Tíminn - 12.01.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.01.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, fimmtudagínn 12. janúar I9t3i f tilefni' þess, að nú er lokið við að steypa upp og gera fokhelt stærsta sambýlishús, sem byggt hefur ver'ið á A'kranesi, sneri frétta maður Tímans sér til Halldórs Þorsteinssonar, formanns Bygging- arfélags verkamanna, sem á þessa íbúðasamstæðu, og innti hann tíð- inda af byggingunni, eins og hún nú er, og sagðist honum svo frá: Að fengnum nauðsynlegum leyf um, svo og loforðum um lán úr Byggingarsjóði verkamanna var hafizt handa um að grafa og steypa grunn byggingarinnar, og var því lokið fyrir áramót 1959. — Á síð- astliðnu ár'i hefur byggingarfram kvæmdum verið haldið áfram, og er nú verið að leggja miðstöð og einangra, en til þess er notað 2” plasteinangrun, og múrhúðun mun hefajst innan skamms. Á bygging- unni að vera að fullu lokið fyrir 1. sept. í ár'. Byggingarframkvæmdir á vegum félagsins annast Fell h.f., en fram kvæmdastjóri þess er Þorgeir Jósepsson, en teikningar eru gerð ar á teiknistofu húsnæðismála-; stjórnar. Hús þetta er byggt við Höfða- braut á rúmgóðri lóð skammt frá hinum nýja íþróttavelli kaupstað- arins. Er það 4 hæðir og kjallari, skipt með stigahúsum, 8 íbúðir við hvort, svo að tvær íbúðir liggja að hverjum stigapalli, eða 16 íbúðir alls. Hver íbúð er 4 her'- bergi og eldhús, ca. 100 fermetrar, stór stofa með útgangi út á svalir mót suðri, og aðrar tvær minni stofur, rúmgott svefnherbergi og stórt eldhús með litlu búri inn af, innri forstofa og bað. VerkamannabústaSirnir á Akranesi í byggingu — fjögurra hæöa hús — sextán íbúðir. Hver íbúð hefur sína sér geymslu í kjallara, ásamt hólfi í sameigin- legum frystiklefa. Þá er einnig í kjallaranum samkomusalur, með eldhúsi og snyrtiherbergi. Líka er þar smíðaherbergi til sameigin- legra nota, auk kyndingar, fullkom ins þvottahúss og herbergis, þar sem gengið er til fullnustu frá þvottinum. Loks er þarna rúmgóð geymsla fyrir reiðhjól og barna- vegna. Framh. á 15. síðu. Byggingu verkamannabústaða á Akranesi miðar vel áfram Gunnar Leistíkow skrifar frá New York: Sagan um Daníel spámann vekur hrifningu á kirkjulegu leiksviði Leikhús okkar er arftaki hinnar kirkjulegu leiklistar miðaldanna. Á þeim tím- um, er harla fáir kunnu áð lesa og skrifa, varð kirkj- uni það nærtækt að gera leiklistina að tjáningar- tæki til að færa fólkinu lifsspeki biblíunnar. Jafn- vel Karl mikli skipaði að skreyta kirkjur lærdómsrík um kalkmálverkum, og þremur öldum áður hafði Gregoríus páfi hinn fyrsti hafið aftansöng til vegs. Það var því aöeins nýtt skref í sömu átt, þegar kirkjuleikir voru hafnir á tólftu öld, sjónleikir er sýndu ýmsar biblíusögur. í New York er á vorum dögum til tónlistarfélag, sem kallast New York Pro Musica, og það helgar sig algerlega miðaldahljóm- list. Þetta félag er líka þekkt í Evrópu ' vegna á- gætra hljómplatna, sem það hefur sent frá sér. Það er einmitt í samræmi við * fyrri þróun slíkra list- greina, að slíkt félag færi fyrr eða síðar inn á þá braut að kynna kirkjulega leiklist miðaldanna og sam ræma hana hljómlist og söng, jafnvel færa slíkt í nýtízkulegra horf, þótt byggt sé á gömlum grunni. Forystumaður þesara mála er Noah Greenberg, og hann fann auðvitað það miðaldaverk, sem bezt hæfði til nýtízkulegrar end ursköpunar — leikritið um spámanninn