Tíminn - 20.11.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.11.1960, Blaðsíða 7
ilfewjt NN, sunnudaginn 20. nóvember 1960 SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Merkilegir landsíundir stéttarsamíaka - Vifnisknrðir útgerðarmanna um „viðreisnina^ - Jafnvel þægasti stjórnarsinninn líkir henni við „lömun þjóðarlíkamans" - Útgerðin komin aftur á „styrkjagrundvöllinn' - Dómur launafólksins um „viðreisninau - Hver er tilgangur ,viðreisnarinnaru? - Línurnar skýrast - Að ganga áfram eða aftur á bak Seinustu dagana hafa staðið yfir hér í bænum tveir stórir stéttarfundir, þing Al- þýðusambands íslands og aðal fundur Landsambands ísl. út vegsmanna. Segja má að Al- þingi hafi horfið nokkuð í skuggann vegna þeirra, enda hefur verið tíðindalítið þar undanfarna daga. Fyrsta um- ræða um landhelgisfrumvarp- ið lauk í efri deild snemma < vikunni, en hún var þá bú- in að standa dögum saman. Það er ekki óeðlilegt, þótt landsfundum hinna stærri stéttarsamtaka sé veitt mikil athygli. í lýðræðisþjóðfélögum nútímans eru stéttarsamtökin raunverulega orðin einn þátt- ur stjórnarkerfisins og vissu- lega ekki hinn þýðingar- minnsti eða áhrifaminnsti. Þvert á móti hafa stéttarfélög in oft úrslitaáhrif á gang hinna þýðingarmestu mála. Ýmsir eru þeir, sem eru krítískir á þetta mikla vald stéttarsamtakanna. Vitanlega þarf að setja því vissar höml- ur, svo að einstök stéttarsam- 1 tök geti ekki orðið ríkið í rík- inu. En þeir, sem vilja losna við stéttarsamtökin eða skerða vald þeirra óeðlilega, ættu að líta til einræðisland- anna, t.d. i Austur-Evrópu. Þar eru stéttasamtök raun- verulega ekki til nema að nafni. Þar eru engin frjáls verkalýðssamtök og enginn verkfallsréttur. Það er hin fá- menna stjórnarklíka, sem þar ræður öllu. Vilji menn kann ske skipta á þessu og frelsi stéttasamtakanna vestan tjalds, þótt stundum kunni þau að fara misjafnlega með vald sitt? Við nánari athugun mun sennilega erfitt að finna þann lýðræðissinna, sem kýs að skipta. Vitnisburður útgerð. armanna um „viðreisnina“ Það var ekki óeðlilegt, þótt menn biðu eftir landsfundi út vegsmanna með nokkurri ef tir væntingu. „Viðreisnin", sem ríkisstjórnin framkvæmdi á síðastl. vetri, var ekki sízt rök studd með því, að hún væri gerð til að koma útgerðinni á heilbrigðan og stvrkjalaus- an grundvöll. Útgerðinni yrði komið á þann grundvöll, að hér eftir gæti hún staðið á eigin fótum, enda myndi ríkið ekki grípa á nýjan leik til hinna illræmdu verðunpbóta eða niðurgreiðslna á ýmsum kostnaðarliðum útve’-ðprinn- ar. Dagar styrkjakerfisins Frá þingi Alþýöusambandsins í K.R.-húsinu. væru úr sögunni að fullu og öllu. Vafalaust munu þeir, sem hafa lagt trúnað á hin fögru orð og fyrirheit stjórnarleið- toganna, er þeir voru að hrinda „viðreisninni“ fram, hafa beðið fundar útvegs- manna með tilhlökkun. Þess- ir menn munu hafa átt von á því, að fundur útgerðar- manna yrði einskonar „halle- lúja“-samkoma um „viðreisn- ina“, þar sem stjórninni væri þakkað fyrir „bjargráðin“ í þágu útgerðarinnar og því jafnframt lýst, hve miklu nú væri betur búið að henni en í tíð vinstri stjórnarinnar. Það, sem geröist á fundi út- vegsmanna, varö hins vegar allt annað. Þar risu útgerðar- menn upp hver af öðrum til aö lýsa því, hve grálega „við- reisnin“ hefði leikið útgerð- ina. Hagur hennar hefði ekki um langt skeið verið jafn slæm ur og nú. Verðið, sem hefði fengist fyrir afurðirnar, hefði orðið lægra en lofað var og væri verðfallinu þar ekki um að kenna, því að það hefði verið komið til sögu fyrir „við- reisnina". Margir kostnaðar- liðir hefðu hækkað mun meira en gert var ráð fyrir Kórón- an á þefta væru svo okurvext- irnir er hefðu ’eikið útgerðina grálegast af öllu. Jafnvel formaður L.Í.