Tíminn - 12.01.1961, Blaðsíða 7
T f MIN N, fimmtudaginn 12. janúar 1961.
7
Ástúðin.
Ég ætla þó aö taka til með
ferðar eina spurningu á list
anum, sem einnig er á öðr-
um lista og það mjög ofar-
lega. Það er spurningin um
ástúðina, sem nú er orðin vís
indaleg spurning. Það getur
ekki skaðað neinn að við ræð
um hana og fús er ég að
lilusta á hvað aðrir kunna
þar til málanna að leggja. En
gangur málsins hefur í
stuttu máli verið á þessa
leið: Fræðimenn hafa orðið
að glíma við vanda sívax-
andi fjölda uppleystra heim
ila og vandamál svonefndra
vandræðabarna. Rannsókn
hefur leitt í ljós það, sem nú
skal greina: Barninu hefur
ekki verið sýnd nægileg
ástúð. Og unglingurinn hefur
ekki þá ástúð fengið í barn-
dómi, sem nauðsynleg var
til þess að gefa honum kjöl-
festu í lífinu. Og önnur þessu
skyld svör koma frá vísind-
unum. Barnið hefur verið
dregið á tálar; það hefur
hvorki fengið ástúð né festu
í uppeldinu. Nú er það orðið
fullorðin manneskj a, hefur
gengið í hjónaband, en hjóna
bandið hefur farið út um þúf
ur, með því að jafnvægi
ekorti í tilfinningalífið. Ást-
úðarleysið skapar hik og ör-
yggisleysi, sem gengur frá
einni kynslóð til. annarrar.
Það kveður mjög við annan
tón en þegar við heyrðum
frá ýmsum vísindamönnum:
Farið heilar fornu dyggðir.
Ég fæ ekki að því gert, að
mér finnst stundum svo sem
hinir góðu fræðimenn tali
eins og ást'úð fengist í plast-
pokum í búð á næsta götu-
horni, jafnvel við vægu
verði. En ég er alveg sam-
mála þeim í því að ástúð er
nauðsynleg, hún er oft hið
einasta tungumál, sem börn-
in skilja. Og ég geri ráð fyrir
því að margir góðir foreldrar
myndu kaupa niðursoðna
ástúð í dósum eða þurrkaða
ástúð í plastpokum og gefa
börnum sínum, ef hana væri
að fá. En því er nú ekki að
heilsa.
Konfúsíus, hinn heiðni
heimspekin'gur, sem lifði 5—
600 árum á undan Kristi, ger
ir ráð fyrir því í einni af bók
um sínum að engin móðir sé
svo heimsk að hún viti ekki
hvernig á að ala upp barn. Og
hann gerir fastlega ráð fyrir
því að karlar séu konum
vitrari. Sú heimska, að börn
séu ekki vel upp alin, ætti
því ekki að geta átt sér stað.
Og við, sem tilheyrum einni
af gáfuðustu þjóðum heims-
ins, getum alls ekki gert ráð
fyrir heimsku hjá okkur á
þessu sviði. Piltar og stúlkur,
sem vilja læra að gera við
ryksugur, þurfa að læra iðn
sína í 4 ár, en alls ekki neitt
til að stofna heimili og ala
lítil börn upp. Ef þess væri
þörf, þá hefði það komið í
ljós og ríkið hefði vafalaust
látið skrifa kennslubækur í
þeirri grein eins og öðrum.
Það er ekki fyrr en á skóla-
skyldualdri að faglærðir
menn eiga að taka við upp-
eldi barnanna. Allt sem á
undan fer „kunna foreldrarn
ir.
„Umskipfingar"
Allir íslendingar kannast við
sögur um börn, sem urðu um-
skiptingar. Kjarninn í þessum
sögum og grundvallarhugmynd
var á þá lei'5 að börn, sem áður
voru góð og þroskavænleg, ger-
breyttust til hins verra og eðli
þeirra virtist umskiptast bæði til
sálar og líkama. Var huldufólki
kennt um að hafa tekið hið upp-
runalega barn o,g látið annað
miklu verra barn í staðinn. Þess
vegna varð sú trú ríkjandi, að
ekki mætti skilja barn eftir eitt
saman heima. Þetta var þó stund
um gert, einkum til þess að
losna við að lítið barn tefði frá
verki. Voru börn jafnvel bund-
in við rúmstokkinn og urðu viti
sínu fjær of angist og hræðslu.
Nú á dögum yfirgefa foreldrar
stundum lítil börn til þess að
geta skemmt sér fram efdr nóttu.
Börnin eru að vísu ekki bundin.
En þó verða þau fangar á bak
við lokaða glugga í lokuðum hús-
um ef þau vakna. Gefur stundum
að líta slíka fanga í okkar höfuð-
borg, knýjandi á kaldar rúður
og kveinandi í angist og ótta
Séra Jóhann Hannesson
vegna þess að þau eru yfirgefin.
Geta þeir, sem fram hjá ganga,
ekkert við slíku gert, þar sem
hús eru lokuð. Auðvitað geta
börn stundum verið alein að skað
lausu og verða að venjast á það.
En þau mega ekki finn.a til þess
að menn vilji svíkja þau og yfir-
gefa þegar þau þurfa á hjálp og
samfélagi manna að halda.
Umskiptingiir nútíma menn.
ingar eru kallaðir vandræðabörn.
