Tíminn - 31.12.1960, Side 1

Tíminn - 31.12.1960, Side 1
Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins: Yfirlitsgreinar um áramót eru sennilega lítils virði oft- ast nær. Helzta gagnið kann að vera, ef þar er reynt að líta yfir farinn veg og gera sér grein fyrir hvar við stöndum og hvert stefna beri Hvers vegna síversnandi Íífskjör? Staðreyndir, sem við flest- um blasa í dag og mest er um rætt, eru kjaraskerðing, sí- versnandi lífskjör, versnandi horfur. Þessi hefur verið þró unin seinustu tvö árin — síð an núverandi stjómarflokk- ar tóku við völdum. Þegar þessar staðreyndir eru mest áberandi með þjóð inni, er ekki að undra þótt sú spurning sé æði ásækin, — hvað þessu valdi. — Hvern ig stendur á því að íslenzka þjóðin býr við síhrakandi lífskjör á sama tíma og flest ar þjóðir heims búa við batn andi lífskjör — og betri af- komuhorfur? Hvers vegna er stjórnarflokkunum svo tíðrætt um vinstri stjórnina? Núverandi stjórnarflokkar forðast eins og heitan eldinn, að ræða um stjórnarstefn- una og versnandi lífskjör, en verður þess í stað, einkum þó seinustu vikurnar, um fátt jafn tíðrætt og vinstri stjórn iria. Ekki er ég viss um, að það sé samkvæmt lögmál- inu, að tungunni sé tamast það, sem hjartanu er kær- ast. En það kynni að vera, að stjórnarflokkarnir renni grun í það, að nú á tímum sí versnandi lífskjara, verður mörgum hugsað til hinna fyrri og betri tíma — og þá ekki sízt til þess hálfs þriðja árs, sem vinstri stjórnin réði ríkjum. En þeir gæta þess ekki að umræðurnar um vinstri stjórnina rifja einnig upp þá sögulegu staðreynd, að það var á alþýðusambands þingi 1958, að núverandi stjórnarflokkar buðu fram og lofuðu þjóðinni, stórbætt um lífskjörum, ef vinstri stjórnin væri felld og þeir fengju völdin. Nú eru landsmenn reynsl- unni ríkari. Nú fær þjóðin að finna hvað hún hefur hreppt. — Níðskrifin um vinstri stjórnina stafa af hræðslu við eigin óvinsældir. Samstaða - stórvirki Þegar vinstri stjórnin tók við völdum hét hún að vinna að endurbótum 4 efnahags- málum þjóðarinnar, er væru í kalda koli, með samþykki vinnustéttanna. — Það er mála sannast, að þessi vinnu aðferð, sem átti að vera og var um skeið styrkur vinstri stjórnarinnar, varð banabiti hennar. — Samstarfið milli ríkisstjórnarinnar og vinnu- stéttanna tókst í byrjun mjög vel. Sumarið 1956 voru stöðvunarlögin sett með sam þykki vinnustéttanna og bjargaði það framleiðslunni frá stöðvun, og var þetta stórvirki. — Fordæmið frá 1956 sýnir hvað hægt er að gera ef ríkisstjórn og vinnu stéttir bera gæfu til aö vinna saman. — Heill sægur af gikkjum En siðar tók að brydda á erfiðleikum, sem fóru vax- andi. — Það voru ekki sam- stæðar vinnustéttir, sem stóðu að vinstri stjórninni. :♦: :♦: :♦: :♦; :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: g :♦: ’ :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦:. lonnum OÁ um öl(u.m landómt yó&á og cjœjiríló nijcíró. Miðstjórn Framsóknarflokksins HERMANN JÓNASSON Það var ekki einn gikkur í þeirri veiðistöð. Það var heill sægur af þeim. — Allt fylgi Sjálfstæðisflokksins og mik ið af fylgi Alþ.flokksins var frá upphafi vinstri stjórnar innar skipulagt til pólitískra. skemmdarverka, með því að gera í sífellu kauphækkunar kröfur og verkföll — og vinna að því markvíst að reisa óvið ráðanlega dýrtíðaröldu. Þetta mistókst algjörlega í byrjun. En með eljusemi rógs iðjunnar tókst skemmdar- verkamönnum smátt og smátt aö skapa iðju sinni betri jarðveg og vn:r\ndl á- rangur. — Skemmdarstarf- semin nær hámarki Ráðstafanir þær, sem gerð ar voru í efnahagsmálunum 1958 voru gerðar í samræmi við útreikninga sérfræð- inga og áttu að skapa jafn- vægi í efnahagsmálum.. Þess ar ráðstafanir voru sam- kktar með eins atkvæðis ' ihluta í nefnd, sem verkalýðsfélögin fólu r ð taka ákvörðun um málið. Sigur skemmdaraflanna var að nálgast. Á Alþingi snerust ýmsir af áhrifamestu alþingismönn- um, sem verið höfðu stuðn- mgsmenn vinstri stjórnar- innar, gegn þessum efnahags aðgerðum, meðal þeirra Ein ar Olgeirsson. í greinargerð fyrir efna- hagsmálafrumvarpinu 1958 var sannað og skýrt fram tek ið, að kauphækkun á þvi ári nætti ekki fara fram úr 5%. Ef kauphækkun yrði meiri, færu ráðstafanirnar út um þúfur — og ný dýrtíöaralda risi, sem framleiðslan fengi ekki staðist — án nýs stuðn ings. Sannanir fyrir því að þessu væri þannig háttað, voru lagðar á borðið hjá hverjum einasta alþingis- manni í greinargerðinni fyr- ir efnahagsmálafrumvarp- inu. — Þetta mál var marg skýrt fyrir þjóðinni í blöðum, á Alþingi, í útvarþsræðum.— Það er því eitt af því, sem ekki fer á milli mála, að hver sá er reyndi að spenna upp kaupgjaldið umfram þau 5%, sem efnahagsráðstafanirnar vorið 1958 gerðu ráð fyrir, gerði það sem vísvitandi skemmdarverk til þess að reisa dýrtíðaröldu, er ríkis- stjórninni yrði ofviða. En einmitt þegar þetta var gert öllum augljóst, að kaup ið, mætti ekki hækka um- fram 5% var eins og hinn vondi og árar hans hefðu verið látnir lausir. Sjálfst,- menn, Alþýðufl.menn — og nú einnig Þjóðviljinn, undir stjórn Einars Olgeirssonar, (Framhald á 8. 6Íðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.