Tíminn - 02.12.1960, Blaðsíða 8
8
T f M IN N, föstudaginn 2. desember 1960.
BÆ K U R * BÆ K U R * BÆ K U R * BÆ K U R * BÆ K U R
Annað bindi Aldamótamanna
eftir Jónas Jónsson komið út
Nokkrar fleiri bækur frá Bókaforlagi Odds
Björnssonar á Akureyri
Endurminningar sævíkings
Meðal útgáfubóka Bókafor-
lags Odds Björnssonar á Ak
ureyri í ár er 2. bindi at rit-
verki Jónasar Jónssonar frá
Hriflu, ALDAMÓT AMENN,
sem nefnt hefur verið „lesbók
heimilanna"
í þessu binc' eru ævisöguþættir
22 karla ug kvenna, ásamt myndum
af þeim flestum. Þetta er fólk, sem
stóð í fylkingarbrjósti með þjóð-
inni um siðustu aldamót. í þessu
bindi eru þættir af Bríet Bjarnhéð
insdóttur, Torfhildi Hólm, Jóni
Sveinssyni, J.'.ii Aðils, Jakob Hálf-
dánarsyni, Birni M. Ólsen, Þórarni
Þorlákssyni, Sigurði Sigurðssyni,
búnaðarmálastjór'a, Benedikt Jóns-
syni, Einari Ásmundssyni, Þórarni
Túliníus, Sigurði Sigurðssyni, ráðu
naut, Otto Wathne, Ásgrími Jóns-
syni, Torfa Bjarnasyni, Oddi Grísla-
syni, Bjarna Þorsteinssyni, Guð-
mundi Hannessyni, Pétri Thor-
steinssyni, Þorláki Johnson, Ein-
ari Jónssyni og Páli Briem.
Þættir þessir eru allir með hinu
augljósa snillimarki Jónasar Jóns-
sonar. Hann brej$ur upp ljósum
myndum af þessu íslenzka bar'áttu
fólki, oft með skýrum dæmum eða
atvikasögum úr ævi þess. Allir
verða þættirnir lifandi skemmti-
lestur hverjum þeim, sem áhuga
hefur á persónusögu og þjóðarsögu
Bækurnar Aldamótamenn munu
ver’ða aufúsulestur margra kyn-
slóða, jafnt á heimilum sem í skói-
um.
Skagaf jarðarminm
Bókaforlag Odds Björnssonar
annast einnig dreifingu, og ef til
vill útgáfu fagurrar bókar, sem j
heitir Skín við sólu Sk.agafjörður,
sem gefin er út af Kaupfélagi Skag j
firðinga í minningu 70 ára starfs-
afmælis félagsins. Hugmynd að út- j
gáfu átti Ólafur á Hellulandi, en
Jónas Jónsson ritar formála. Er
þetta ljóð Matthíasar birt þannig,1
að ein vísa er á blaðsíðu en fögurj
Skagaf jarðarmynd á síðunni á
móti, valin eins og bezt hæfir efni
vísunnar. Síðast er lag Sigurðar
Helgasonar á nótum. Annars hefur
þessarar fögru bókar verið getið
hér í blaðinu áður.
Hálfa öld é höfuir? úti
Þessi bók kom út hjá forlaginu
fyrir einu eða tveimur árum og,
hlaut miklar vinsældir, enda umj
afbragðsrit að ræða, og kemur hún
nú í annari útgáfu hér. Er slíktj
Byssurnar á Navarone
- saga úr stríðinu
Byssurnar á Navarone eftir
Alistair Mavlean er Jcomin út
í íslenzkri þsðingu á vegum
forlagsins Iðunn. Þetta er frá
sögn úr síðustu styrjöld og
fjallar um örlagarik atvik úr
viðureign öandamanna og
Þjóðverja á eyjum i Eyjahafi
skammt undan strönd Tyrk-
lands.
Ritun þessarar bókar — og
annarra eftir þennan höf-
und — er með töluvert óvenju
legum hætti. Alistair Mclean j
er tæplega fertugur aS aldri
Hann var í stríðinu en gekk
háskólaveg að því loknu og
hóf síðan kennslustarf. Hann
hafði ekki einu sinni leitt hug
ann að því að skrifa bækur.
Þá bar svo við, að starfsmað-
ur hjá brezka forlaginu Coll
ins rakst á stutta frásögn!
eftir þennan mann, og hann'
þóttist sjá, að þar væri rit- j
höfundur á ferð. Hann linnti
ekki látum fyrr en Mclean rít
aði bók, og sá bók náði ótrú-
legri hylli á skömmum tíma.
Fyrstu átta vikumar seldust
af henni 203 þús. eintök.
Hún var þegar í fyrra
þýdd á mörg tungumál og
kvikmynd, mjög dýr mynd,
hefur verið gerð. Mclean varð
vellauðugur maður á svip-
stundu, og síðan hefur hann
ritað tvær eða þrjár bækur
aðrar, sem drjúgum hafa auk
ið auð hans.
