Tíminn - 14.12.1960, Blaðsíða 3
3
1SÍ*M IN N, miðvikudaginn 14. desember 1960.
Það var ekkl dregið lengi að skira hinn unga son hjónanna, sem flytja inn
f Hvíta húsið eftir áramótin, því að fáum dögum eftir fæðinguna fór skírn-
arathöfnin fram í kapellu sjúkrahússins þar sem hann fæddist. John Kenn-
edy, kjörinn forseti Bandaríkjanna, tók sér frí frá störfum þennan morgun
og afturkallaðl öll viðtöl — ég fór til þess að vera viss um að állt væri í
lagi — sagði hann við fréttamenn eftir skírnina. Kennedy ók konu sinnl
Jacqueline í hjólastól til kapellunnar og kaþólskur prestur skírði hinn unga
pilt John Kennedy eftir föður sínum. Um það bil 20 gestir voru viðstaddir
auk foreldra, prestslns, guðföður og guðmóður að kaþólskum sið. Einn Ijós-
myndari fékk að vera viðstaddur og tók hann myndina hér að ofan: Kenn-
edyhjónin með John Kennedy yngra klæddan í sama skírnarkjólinn og
faðlr hans hafði klæðzt er hann var skírður árið 1917.
200 fdrust í
stdrhríðinni
Og nú tekur vitS hörkufrost í austanverflum
Bandaríkjunum
De Gaulle undirbýr refsi-
aðgerðir gegn öfgamönnunum
— og hvikar í engu frá þeirri stefnu sinni aí
veita Serkjum fullan sjálfsákvörtJunarrétt
New York—NTB 13.12. —
Vitað er nú með vissu, að um
200 manns fórust í gær í
verstu stórhríð sem gengið
hefur yfir Bandaríkin í 13 ár.
Veðrið hefur nú að mestu
lægt, hætt er að snjóa víðast
hvar, en frost er mikið, eink-
um í austurfylkjum Banda-
ríkjanna.
í dag komst frostið niður í 32
stig í Jefferson City í Pennsylv-
aníu. í New York var 13 stiga
frost í dag, en bjart veður. Sam-
göngutruflanir eru enn miklar af
völdum veðursins og hefur lestum
mjög seinkað. Fjöldinn allur af
bifreiðum situr enn fastur á þjóð-
vegum í norður- og austurfylkjum
landsins, en snjóplógar víða að
verki. Á hinni miklu hraðbraut
New York suður eftir New Jersey,
þar sem bifreiðar aka venjulega
með 100 km hraða á klst. sniglasí
nú bifreiðarnar hægt áfram og
f.jölda margar sitja fastar. Óttazt
var um stóran barnahóp í Norður
Karolínu, en öll börnin fundust
í dag heil á húfi. Stór barnahóp-
ur týndist frá heimili fyrir mun-
■aðarlaus börn, þau fundust í dag
þar sem þau lágu í hnapp undir
stóru tré og vörðu hvert annað
fyrir. nístandi kuldanum. Móðir
eins barnsins flaur í hel fyrir ári
siðan í miklu óveðri. Flug hófst
aftur í dag frá alþjóðaflughöfn-
inni Idlewild, en áætlanir hafa
farið mjög úr skorðum.
Fimm sækja
um Álafoss
Fyrir nokkru rann út umsóknar-
frestur um hið nýja læknishérað
r.ð Álafossi. Fimm hóraðsiæknar
sót'tu um embættið, þeir Björn
Önundarson Flateyri Einar Th.
Cuðmundsson, Bíldudal. Ólafur P.
Jónsson, Stykkishólmi. Þorgeir
.lónsson, Þingeyri, og Þórhallur B.
Ólafsson, Búðardal
Algeirsborg — París, 13. des.
