Tíminn - 31.12.1960, Síða 2

Tíminn - 31.12.1960, Síða 2
Þessi mynd var tekin eftir a3 Kennedy, kjörinn forsetl Bandarfkjanna, hafði skipað Adlai Stevenson sendiherra Bandarikjanna hjá S.Þ. Skipun Stevenson's í þetta embætti hefur verlð fagnað víðast hvar í Vesturálfu. Svellbunki á Akureyr- arflugv. tefur flugvélar Viscouint-vél í sjúkraflugi til Meistaravíkur Flugfélaglnu barst í gær beiðni um að sækja botnlangaveikan mann til Meistaravíkur á Græn- landi. Beiðni mun einnig hafa borizt bandaríska flughernum á Keflavíkurvelli, en hann tr’eysti sér ekki til fararinnar, enda var fannkoma mikil í Mei’staravík í gær. í gærdag beið Douglas-vél frá flugfélaginu ferðbúin á Reykja víkurvelU eftir því að veðr’i slot- aði í Meistaravík. í gærkveldi gekk veður niður í Meistaravík, en á leiðinni var ís- ing upp í 20 þúsund fet, og var því ekki talið ráðlegt að senda Douglas-vél, en ákveðið að senda aðra Viscount-vélina, Hrímfaxa, sem getur flogið ofar 20 þús. fet- um. Var áætlað að vélin legði upp kl. 8 í gærkveldi, en til Meistara- víkur er um 2 stunda flug. Straumurinn gleymdist á Laust eftir miðnætti í fyrrakvöld var’ slökkviliðið kvatt að Vestur- vallagötu 2 hér í bæ, en þar þpfði straumur gleymzt á þvottapotti og lagði af stybbu, svo fólk hélt að um eld væri að ræða. Skemmdir ur’ðu engar. Innanlandsflug gekk vel í gær að undanteknu flugi til Akureyrar. f sing er mjög mikil á flugvellinum þar, þar var’ ausandi rigning , gær og glerungur yfir öllu. Ljós á flug vellinum eru einnig klén vegna rafmagnstruflana þeirra, sem orð ið hafa vegna skemmda á raflín- um af völdum isingar. Af þessum sökum tepptust tvær flugvélar nyrðra í gær. Ein á Akureyrar- flugvelli og ein á Sauðárkróki á leið til Akureyrar. Unnið var að því í allan gærdaga að ber’a sand yfir svellið á flugvellinum, og var vonazt til að flugvélarnar kæmust suður í nótt. Fjórar aftaná- keyrslur Er blaðið hafði samband við um ferðardeild lögreglunnar siðdegis i gær höfðu fjórir árekstrar orðið í bænum, allt aftanákeyrslur, og allir vegna hálku. Skemmdir urðu þó litlar í öllum tilfellum. Rétt er að minna ökumenn enn einu sinni á að far’a varlega í hálkunni, ekki sízt í dag, þar sem búast má við mikilli' umferð. Björn Pálsson flutti 125 sjúklinga 1960 Sótti tvo sjúklinga í gær Björn Pálsson skýrði biað- inu frá því í gær að samtals hefði hann flutt 125 sjúklinga á þessu án. Sjúkraflug munu hafa verið heldur færri, því að í einstaka ti'tellum hefur hann flutt tvo sjúklinga í senn. Þetta voru heldur færri sjúkraflutningar hjá Birni en 1959. Sagði Björn það stafa af því, að hann hefði dvaliö erlendis í fimm vikur á arinu í sambandi við kaupin á hinni nýju flugvél. Hefði þá annar hlaupið í skarðið á meðan, en ekki hafði Björn tölur yfir flutninga hans. Sótti 2 í gær Björn flaug til Stykkis- hólms í morgun og sótti þang að sængurkonu. Einnig flaug hann vestur á Barðaströnd og sótti þangað sjúka, þun'nða konu frá Neðri-Gufudal. T fVlljiJN.iIaugardagjim, 31.:;dejembefi|l960i 45 MANNS FÖRUST AF SLYSFÖR ARINU 23 drukknuðu, þar af 14 í ám og vötnum. 11 fórust í umferðarslysum og 11 í öðrum slysum - 70 manns var bjargað á árinu. Árið 1960, sem hófst með hörmulegu sjósíysi er m.b. Hrafnkell frá Sandgerði fórst í Miðnessjó með 6 manna á- höfn og einnig með því að öll þjóðin beið í örvæntingu eftir afdrifum togarans Úranusar, sem hætti að heyrast í eftir óveður á Nýfundnalandsmið- um, — hefur þó reynzt eitt hið minnsta slysaár í sögu þjóðarinnar og það ár sem lengi mun verða munað eftir fyrir eindæma gott veðurfar, því varla gat heitið að sá dag- ur kæmi á árinu sem ekki gaf á sjó eða sem ekki var hægt að stunda útivinnu á sjó og landi. Árið 1959 létust ’ 04 hér á landi af slysförum en árið 1960 urðu banaslysin 45. Sjóslys og drukkn- anir urðu 23 að jíjörtjóái, þar með tcldír tveir erlendir menn, annar I'æreyingur er tók íít af íslenzku fiskiskipi og hinn var skozkur ferðamaður er drukknaði við að sundríða á. 11 manns biðu bana í umferðarslysum á árinu en 11 liafa látizt vegna annarra slysa þar með talinn einn útlenzkur maður. Skrifstofa