Tíminn - 27.11.1960, Blaðsíða 14
14
T f MI N N, sunnudaginn 27. nóvember 1960.
13. kafli.
Snemma næsta morguns
sótti Clay bílinn og ók af stað
til þess að ná í Kate. 'Þegar
hann stanzaði við hliðið, kom
hún út með bókapinkil og
stóra körfu.
— Við þurfum að kaupa
ýmislegt inn, sagði hún, eftir
að þau höfðu komið körfunni
fyrir og hún var setzt við hlið
hans með bækurnar í kjöltu
sinni. — Og þess vegna hef
ég tekið með bæði egg og
hunang fyrir utan grösin, er
ég tíndi. Veiztu, að ég var
orðin hrædd um, að þú hefö-
ir gleymt mér.
— Gleymt þér? endurtók
hann undrandi. — Klukkan
er ekki nema níu!
— Eg veit það, sagði hún
og kinkaði kolli, — en þú
sagðir, að við skyldum leggja
snemma af stað.
— Og hvað áttu við með
því?
— Jú, þegar ég fer til Pine
Knob, þá legg ég ævinlega af
stað við sólarupprás.
— Eg skal lofa þér því, að
þú verðir jafnsnemma þar
eins og ef þú hefðir lagt af
stað um það leyti, mælti
hann og beit saman tönnun-
um, um leið og bíllinn sneri
inn á brattan og mjóan veg-
inn, sem lá upp fjallið.
— Gengu veiðarnar vel í
gærkvöldi? spurði hún. — Eg
frétti, að refurinn hefði ver-
ið unninn þar sem Bud Pon-
ers brennir vinið sitt.
Clay hafði ekki augun af
veginum, en Kate sá, að hann
brosti.
— Segðu mér, brugga allir
í þessari sveit? sagöi hann.
— Alls ekki, svaraði hún
móðguð. — Pabbi gerir það
ekki, og ekki Bill frændi
heldur. En það eru ýmsir sem
gera það.
— Eg fer að halda það,
sagði hann og einbeitti sér að
akstrinum,
Þegar þau voru komin til
Pine Knob fylgdi hann henni
inn í búðina með körfuna á
handleggnum. Búðin líktist
mjög búð Bills, en hún var
óhrein og illa við haldið. Það
þurfti ekki að fara í grafgöt-
ur um, að í þessum hreppi
var engin heilbrigðisnefnd.
Hljómmikil rödd heyrðist
kalla:
gjörið svo vel að ganga í bæ-
inn!
Stór, illa vaxinn maður birt
ist fyrir aftan búðarborðið,
en þegar hann sá Bill, var
eins og hann ræki í roga-
stanz. Clay virti hann gaum-
gæfilega fyrir sér meðan þau
Kate ráðslöguðu um kaupin,
og honum lá við klígju við
tilhugsunina um, að Jesse-
Mae ætti að giftast þessum
karlfauaki. Föt hans voru
stíf af óhreinindum, og hann
hafði a. m. k. tveggja daga
skeggbrodda á hökunni, sem
að auki bar þess órækan vott,
að hún hafði ekki komið
nærri vatni og sápu um lang-
PEGGY GADDYS:
an tíma. Hann lyktaði af
gömlum svita, og Clay sór
þess dýran eið að gera allt,
sem í hans valdi stæði til
þess að forða Jessie-Mae frá
því að giftast þessum ógeðs-
lega manni, og ef honum tæk
ist það ekki, skyldi hann
finna handa henni stað, þar
sem áin væri svo djúp, að
ekki sæist af henni angi eða
arða, ef hún fleygði sér þar
út i.
— Svo þér eruð nýi kenn-
arinn í Harpershverfi? sagði
Heard, þegar hann hafði lok-
ið verzluninni við Kate. —
Eg hef heyrt mikið um yður
talað.
— Einmitt það! sagði Clay
kuldalega. — Eg hef nú heyrt
um yður talað líka.
Heard gamli hló ánægju-
lega og varð auðsjáanlega
einskis var um það, hve Clay
var fálátur. — Eg get ímynd-
að mér það, hélt hann áfram.
— Eg hef rekið hér verzlun
í hartnær 30 ár.