— Allt var með nokkuð kyrr
um kjörum í Alsír fyrir há-
degi f- dag og voru menn farn
ir að búazt við því að öldurn
ar hefðu lægt. En eftir há-
degið í dag kom enn til mik-
illa óeirða, í þetta sinn í Oran
og Bone, og létu a.m.k. 9
manns lífið.
Enn voru að verki óeirða-
seggir úr hópi franskra land
nema, sem franskar öryggis-
sveitir áttu í höggi við. Hand-
tökum er enn haldið áfram í
stærstu borgum Alsír eftir ó-
eirðirnar, en í Algeirsborg
einni munu um 600 manns
hafa verið handteknir, jafnt
Evrópumenn sem Serkir. Alls
munu um 118 manns hafa lát
ið lífið í óeirðum síðustu daga,
flestir þeirra Serkir.
Landssamband ísl. útvegs
manna hélt aðalfund sínum
áfram í fyrrakvöld og endaði
hann raunverulega án nokk
urrar niðurstöðu annarar en
þeirrar, að fundinum yrði enn
frestað um óákveðin tíma. —
Ríkir þannig enn alger óvissa
um úrslit þeirra meginmála,
sem fyrir fundinum lágu og
sér þar hvergi til botns.
Hafsteinn Baldvinsson ræddi
um störf þeirrar nefndar, sem
fundurinn kaus til að vinna
að samræmingu á kjörum
bátasjómanna. Leggur nefnd
in til að kjör sjómanna bygg
ist að hálfu á föstu kaupi og
að hálfu á aflaverðlaunum,
en kauptrygging falli niður.
Enginn veit hvað ofan á verð
ur því tillögur þessar cru til
Hinn 1. desember s.l. var opnuð
fólksbifreiðastöð á Selfossi, er
leigir út bifreiðar til mannflutn-
inga til lengri eða skemmri ferða-
li'ga.
Bifreiðastöðin stendur við Sel-
fossveg, rétt vestan við eystri brú-
arsporðinn á Ölfusá. Stöðin er
cpin frá kl. 8 á morgnana tii mið-
nættis alla virka daga og allan
sólarhringinn um helgar. Síma-
r.úmer stöðvarinnar er 266.
Eigandi stöðvarinnar er Sam-
0 gnarfélag nokkurra bifreiðaeig-
er.da á Selfossi og er formaður
þess og frainkvæmdastjóri fyrst
um sinn Árni Valdimarsson Allir
félagsmennirnir eru þrautreyndir
bifreiðasfjórar og hafa umráð
agætra bifreiða.
Eina rétta stefnan
De Gaulle flaug í kvöld
heim til Parísar eftir viðburð
arríka daga í Alsír. í samtali
við fréttamenn á flugvellin-
um í París sagði De Gaulle
að hann muni hvergi hvika
frá stefnu sinni í Alsir, sem
sé hin eina rétta. Framtið
Alsír sé undir því komin, að
íbúarnir þar, franskir og
afríkanskir vinni saman í sátt
og samlyndi — ef það tekst
ekki, muni hreint upplausnar
ástand skapast í landinu. —
Frönsk blöð eru sammála um,
að De Gaulle muni i engu
hvika í því að efna til þjóðar
atkvæðagreiðslu 8. jan. n. k.,
sem hann hefur þegar boðað
og búizt er við því að forset
inn flytji útvarps- og sjón-
varpsræðu um Alsír skömmu
eftir heimkomuna.
athugunar hjá sjómannasam
tökunum.
Sverrir Júlíusson, formað-
ur L.Í.Ú. skýrði frá því að rík-
isstjórnin mundi flytja frv.
um að Útflutningssjóði yrði
gert að greiða vétryggingar-
gjöldin.
Stjórn L.Í.Ú. var falið að
halda áfram leit að viðunandi
reksturserundvelli fyrir út-
gerðina og horfir þunglega um
þessi mál öll. Það kom greini
lega fram, að menn for-
dæmdu vaxtapólitík ríkis-
stjórnarinnar. Vestmannaey-
ingar endurfluttu till. sína
frá fundinum í haust þess efn
is, að útgerðin fari ekki af
stað nema því aðeins að við
unandi grundvöllur fengizt
fyrir reksturinn en till. kom
ekki til atkvæða þar *em fund
inum var frestað.
