Tíminn - 02.12.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.12.1960, Blaðsíða 14
14 T f M I N N, föstudaginn 2. desember 1960. henni, og hún þorði ekki að •segja neitt meira. 16. kafli. Það var Kate, sem sagði Jessie-Mae frá því, að hú:i hefði fengið vist í skólanum, og það var einnig hún, sem fullvissaði veslings stúlkuna um að henni yrði hjálpað til að komast undan. — Hún mun koma hingað 'upp eftir til mín daglega næstu viku til þess að hjálpa mér að gera við teppi, sagði Kate við mann sinn, þegar þau voru að búa sig af stað til kirkju á sunnudagsmorg- uninn. — Joe frændi var ekk ert hrifinn af því en hann gat ekki verið þekktur fyrir að banna henni að hjálpa mér. enda er slíkt iila séð hér um slóðir. — Eg er svei mér giftur gáf aðri stúlku, sagði Clay og hló og hristi af sér slenið, sem yfir honum hafði verið síðan hann fékk bréfið frá Leonu. —Já, það sýndi ég bezt þegar ég giftist þér, sagði hún En skyndilega fleygði hún sér i fang hans og lagði höf uðið að vanga hans og hvísl aði: — Þú mátt aldrei sjá eftir því að hafa gifzt mér! Eg ,gæti ekki þolað það, ef þú værir óhamingjusamur Eg vildi heldur deyja. Hann þrýsti henni fast að sér og hélt henni þannig, að hún gat ekki séð betskjuna 1 svip hans. — Sá maður, sem sæi eftir að hafa gifzt þér, Kate, hlyti að vera heimsins mesti kjáni. Litla kirkjan var sneisafull og að lokinni guðsþjónustu leiddust þau frú Lacey og Buck Harper upp að altarinu. Buck var rakaður, þveginn og strokinn, svo að honum lá við að missa heilsuna, og það lagði ótvíræðan þef af mölkúl um af hinum ódýru, verk- smiðjusaumuðu fötum hans. j Brúðurin var stolt og bros- i andi í blómskreyttum silki-1 kjól, svo að allt kvenfólkið1 sáröfundaði hana, enda var flíkin keypt í kaupstað. Þegar vígslunni var lokið, flykktist allur söfnuðurinn í kringum „ungu hjónin“ til þess að óska þeim til ham- ingju, og þau urðu að gera sér að góðu að kingja ýmsum grófgerðum en velmeintum athugasemdum. Það var of kalt til þess að borða úti, en skóHastofan var þvegin, og þar var matur borinn fram. Clay náði af Jessie-Mae tali stundarkorn, og honum fannst sárt að lesa örvænt- inguna úr augum hennar — Umsóknareyðublöðin frá skólanum komu i gær, sagði hann, — og við byrjum að út- fylla þau um leið og skólan- um lýkur á morgun. — En haldið þér, að ég fái inngöngu? spurði hún. I PEGGY GADDYS: leiðbeina þér. Kate fann, að það var eitt- hvað, sem angraði Clay, en það var siður í hennar sveit, að kvenfólkið var ekki að hýr ast í einkamál karlmanna svo að hún spurði einskis, en ann aðist hann af þeim mun meiri nærgætni og beið þess, að hann leysti sjálfur frá skjóð unni. Kate gætti þess að halda heimilinu tandur- 23 ☆ DALA stúlk an — Alveg áreiðanlega, sagði hann. — Þú þarft ekki annað en ganga undir létt próf. — Eg er satt að segja ekki nándar nærri eins hrædd við prófið eins og pabba, sagði hún. — Láttu mig um hann, svar aði hann harðneskjulega. — Eg skal koma þér héðan í burt þótt það verði mitt síðasta verk. Það varð eins og dálítil óró við dymar, og menn sáu, að Heard gamli kom inn og var tekiö með virðingu þeirri, sem fyrirmenn staðarins nutu. „Ungu hjónin“ voru mjög upp með sér, þegar hann lét í ljósi það álit, að eiginlega