Tíminn - 28.12.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.12.1960, Blaðsíða 1
293. tbl. — 44. árgang'ur. ísfenzkir Shakespearo þýðendur bfs 8—9 Miðvikudagur 28. dcsember 1960. • ' Veðurteppt yfir hátíðisdagana Tæpast gengt um götur fyrir krapaelg Þeir, sem hafa átt erindi í Hafn- arfjörðinn að undanförnu og far- 18 upp me8 læknum, hafa sjálf- sagt tekið eftir því, að mikið er um gluggaskreytingar á barna- skóla staðarins. Hver einasti gluggi á suðurhliðinni er skreytt ur með táknmyndum jólanna, sem börnin hafa sjálf klippt út úr alla vega litum pappfr. Svo eru Ijósin inni látin loga, og utan frá að sjá er skólinn aliur eins og uppljóm- uð ævintýrahöll. (Ljósm.: TÍM- INN, K.M.) Akureyri, 27. des. — Svo bar tif um jólin aS 7 menn frá Akureyri urðu veður- tepptir í Öxnadal, og komust ekki heim til sín fyrr en í gær. — Hér er hrakveður í dag, gengur á með krapahryðj um, og er ófært um götur nema á klafstígvélum. Á aðfangadag fóru 7 menn frá Akureyri í heimsókn á fremstu bæi í Öxnadal, Engimýri og Háls. Þegar þeir hugðust snúa heim á leið, reyndist orðið ófært, svo þeir urðu að gista jólin í Öxnadalnum. Skifti fólkið sér niður á bæi, og hefur sjálfsagt notið góðra jóla í Öxnadalnum. Flughálka Að sögn lögreglunnar hér á Ak- ureyri gerðist ekkert stórtíðinda hér um jólin, en fyllirí var mikið í gærkvöldi, eins_ og venja er á öðrum jóladegi. í gær var flug- hálka bæði innanbæjar og utan, og fóru margir bílar út af af þeim sökum, en skemmdir urðu ekki teljandi, hvorki á fólki né farartækjum. Veður í krapi í dag er hér bleytuhríð mikil, og veður allt í krapi. Niðurföll í götum eru öll stffluð, og er helzt ekki hægt að hreyfa sig utan dyra nema í klofstígvélum. — Vegir hér í grenndinni eru flestir opnir enn, en færðin er mjög að þyngjast. E.D. Verður yfirstjórn að- vörunarkerfisins flutt til Keflavíkurvallar? Yfirlýsing Diefenbakers forsætisráöh. Kanada John Diefenbaker, forsætis-j ráðherra Kanads, svaraði j fyrir nokkrum dögum fyrir- spurn í kanadíska þinginu j varðandi grein Hanson W. i Baldwins í New York Timesj jl9. des. s.l. um væntanlegan j tlutning aðvörunarkerfis Nato frá Argentía á Nýfundnalandi til íslands. Við betta tækifæri gaf Diefenbaker forsætisráð- herra eftirfarandi yfirlýsingu: „Grein Baldwins er ónákvæm áð því leyti, að hún gefur ! skyn meiriháttar brottflutning úr Arg entía-stöðinni. Að þvf undanskildu, að yfirmaður aðvörunarkerfisins á N-Atlantshafssvæðinu, mun ef til vlll í náinni framtíð flytja stjórn- arstöð sína til fslands verður alls eegin teljandi breyting á núver- andi herstyrk og starfsemi Arg- entía“. Diefenbaker sagði. að yfirlýsing (Pramhald á 2. siðu). Raflínur sliguðust Egilsstöðum, 27. des. — Um jjölin var hér leiðindaveður. snjó- jkoma og hvasst á jóladag, en í gær gerði Krapahriðarveður og er svo enn í dag. Mikið slitnaði nið- ur hér að rafmagns og símalínum i veðrinu. T.d. slitnuðu niður flest ar heimtaugar að bæjum hér á Völlunum, eða svo til allar þær lí.cur, sem lágu þvert á veðurátt- ina, sem var norðaustan. Aðallín- an liggur í sömu stefnu, og því slapp hún. Staurar era hvergi brotnir held- ur voru það línurnar sem sliguð- ust undan ísingaþunga. — Það mun taka nokkra daga að gera við skemmdimar. ES Ésing slítur símalínur Frá Akureyri er hægt að hringja til r Olafsfjarðar og austur yfir Vaðla- heiði að Skógum AKUREYRI, 27. des. — ísing mikil hefur sezt á símalínur hér austur og norður um, svo mjög lítið er hægt að hringja sem stendur. — Erfitt verður að gera við þær skemmdir, því veður er vont, færð mjög erfið og dagurinn stuttur. í dag voru 9—10 vindstig hér norður með Eyjafirðin- um og hiti um frostmark. Af þessum völdum settist mikil ísing á símalínur og sleit þær niður. Sambandið milli Ólafs rfjarðar og Siglufjarðar er rif ið, og eins milli Skóga í Fnjóskadal og Fosshóls í Bárð ardal. Sambandslaust austur um Af þessum sökum er alveg sambandslaust austur um frá Akureyri, það er hægt að hringja yfir Vaðláheiðina að Skógum og ekki lengra. — Þá mun einnig vera slitið í Öxna dal, til Svalbarðseyrar og eitt hvað frammi í firði. Óhægt um vik Það verður óhægt um vik að gera við þetta. Allt hjálp- (Framhald á 2. síðu). Hér á dögunum hringdi maður til blaðsins og fór þess á leit, að Reykvík- ingar minntust andanna á Tjörninni. Hann kvaðst hafa farið rétt fyrir íólin til þess að gefa þeim, og þ®r hefðu verið glorsoltnar. Um leið og hann kastaði smábita til þeirra, þustu þær allar að og slógust um hverja ögn, sem í Tjörnina féll. — Vlð viljum hér með beina þeim tilmælum tll borgaranna, að þeir víki góðu að öndunum, og taki manninn hér á mynd- inni sér tll fyrirmyndar. (Ljósm.: Tímlnn, K.M.) if! Hættir við brúðkaupsferðina — bls. 3 iðSMiMMMM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.