Tíminn - 12.11.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.11.1960, Blaðsíða 6
T f MIN N, laugardaginn 12. nóvember 1960. Ráðstefna kaupstaða mótmælir skerðingu á 12 mílna landhelgi Þann 9. sept. s.l. var hald- inn fulltrúafundur samtaka kaupstaSanna á Vestur-, NorS ur- og Austurlandi í Gagn- fræðaskó'anum á Siglufirði kl. 16,45. Fundinn sóttu full- trúar frá Akureyri, Húsavík, ísafirði og Siglufirði. Formað- ur samtakanna, Magnús Guð- jónsson frá Akureyri setti fundinn og bauð fulltrúa vel- komna. Er formaður hafði flutt skýrslu si’órnarinnar um störfin á síðast iiðnu ári, las gjaldkerinn, Ásgrím- ur Hartmannsson upp endurskoð- aða reikninga er sýndu skuldlausa eign samtakanna kr. 23.688,50 og voru reikningarnir samþykktir samhljóða. Þá fór íram kosning manna í atvinnumálanefnd, fjárhagsnefnd og allsherjarnefnd. Að því loknu voru lagðar fram tillögur og bar stjórnin meðal annars fram tillögu varðandi benzín- og bifreiðaskatt, aðra varðandi arð af landshapp- drættum s. s. DAS, enn aðra um landsútsvör og einnig tillögu um breytingu á útsvarslögum. Þá bar sljórnin einnig fraro tillögu um löggæzlu, tillögu um atvinnuleysis tryggingar og loks frumvarp til sveitarstjórnarlaga er fram hefur komið á Alþingi og var því vísað til Alls'herjarnefndar Urðu tals- verðar umræður um þessar tillög- ur allar. Næsta dag var fundi fram haldið og gengið til dagskrár. F. h. at- vinnumálanefndar flutti Jóhannes Stefánsson dllögu um að fram færi ýtarleg athugun á síldveiðum og iónaði í sambandi við sumarsíld- ira sérs'takiega. Var skorað á Al- þingi að skipa nefnd í því máli og enn fremur benti fundurinn á nauðsyn þess að komið verði upp fieiri söltunarstöðvum fyrir Aust- urland. Var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Framsögumaður ailsherjarnefnd- ar, Árni Þorbjörnsson frá Sauðár- króki, flutti tillögu í sambandi við frumvarp til sveitarstjórnalaga. Jónas Guðmundsson ræddi um lagafrumvarpið og taldi rétt að fundurinn mælti með samþykkt írumvarpsins. — Þá lagði fram- sögumaður nefndarinnar fram til- lögu um að ríkið tæki að sér að greiða löggæziumönnum utan Heykjavíkur laun bó þannig að bæjarfélögin greiddu fyrst um smn allt að einum fimmta hluta launanna. Jafnframt fólst í tillögu hans að athugun færi fram á því hvort ekki myndi unnt áð sameina löggæzlu og tollgæzlu í því skyni .ið nýta betur starfskraftana. Urðu talsverðar umræður um málið og var samþykkt tillaga þess efnis að ríkissjóði bæri að greiða allan kostnað við löggæzlu i landinu Þá flutti framsögumaður alls- herjarnefndar tillögu um Lands- happdrætti og er álitið í tillögunni að eðlilegt og æskilegt sé að þau landshappdrætti sem eru starf- rækt skv. sérstökum lögum og nú verja ágóða sínum til framkvæmda í einum kaupstað, færi út starf- stmi sína til annarra landshluta. Var sú tillaga samþykkt með öll- um atkvæðum. Þá lýsti framsögumaðurinn til- iögu þar sem fulltrúafuindurinn telur bráðabirgðabreytinguna á út- svarslögunum til töluverðra bóta og með lögfes'tingu þeirra hafi verið komið til móts við margra ára kröfur samtaka sveitarfélaga um heimild til að leggja á