Tíminn - 02.12.1960, Síða 13

Tíminn - 02.12.1960, Síða 13
13 T f MIN N, föstudaginn 2. desember 1960. liiiiiiwwiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwaiiitttoiiiitaiaiiiiiiiiitoHiiiiiiiiiittiiiiiiiitiiiU V<VVV'VN.>-V« A S T Á RAUÐU LJÓSI María Sjöín er Reykjavíkurstúlka, lausa- leiksbarn frá stríðsárunum og hefur aldrei þekkt föður sinn. Hún elst upp með móður sinni, vínhneigðri konu með vafasama for- tíð. sem hefur gifzt sjcmanni. María Sjöfn er trúlofuð Þorkeli, ungum og glæsilegum stúdent. og það er draumur þeirra að komast saman til náms í París. En þau reka sig á óvænta hinflrun: Magda- lenu móður Þorkels, yfirstéttarkonuna. sem er vön því að aðrir lúti vilja hennar. Hún hefur ætlað syni sínum annað hlutskipti. María Siöfn á í fleiri horn að líta. Eftir dauða móðurinnar sýnir Brynjólfur. stiúpi hennar, hvern mann hann hefur að gevma, og þeir atburðir gerast, sem valda straum- hvörfum í lífi hennar. María Sjöfn ratar þó óvænta leið úr öllum ógöngum. NÝR HÖFUNDUR Hjólbörur með gúmmíhjóli léttar og meðfærilegar, hægt að taka sundur og setja saman á stuttum tíma. Póstsendum F"á þessu fólki og mörgum fleiri segir i fyrstu bók Hönnu Kristiáns- dóttur. Hanna er sjálf Reykjavíkurstúlka, og hún lýsir lifi núth.naæskunnar i Reykjavík af raunsæi og næmum skilning; Hér segir frá Reykiavíkuræsk- unni í dag, þetta er sagan um stolta ást ungrar ReykjavíkurstúAu. Verð kr. 129,05. Bók, sem allir tala um Sími 15345 Hverfisgötu 52 <aiiMtataw»ii*»iMffliatasi<*taia»iii<<Mi<«iiii*iaiaiitiii<iiiiai«wii«M*i«Mfliiii<iiaiii segja, að ekki geti hver farið sínu fram. En slík áætlun fel ur líka í sér nokkurt öryggi fyrir þá, sem á þjóðarbúinu vinna eða þar hafa forsjá og framtak á einhverjum stað eða á einhverju sviði, — ef að henni er unnið á réttan hátt. Ræða Gísla (Framhald aí 7 síðu) ið og eru vantrúaðir á gildi áætlana. Á það er bent, að erfitt sé að fara eftir áætlun- um og því erfiöara, sem þær nái lengra fram í tímann. — Rétt er það, hér á þessu veðra sama landi hefur þó verið lagt í það fyrir löngu, að láta strandferðaskip sigla eftir áætlunum, sem gerðar eru ár fram í tímann, og allir telja það nú sjálfsagt. Erlendis hafa j árnbrautarlestir lengi farið svo nákvæmlega eftir á- ætlunum, að varla skakkar um mínútu á hverjum stað. Án áætlana færu allar sam- göngur úr skoröum á landi, á sjó og í lofti, bæði hér og ann ars staðar. Til þess að áætlan ir í samgöngum standist, þarf auðvitað að samræma starf fjölda fólks, og yfirleitt verð ur niðurstaðan sú, að hver leysir af hendi það, sem hon- um er ætlað. Og áætlunartækn inni fer fram eins og annari tækni. Segja má, að staðhætt ir séu slíkir hér á landi, að erfitt sé að gera áætlanir um atvinnulíf og framleiðslu, því að hér sé svo mikið undir duttlungum náttúrunar kom- ið. Öðru máli gegni um þau lönd, þar sem byggt er fyrst og fremst á iðnaði meö fram- leiðslugetu, sem hægt sé að reikna út fyrirfram. „Svipull er sjávarafli“ segir máltækið, og mestöll útflutningsfram- leiðsla íslendinga byggist á sjávarafla. Sjávaraflinn við ísland er þó ekki svipulli en svo, að sá afli, sem minnstur verður hér, myndi þykja ágæt ur hjá sumum öðrum þjóðum, sem fiskveiðar stunda. Og mismunur á afrakstri islenzks landbúnaðar eftir árferði mun nú orðið ekki vera miklu meiri en gengur og gerist i heiminum. Þess er líka að gæta, að þó að sjávarútvegur inn framleiði nú yfir 90% af i flutningsvörum landsmanna er ástæða til að ætla, að það hlutfall breytist á komandi tímum. Ekki þannig, að út- gerð dragist saman, því að hún mun fara vaxandi a.m.k. fyrst um sinn, og það er frá- leitt, að láta sér detta í hug, aö þjóðin eigi að hverfa frá fiskveiðum, eða draga úr þeim fyrst um sinn, þó þær geti ver ið áhættusamar. En það er jafnframt sennilegt, að út- flutningur landbúnaðarvara eigi fyrir höndum að aukast, og að þjóðin muni á komandi tímum flytja út iðnaðarvör- ur, sem ekki eru fluttar út nú. Hjá því getur varla farið, að hér verði komið á fót stór- iðnaði í smáum stíl, ef svo mætti komast að orði. Þessi fámenna þjóð, með fáar vinnu hendur samanborið við vinnu hendur fjölda annarra þjóða, mun ekki til lengdar neita sér um það að þiggja þann liðs- auka, sem landið sjálft býður fram i orku fallvatnanna. — Þann dag, sem sá liðsauki verður þeginn, verður þjóðin höfði hærri en hún er nú, á sviði tækninnar, og að því mun