Tíminn - 02.12.1960, Síða 16
Um manntal, réttindi,
skyldur og bílskúra
Það er raunar ekki ýkja
fréttnæml að skýra frá því að
aðalmanntal hafi verið tekið
á íslandi í gær, því að sf allt
er svo sem ráð var fyrir gert,
hefur enginn komizt hjá því
að hitta teljarana, sem gengu
hús úr húsi og bæ frá bæ um
land allt.
Teljarastarfið er trúnaðar-
starf og þegnskylda svo sem
kunnugt er og getur enginn
skorast undan að gegna því.
Margir urðu ókvæða við og
fannst það ósvífni af þjóðfé-
Fyrsti snjórinn
Eskifirði, 28. nóv. — Hér er
í dag að falla fyrsti snjórinn
i byggð á þessu hausti. Ann-
ars hefur verið sumartíð fram
til þessa. Héðan er stundaður
sjór að vanda, og gengur bæri
lega. Er því 'næg vinna í hrað-
frystihúsinu. Það má annars
til tiðinda telja, að hingað
hafa nú komið 4 „fossar“ Eim
skipafélagsins á aðeins 3 dög
um, og eru þetta auðvitað ó-
venjumiklar skipa’komur. Skip
in tóku fisk, síldarmjöl og síld
til útflutnings. Á.J.
Ný póst- og símastöft
Eskifirði, 28. nóv. — Að und-
anförnu hefur verið grafinn
hér sími í jörð, og hefur tals
verð vinna verið við það. Auk
þess er mikið um byggingar.
Um 10 íbúðarhús eru í smíð-
um, en þess er þá um leið að
gæta, að sum þeirra hafa ver
ið það nokkuð lengi. Engir
menn hefja bygingar um þess
ar mundir. Sumarið 1959 hófst
bygging nýs húss fyrir póst og
síma á staðnum. Þetta er
myndarlegasta hús og á að
taka það í notkun eftir viku
eða svo. ÁJ
jxginu að krefjast vinnu þeirra
í nokkra tíma, en gaman væri
að vita hvort nokkur hefði
hugleitt hvort ekki sé skárra
að telja fólk í tvo tíma á 10
ára fresti og inna af hendi
þegnskyldustarf en gegna t.d.
2—4 ára herskyldu, sem einn
ig er þegnskylda — hjá erlend
um þjóðum.
P.éttindi og skyldur
Þeir, sem kvörtuðu undan
því að vera valdir teljarar eru
raunar fulltrúar þeirra þjóð-
félagsþegna, sem mikið hefur
borið á hin síðari árin, þeirra
sem sífellt klifa á réttindum
sínum, en gleyma algjörlega
því að réttindum fylgja jafn-
an kvaðir og skyldur. Kann-
ske höfum við gert of mikið
af því að tala um réttindi okk
ar og of lítið að því að tala
um skyldur okkar við þjóðfé-
lagið. Skyldurnar eru í ýmsu
öðru fólgnar en að greiða útr-
svar og skatta, hlýða lands-
lögum o.s.frv. Þjóðfélag það,
sem veitir mönnum trúfrelsi,
skoðana- og prentfrelsi og
ýmis önnur réttindi, sem útaf
fyrir sig eru sjálfsögð að okk
ur finnst, á einnig rétt á því
að fá nokkuð í staðinn. Sem
betur fer hafa óánægjuradd-
irnar vegna teljarakvaðarinn-
ar ekki verið of háværar.
i
HvaS um bílskúra
Um ýmislegt var spurt af
teljurum: — Er vatnssalerni
í húsinu? Er baðker eða steypi
bað, eða hvorutveggja? Hvað
eru mörg herbergi í húsinu?
Hvað er húsið margar hæðir,
hvenær byggt o.s.frv. Mörgum
fannst það því kyndugt að
ekki skyldi vera innt eftir því
hvort bílskúr, einn eða fleiri,
tilheyrðu húsinu. Ekki er ó-
líklegt að það hefði getað sýnt
skemmtilega „statistik" um
hversu landsmenn búa að
sínu öðru heimili — bílnum.
Að ofan: Hér sést Han van Meegeren
fyrir rétti í Amsterdam 1947. Hann
hlaut eins árs fangelsi fyrir mál-
verkafals, sem hann hafði hagnazt á
um tugi milljóna króna. Til hægri
sést falsað málverk — eitt af „verk-
um" Meegeren.
Að neðan: Þetta er sjáifsmynd eftlr
Van Gogh. Þetta málverk var síðar
falsað og það eintakið siðar sýnt á
sýningu í Berlfn 1927. Þessi sýning
átti að vera til minningar um lista-
manninn og verk eftir hann ein-
göngu til sýnis. Það reyndist þó svo
að nær öll málverkin voru fölsuð.
Óhugnanlegt mor'ðmál í Danmörku:
15 og 16 ára ungiingar réðu
verkfræðingi bana í áfengisæði
Þrjár bækur frá
Heimskringlu
Enn eykst á bókamarkáón
um. Heimskringla hefur nú
sent frá sér þrjár bækur,
Ijóðabók, Ijóðaþýðingar og
sagnfræðirit.
Minn guð og þinn nefnist
ljóðabókin, og er hún eftir
Guðmund Böðvarsson. Hann
hefur áður sent frá sér fimm
bækur, og mun því óþarfi að
kynna höfundinn frekar. í bók
þessari eru 27 Ijóð, yrkisefnin
tekin bæði innan lands og
utan.
