Tíminn - 27.11.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.11.1960, Blaðsíða 11
ARA VEFUR mifmmm >, '-v, Rætt við Vigdísi Kristjánsdóttur um veggteppi í vænta'nlegt rátShús Reykvíkínga Sitt hvað eru menn farnir að hugsa fyrir væntanlegu ráðhúsi höfuðstaðarins þó ekki sé farið að byggja það — Og uppi á efsta lofti Austurbæjarskólans situr listakonan Vig-! dís Kristjánsdóttir við vefstólinn. Hún ei að vefa teppi sem á að skreyta hið væntanlega ráðhús, — mynd af Ingólfi land- námsmanni þar sem hann styður við öndvegissúluna í fjör- unni í Reykjavík; Hallveig kona hans og Þorsteinn sonur þeirra standa hjá honum og tveir þræiar, og sundin og Skarðsheiði i baksýn. Fréttamaður blaðsms kom að máli við listakonuna í vinnustofu hennar, nú á fimmtudaginn og spurðist fyrir um vefinn. — Hvenær byrjuöuð þér á þessu verki? — Eg byrjaði á því 1957. — 1957? Eg átti við þetta teppi sem þér eruð að vefa nú. Vigdís — Já, einmitt. Eg byrjaði á því 1957. Uppdrátturinn var gerður þá og uppúr þvi byrj- aði ég að vefa. Það gekk að visu hægt í fyrstu; mikið verk að setja upp i vefstól- inn, og ég hef verið ein við þetta. — Og hafið þér stundað þetta jafnt og þétt alla tíð síðan eða gripið i það öðru hverju? — Eg hef unnið að þessu á veturna stöðugt en tekið mér frí á sumrin, tvo—þrjá mánuði í einu. — Og hvenær búizt þér við að ljúka þessu? — Eg verð að gera það í vor, ég verð að sitja við, kannski ekki nótt og dag, en eins og ég hef orku til. Það vill nú svo vel til að það sein- legasta er búið; litskiptin í vatninu og steinunum og and litið á Ingólfi. Þeim bletti hef ég kviðið einna mest fyrlr, hann er svo mikið at- riði í myndinni. En það sem eftir er eru miklu einfaldari fletir, fljótlegra að eiga við þá. — Hvað verður teppið stórt — Tvisvar sinnum tveir og hálfur metri. — Og hvað er eftir af flet- inum? — Eg er um það bil hálfn- uð með það, en eins og ég segi, það seinlegasta er búið. — Hvað er þessi vefnaður kallaður? — Myndvefnaður. — Það er ekki sama og gobelin? — Þetta er frekar norrænn vefnaður, og að ég tel stíl- hreinasti myndvefnaður sem unninn er á Norðurlöndum. — Hvenær byrjuðuð þér vefnað? — Það er nú langt síðan. Eg var fyrst á námskeiði hjá heimilisiðnaðarfélaginu. Mig hafði lengi langað að fást við myndvefnað, en það var ekki hægt að læra hér, og var svo alveg horfin frá því um sinn. Eg fór þá alveg í málaralist- ina og var á akademíunni i Khöfn í fimm ár — hjá próf- essor Iversen, en hann taldi skissurnar mínar eiga það vel j við myndvefnað, að hann linnti ekki látum fyrr en ég ■byrjaði að vefa. Eg vildi þá kynnast myndvefnaðinum og j þeim möguleikum sem sú list | grein veitir, svo ég fór til | Noregs til að læra myndvefn- jað þar. Áður hafði ég lært svolítið gobelinvefnað í Kaup mannahöfn, en í Noregi var | ég tvö og hálft ár að læra. ! Gekk þar ágætlega. M. a. var ég fengin til að kenna þar um tíma í forföllum mynd- vefnaðarkennarans. — Nú kenni ég myndvefnað við Handíðaskólann. — Þetta er mikið þolin- mæðiverk? — Það er það fyrst og fremst, og vandasamt. Eg held næstum því með vanda- samari greinum myndlistar- innar, tæknilega séð. — Vefstóllinn er allfrá- brugðinn þeim sem maður hefur séð hér.... — Já, ég var svo heppin að fá þennan í Osló, notaðan, og fyrir það verð sem ég gat ráðið við. Hann er stór og mikill. Hægt að vefa í honum tvo og hálfan á breidd og svo náttúrlega eins langt og hver vill. •— Myndin kemur fram beggja vegna á teppinu? — Já, í myndvefnaði er eng inn munur á réttu og röngu nema hvað myndin er viðsnú in á röngunni. Það hefur komið fyrir á sýningum að myndum eftir mig hefur ver- ið snúið við af þessum ástæð- um. — Hefur yður verið gert að Ingólfur er hér hálfur og vel það. ljúka þessu verki fyrir ákveð- inn tíma? — Já, það er nú svoleiðis að frú Ragnhildur Pétursdótt ir á Háteigi stendur fyrst og fremst fyrir þessu. Þetta er henni mikið áhugamál, og hún hefur alltaf verið fljót- huga. Eg vildi því afskaplega gjarnan ljúka þessu fyrir vorið eins og ég er hálfpart- inn búin að lofa, en til þess veit ég að ég verð oft að sitja tólf og fjórtán tíma á dag. Það er náttúrlega strangt, en hvað um það.... Einu vildi ég gjarnan vekja athygli á: Þetta er ofið úr íslenzku bandi. Eg tel að ekki sé hægt að finna betra eða fínna efni í myndvefnað en ullina okkar. Hún hefur topp-gæði eihs og sjá má á ýmsum munum frá fyrri tím um eins og t.d. á gamla ísl. nálaflosinu. Það er eins og heil-silki, og áferðin prýkk- ar með aldri og sliti. Til heiðurs fyrrver andi hneykslislist Fjöldi iistaverka sem olli hneykslun fyrir aðeins fimm- tíu árum er nú til sýnis í Musée Nationale d’Art Mod- erne í París Öllum þessum Jistaverkum er það sameiginlegt að þau vöktu fordóma á sínum tíma og hafa eflaust, sum þeirra, komið mörgu siðferðilegu stertimenni til að blikna og blána, en eru nú skoðuð sem ein ágætustu verk heimslist- arinnar. lO, tempora et mor- es!) Þarna eru sýnd verk lista- manna frá 15 löndum, eink- um frá tímabilinu 1884— 1914. Evrópuráðið hefur geng izt fyrir sýningunm sem hefur fengið hinar beztu undirtektir almennings og blaða víðs veg- ar um álfuna. — Það er kannski svolítið skrítið fyrir stjoinmálaskör- ungana í Evrópuraðinu að sjá að allt það sem þeim hefur ekki tekizt að skip;'.leggja með fiármagni og vopnum — sam- cinuð Evrópa — það hafa lista mennirnir gert með höndum sínum, segir Berlingske Tid- ende, sem skýrir frá sýníng- unni og birtir meðfvlgjandi mynd. Eitt málverkanna á sýningunni: Fyrirsætan lagar sokkabandiö, eftir þýzk- bandaríska málarann Adoif Erbslöhs. TÍMINN, sunnudaginn 27. nóvember 1960.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.