Tíminn - 20.11.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.11.1960, Blaðsíða 8
Allt, sera hugurinn girnist Smá saga eftir Ray Bradbury Mennirnir tveir sátu hugsandi hlið við hlið í vagninum og mælt- ust ekki við meðan lestin ók gegnum hráslagalegt desember- rökkrið með viðkomu á hverr'i smástöðinni á fsetur annarri. Þegar lestin hafði lagt tólftu stöðina að baki, tautaði eldri maðurinn fyrir munn sér: — HvíLrkt daemalaust fífl! — Hvað þá? Ungi maðurinn leit upp úr blaðinu. Hinn eldri kinkaði kolli: — Sáuð þér kjánann? Hann hljóp eftir konunni sem angaði af Chanel. — Ó hún. Ungi maðurinn virt- ist óviss um hvort hann ætti að skella upp úr eða setja upp mæðusvip. Ég eltist við hana sjálfur fyrir eina tíð, sagði hann. Hinn eldri r’æskti sig og lok- aði augunum: — Ég líka, sagði hann. Fyrir fimm árum síðan. Ungi maðurinn leit á sam- ferðamann sinn eins og hann hefði |undið vin þar sem hans var sízt von. — Fór eins fyrir yður þegar þér komuð út af stöðinni? •— Má vera. Segið mér frá. — Þegar ég var kominn rétt á hæla henni kom maður hennar akandi með heilan bílfarm af börnum. Bang! Hurðin skall aft- ur ,og hún glotti við mér eins og gamall tréskór þegar hún ók burt. Ég varð að bíða í hálftíma eftir næstu lest í hundakulda. En ég lærði af þessu. — Þér’ lærðuð ekki af því nokk urn skapaðan hlut, sagði eldri maðurinn þurrlega. — Afi minn sagði ævinlega: laglegur kroppur — lítið vit. — Hann hefur verið klókur maður. En hvað vitið þér’ um hana? — Konuna? Ó, hún vill ekki annða en halda sér í æfingu. Henni finnst hressandi að vita að hún getur látið alla karlmenn dansa kringum sig með því einu að depla auga. Finnst yður ekki að hún hafi allt sem hugurinn girnist? Mann, börn go vitund- ina um fegurð sína. Hana getur hún sannað fimm sinum í viku hér í lestinni án þess að skaða nokkurn og sízt af öllum sjálfa sig. En þegar allt kemur til alls er hún ekki mikið augnayndi, það er ilmurinn, sem skiptir mestu. — Þvaður, sagði eldri maður- inn. Þessu trúi ég ekki. Hún er kona, r'étt og slétt. Allar konur eru konur ,allir karlmenn eru griðungar. Þetta verðið þér að gera yður Ijóst, annars eigið þér í vandræðum með hormónana í yður alla ævi og finnið enga ró fyrr en þér eruð komnir yfir áttrætt. En þangað til er gott fyrir yður að vita ofurlítið um sjálfan yður ef vanda ber að. Fáir menn, sem gera sér ljós þessi einföldu og óvéfengjanlegu sannindi, hlaupa n'okkru sinni í gönur. Spyrjið mann hvor hann sé hamingjusamur, og hann held ur óðara að þér séuð að spyr'ja hvort hann sé ánægður. Draumurinn um fullnægju er paradís flestra karlmanna. Ég hef sjálfur aðeins þekkt einn mann, sem hafði tiltækt allt sem hugurinn girntist, eins og þér orðuðuð það. — Drottinn minn, sagði ungi maðurinn og augu hans ljómuðu. Ég vildi gjarna heyra meir um hann. ^ — Ég vona að við höfum tíma til þess. Þessi náungi er ham- ingjusamasti hrólfur í heimi. Hann er kvæntur og á þó fjöld- ann allan af vinkonum. Og veit ekki hvað samvizka er. — Ómögulegt, sagði ungi mað- urinn. Maður getur ekki blásið frá sér með munninn fullan af mjöli. — Hann getur það og gerir það. Hann þarf ekki að ganga með samvizkubit eftir hamingjunótt. Viðskipti hans ganga vel. Hann á íbúð á bezta stað í New York, í hæfilegri hæð yfir götu, og in- dælan sumarbústað úti á landi þar sem glaðii' hjarðmenn vaka yfir litlum lömbum. Ég kynntist honum í fyrra heima hjá honum í New York. Þá var hann ný- kvæntur. Við borðuðum miðdegisverð, kona hans var stórkostleg, með snjóhvíta