Bækurnar hafa fengið mjög
góða dóma í senn fyrir snjallt
mál og stíl og hugmyndaríka
frásögn. Auðséð er, að höfund
ur styðst við bein atvik og
reynslu sína úr stríðinu-
Sagan segir frá flokki her-
manna úr liði bandamanna,
heldur fátítt um þýddar bækur.
Höfundurinn er G. J. Whitfield,
skipstjóri. Lýsir hann lífi brezkra
farmanna og svaðilförum á sæ á
mjög lifandi og Ijósan hátt, svo
að þessi bók er talin í röð beztu
sjóferðabóka, sem komið hafa út
á síðustu ánim. Sigurður Björg-
úlfsson hefur þýtt bókina.
íslenzk skáldsaga.
Þá sendir Bókaforlag Odds
Björnssonar frá sér nýja skáldsögu
eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur, og
heitir hún Ást og hatur. Eftir þenn-
an höfund hafa komið tvær eða
þrjár skáldsögur á síðustu árum
og hafa orðið allvinsáelt lésefni.
Þetta er stutt skáldsaga og lík hin-
um fyrri að efni.
Barnabók.
Loks hefur BOB gefið út barna-
bók eftir Hjört Gíslason og heitir
hún Salómon svarti, en það mun
vera hrútsnafn, en hrútur sá er;
söguhetjan. Allmargar teikningar!
eftir Halldór Pétursson eru í bók-!
inni. Mun þetta vera skemmtileg
saga og flytja um leið góða
fræðslu um dýr og búskap. Frá-
gangur bókarinnar er sérkennileg-
ur og smekklegur. Allur frágang-
ur bóka BOB er ágætur nú sem
fyrr.
Endurrrmningar sævíkir.gs,
æfintýri og ástarsögur Louis-
Adhémar Timothét- Le Go'ifs,
skráðar af honum sjálfum
Magnús Jochumsson þýdd: úr
frummálinu. Útgerandi- Leift
ii r.
Handriti þessarar bókar var skot
ið til útgefanda með sprengingu,
en það fannst í rústum Saint Malo
borgar á Frakklandi í lok síðustu
heimsstyrjaldar. Má segja, að sá
atburður hafi vel hæft söguritar-
anum, sem sparaði hvorki púður'
í byssurnar né sverðaslög á storma
samri ævi og var þó alla tíð á sína
vísu drengur góður.
Le Golif þessi herjaði sem fleiri
dugnaðar'menn um Vestur-Indíur
á ofanverðri 17. öld. Hann henti
það slys að fallbyssukúla fór gegn-
um klofið á honum, lenti í steini,
kastaðist til baka og klippti af hon-
um aðra lendina. Fyrir því fékk
hann viðurnefnið Hálfrass, en hálf
velgjumaður var hann enginn,
hvorki til orðs né æðis, ef hann
segir að einhverju leyti satt frá,
þótt hann vantaði hálfan bakhlut-
ann.
Mönnum segir þó hugur um að
Le Golif hafi öðru hvoru látið und
an þeirri freistingu að kríta liðugt,
enda er þess sums staðar getið neð-
anmáls, en slíkt rýrir ekki gildi
bókarinnar sem er skrifuð í
skemmtilegum karlagrobbsstíl,
enda meiningarleysa að heimta
sagnfræðilega nákvæmni af slíkum
ágætismanni sem skipherra þessi
hefur ver'ið á sinni tíð.
Einhverjum kynni að virðast bók
in helzti kjarnyrt hvað viðvíkur
bardögum og kvennafari, en slíkt
er fjarstæða þar sem bókin fjallar
um bardaga og kvennafar' út í
gegn og kostir hénnar byggjast á
hinum stórhressilega frásagnar-
hætti. „Siðferðilegur" niðurskurð-
ur á málfari skipparans hefði því
gert bókina að daufyrtu plaggi, í
litlu frábrugðin þeim reifurum,
sem skrifaðir hafa verið í tugavís
um farnað sjóræningja.
Þýðing Magnúsar Jochumssonar
er vafalaust góð, svo mikið er víst,
að orðfyndni hans er snjöll. Próf-
arkalestur hefði þó mátt fara bet-
ur. — B. Ó.
Ævíágrip, þættir og
sagnir um Bólu-H jálmar
Sjötta oq væntanlega síðasta
bindi ritsafns Bólu-Hjáln.ars
er komið út, en hin fimm
komu fyrir nokkrum árum í
þeim voru ritverk Hjálmars,
en í þessu síðasta bindi eru
aðallega æviágrip, þættir og
sagnir um Hjálmar, skráð af
Finni Sigmundssyni, lands-
bókaverði.
Þetta bindi er um 250 blaðsíður.