veltuútsvör, lögfestingu grunnútsvarsstiga, samræmingu á- lagningarreglna o. fl. Jafnframt f.utti Bjarni Þórðarson frá Nes- kaupstað viðaukatillögu þar sem harmað var og átalið harðlega að sú hagsbót sem hlutdeildin í sölu- skattinum átti að vera fyrir sveit- arfélögin skuli að engu gerð með hækkuðum útgjöldum vegna stór- aukins kostnaðar við framkvæmd- ir sveitarfélaga og rekstur þeirra og fyrirtækja þeirra. Eftir all- iniklar umræður um málið var samþykkt að vísa tillögunum báð- um til frekari athugunar for- manna alisherjarnefr.dar og fjár- hagsnefndar. Þá flutti Matthías Bjarnason frá ísafirði tillögu um að sveitarfé- lógum verði veitt hlutdeild í benzín- og bifreiðaskatti allt að 25% í samræmi við bílaeign hvers béraðs og verði fé þessu eingöngu varið til gatnagerðar úr varanlegu efni. Einnig flutti Matthías tillögu þar sem talið var að hraða bæri endurskoðun laga um atvinnuleysis tryggingu. Vildi hann láta lækka framlög til atvinnuleysistrygg- ingasjóðs og einnig að sveitarfé- lög fengju fulltrúa í stjórn sjóðs- íns. Jafnframt vildi Matthías hækka atvinnuleysisbætur. Framsögamaður meirihluta at- vinnumálanefndar, Jóhannes Stef- ánsson frá Neskaupstað lagði fram tillögu varðandi landhelgismálið par sem motmælt var hvers konar samningaviðræðum við brezk síjórnarvöld um íslenzka landhelgi. .,Telur funaurinn að ekki komi til greina nein breyting á 12 mílna Þskveiðilandhelginni umhverfis landið allt“ sagði í tillögunni. — Bjarni Þórðarson frá Neskaupstað fiutti tillögu þar sem lögð var rík áherzla á að í engu mætti hvika fiá 12 mílna landhelgi umhverfis landið allt og engri erlendri þjóð yrði veitt ceins konar fiskveiði- réttindi í tslenzkri landhelgi. Til- lsgan var samþykkt með 12 at- kvæðum á móii 11. Loks var samþykkt að næsti fundur samtakanna yrði á Húsavík cg var síðan gengið til stjórnar- kosninga. í. aðalstjórn hlutu þeir kosningu Matthías Bjarnason, Rögnvaldur Finnbogason og Jó- hann Hermannsson. Endurskoðend ur voru kosnir Sigurður Guðjóns- son og Jón Ingimarsson. f lokin bað Jónas Guðmundsson samtök- inum blessunar og síðan sleit fundarstjóri fundi. Matrósaföt frá 2--8 ára Stakir kragar og flautu- snúrur Drengjajakkaföt frá 6—14 ára Drengjapeysur — drengja- buxur Buxnaeíni, alull. kr. 180 m Sokkabuxur, krepsokkar, nælonsokkar saumlausir, allt me5 gömlu verði. Pattons ullargarnið margir litir og tegundir. ÆSardúnssængur æðardúnn — hálfdúnn Sendum gegn póstkröfu. Vesturgötu 12 Sími 13570 MÉR HEFUR BORIZT BRÉF FRÁ „Bankaviðskiptamanni". Þar segir: „Mér telst svo til, að bankar og útibú þeirra, að meðtöldum spari- sjóðum, séu a.m.k. 13 í Reykjavík. Allir eru þessir bankar, útibú þeirra eða sparisjóðir á Laugaveg- inum og í Austurstræti, eða við næstu hliðargötur. Það er orðið stutt að bregða sér í banka fyrir þá, sem staddir eru innan Hring- brautar og Snorrabrautar í Reykja- vík. Höfuðstaðurinn er orðinn mikil bankaborg, og mun vafasamt að nokkur borg eða borgarhluti í heiml búi betur í þessum efnum, nema vera kunni Wail Street í New York. En úthverfin í Reykjavík eru bankafátæk. T.d. Kleppsholtið, og byggðin í Réttarholtinu, að ekki sé minnzt