Tíminn - 14.12.1960, Page 13

Tíminn - 14.12.1960, Page 13
T í MIN N, mlðvikudaginn 14. desember 1960. 13 Sól í hádegissta'ð Framhald ai 5. síðu þeirra eru óráðin, þegar þess um fyrri hluta rómansins lýkur. Mér er kunnugt um að þessi skáldsaga Elínborgar er búin að vera mjög lengi í smíðum enda mun hún vera meðal allra bezt unnu af verk um hennar. Hún mun hafa haft fyrir sjónum rismiklar persónur á því skeiði aldar- innar er sagan gerist og aldar farið setur mikinn svip á at- burði og frásögn. Sögupersónur Elínborgar i þessum rómaii eru skýrt markaðar, sjálfum sér sann kvæmar og verða minnisstæð ar. Ris atburðarásarinnar er hæfilegt og örlagaflækjurnar harðna allt til enda þessa fyrra hluta sögunnar. Stíll Elínborgar er að venju látlaus en greiður og auðles- inn, útúrdúralaus og ekki tor veldaður með þreytandi nátt úrulýsingum og eintölum sál arinnar meira en hófi gegnir. Atburðirnir streyma fram í eðlilegu samhengi og hraða. Upphaf og frásagnir fanga lesandann svo að fáir munu gera hlé á lestri bókarinnar fyrr en henni er lokið. Heildardómur um þetta skáldverk getur ekki orðið upp kveðinn við hálfnaðan lestur þess. En spurningar hafa risið, sem ekki verður horfið frá, án þess að leita svara í áframhaldinu og ör- lagaflækjumar eru við bókar lok orðnar svo fast reirðar að flestir lesendur munu telja það miður farið, að þurfa að bíða lengi eftir áframhaldi og sögulokum. Jónas Þorbergsson Geta skal hess . . . • Framhalfl at 9 «1ðu i komið í höfn, var hann horf inn suður. Hér þurfa því aðr ir við að taka og verki að ljúka, þótt þungt sé fyrir fæti í bili. Margt er líkt með æsku manns og æsku blóma og bjarka. Ein hliðin á upp- eldishugsjón Sigurðar veit að því að „klæða landið“. Skóg ræktarfélag Húsavíkur sér á bak góðum liðsmanni þar sem Sigurður er. Ótalin eru sporin og ómæld vinnan, sem hann hefur helgað plöntunarreit- um skógræktarfélagsins og rótarífélagsins suður við Botnsvatn. Engan, sem þetta þekkir, undrar þá heldur, að skrúðgarðurinn, sem hann gerði í kringum húsið sitt uppi við Búðarána, er einn hinn fríðasti hér um slóðir. Mér hefur oft dottið í hug, að þessi garöur væri sýnileg og táknræn hlið þess draums, sem Sigurð dreymdi ungan, um fagurt mannlíf á jörðu hér — draums, sem aldrei get ur rætzt, nema fyrir elju og fómfýsi. Ekki væri rétt að segja, að Sigurður hafi lifað og starf að hér í þessi 20 ár svo að öll um líkaði. Það hefði hann auðvitað átt að gera. En að hann hafi í óvenjulegum mæli lagt fram krafta sína og gert sitt bezta fyrir hag og heill byggðarinnar, því neitar víst enginn. Vandfyllt er skarð nýtra manna hér á noröurslóðum, hvort sem dauðinn eða höfuð staðurinn tekur þá til sín — og er þá tvennt ólíkt nefnt. En gamalt orðtak bjartsýn- innar segir, að maður komi í manns stað. Mætti sú bjart sýni ævinlega ásannast á Húsavík. Húsavík í nóv. 1960, Friðrik A. Friðriksson. Heimilishjálp Tek gardínur og dúka í strekningu Upplýsingar í síma 17045 UPPTREKT LEIKFÖNG BRUNABÍLAR SJÚKRABÍLAR VÉLSKÓFLUBÍLAR PÓSTBÍLAR LEIGUBÍLAR VALTARAR SKRIÐDREKAR FLUGVÉLAR JARÐÝTUR fyri rbatterí MÓTORHJÓL DÚKKUR, 6 stærðir STOPPUÐ LEIKFÖNG BANGSAR, 5 stærðir HUNDAR FÍLAR HESTAR BAMBAR DÚKKUHÚSGÖGN PÚSLUSPIL MATADOR LÚDÓ ZORRO 5 - SPILA KASSINN BORÐTENNIS Kr. 153.00 — 90.00 — 102.00 — 90.00 — 174.00 — 95.00 — 135.00 — 210.00 — 444.00 — 96.00 Kr. 43.00 til Kr. 28.00 til — 46.00 til _ 62.00 _ (58.00 _ 57.00 til Kr. 36.00 til _ 26.00 _ 141.00 — 26.00 _ 42.00 — 87.55 _ 46.00 335.00 125.00 252.00 161.00 191.50 JÖLALEIKFÚNG FRÁ S.Í.B.S. JARÐÝTUR FÓLKSVAGN BRUNABÍLAR SENDIFERÐABÍLAR VEGHEFILL VARÐBÁTUR DÚKKUBAÐKAR BRÚÐULÆKNIRINN KAFFISTELL FLUGFREYJUSETT STICKY GOSDRYKKJASETT BARNAHRINGLUR GERFIJÓLATRÉ, 3 stærðír JÓLATRÉSSERÍUR JÓLASVEINAR upplýstir ENGLAHÁR JÓLASNJÓR Kr. 52.00 _ 47.00 _ 42.00 — 50.00 — 49.00 — 49.00 — 63.00 — 42.00 _ 70.00 — 195.00 — 29.00 — 42.00 — 24.00 Kr. 157.00 til 200 00 — 166.00 til 473 00 — 165.00 AUSTURSTRÆTI SÍMAR: 13041 — 11258

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.