Tíminn - 28.12.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.12.1960, Blaðsíða 9
ólíklegra þykir manni aS þessar myndir séu hans verk eða af hans s.íóla. Jafnvel myndin, sem birt er í ’Tímanum á aðfangadag talar þessu máli, þótt höfundur grein- aiinnar ætlaði henni að sanna ann að. Auðvitað dylst engum, sem nokkuð hefur flett blöðum í list- sógu, að málverkin frá Ögri eru aí hinum ágæta flæmska skóla frá seinni hluta miðalda. Það þarf engan listfræðing til að sjá það. L'stfræðing þarf hins vegar til að kveða nokkuð nánar á. Ég hef fært það í tal við marga málsmet- audi fræðimenn erlenda, sem ég lief gengið með um Þjóðminja- sefnið, hvort líklegt mætti telja, að hægt væri að feðra verk eins og þetta. Yfirleitt er það talið lieldur ólíklegt, að minnsta kosti þyrfti til þess nákvæma athugun sérfræðings. Én skaðlaust er að velta því fyrir sér, í hvaða ætt verkið líkist mest. Þeir sem ég htf talað við og bezt skilyrði hafa tii að dæma í þessu máli, telj- ardi óyggjandi, að verkið eigi ekki skylt við Memling. Ellen Marie Mageröy, magister í list- sögu, sem lengi dvaldist hér á landi og rannsakaði margt í Þjóð- minjasafninu, hallaðist að því að t.-.flan kynni að vera eftir Dirk Bouts eða að öðrum kosti af hans sKóla, undan hans handarjaðri, ef svo mætti að orði komast. Að mnu undirlagi fór frú Mageröy utan með myndir af föflunni. Hún sýndi þær listfræðingum á þingi í Briissel 1952 og ræddi m.a. við dr. F. Baudouin, sem er sérfræð- ingur í verkum Dirk Bouts, hefur skrifað um hann doktorsrit Hann sagði, að myndirnar sýndu greini- lcg áhrif frá honum, en taldi þó fremur að málverkin væru ekki geið fyrr en nokkru eftir dauða hans, ef til vill á allra síðustu ár- um 15. aldar. Frank Ponzi hefur tent á mjög náinn skyldleika við verk Dirk Bouts, t.d. eru sum andlitin nauðalík andlitum á per- scnum hans. Með tilliti til alls þessa er það v.st ekki goðgá að nefna Ðirk Ecuts í sambandi við þessi mál- i erk með allri varúð og fyrir- vara, eins og líka hefur verið dyggilega gert. Satt að segja hef ég ekki trú á, að þessi málverk verði með vissu eignuð tilteknum næistara, en hitt er sjálfsagt að j reyna að komast eins nærri því j niaiki og hægt er. Taflan frá ' Ögri -hefur ekki enn hlotið þá ná- j kvæmu listfræðilegu rannsókn, j sem hún á skilið. Það er margt ' sí-m verður að bíða síns tima. Og þótt slík rannsókn sé nauðsynja- verk, var þó hitt brýnna að láta gera að þeim sárum, sem hún hef- ur hlotið í aldanna rás. Það hefur nú verið gert, og fyrir það ættu þeir að vera þakklátir, sem í hjarta sínu eiga viðkvæman stað fyrir hinn gamla sögulega grip. Mér hefur verið Ijósrt, síðan ég kom á Þjóðminjasafnið fyrir 15 árum, að nauðsyn bæri til að gera rækilega við bríkina frá Ögri og alitaf hugsað mér að sæta færi að koma því í verk. En mér hefur hrosið hugur við að senda hana utan, t.d. til Louvre í París, bæði S'.lkir kostnaðar og ekki síður hins að ábyrgðarhluti er að senda slík- an grip um langvegu. Undir allri málningunni er gips eða undir- hvíti, sem hættir til að flagna af, ef hluturinn verður fyrir harðri viðkomu. í raúninni verður að fara með slíka gripi eins og brotið egg, meðan ekki hefur verið ræki- lega gert að öllum skemmdum. Þegar mér varð Ijóst, að Frank Ponzi, sem hér er búsettur hafði nám og reynslu til að geta gert við tcfluna hér á safninu sjálfu, þótti riér ekki áhorfsmál að grípa taýki- f;t?rið. Ég hef fylgzt með vinnu' hans og þykist þess fullviss, að hún er í hvívetna samboðin lista- verkinu, enda sjón sögu ríkari, að vel hefur tekizt. Ég vil ekki þola að hann sæti aðkasti fyrir verk, sem hann hefur unnið af öðrum eins kærleik og öðrum eins vöndugleik, jafnvel þótt hann hafi notað nokkur helzti háspennt lýsingarorð um áhugamál sitt. Enda ekkert við því að gera, þótt geðhrif manna séu örari á ftalíu en í Hnappadalssýslu. Kristján Eldjárn kunnugt, og ekki finnast handrit eða afrit í Lands- bókasafni af þeim. Mér hef- ur því ekki gefist tækifæri til að dæma um gæði þeirra, frá mínu leikmannssjónar- miði. En hvað sem því líður, bera þær ósvikinn vott ó- drepandi áhuga þessa mæta leikhúsmanns á því, sem bezt hefur verið skrifað í heimi leikbókmennta. Enda bera sum leikrit Indriða Einars- sonar þess glöggt vitni, að hann hefur margt lært um byggingu leikrita af þessum mikla meistara. Hvað sem Shakespeare- þýðingum Indriða Einarson- ar líður, mun hans lengi verða minnst sem eins merki legasta brautryðjanda ís- lenzkrar leiklistar og föður hugmyndarinnar um