arma og þrýstnar varir. Mér fannst hann vera sá lukk- unnar pamfíll, sem ekki gæti óskað sér frekari hamingju, og sjálfur var hann greinilega á sömu skoðun því hann gat ekki sleppt hönd af konunni. Þegar ég fór um miðnættið, mátti ég gæta mín að þr'ífa ekki til hennar eins og hver annar stóðhestur. Það var eins og lífið fjaraði út úr æðum mínum þegar ég brunaði niður I lyítunni. Eg hneggjaði. — Þér hafið fágætan frásagn- arhæfileika, sagði hinn ungi sam ferðamaður hans og dró þungt andann. — Ég sem auglýsingatexta, sagði sá roskni. En áfram með smjörið. — Fyrir einskæra til- viljun hitti ég náungann — við getum kallað hann Smith — aft- ur hálíum mánuði síðar. Vinur minn tók mig með sér í sam- kvæmi sem hann var boðinn í, og það reyndist vera í sumarbú- staðnum hjá þessum sama Smith. Og á miðju gólfi stóð kolbrún fegurðardís við hlið hans, hún var eins og tígrisdýr. Ég varð svo steinundrandi að nafn henn- ar fór fram hjá mér, en seinna um kvöldið sá ég Smith taka um hana eins og þroskaða drúfu Bölvaður bjáninn, hugsaði é? með sjálfum mér. Hamingi- hrólfur, bætti ég svo við. E'~ kona í borginni, ástmær i sveit- inni. Hún var dásamleg. En ég vil ekki horfa upp á uppskeruna, hugsaði ég með mér og lét lítið á mér bera. — Ég þoli þetta næstum ekki lengur', sagði samferðamaðurinn og reyndi að opna glugga. — Þér megið ekki grípa fram í fyrir mér, sagði sögumaður. Hvert var ég nú kominn? — Að uppskerunni. — Já, alveg rétt. Undir lok samkvæmisins heyrði ég loks hvað dísin hét. Hún reyndist vera frú Smith. — Hann var þá skilinn og kvæntur aftur? — Það var varla mögulegt. Ég stóð eins og steingervingur og hugsaði með mér. Hann hlýtur að eiga tvöfaldan vinahóp. Annar hópurinn þekkir konu hans í borginni, hinn þekkir ástmey hans sem hann kallar konu sína. Smith er ekki svo skyni skropp- inn að vera tvíkvænismaður. Þetta var eina lausnin, en engu að síður var málið furðulegt. — Haldið áfram, sagði ungi maðurinn og bar ótt á. Smit-h ók mér á járnbrautar- stöðina um nóttina og var í bezta skapi. Á leiðinni spurði hann mig: Hvernig lízt yður á kon- urnar mínar? — Konur, í fleirtölu? spurði ég. — Já, fjandakornið, í fleirtölu, sagði hann. Á síðustu þremur árum hef ég átt tuttugu konur. Hverja annari betri. Tuttugu, teljið þér sjálfir. — Við stað- næmdumst við stöðxna, og hann dró upp þykkt myndaalbúm og rétti mér. Hann hló við mér og sagði: Nei nei, ég er enginn Blá- -keggur, sem safnar konum sín- únum dauðum á haaloftið. Sjáið rér þefta? Ég blaðaði fljótlega gegnum albúmið. Ljóshærðar konur, dökk hærðar, rauðhærðar, ævintýr'aleg ar, keipalegar, himnablíðar kon- ur. Þær horfðu á mig, brosandi eða alvarlegar. Ég starði á mynd- irnar forviða, síðan eins og dá- leiddur. Eitthvað var við hver'ja mynd sem mér virtist furðu kunnuglegt. — Smith, sagði ég. Þér hljótið að vera vellauðugur að hafa ráð á öllum þessum konum. — Auðugur, nei. Lítið á þær aftur. Ég blaðaði aftur gegnum bók- ina. Svo andvarpaði ég. Ljós hafðj runnið upp fyrir mér. — Sú frú Smith sem ég hitti í kvöld er hin eina frú Smith, sagði ég En konan sem ég hitti í New York fyrir hálfum mán- uði er einnig hin eina fr'ú Smith. Og þar af leiðir að þær eru ein og sama konan. — Alveg hárrétt, hrópaði Smith og hreifst af skarpskyggni minni. — Ómögulegt, hrökk út úr mér. — Nei, sagði Smith hreykinn. Konan mín er öldungis ótrúleg. Þegar ég kynntist henni var hún ein fremsta leikkona okkar utan Broadway. Af einskærri eigin- girni bað ég hana að víkja af leiksviðinu til að