á Kópavoginn. Fjölmargir bæir og byggðir úti á landi eru einnig fátækir að bönkum. MÉR VERÐUR OFT hugsað til þess, hvort ekkt sé nokkur ofrausn að þessum vel búnu og snoturlegu bankahúsum öllum á þessum litla bletti i Reykjavík, og hvort banka- mergðin sé ekki í öfugu hiutfalli við ríkidæmí þjóðarinnar. En raunar var það þó ekki það, sem ég ætlaði að ræða um fyrst og fremst í þessu bréfi. Mér kom það sem sé í hug, að undarlegt megi það virðast, að þrátt fyrlr alia þessa banka og aukna þjónustu þeirra, skuli enginn einasti þeirra eða útibú þeirra hafa drifframtak til þess að opna afgreiðslu klukkan 9 árdegis. Það eru þó fjölmargir, sem liggur oft og einatt mjög á að komast í banka á sama tíma og búðir og skrifstofur eru Opnaðar í bænum. Það er verið að hvetja menn sí og æ til þess að taka daginn snemma en draga störf sín og er- indrekstur ekki fram á kvöld. Það er verið að skamma fólk fyrir að láta samkomur standa fram eftir nóttu. Nú er hafin lofsverð byrjun til að breyta þessu, og sé ég t.d. að Ferðafélag íslands hefur ákveðið að byrja samkomur sínar fyrr á kvöldi og Ijúka þeim á miðnætti. Þetta er gott fordæml, sem ýmsir mættu fylgja. NÚ ÆTTU BANKAR OG RÍKIS- SKRIFSTOFUR að hefja sinn hlut til vegs með því að opna klukkan níu að morgni, að minnsta kosti einhver útlbú bankanna svo að fólk eigi greiðan aðgang að bönkum. Raunar ættu sumar búðir og ein- hverjir bankar að opna klukkan átta. Ungum börnum er ætlað að koma i skóla klukkan átta, og því ættu búðlr ekki að gera verið opn- ar frá þeim tíma, og raunar af greiðslur banka og margar skrif stofur einnig. Bankaviðskiptamaður." Hjólbarðar fyrirliggjandi í eftirtöldum stærÖum: PIRELLI: 1100x20 1000x20 900x20 BARUM: 1100x20 1000x20 825x20 750x20 700x20 650x20 600x20 900x16 500x16 Gúmbaröinn h. f, Brautarholti 8 — Sími 17984. Sníðið og saumið sjálfar eftir Frímerkjasafnarar Evrópumerkin 1.960 t'rá 19 löndum fyrirliegjandi, Otvegum einnæ eldn Evr- ópumerki. J Agnars Frfmerkjaverzlun s/f, Box 356 Bevkjavík Athygli er vakin á hví, að óheimilt er að hefja rekstur matvinnsiustaða, matvöruverzlana, veit- ingahúsa, brauðgerðarhúsa, snyrtistofa og annarr- ar þeirrar starfsemi, er feliur undir Xm., XV., XVI., XVII. og XVIII. kafla Heilbrigðissamþykktar fyrir Reykjaík, fyrr en leyfi heilbrigðísnefndar er fengið til starfseminnar. Enn fremur skal bent á, að leyfi til slíkrar starf- semi er bundið við nafn þess aðila, er leyfið fær. Þurfa því nýir eigendur að fá endurnýjuð eidri leyfi, sem veitt kunna að hafa verið til starfsem- innar. Umsóknir skutu sendar á þar til gerðum eyðu- blöðum, er fást í skrifstofu borgarlæknis. Þess má vænta að rekstur þeirra fyrirtækja, sem eigi er leyfi fyrir, skv. framanrituðu, verði stöðvaður. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur X •v . VV*X*X*V* •'W* ÞAKKARAVÖRP Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum c.g skeytum á sjötíu ára afmæli mínu. — Lifið heil. Ólafur Ólafsson, Króki. Systir okkar, Dagmar Þorbjörg Camilla Bjarnarson, kennarl, andaðist 11. þ. m. GuSrún Bjartmarz, Stefán Bjarnarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.