íslenzkt þjóðleikhús. íslenzkir leik- húsmenn munu lengi standa í óbættri þakkarskuld við þennan djarfa og framsýna brautryðjanda. Þótt Steingrímur hafi senni lega fyrstur íslendinga byrj að að þýða verk Shakespears, þá á Matthías Jochumss. þó heiðurin af því að vera fyrst ur þeirra, sem Shakespeare- þýðing birtist eftir á prenti. Fyrstu leikrit, sem koma fyrir almenningssjónir á ís- lenzku eftir William Shake- speare eru Macbeth og Haml et í þýðingu Matthiasar, gef in út af „nokkrum mönum" í Reykjavík árið 1874. Verð- ur þessum ónafngreindu stuðningsmönnum úgáfunn- ar seint fullþökkuð þessi menningarviðleitni, því að gróðafyrirtæki hefur þetta víst áreiðanlega ekki verið. En með þessari útgáfu hefst hið merkilega framlag þessa íslenzka góðskálds til leik- bókmennta okkar. Næst kem ur út eftir hann þýðing á Othello, sem gefin var út af Hinu íslenzka bókmenntafé- lagi árið 1882 og fáum árum síðar var Rómeó og Júlía gef in út af sama félagi. Síðan hafa þessi fjögur verk verið gefin út í einu bindi, en nú því miður löngu uppseld. Eins og önnur verk Matthí asar eru þýðingar þessar all- misjafnar að gæðum. En þar sem honum tekst bezt upp í Macbeth og Othello er hann hamrammur. Eru þar kafl- ar, sem ljóslega sýna hinn mikla kraft íslenzkrar tungu til þess að sýna ofurmátt á- stríðnanna, er þær fara ham förum í huga hinna drama- tískú höfuðpersóna þessara harmleikja. Sums staðar gæt ir nokkurrar ónákvæmni, einkum í Hamlet, þótt sú þýð ing sé að mörgu leyti merki- leg. Rómeó og Júlía stendur mj ög að baki fyrrnefndu þýð ingunum. Virðist hin töfr- andi, tæra, ljóðræna fegurð í samtölum elskendanna hafa verið Matthiasi erfiðari viðureignar en ástríðuofsi haturs, ofmetnaðar og af- brýði, eins og hann birtist í fyrrnefndu harmleikjunum. Á 300 ára dánardægri Willi ams Shakespears árið 1916 birtist merkilegur kvæðabálk ur um skáldið eftir Matthias í Times Literary Supplement ásamt þýðingu eftir Sir Isra el Gollancz. Átti hann upp- haflega að koma í Book of Homage á Shakespeare-há- tíðinni það ár, en vegna stríðsins kom það of seint til framkvæmda. Þar má finna eftirtektarverðar upplýsing- ar um afstöðu Matthiasar til þesara miklu leikrita, sem hann þýddi. Get ég af þess- um sökum ekki stillt mig um að vitna hér í II. kafla þessa kvæðabálks. Þar segir Matt- hias: Tamdi ég ungur —- em nú áttræður —, orð að yrkja á Óðins tungu; var og enn ungur, er mig ofurhugi í arma Shakespears við arnsúg dró. Macbeth fyrstur inn meginrammi, freistaði mín til Fjölnis iðju; hét ég á Iðunni, hét á Braga, en fyrst og fremst mína feöratungu. Því að und hennar hjartarótum vissi ég feiknstafi flesta liggja, Egils og Ormstungu afl og kyngi, svik og svartálfa, söng ljósálfa. Minnti mig Macbeth á megingrimman Hákon jarl og Hölgabrúði, á rógmálm Rínar, á Reginsmál, Helreið Brynhildar og Hundingsbana. Loks var teninga tólfum kastað, greip ég fárramann fylki Skota báðum mundum að Braga fulli; þýddi þrjár rennur þrisvar skráði. Næst fann ég nornir norræns anda í draumdjúpum Dana-prinsi; sá þar sýnir seinni alda sjúkra sálna og siðspillingar. Saman dragast þar dulvísindi eilífðaróms og ægidóma; dreymt hefur Hamlet Dies illa, náhljóð þau, er nú nísta heiminn. Þá við Óthellós ægi-drama, átti míxl íþrótt erfiðan leik. Set ég það sjónspil sýnu ofar harmleik hverjum, er ég hefi séð. Rómeó og Júlíu reyndi ég síðast í Sögulands að sýna gerfi — óð þess elds, er ísa bræðir eins á ísafold sem Ítalíu; þar sem elskendup ástir sungu, svo veröld öll viknaði og grét. Þegar minnst er hinna miklu afreka Matthíasar Jochums- sonar í þágu íslenzkra bók- mennta má aldrei gleyma, að hann opnaði fyrstur manna mörgum íslendingum hina ægifögru heima, sem felast í harmleikjum Williams Shake- speares. Okkur leikurunum hjá Leik- félagi Reykjavíkur þótti mik- 11 fengur að nýrri þýðingu eft- ir Sigurð Grímsson á Kaup- manninum í Feneyjum, er gerði okkur kleift að . sýna þetta bráðsnjalla leikrit á stríðsárunum. Þýðing þessi hafði þá kosti að vera bæði lipur og leikræn. Myndi maður sakna þess, að ekki hafa birzt eftir hann fleiri Shakespeare- þýðingar, ef ekki hefði komið fram á sjónarsviðið annar þýð andi, sem, að mínum dómi, er snjallasti Shakespeare-þýð- andi, sem við íslendingar höf- um eignazt, en það er Helgi Hálfdanarson í Húsavíík. Á prenti hafa þegar komið út eftir hann: Draumur á Jónsmessunótt, Rómeo og Júlía, Sem yður þóknast, Júlí- us Sesar, Ofviðrið og Hinrik (Framhald á 13. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.