forðast þessa eilífu afbrýðissemi, sem var að gera okkur bæði örvita. Hún er gædd styrkum persónuleik, en ástin gerði hana bljúga: hún skellti aftur búningsherbergi sínu og við forðuðum okkur út um bakdyrnar. Jörðin snerist ekki fyrstu sex mánuði hjóna- bandsins, — hún dansaði. En ég er elskur að konum, og þar kom að ég fór að líta eftir öðrum konum, sem urðu á vegi mínum. Kona mín stóð mig að því að líta á klukkuna í -návist hennar. Og sjálf var hún farin að gefa leikhússauglýsingum hýrt auga. Einn daginn fann ég hana tárvota yfir leikhússgagn- rýni í dagblaði. Vandinn var kom inn í hámark. En hvernig gátum við samræmt líf okkar, ás-tríðu- full 1-eikkona og óforbetranlegur kvenna-bó-si? Eitt kvöldið, hélt Smith áfram, kom ég auga á þrýstna hnátu og sömu stundina feykti vindur'inn gamalli leikskrá framan í konu mína. Þessi atvik, sem g-erðust í einu, feyktu tjöldum frá sái- argluggu-m okkar og Ijósið streymdi inn. Kona mín greip í handlegg mér. Var hún kannskl ekki miki-1 leikkona? Jú, vís-t var hún það. Hún sendi mig burt heilan sól- arhring, og ég mátti ekki stí-ga fæti inn í íbúðina meðan hún var með undirbúning sinn. Og dag- inn eftir þegar ég kom heim í ijósaskiptunum, var kona mín horfin. Suðræn fegurðardís rétti mér höndina. Ég er vinkona konu yðar, sagði hún, og allt í einu kastaði hún sér í fang mér, beit mig í eyrað og var rétt búin að ri'fbr'jóta mig — þar til ég ýt-ti henni frá mér og hrópaði upp yfir mig: Það er ekki ókunn kona, sem ég er m-eð, — þetta er konan mín. Og við hnigum bæði hlæjan-di niður á gólf. Þetta var reyndar kona mín, en ger'breytt í andliti, í nýj-um fötum og gædd nýjum hreyfing- um og málrómi. Leikkonan mín sagði ég. Leikkonan þín, hló hún. Segðu mér hver ég á að vera. Carm-en? Allt í la-gi, ég er Carm- Brynhildur? Hvers vegna ekki? Ég skapa þær, og þegar þá ert orðinn leiður á þeim, finn ég upp á nýjum leik. Ég er komin á dans s-k-óla. Ég ætla að læra að sitja, standa og ganga á þúsund nýja vegu. Ég er á kafi í talaafingum, ég er kominn í Berlitz-skólann. Eg er líka kominn í júdóklúbb. —Drottinn minn, hrópaði ég. Því þá það? — Af þessu, sa-gði hún og k-ast- aði mér öfugum upp í rúm. — Já, sagði Smith. Upp frá þessum degi hef ég lifað eins og soldán. Ég hef kynnzt ótal kon- um af öllum litarhætti og gædd- um ótrúlegu-stu eiginleikum. Kon an mín hefur loksins f-undið si-tt rétta leiksvið, dagstofan okkar, og rétta áhorfendur', mig. Hún fullnægir þörf sinni, að vera fremsta leikkona landsins. Eru áhorfendur kannski of fáir? Nei. smekkur minn er síbr'eytilegur og gerir mér kl-eift að leika á móti henni, hvaða hlutverk sem hún velur. Veiðieðlí mitt er sam stígt leikgáfu hennar. Eg er í senn fangaður og frjáls. Þegar ég elska hana, elska ég allar hinar. E-g hef allt sem hugurinn girn- is-t, vinur minn, allt sem hugur- inn girnist. Það varð augna-bliks þögn. Lestin skrölti áfra-m í rökkr- inu. Ferðalangarnir tveir, hinn ungi og hinn ros-kni, sátu og hug- leiddu söguna. Að lokum kinkaði ungi maðurinn kolli og kingdi. — Vinur yðar Smith gat sann- arlega leys-t vandann. — Já, það má nú segja. Ungi maðurinn hugsaði si-g um ahdartak, síðan brosti hann. — Ég á einnig vin sem lenti í svipaðri aðstöðu — og þó ó- líkri. Við getum kallað hann Quillan. — Já, sa-gði eldri maðurinn. Verið þér fljótur, ég er að kon- ast í áfangastað. — Kvöld nokkurt, sagði ungi maðurinn o-g bar ört á, var Ou- illan úti. að skemmta sér með dá- (Framhald á 13. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.