Daníel, sem sett var á kirkjusvið í Frakklandi á tólftu öld. Það var líka mikill hægðar auki, að í British Museum er til gamalt handrit að þessu leikriti, ekki aðeins með texta- og söngvanót- um, heldur einnig tilsögn um búninga og sviðsetn- ingu. Greenberg hefur sett leikinn á svið með hliðsjón af þesu handriti. Síðustu árin hefur það verið sýnt umí kirkjum og samkundu húsum víða um Evrópu, tekið breytingum með hverju ári en virðist verða æ betra listaverk í þessum meðförum. Sumarið 1958 fór amerískur leikflokkur til Evrópu og sýndi „Sjón- leikinn um Daníel spá- mann“ víða í álfunni, með al annars í Westminster Abbey, í höfuðkirkjum í París og Santa Trinada í Flórens á Ítalíu. Alls stað ar vakti þessi gestaleikur óskipta athygli, og það var ekki óverðskulduð athygli. Eg hef séð marga fagra sjónleiki og áhrifaríka síð ustu 19 árin, sem ég hefi dvalið í New York, en ég fullyrði, að ég hafi aldrei séð eins fagran og áhrifa- ríkan sjónleik, sem þessa dagana er á sviði í St. Ge- orge’s Episcopal Church við 16. götu í New York. Kirkjan er engin gersemi að byggingalist, en hún er stór og þar komast 1200 leikhúsgestir fyrir. En sýn ingin bregður ævintýra- ljóma á þetta guðshús. Öll líirkjan verður eitt • leik- svið, jafnframt því að vera gestasalur. Þarna ber fyrir eyru yndisfagran söng, hríf andi hljóma gamalla hljóð færa, og fyrir augu fagra og forna búninga og ágæta leiklist nýliða og þaulæfðra leikara. Allt hefur verið gert til að láta allt líta eins eðlilega út og unnt er, og þarna eru notaðar ýms ar gersemar frá fyrstu tíð kristinna manna, svo sem hljóðfæri ýmis, hofskraut og skart frá Jerúsalem og sjöarmaðar ljósastikur úr Sviðsmynd úr leikritinu um Daniel spámann — myndin gefur nokkra hugmynd um miðaldabúning- ana, sem notaðir eru. Gyðingasafni. Allt ber brag og svip miðaldanna, þvi að ekki var venja, að leikend ur kæmu fram í búningum frá dögum biblíunnar, held ur í samtímabúningum. Þess vegna koma konung- arnir Baltazar og Darius og hirðir þeirra ekki fram í búningum frá hinni fornu Babylon, heldur evrópisk- um miðaldaklæðum. Og texti og tilvitnanir eru á miðaldalatínu með kirkju- legum, ítölskum framburði. Nú jæja, hugsa menn. Þá skilja „leikhúsgestimir" þetta auðvitað ekki — hvorki amerískir né evr- ópskir. Alveg rétt, en fólk í Frakk landi skildi heldur ekki latínu á tólftu öld, en gert er ráð fyrir, að jafnframt leiknum hafi sögumaður skýrt fyrir áhorfendum, ó- læsum og ólærðum, þá bibl íusögu, sem á sviðinu var sýnd. Slíkt er ta^ið sjálf- sagt, þótt slíkur sögumað- ur sé ekki nefndur í hand- ritinu í British Museum. í mynd af slíkri leiksvningu frá 14 öld er að minnsta kosti á sviðinu slík persóna, sem virðist geyma hlut- verki sögumanns og vera að skýra fyrir áhorfend- um gang leiksins. Greenberg hefur þess vegna horfið að því ráði að hafa sögumann á svið- inu, og hann hefur látið kunnan rithöfund, er oft hefur sótt söguefni sín til miðalda, rita sögu af Dan- íel spámanni, og er hún sögð jafnhliða leiksýning- unni. Leiksýningar halda sem fyrr segir áfram í New York og skortir ekki áhorf endur. Árið 1962 ráðgerir bessi leikflokkur aðra leik för til Evrópu, einkum til Þýzkalands. Og mér finnst, að nú ætti að vinda að því '•ráðan bug, að þessi gesta- ’eikur fari ekki framhjá Norðurlöndum, eins og 1958. Gunnar Leistikow.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.