Ú., Sverrir Júlíusson, sem er hinn dyggasti stjórnarsinni t.reysti sér ekki til annars en að viður kenna bað í upphafi fundar- ins. að . viðreisnin" myndi leiða af sér lömun þjóðarlík- amans, ef ekki væri snúið af rangri braut í tæka tíð. Styrkjakerfið eudurreist Þrátt fyrir það, þótt Sverrir j og aðrir • stjórnarsinnar, j treystu sér ekki til annars en, að fordæma „viðreisnina“ í eyru útgerðarmanna, reyndu ■ þeir þó kappsamlega að reka j erindi stjórnarinnar á fund-j inum Starfsaðferö þeirra; var sú, að reyna með fortöl- j um að fá útgerðarmenn til að sætta sig við einhverjar kák-j lagfæringar og halda síðanj iheim. I Útgerðarmenn létu þó ekki blekkjast að sinni. Meirihluti þeirra neitað að slíta fundinnm fyrr en búið væri að semja við ríkisstjórnina um j rekstursgrundvöllinn fyrir j 1961, og þar sem því fékkstj ekki lokið nú, var ákveðið að j fresta fundinum til 12. des., \ en fresturinn var þó ekki á- kveðinn fyrr en eftir að ríkis- j stjómin var búin að lofa aö ; láta ríkið greiða alla vátrygg ingu báta og togara á þessu ári, og aö láta lánastofnanir falla frá innheimtu stofnlána á bessu ári. Þannig hefur þá „viðreisn- t in“, sem átti að skapa út- I gerðinni varanlegan reksturs- grundvöll, re.ynst í fram- I kvæmd. Útgerðin getur hvorki j borgað vátryggingargjöld né afborganir stofnlána á fyrsta ,,viðreisnar“-árinu, og rikið ■ verður að hlaupa undir baaga. i Styrkjagreiðslurnar, sem áttu að vera endanlega úr sögunni, eru komnar á nýjan leik Hinir fordæmdu áramótasáfnningar ríkisins við út°erðina, sem áttu að táka’ enda með ,.við- reisninni“, halda áfram eins og verið hefur. Lauoastéttirnar og ,viðreisnin“ En fyrst „viðreisnin“ hefur ekki gefist útgerðinni betur en þetta, hefur hún þá kann- ske ekki reynzt hagkvæm launastéttunum ? Um það vitnar kannske full trúakjörið á Alþýðusambands- þing bezt. Á seinasta Alþýðu- sambandsþingi munaði litlu að núverandi stjórnarflokkar hefðu þar meirihluta. Nú mun ar það sennilega 90—100 at- kvæðum. Það sýnir bezt við- horf launastéttanna til „við- reisnarinnar". Sannleikurinn er sá, að aldrei hefur á jafn skömmum tíma hefur verið þrengt eins mikið að launastéttunum. Allt verðlag hefur stórhækkað, en launin haldist óbreytt. Með öllu virðist útilokað, að þeir lægstlaunuðu, seni hafa t.d. frá 4000—6000 kr! mánaðar- laun, geti lifað mannsæmandi lífi, ef þessu heldur áfram. Launastéttirnar hafa samt enn ekki viljað grípa til neinna örbrifaráða. Það er hyggilegt. Verkföll eru alltaf hreinasta neyðarúrræði. Það hefur verið hyggilegt af launa stéttunum að gefa ríkisstjórn- inni tækifæri til að hverfa frá villu síns vegar og breyta um stefnu. Það er hárrétt, sem Hannibal Valdimarsson sagði í setninearræðu sinni á bingi Alþýðusamba’ndsins: Vitur- legri sjórnarstefna er bezta k j arabótin. Þess vegna er rétt af launa- stéttunum að gefa ríkisstjórn inni enn tækifæri til að breyta um stefnu. En vitanlega geta þær ekki beðið endalaust. Ef ríkisstjórnin notar ekki þetta tækifæri skynsamlega, ber hún ein ábyrgð á afleiðingun um. En sæmileg kjör launastétt- anna eru ekki aðeins hags- munamál þeirra einna, held- ur margra annarra, eins og t.d. bænda, sem þurfa nægan markað fyrir vörur sínar. Tilgangur „viðreisnarinnar“ Einhverjir kunna nú að spyrja: Hvernig er þessari svonefndu „viðreisn“ háttað, þar sem reynslan sýnir, að hún hefur verið jafnt til bölv unar fyrir framleiðsluna og launastéttirnar? Til þess að fá fullnægjandi svör við þeirri spurningu, þurfa menn að gera sér glögga grein fyrir tilgangi „viðreisn- arinnar". Hann er vissulega ekki sá, eins og stjórnin sagði, að skapa atvinnuvegun um viðunanlegan rekstrar- grundvöll. Það var auðvelt að gera, eins og oft hefur verið sýnt fram á, meö miklu ein- faldari og léttbærari ráðstöf- unum. Tilgangur „viðreisnar- innar“ var allt annar, og erfið leikar atvinnuveganna voru aðeins notaðir sem skálkaskjól til að leyna honum. Tilgangur „viðreisnarinnar“ er að taka upp nýja þjóðfélagshætti, eða réttara sagt að hverfa aftur til „hinna góðu og gömlu daga“, eins og einu sinni alopr aöst upp úr Ólafi Thors. Til- gangurinn er að byggja hér upp þjóðfélag, þar sem auður inn og völdin eru í höndum fárra einstaklinga. Til þess að koma fram slíkum áformum, er það bezta úrræðið að skapa kyrrstöðu og kreppu, því að þá missa margir hinna minni máttar eignir sínar og stór- eignir o® auður leitar í vax- andi mæli á fáar hendur. Línurnar skýrast Hvað, sem menn hafa ann- ars um „viðreisnina“ að segja, hefur hún þó gert eitt gagn. Hún hefur skýrt línurnar í ís- lenzkum stjórnmálum. Megin stefnurnar i íslenzkum stjórn málum eru tvær. Önnur er sú afturhalds- og kyrrstöðu stefna, sem speglast í „við- reisninni“, og borin er uppi af Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum. Takmark hennar er áð byggja upp þjóð félag hinna fáu ríku og mörgu fátæku. Hin stefnan er um- bóta- og framfarastefnan. sem (Framhald á 12. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.