— Þarna kemur bókabíll-
inn, sagði Kate taugaóstyrk,
því að hún fann, að Clay var
að því kominn að springa. —
Það er bezt, að við flýtum
okkur af stað. Þökk fyrir við-
skiptin, mr. Heard!
— Ekkert að þakka, Kate,
sagði hann og brosti smeðju-
lega, og hann lét augun líða
niður eftir líkama hennar,
svo að Clay var nærri búinn
að missa stjórn á sér. — Það
er einstök ánægja að verzla
við fallega stúlku eins og
þig. Komdu hvenær sem þú
vilt!
vilt, Kate, hvenær sem þú
Kate varð litið á hörkulegt
andlit Clays, muldraði þakk-
arorð og dró hann með sér
út í sólskinið aftur.
— Farðu og skilaðu bókun-
um, Kate, ég verð að fara
afsíðis og kasta upp!
— Enga vitleysu! sagði
hún ákveðin. — Þú ferð ekki
19
inn aftur til þess að troða
illsakir við karlinn.
Hann leit til hennar og
brosti dauflega.
— Af hverju helduröu, að
ég ætli að troða illsakir við
hann? spurði hann. — Var ég
ekki nógu kurteis?
— Jú, það var ekkert út á
orðin að setja, en ég sá það
á þér, að þú hafðir annað í
huga. Eg leyfi þér ekki að
útsvina þig í slagsmálum við
þennan durg!
— Eg skal viðurkenna, aö
ég gæti tæplega hugsað mér
að snerta hann með töngum,
hvað þá meira. Og ég get ekki
skilið, að honum skuli detta
í hug, að nokkur stúlka geti
hugsað sér að giftast honum.
— Hann er ríkur, eins og
þú veizt, og hann á mikið
undir sér.
— Ja, væri ég kvenmaður,
myndi ég ekki líta á hann,
þótt hann væri ríkasti maður
í heimi, urraði Clay.
Clay sat á tali við bóka-
vörðinn, meðan Kate leitaði
sér nýrra bóka, og þegar þau
komu loks aftur að jeppan-
um, sagði hann:
— Það er stutt liðið á dag-
inn, Kate. Hvað segir þú um
að aka stundarkorn inn í bæ
inn? Við getum fengið okk-
ur að borða og tekið lífinu
með ró. Liggur þér nokkuð á?
Hún leit á hann með gleði-
tár í augunum.
— Mér liggur ekkert á,
Clay, svaraði hún. — Þess
vegna fór ég í bezta kjólinn
minn og sagði pabba, að ég
kæmi seint heim. Eg bjóst
við að fara heim með þér og
búa til mat handa okkur. Eg
hafði aldrei búizt við að fara
með þér inn í borgina. Ó,
Clay, þú finnur alltaf upp á
einhverju, sem gleður mig!
Hann brosti til hennar, og
í sama bili vaknaði hugsun í
brjósti hans. Hann hugsaði
um það, allt þangað til þau
voru komin að bæjartakmörk
unum. Þá ók hann út á veg-
brúnina og stanzaði þar.
— Ætluðum við ekki að
gifta okkur einhvern daginn,
Kate? sagði hann.
— Jú, ef þú hættir ekki við
það, hvíslaði hún.
— Hvers vegna gerum við
það ekki í dag?
Hún tók andköf og galopn-
aði augun.
■— í dag?
— Hvers vegna ekki? Við
förum ekki oft svona langt
að heiman, og þú ert búin að
segja frá því, að þú komir
seint heim. Eigum við ekki
að hitta friðdómarann og
hespa vígsluna af? Svo höld-
um við til í borginni til ann-
ars kvölds.
Þetta kom svo flatt upp á
hana, að hún gat ekki sagt
eitt orð, en um leið og hún
beygði sig að honum til þess
að kyssa hann, hvíslaði hún
titrandi:
— Þá er eins og við séum
á brúðkaupsferð, Clay!
— Það má segja, að það
sé forsmekkur þess, sagði
Clay, — og þegar sumarfríið
kemur, skulum við fara reglu
lega brúðkaupsferð. Viltu
giftast mér um leið og ég er
búinn að finna friðdómar-
ann?
— Já, Clay! Með ánægju!