væru þau ekki fullkomlega gift fyrr en hann hefði óskað þeim formlega til hamingju. Clay varð beinlínis óglatt, þeg ar hann sá, hvemig karlinn tætti spjarimar utan af Jessie-Mae með augunum. — Jú, hann skyldi sannar- lega bjarga stúlkunni úr klóm þessa vargs, jafnvel þótt það kostaði hann lífið. Við að gera það fannst honum eins og hann væri að hefna sín á þess um fjöllum, sem höfðu tælt hann til sín. í tvo daga vann hann með Jessie-Mae að þvi að útbúa skjölin, og þegar hann tók þau með sér til þess að póst leggja þau, sagði hann: — Við getum vænzt svars eftir viku, svo þú verður að vera tilbúin þá. Vinur minn í Atlanta mun sjá um þig og hreinu, og daglega gekk hún þrjú hundruð metra spöl að brunninum til þess að sækja baðvatn handa Clay, svo að hann gæti baðað sig eftir að hafa verið í skólanum. Síðdegis á fimmtudag fór hún að venju niður að brunni til þess að fylla stóru vatns skjólurnar, en í sama bili og hún var að sökkva upp í ann ari þeirra heyrði hún fóta- tak að baki sér og spratt hvat lega upp. — Matt! sagði hún með and köfum. Matt Carev stóð með þum alfingurna krækta undir belt ið og starði á h^^líkum aug um, að hún várð skelfingu lostin. — Hræddi ég þig? spurði | hann og glotti flírulega og j sleikti út um. | — Þú? Hrætt mig? svaraði jhún með hugrekki, sem hún ! vissi ekki sj álf að hún ætti j til. — Þú gætir ekki einu sinni j gert kettling hræddan! Tefðu I mig ekki Matt. Eg á annríkt. | Hann lét eins og hann heyrði ekki til hennar og þeg i ar hann kom nær rétti hann ihendumar út eftir henni. — Kate, ég þrái þig svo ó- istjómlega! tautaði hann. — j Eg elska þig meira en allt annað! Fg er vitlaus í þér. Hún var mjög hrædd, en samt leit hún fyrirlitlega á hann. — Komdu ekki nálægt mér, Matt, sagði hún. — Ef þú gæt ir þín ekki, mun maðurinn 1 minn drepa þig. Hann glotti il)skulega og sveigði digran hálsinn á sér. — Maðurinn þinn! þessi kar arauumingi! Hann getur ekki ráðið við flugu, hvað þá meir. Þú ert falleg eins og draumur, Kate. Hvernig geturðu búið með svona dusilmenni. Hann er ekki nógu mikill karlmað ur til þess að fullnægja þér! — Hann er að minnsta kosti nógu mikill maður til að halda þér í skefjum, Matt! svaraði Kate. — Það gerði hann með göldrum, sagði hann í af- sökunarskyni. Hún hló hæðnislega. — Nei, það var nú bara venjulegt mannvit, Matt, anz aði hún og var svo reið, að hún gleymdi hræðslunni. — Digur jálkur eins og þú hef ur ekkert vit á slíku, en þú getur verið viss um, að mað- urinn minn hefur nóg dt og hann kann að no'tfæra sér það- Hann er svo gáfaður, að hann þarf ekki einu sinni að óhreinka sig á fingurgómun um þótt hann flengi mann af þínu tagi. Hann ætlaði að ná til henn ar, en þegar hún reyndi að komast undan, hrasaði hún, og á næsta augnabliki hafði hann tekið utan um hana. Hún streittist á móti af öll- um kröftum, en Matt var orð inn óður af löngun eftir að hafa fundið hitann af hinum unga fagra líkama hennar fast upp við sig, og hann sleppti ekki takinu. Rakar og gráðugar varir hans snertu kinn hennar. Hún vissi varla sjálf, hvar hún hafði lært það, en eins og ósjálfrátt lyfti hún öðru hnénu og rak þaö af alefli milli fóta honum. Hann öskr aði af sársauka og hörfaði aftur á