Tíminn - 12.11.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.11.1960, Blaðsíða 16
Laugardaginn 12. nóvember 1960. 256. blaS. Sama dag og forseti Bandaríkjanna var kjörinn, fór fram önnur kosning, sem margur mun ekki hafa veitt minni athygli — sem varla er nema von, sbr. myndina af sigurvegaranum í þessum kosningum hér að ofan. Hér var nefnilega um að ræða „Miss World" fegurðarkeppnina í London. Sigur- vegarinn varð Ungfrú Argentína, Norma Gladys Cappagii. Hlaut hún pen- ingaverðlaun að upphæð ca. 60 þús. ísl. krónur og bíl. — í öðru sæti varð ungfrú ísrael, og þá Suður-Afrika, V-Þýzkaland og USA. A hvaða máli rop- uðu rjúpurnar? Tjörnesingum verÖur ekki láð, J>óft jieir hafi ekki sé$ hvar hær tóku sig upp Húsavík, 7.11. — Síðan fregnin um flug rjúpnahópa af hafi inn yfir Tjörnes birtist í Tímanum, hefur hún verið mjög til umiœðu manna á meðal hér á Húsavík Vegna ummæla eins af dagblöð- um Reykjavíkur um fréttina. vil ég taka fram, að héi efasf engir um, að frasagnir sjonarvutta um fiug stórra rjúpnahcpa yfir Tjör- nes, séu sannar, en menn greinir á um hvaðan rjúpurnar hafi komið. Sumir gizka á, að þæt hafi komið aila leið frá Grænlmdi og aðrir, að þær hafi aðeins komið vestan frá Kinnarfjöllum. J’opað á Það liggur ljóst fyrir, að rjúpan hefur ekki sprottið upp af Tjör- ncstá og enginn heldur þvi fram, að hún hafi komið mnan úr heið- um, þar sem mjög lítið hefur verið af rjúpu þar í haust Rjúpan mun því hafa komið aí sjó inn yfir Tjörnes. Hins vegar verður r.iörnesingum ekki iáð. þótt þeir hafi ekki getað séð rjúpurnar taka S’g upp af Grænlandi eða Kinnar- fjöllum, enda hafa þeir ekkert litið uppi um það nvort þær hafi rcpað á grænlenzku eða íslenzku. þcgar þær fiugu yfir Þormóður I |§§||| mm PKESIDBNT f... .............. Hér birtum við fyrstu myndina af Kennedy, eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkj- anna. Textinn með henni er eitthvað á þessa leið: Bara að sá litli verði nú fljótt stór í fötunum hans Sams frænda. Allur ágótSi fer til aÖ fullgera heimili félags- ins í HamrahlíÖ 18 Á sunnudaginn kemur er merkjasöludagur Blindrafé- lagsins, og er þess vænzt að allur almenningur sjái sér fært að styrkja málstað þeirra, sem búa við eilíft myrkur. Allur ágóði merkjasölunnar rennur til þess að fullgera hið reisulega hús félagsins í Hamrahlíð 18, en það verk hófst 22. okt. 1957, og vantar nú ekki nema herzlumuninn, að því sé að fullu lokið. ingarinnar stendur enn fyrir dyrum, er skilt að upplýsa í aöalatriðum hvar hún er á vegi stödd. Eins og sjá má af myndinni stendur húsið nú málað og fullunnið hið ytra, að öðru leyti en því að útidyra hurðir og það sem þeim til- heyrir vantar enn. Að innan er búið að mlaða öll slcilrúm, leggja miðstöð, múrhúöa og langt komið að mála. Búið er einnig að setja upp alla klæða skápa, og langt komið að smíða og setja upp eldhúsinn réttingar. Verið er sömuleiðis að setja upp handrið á stiga. Það sem eftir er af stórum liðum er þá þetta: Gólfdúkar allir, hurðir á allar hæðir á- samt útidyrum, Ijósastæði öll og tenglar, innréttingar á vinnustofur og geymslur, lyftu útbúnaður með lyftu o.fl ,fl. Það sem eftir er að ljúka svo flytja megi í húsið tæki varla meiri tíma en einn til tvo mánuði ef fé væri fyrir hendi, en á því hefur staðið að undanförnu. Annars væri búið að taka húsið í notkun. Árið 1939 var Blindrafélagið stofnað. Síðan hefur það lát- ið fara fram merkjasölu einu sinni á ári. Menn mega ekki blanda saman í huga sér merkjasölu sjáandi manna, sem standa að Blindravinafél aginu og fer að þessu sinni fram í dag. Það félag tók upp á því fyrir nokkrum árum að hafa merkjasölu, og valdi sér söludag þrem vikum á undan degi Blindrafélagsins, sem er fastákveðinn af dómsmála- ráðuneytinu annan sunnudag í nóvember ár hvert. Margir halda, að bæði þessi félög séu eitt og hið sama félag, en svo er ekki. Blindravinafélagið er félagsskapur sjáandi manna, en Blindrafélagið er félag hinna blindu sjálfra1— og það er þeirra félag sem er að láta byggja hið reisulega blindra- heimili að Hamrahlíð 18. Fjárhagur þessara félaga hvors um sig er algjörlega sérstæður, og því miður ekki enn nein samvinna þeirra á milli. hvorki um húsbygging una né annað. Þar sem fjáröflun til bygg Hið nýja hús Blindrafélagsins við Hamrahlíð 18. Athygli skal vakin á svöl- unum mcð endilangri húshliðinni. Þar geta blindu mennirnir spássérað að vild án þess að eiga nokkuð á hættu, og þar er æilazt til að þeir vinni á heitum sumardögum. Uppi eru íbúðir vistmanna, og eru svalir með hverju herbergi. Þetta húsnæði verður á engan hátt sambærilegt við þröngbýlið í hinu eldra húsi félagsins að Grundarstíg 11, sem það keypti áriS 1943. (Ljósm.: TÍMINN, K.M.). Merkjasala Blindrafé- Sagsins fer fram í dag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.