Bókin með Ijóðaþýðingun-
um heitir Undir haustfjöll-
um, og eru þýðingar eftir
Helga Hálfdánarson. Þar eru
ljóð 15 erlendra skálda, og að
því er séð verður við flett-
ingu bókarinnar, hefur Helga
tekizt vel upp að vanda.
Lúðvík Kristjánsson sendir
frá sér III. bindi rits síns um
menn og málefni á Vestfjörð
um og við Breiðafjörð á ár-
unum 1830—1874. Rit þetta
ber saman nafn og hin fyrri
bindin, Vestlendingar. Bókin
er 350 blaðsiður, og er þar með
nafnaskrá fyrir II. og III.
bindi.
Sennilega dæmdir til
hins lága aldurs
Khöfn — Eitt af óhugnan-
legustu morðum síðari ára var
jtramið í Kaupmannahöfn um
| síðustu helgi 47 ára gamall
verkfræðingur Thoralf Kyrre
iannst á sunnudagsmorgunínn
myrtur, <lta útleikinn ettir
sextán hnífsstungur og marga
jalvarlega áverka.
Grenilegt var, að ráðizt hafði
verið á hann í glæsilegum sumar-
bústað í Gladsaxe, þar hafði hann
lent í harðri rimmu við moi'ðingj-
ann eða morðingjana, en síðan
tókst honum að flýja út um bak-
dyr, yfir runna og trjágarð og yfir
í bifreið sína, sem lagt var við
hliðargötu skammt frá — en þar
þrutu kraftarnir og fannst hann
þar látinn um morguninn er veg-
farandi tók eftir líkinu í bílnum.
Ófögur sjón
Er lögreglan kom á vettvang í
íbúð verkfræðingsins, blasti þar
við ófögur sjón, flest var brotið og
bramlað sem brotnað gat; m a.
stór lámpi, sem greinilega hafði
verið notaður sem vopn gegn
Kyrre verkfræðingi. Morð þetta
var leyndardó|nsfullt í meira lagi,
engum fjármunum hafði verið
rænt og enginn gat sér til neina
orsök og hin finnska eiginkona
verkfræðigsins féll gjörsamlega
saman er henni voru tilkynnt tíð-
indin.
Peiðarslag
Þetta óhugnanlega morð kom
sem reiðarslag yfir danska blaða-
lesendur — en lausn morðgátunn-
ar kom ef til vill enn frekar á
óvart, því að þegar daginn eftir,
voru tveir ungir piltar handteknir
og sakaðir um morðið, 15 og 16 ára
betrunarhússvinnu vegna
gamlir, og eftir nokkra yfirheyrzlu
játaði hinn 15 ára gamli að hafa
orðið verkfræðingnum að bana
með hníf sínum, og hinn játaði að
hafa ráðizt á hann með lampann
að vopni.
Eáust um kvöldið
Það var eftirlitsferð tveggja um
ferðalögregluþjóna sama kvöldið
og morðið var framið, sem varð til
þess að færa lögregluna á sporið.
Þegar upplýst var um morðið að
morgni sunnudagsins, minntust
þessir lögregiuþjónar þess að hafa
stöðvað bifreið skammt frá sumar-
bústað hins myrta, tveir ungir
menn vorti við stýrið illa til reika,
með blóðnasir, og föt þeirra með
blóðslettum, og ekki bætti úr skák
að báðir lyktuðu þeir af víni. Þeir
sögðust vera að koma úr „selskab"
með kunningjum, sem endað hafði
með lítilsháttar slagsmálum, og
þegar lögregluþjónarnir komust að
því að þeir voru ekki svo nokkru
næmi undir áhrifum áfengis,
sleppti hún þeim — að sinni
Og eins og fyrr er sagt, varð
þetta til þess að grunur féll strax
á hina ungu pilta og voru þeir
þegar handteknir.
NeySarvörn?
En þeir kváðust hafa sínar af-
sakanir, því að verknaðinn hefðu
þeir framið í neyðarvörn.. Aðdr'ag-
anda þessa harmleiks lýstu þeir fé-
lagarnir þannig, að á laugardags-
kvöldið hefði maður nokkur stöðv-
að bifreið sína og boðið þeim í bíl-
túr — fyrst öðrum þeirra, en er
annar vildi það ekki, þá báðum.
Þeir hefðu ekið góða stund og
numið staðar við sumarbústaðinn.
Þar hefðu þeir farið inn; en hinn
ókunnugi maður hefði dregið úr
fórum sínum vínflösku, og hefðu
þeir farið að drekka saman.
Vekur mikla athygli
Ekki hefði liðið á löngu þar til
miklar ýfingar hófust, jukust þær
eftir því sem þeir drukku meira —
og síðan hefði komið til handalög-
mála með fyrrgreindum afleiðing-
um. Báðir segjast hinir ungu piltar
hafa framið verknaðinn í fulLkom-
inni ráðvillu og áfengisvímu. Morð
mál þetta hefur vakið geysimikla
athygli í Danmörku, og er mjög
rætt meðal almennings. Báðir eru
piltarnir komnir yfir lögaldur saka
manna, svo ekkert er því til fyrir-
stöðu að dæma þá fyrir manndráp
— en Ifklegra þykir, að barna-
vemdarnefnd fái mál þeirra til
meðferðar og þeir verði úrskurð-
aðir til vistar í betrunarhúsi næstu
árin.
Kaldi
Kólnar nú enn I veóri.
NorSaustan stinningskaldi
á að vera i dag, en bjart-
viSri. ÞaS er kannske ó-
þarfi, en vér viljum benda
mönnum á þá dásemdar-
tilfinningu, sem fylglr síð-
um nærbuxum.
Föstudaginn 2. desember 1960.
273. blað.