koma. En mikið er undir því komið, að þar verði ekki of greitt úr hlaði riðið, að ekki verði hrapað að því að gera allt í einu, og að hafist sé handa á réttum stað, svo að ekki raskist enn jafnvægi í bygð milli landshlutar.na. Þær framkvæmdir, sem þar vérður um að ræða, þarf að hefja samkvæmt áætlun, og þá munu þær lika gera þjóð inni auðveldara en áður að láta áætlanir sínar standast. Þó að okkur séu ljósir marg ir og miklir erfiðleikar við að gera áætlanir og fara eftir þeim, getum við ekki komizt hjá því að viðurkenna hinar nýju staðreyndir vorra tíma. Það er staðreynd, sem varla verður dregin í efa, að þjóð- um, sem ekki verður talið, að standi á hærra menningar- stigi en íslendingar, jafnvel þjóðum, sem, að margra dómi, búa við óæskilegt stjórnar- fyrirkomulag, hefur að því er virðist, a.m.k. aö verulegu leyti, tekizt að framkvæma á- ætlanir, sem gerðar hafa ver- ið til margra ára, og að áætl- anirnar hafa lyft þjóöarbú- skap þeirra á hærra stig en hann ella hefði verið, að öðru óbreyttu. Því hefur stundum verið haldið fram, að áætlanagerð geti í ýmsum tilfellum lagt hömlur á framtak í atvinnu- lífi og framkvæmdum. Þetta fer auðvitað eftir því, hvers eðlis þær áætlanir eru, sem gerðar eru. Sé eingöngu eða fyrst og fremst um líkinda- áætlanir að ræða, þá verður engin ástæða til að óttast slíkt. Slík áætlun er til leið- beiningar, hjálpar mönnum til að átta sig. Og enginn hef ur á móti veðurspá. Menn vilja bara hafa hana sem rétt asta. Ef áætlun hins vegar fel ur í sér fyrirmæli, verkstjórn, íhlutun um dreifingu fjár- magns eða þvílíkar aðgerðir, að meira eða minna æyti, má Þjóðinni fjölgar nú ört. íbúar landsins munu að lík- indum verða 375 þúsundir eft- ir 40 ár, þ.e. um næstu alda- mót. Þjóðin er á framfaraleið og vill áreiðanlega halda á- fram á þeirri leið. Landið okk ar góða bíður eftir sinni stóru framtíðarþjóð, og það býr yf- ir miklum möguleikum til að fóstra þá þjóð. Þeir möguleik ar eru ekki bundnir við ein- hvern lítinn hluta landsins. Þeir möguleikar eru, að telja má, um land allt, og menn- ingarþjóð, sem á heilbrigðan þjóðarmetnað, ann ættjörð sinni, og vill vera sjálfstæð, mun vonandi aldrei gera á- ætlanir um að leggja land sitt eða landsbyggð í eyði. Land- ið og miðin umhverfis það búa yfir miklum möguleikum. En vinnuafl og fjármagn á sín takmörk. Nauðsyn ber til þess, að dómi okkar flm,, að þjóðin og þeir, sem forustu hafa í mál um hennar, geri sér grein fyr ir því á hverjum tíma, með nokkrum fyrirvara, að hverju skuli stefna í framleiðslu og framkvæmdum, og hvernig þeim skuli haga, hvað óhjá- kvæmilegt sé og æskilegast, hvað helzt megi bíða og hvers vænta megi, ef með forsjá er á málum haldið. Með þetta í huga er sú til- laga flutt, sem hér liggur fyrir. ■ Að öllu athuguðu væntum við flm. þess, að Alþingi fall- ist á, að unnið verði að því að undirbúa þá löggjöf um fram- leiðslu- og framkvæmdaáætl- un þjóðarinnar, sem hér er um að ræða. Eg legg til, að tillögunni verði vísað til háttv. fjárveit inganefndar. Saltausturinn kostar 418 þús Bílstjórar sem aðrir kvarta nú ákaflega undart saltaustri bæjaryfirvaldanna vegna hálk unnar, enda staðreynd að saltið veldur stórskemmdum á bílum, skófatnaðí, gólfum og teppum. Það er fróðlegt aö sjá að á sama tíma og óánægjan vegna þessara ráðstafana er sem mest, áætlar bæjarstjórn in 418 þús. kr. „vegna hálku á götum bæjarins ‘ árið 1961, og er hér vafalaust átt við saltausturinn. Þegar þessi kostnaður bætist ofan á það tjón, sem verður á eignum borgaranna vegna saltausturs ins, þá fer upphæðin að verða nokkuð há. Hvers vegna er ekki borinn sandur á götur bæjarins? Það mundi kosta nokkra götusópun, en trú- lega verða ódýrara að miklum mun í reynd. — Saltaustur- inn hefur mikið verið gagn- rýndur á undanförnum árum og þaö er kominn tími til að þeir vitringar, sem fyrir hon um standa, taki tillit til kröfu bæjarbúa. Jeppi valt á Keflavíkurv. í fyrradag vildi það til á Keflavíkurveg' ti' móts við Straum að jepni for út af veg- inum, hvoifdi og þrír menn sem í honum voru meiddust. Slysið vildi til um tvöleytið e.h. Mun jeppinn hafa i'unnið í hálku og lent þannig útaf. Rúður brotn- uðu og bíllinn stórskemmdist og varð að fá kranabíl frá Vöku að flytja hann af staðnum. Þrír menn voru í bílnum og meiddust þeir allir meira og minna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.