Hefst það á ýtar'legu æviágripi,
sem er meginhluti bókarinnar, en
síðan er sagt nokkuð frá börnum
Bólu-Hjálmars, geymd eiginhand-
rita hans, uppskriftum og útgáfum
verka hans. Þá eru þættir um
Hjálmar, minningar og fleira og
loks sagnir um hann. Allmargar
myndir eru í þessu bindi af afkom
endum Hjálmars, útskurðargripum
hans, rithönd, handritum og bæj-
um þeim við Eyjafjörð og í Skaga-
fiiði, sem Hjálmar var einkum
við kenndur.
Er þetta bindi vel vandað á alla
lund, svo sem Finns er von og vísa,
og með því skýrist mynd Hjálmars
að mun og útgáfa ritanna allra
verður stórum fyllri og heilsteypt-
Island í máli og myndum
Nýtt og sérstætt framlag til tslandslýsingar
sem sendur er til Navarone,
eyju í Eyjahafi. Sú eyja er
rammlega víggirt af Þjóðverj
um. Erindið er að sprengja
virki, sem ræður allri um-
ferð um eyjasund. en um það
sund liggur lífið á að getaj
bjargað 1200 hermönnum, j
sem eru í herkvi á eynni Khe
ros — og margt drífur á daga.
— Andrés Kristjánsson þýddi
bókina.
Auk bókanna, sem pegar
eru komnar út, Paradísar-
heimt, ný Ijóðabók eftir DevíS
og Ævisaga Laxness eftir Pet-
cr Hallberg og s ðara bindi
Ijóðasafns Magnúsar Ásgeirs-
sonar, og bókar Hendriks Ottó
sonar um Gvend Jóns koma
út fyrir íól eftirta<dar bækur
hjá Helgafelli. að því er Ragn
ar Jónsson skýrði blaðinu frá
i gær.
Málverkabók Muggs, Sumai'dag-
ar, myndskreytt barnabók eftir
Sigurð heitinn Thorlacius, fyrrv.
skólastjóra, 1. bindi nýs ritsafns
Gunnars Gunnarssonar í félagi við
Almenna bókafélagið, „Náttfari",
ný söguleg skáldsaga eftir Theodór
Friðriksson, bók eftir Thor Vil-
hjálmsson, Regn á rykið, aðallega
ferðaþættir, skáldsa.gan Átök eftir
sunnlenzka sveitakonu, Guðlaugu
Benediktsdóttur úr Lóni og loks
ný íslandsbók.
Bókin ísland í máji og myndum
er ráðgert að komi út árlega næstu
tíu árin, og að safnið yrði að lok-
um alldrjúgt framlag til íslandslýs
ingar. í þessari bók er gert ráð fyr
ir að kenni margra grasa í máli og
myndum. Útgefandi hefur snúið
sér til og er í þann veginn að snúa
sér til 150 manna víðs vegar að á
landinu, listamanna, menntamanna,
bænda og almennings með tilmæli
um að þeir skrifi stutta grein um
landið sitt, átthaga eða aðra staði,
sem þeim einhverra hluta vegna
hafa orðið öðrum kærari. í 1. bind-
ið skrifa eftirtaldir menn: Alexand
er Jóhannesson, prófessor: „Skaga-
fjörður", Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi: „í haustblíðunni", Ein
ar ÓI. Sveinsson, prófessor: „Úr
Mýrdal“, Gísli Guðmundsson, alþm.
„Á norðurslóðum“, Helgi Hjörvar,
skrifstofustjóri: „Grængresi", Jó-
hann Briem, Hstmálari: „Þjórsár-
dalur. Ríki hinna dauðu“, Jóhann
Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti, ísa
firði: „Ef að staður finnst á fróni“
Kristján Karlsson, rithöfundur
„Mývatnssveit", Dr. Páll ísólfsson
„Stokkseyri“, Sigurður Þórarins-
son jarðfræðingur: „Móðan rauða“,
Tómas Guðmundsson: „Austur við
Sog“, Guðbrandur Magnússon, for-
stjóri: „Landnám einstaklingsins".
Bókin er einungis prýdd litmynd
um, eru í þessu bindi yfir 30 lit-
myndir, að langmestu leyti lands-
lagsmyndir, en einnig myndir af
einstaklingum, sögulegum stöðum
og atburðum.
í sambandi við útkomu þessarar
bókar mun Helgafell efna til sam-
keppni um Ijósmyndir í litum og
fá 10 beztu myndirnar verðlaun, sú
bezta 10,000,00 og er ráðgert að
í næstu bindum bókarinnar verði
ekki minna en 10 verðlaunamynd-
ir. Bók þessi verður einnig gefin
út á næsta ári með enskum og ef
til vill þýzkum texta, en þá aðeins
valdir kaflar úr hverri grein.
Næsta bók verður að hálfu tileink
uð Reykjavík vegna afmælis
Reykjavíkur.