Hann kyssti hana og setti
jeppann í gang. Hann vissi
að ef hann fengi ekki* um
eitthvað anna ðað hugsa,
mundu ástríðurnar ná tök-
um á honum. Gat verið, að
þetta ætti eitthvað skyl við
raunverulega ást? hugsaði
hann.
UTVARPIÐ
Sunnudagur 27. nóvember:
8,30 Fjörleg músik í morgunsárið.
9,10 Veðu-rfregnir.
9,20 Vikan framundan.
9,35 Morguntónleikar.
11,00 Messa í Fríkirkjunni (Prestur:
Séra Þorsteinn Björnsson. —
Organleikari: Sigurður ísólfs-
son).
12,15 Hádegisútvarp,
13.10 Afmæliserindi útvarpsins um
náttúru íslands; V: Nothæf
jarðefni (Tómas Tryggvason
jarðfræðingur).
14,00 Miðdegistónleikar: Ný tónlist
frá Norðurlöndum (Hljóðritað
á tónleikum í Stokkhólmi 8.
sept. s. 1.).
15.25 Endurtekið efni: Björn Jó-
hannsson frá Veturhúsum seg
ir frá baráttunni við byljina
(Áður útv. 22. okt.).
15,45 Kaffitíminn: Jan Moravek og
félagar hans leika.
16.15 Á bókamarkaðinum (Vilhj. Þ.
Gíslason útvarpsstjóri).
17,80 Barnatími (Anna Snorrad.).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þetta vil ég heyra: Katrín
Hjaltested velur sér hljómpl.
19.10 Tilkynningatr,
19.30 Fréttir og íþróttaspjall.
20,00 íslenzkt tónlistarkvöld: Friðrik
Bjarnason áttræður. Dr. Páll
ísólfsson organleikari, Árni
Jónsson söngvari og kórar
flytja verk eftir tónskáldið. —
Dr. Hallgrímur Helgason flyt-
ur inngangsorð.
20,50 Spurt og spjallað í útvarpssal.
Þátttakendur: Grétar Fells rit
höfundur, Hákon Bjarnason
skógræktarstjóri, Jónas Þor
bergsson fyrrv. útvarpsstjóri
og Kristín Sæmundsdóttir
saumakona. — Sigurður Magn
usson fulltrúl stjórnar umræð
um.
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,05 Danslög, valin af Heiðari Ást
valdssyni danskennara,
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 28. nóvember:
8.00 Morgunútvarp.
8.30 Fréttir.
9.10 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjáns
son ritstójri heimsækir bygg-
ingarráðunaut sveitanna á Suð
urlandi.
13.30 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp.
18.00 Fyrir unga hlustendur: „For-
spil“, bernskuminningar lista
konunnar Eileen Joyce; VI.
(Rannveig Löve).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
'19.30 Fréttir.
20.00 Um daginn og veginn (Séra
Sveinn Víkingur).
20.20 Einsöngur: Sigurður Björns-
son syngur inniend og erlend
lög; Jón Nordal leikur með á
píanó.
20.40 Úr heimi myndlistarinnar
(Björn Th. Björnsson listfræð
ingur).
21.005 „Fjölskylda hljóðfæranna",
þjóðlagaþættir frá UNESO,
fræðslu-, vísinda og menninga.r
stofnun Sameinuðu þjóðanna.
21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk
as“ eftir Taylor Caldwell;
(Ragnheiður Hafstein).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð
mundsson).
23,00 DagskrárTok.
FJRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Merki
Jómsvíkinga
18
Ervin og Knútur flýta sér til
baka með öndina í hálsinum.
— Morð! hrópar Ervin. Einn
Daninn er dauður. Hvar er faðir
minn?
Vulfstan grípur í handlegginn á
honum. — Þú getur talað við föður
þinn seinna .strákur. Ég krefst
þess að þú fylgir mér þangað sem
landi minn liggur dauður!
Þeir koma að líkinu. — Skotinn
aftanfrá eins og hundur! segir
Vulfstan, ég skal finna morðingj-
ann og hefna fyrir þetta verk.
— En .... þetta .... er ör eins
og Axel var með! hrópar Knútur
óttasleginn. Ervin þekkir líka
þessa heimagerðu ör, en hann er
ekki hrifinn af þessu gáleysi
Knúts, sem hefur sakfellt vin
þeirra, Axel. ,