bak. — Stelpuóféti! sagði han.n. — Veiztu ekki, að þú getur gert mann ónýtan með svona aðförum? — Eg myndi svo sannarlega vinna kvenfólkinu hér þarfa verk, ef mér hefði tekizt það, svaraði hún ævareið, — og ef þú reynir þetta einu sinni enn, Matt Carev, þá skal ég segja manninum mínum frá því, og þá er úti um þig. Hann beið dálitla stund og starði heimskulega á hana, en svo sneri hann viö henni bak og gekk leiðar sinnar. Hún horfði á eftir honum svolitla stund, og þá varð henni Ijóst, að hún þurfti ekki að vera hrætíd við hann framar. Clay hafði lagt hann að velli tvisvar sinnum, og nú vissi hann á hverju hann átti von ef hann reyndi til við hana. Ef hann hafði ekki lært neitt af þessari reynslu, þá skyldi hún segja öllum stúlk unum frá því, hvernig þær ættu að verjast, ef hann réð ist á þær, og þá mundi ekki líða á löngu, þar til hann yrði að draga sig í hlé. Það yrðl i léttara að lifa í byggðinni, ef i hann færi. Kate fyllti vatnsföturnar, og bar þær léttilega heim til j bæjar. Þegar Clay kom heim hló hún glaðlega við honum. — Hef ég ekki sagt þér að þú mátt ekki slíta þér út á þessum vatnsburði, sagði hann. — Eg fyllti föturnar áður en ég fór, og það hefði i átt að nægja. Hvað gerir þú við allt þetta vatn? Syndirðu í því? — Nei, en ég á mann, sem j sækist mjög eftir að baða sig, , svaraði hún, — og mér hefur jverið kennt að vera aldrei spör á vatn. — Það er allt í lagi, ef mað ur hefði rennandi vatn í hús inu, sagði Clay. — En hvers vegna ertu svona kát. Föstudagur 2. desember: 8,00 12,00 13,15 13,30 15,00 18,00 18,25 18.30 18,50 19.30 20,00 20,05 20,35 21,00 21,10 21,30 22,00 22,10 22,30 23,00 «Mo,rgunútvarp. Hádegisútvarp. Lesin dagskrá næstu viku, „Við vinnuna": Tónieikar. Miðdegisútvarp. Börnin heimsækja framandi þjóðir: Guðmundur Þorláksson segir frá íbúum á Suðurhafs- eyjum. Veðurfregnir. Þingfréttir. — Tónleikar. Tiikynningar. Fréttir. Daglegt mál (Óskar Halldórs- son cand. mag.). Efst á baugi (Haraldur J. Ham- ar og Heimir Hannesson). „Við orgelið": Dr. Páll ísól'fs- son leikur verk eftir gamla meistara og skýrir þau. Upplestur: Guðrún Guðjóns- dóttir flytur ljóð eftir Guilberg og Boye í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. „Harpa Davíðs“: Guðmundur Matthíasson kynnir tónlist Gyðinga; V. þáttur. Útvarpssagan: „Læknirinn Lúkas" eftir Taylo.r Caldwell (Ragnheiður Hafstein). Fréttir og veðurfregnir. Upplestur: Andrés Björnsson les úr þriðja bindi „íslenzks mannlífs" eftir Jón HeTgason. Þýzk músik í léttum tón. Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLl Merki Jómsvíkinga — Það er undarlegt hvað Vulf- stan sýndi mikinn áhuga fyrir Axel og sakar hann svo um morðið, segir Eiríkur við Vínónu. — Mér lízt ekki á hann, segir Pum-pum litli. — Er Tjali kominn aftur? spyr drottningin. — Nei, en ég trúi aldrei að hann hafi skotið manninn í bakið! Vulfstan kemur inn. Hann hefur ekki gert boð á und an sér en virðist hafa ver'ið að hlusta á tal þeirra. — Hafið þið ekki fundið þennan litla morðingja enn? spyr hann. Hermaður kemur inn í sama bili og hefur mikilvægar fregnir að flytja konunginum. Það var hann, sem hitti Axel og Sverri í skóginum daginn áður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.