Slysavarnafélags ís- lands hefur flokkað slysin bannig: Sjóslys og drukknanir Með skipum sem fórust 7, drukknanir við iand í ám og vötn- um 14, féllu útbyrðis í rúmsjó 1, v:ð störf um borð 1, eða samtals '2a. i | UmferSarslys , Urðu fyrir bifreið 5, við árekst- u- 4, undir dráttarvél 1, við akstur fram af bryggju 1, eða samtals 11. Önnur slys Létust af byltu og höggum 7, vt.gna brunasára og sprengingar 2, af öðrum ástæðum 2, eða samtals 11. Samtals tórust af slysförum 45 œanns. Það sem er sórstaklega 'eftir- tektarvert við þessi slys eru, hvað drukknanir suertir, hin háa tala þeirra, sem drukkna við land. Þetta eru siys, sem í flestum til- felium eru óaðgæduslys og slys sem mikið ;r hægt að fyrirbyggja ef ýtras'ta aðgæzia er viðhöfð Sama má segja um umferðarslysin en meira en helmingur þeirra er fcrust eru ung börn eða 6 talsins, oí ung til tig skynj; hætturnar af umferðinni e'ða kunna að varast þær. KviknaSi í bíl Laust eftir miðnætti i fyrrinótt var slökkviliðið kvatt inn í Blesu- gróf, en þar hafði kviknað í striga ábreiðu yfir vél R 1000. Tekizt hafði að' slökkva er liðið kom á vetlvn" -kemmdir urðu sama og 0" Bjarganir Á árinu 1960 hefur alls verið bjargað 70 manns hér við land af ísienzku fólki, og þar að hafa unnið bæði konur og börn er sýnt bafa snarræði á réttu augnabliki vð björgun. 16 hefur verið bjargað Lá drukknun við land, við skips- sckkvandi skipum hefur 17 verið bjargað, úr brennandi skipum 11, einum úr snjóflóði og einum úr etdsvoða, efíir því sem skrifstofu Siysavarnafélagsins er kunnugt. Þer að auki bjargaði skozkur tog- arí Moant Eden 19 manna áhöfn aí Drangajökli er sökk í Pentlands f.rði, St. 4ppolo brezkur togari bjargaði 19 mönnum af belgíska togaranum Ruben, er sökk við Austurland, íslenzki togarinn Geir bjargaði 15 Færeyingum við Grænland. Við þetta bætist og hin mikla og margvíslega aðstoð íalenzku björgunarskipanna við sírönd hefur verið bjargað 24, úr bátaflotann. GAMLÁRSKVÖLD (Framh. af 16. síðu) . Ári síðar segir í fyrsta jan úarblaðiau: Fámennt götum Reykjavíkur- .... fólk með fæsta móti á ferð í bænum .... ungling ar köstuðu kínverjum o.g sprengjum að vegfarendum í mtðbænum .... lögreglan tók nokkra unglinga í gæzlu . . . . þegar fólk kom af dans- leikjum bar mikið á ölvun . . . . lögreglan tók 36 ölvaða borgarbúa og veitti þeim húsa skjól í bili .... Sífellt rólegra Þremuir næstu áramótum segir fátt, enda hvert gamlárs kvöldið öðru rólegra. 1957 greinir þó frá því að maður nokkur hafi flúið af sjúkra- húsi, þar sem nýbúið var að taka úr honum botnlaryrann, kvaddi dyra i Hegningarhús- inu og baðst þar gistingar. Sprengja :nn um glugge í janúar 1959 greinir frá því að sprengju hafi verið kastað inn um glugga á húsi við Flókagötu. Kom hún inn þar sem bam lá í vöggu, en barnið sakaði ekki. Sprengjan var heimatilbúin. Ölvun var mikil .... 12 ára drengur fékk haglabyssuhylki í lærið. Fór það í gegn um fötin og sat fast í lærinu. Munu höglin hafa verið tekin úr skotinu * *; M' og síðan kveikt í . . . . hálka var á gamlársdag og margir hlutu slæmar byltur .... Hafmeyjan í loft upp 1960 gekk í garð með þeím ósköpum að hafgúan í Tjörn- inni var sprengd 1 loft upp um hálf eittleytið á nýársnótt . . . rúður brotnuðu í þremur hús- um á Flókagötu. 19 ára piltur setti rakettu í járnhólk .... rétt eftir að kveikt var í kvað við ógurleg sprenging' .... pilturinn skall flatur og rúð ur í næstu húsum brotnuðu af loftþrýstingnum . . . pilt- urinn mun hafa farið í einu og öllu eftir leiðbeiningum um meðferð rakettunnar, en hún sennilega gölluð .... Hvað gerisi í| kvöld? Þá er árið 1960 að kveðjá og nýtt ár að heilsa. Gamlárs kvöld það, sem í garð er að ganga er óskrifað blað. Ugg- laust verður mikið sprengt af kínverjum og öðru slíku smá- dóti, enda hefur slíkur varn- ingur legið á lausu síðustu tvær vikurnar eða svo. Vonandi flytur fyrsta tölu- blað Tímans á nýja árinu betri fréttir af áramótunum en fyrr á árum, enda heyra skrílslæti, sem betur fer, að mestu liöinni tíð. Gleðilegt ár.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.