Það er mjög mikið hagræði
fyrir Selfyssinga og nærliggjandi
héruð að stöð þessi hefur verið
sett á fót. Hefur fólk oft komizt
í vandræði, sem hefur þurft á
farartækjum að halda, sem er
mjög oft, á þessum miklu kross-
götum, sem Selfoss er, vegna vönt
ur.ar á leigubifreiðum til mann-
fiutninga.
Er ekki að efa að Sunnlending-
ar skipti við þessa bifreið«sföð í
framtíðinni, eftir þvi sem þeir
þurfa á þeirri þjónustu að halda,
sem hlýtur að vera töluverð og
stuðla með því að aukinni at-
vinnu : héraðinu. Auk þess er
slóðin á vissan hátt til menning-
arauka og til öryggis fyrtr veg-
farendur. Ó.J
Forsetanum heitt í hamsi.
Talið er, að De Gaulle hafi
verið mjög heitt í hamsi eftir
atburðina í Alsír og hann
kenni hægri mönnum um upp
tök óeirðanna. De Gaulle mun
halda ráðuneytisfund þegar
á morgun og er talið fullvíst,
að þar muni hann leggja
fram áætlanir sínar um refsi
aðgerðir gegn hinum óábyrgu
öfgamönnum í hópi franskra
manna í Alsír — ekki sízt
þeim er staðið hafi á bak við
þá hörmulegu atburði er gerzt
hafi á meðan á ferðalagi hans
stóð.
Útflutnings-
gjaldið renni
upp í vátrygg-
ingargjöldin
— frumvarp ríkisstiórin
arinnar lagt fram
Ríkisstjórnin hefur nú lagt
fram frumvarp um breyting á
lögunum um cfnahagsmál, sem
sett voru á síðasta þingi. Fjallar
frumvarpið um að láta tvö og
hálft prósent útflutningsgjaldið
á sjávarafurðir til áramóta renna
upp í vátryggingargjöld bátaút-
vegsins fyrir árið 1930.
Forsetanum
boðið til
brullaups
For'seta íslands barst fyrir nokkru
boð frá Baudoin Belgíukonungi um
að koma til brúðkaups konungs í
Briissel í þessari viku eða senda
fulltrúa í sinn stað. Forseti íslands
hefur falið^ Agnari Kl. Jónssyni,
sendiherra íslands í Frakklandi og
Belgiu, að vera viðstaddur brúð-
kaup konungs í sinn stað.
(Fr'éttatilkynning _frá
skrifstofu Forseta íslands).
Frá pósti og síma
Blaðinu hafa borizt eftirfarandi
fréttir frá Póst- og símamála-
sijórninni:
Páll Daníelsson, viðskiptairæð-
ingur, hefur verið skipaður for-
stöðumaður hagdeildar pósts og
sima frá 1. janúar n.k.
Sveinn Þórðarson, viðskiftafræð
iagur, hefur verið skipaður aðal-
endurskoðandi pósts og síma frá
1 jan. n.k. t
Búist er við, að aukningu sjálf-
v:rku s'töðvarinnar að Grensási í
Ueykjavík um 2000 númer verð'
lokið um 10. jan. n.k
Póst- og símstöðin á Eskifirð'
f.'utti í nýtt hús 5. þ.m. Gert er
láð fyrir, að póstafgreiðslan i
Hafnarfirði flytji 12. þ.m. \ póst-
og símahús sem er í smíðum að
Stvandgötu, en .símaafgreiðslan
verður flutt þangað n.k. vor.
Aðalfundi L.I.U.
frestað enn
Fólksbílastöð
á Selfossi