdimar Helgason, Anna Guð- mundsd. og Hildur Kalman. 22.00 Fréttir og veðurfregnlr. 22.10 „Úr skemmtanalífinu" (Jónas Jónasson). 22.40 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. FJRÍKUR VÍÐFÖRLl Merki Jómsvíkinga '— Komið með mér til Volgrums kastala, segir hermaðurinn. Fjórir danskir bogmeistarar mæta til leiks gegn færustu mönnum Nor- egs. Þið tveir getið áreiðanlega tekið þátt í leiknum. — Við skulum fara, faðir Sverr- ir, segir Axel glaður. — Nei, segir sá gamli, við eigum heirna í skóg- inum. Þessi hátíðahöld eru ekki fyrir okkur. Nemið staðar!, hrópar hermaður inn. Hverjir eruð þið? Hvar eigið þið heima? En þeir eru horfnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.