Við eru hættir að kenna huldu-
konum um eðlisbreytingu barna.
Stundum vitum við að breyting-
in stafar af sjúkdómi og er þá
erfitt úr að bæta. En við menn
höfum nú tekúð við hlutverki
hludufólksins. í styrjöldum ger-
um við börn að umskiptingum í
stórum stíl, en einnig í daglegu
lífi með fávizku og ástúðarleysi,
illu fordæmi, slæmum sögum og
kvikmyndum, með brennivíni og
svalli, illyrðum, bölvi og ragni
— og stundum með venjulegri
leti og sérhlífni. En við getum
líka notað uppeldisfræðina til
þess ef við viljum það við hafa.
Agaleysí og hik
Til hefur verið sú tízka í upp-
eldismálum að aldrei megi banna
börnum neitt. Við trúum ekki á
boð og bönn, segja menn. Sumir
foreldrar hafa haft með sér börn
sín í heimsókn til annarra. Þar
hafa börnin rifið sundur bækur
og blöð, brotið og skemmt, en
foreldrarnir aðeins horft á og
ekkert aðhafst af því þeir gengu
með þá fræðilegu dellu að börn-
um mætti ekki banna neitt. Þetta
og annað eins er afskræmd ástúð
og uppskeran er sú að börn og
foreldrar gera vini sína að óvin-
um að ástæðulausu. Sama verð-
ur ofan á í viðskiptum barnanna
við önnur börn því að börnin búa
sjálf til siðalögmál, sem þessi
börn hinna sérvitru foreldra
verða einnig að hlýða. í sjálfu
þjóðfélaginu bætast jafnan við
ný boð og bönn, umferðarreglur,
varúð í meðferð véla, hreinlætis
boðorð og hin sígilda nauðsyn
að taka tillit til annarra og virða
þeirra rétt. Það er ekki ástúð,
heldur ástúðarleysi að halda
börnum niðri í fávizku um rangt
og rétt, cðlileg og nauðsynleg
boð og bönn. Þjóðfélagsfræðin
hefur slegið því föstu að þar sem
saman fer hæfileg festa og eðli-
leg ástúð og hjartahlýja, eru
minnst vandræði í upeldinu. En
boð og bönn mega ekki hanga í
lausu lofti þegar siðgæði er
kennt. Þau verða að vera rök-
studd og skýrð við barna hæfi.
Því boð og bönn eru ekki í aug-
um barua kjarni málsins né
sjálft siðalögmálið, heldur eru
þau táknmyndir þess og oft að-
eins táknmyndir heilbrigðrar
skynsemi, en þó ekki skynsemin
sjálf. En skynsemin verður að
kunna að nota þessar táknmynd-
ir.
Kúgun
Við skulum ekki gleyma hon-
um Jóni litla, enska drengnum.
Hann var spurður að heiti og
svaraði þá: „Eg heiti Jón gerð-
ekki“. Allan daginn heyrði hann
sagt við sig: „Jón, gerðekki
þetta“, svo að hann hélt að „gerð
ekki“ væri hluti af nafninu sínu.
prófessor:
Þannig er ástúðinni einnig af-
neitað, oft einfaldlega með leti,
svo að umskipti verða á eðbs-
fari barnsins. Barnið verður kúg-
að og ófrjálst þar sem það er
tjóðrað með fávíslegum boðum
og bönnum.
Það er skemmst fi’á því að
segja að í öllum menningarlönd-
um er til nóg af vel unnum og
vönduðum fróðleik um heimilis-
SÍÐARI HLUTI
líf og uppeldi stálpaðra barna.
Eg geri ráð fyrir því að nokkuð
af hinu bezta í þessum efnum
sé til á íslenzku, enda væri ann-
að óskiljanlegt í hinu mikla
bókaflóði og straumi milljóna-
tuga áf ki'ónum, sem varið er til
uppeldismála af ríki og einstakl-
ingum. Mér eru þó þessar bæk-
ur ekki kunnar frá síðari árum
og ég styðst nálega eingöngu við
erlendar heimildir.
II.
UPPLAUSN TRÚARLÍFSINS
Snúum okkur nú að hinu aðal-
vandamálinu: upplausn hlns trú-
arlega lífs. Það er samband milli
hennar og upplausnar heimilis-
lífsins. Mörg sterk öfl hafa hér
unnið sitt verk á þessu sviði,
bæði utan og innan. Þjóðfélags-
fræðin greinir fjöldamör'g trúar-
siðgæðileg bönd, sem eru brost-
in eða eru í þann veg að bresta.
Við gætum talið þau upp hér, en
það yrði of mikið af kirkjusögu-
legum fróðleik, sem ekki snertir
tilveru almennings beinlínis nú á
dögum. Annars gildir að mörgu
leyti hið sama um trúarbrögð ut-
an kristindómsins að þau eru að
leysast upp. Búddhadómur, Hind
úadómur og frumstæð trú Afríku
manna eru öll á þessari leið,
sömuleiðis kristindómur mótmæl
enda í mörgum löndum. Minnst
gætir upplausnar í kaþólsku
kirkjunni og í sumum greinum
Múhameðstrúar. Að ytri upp-
lausn trúarbragðanna vinna and-
stæðingar og andstæð öfl, sem
hefur orðið afar mikið ágengt
Qg geta víða hrósað sigri. En að
hinni Innri upplausn vinna sjálf-
ir játendur og fylgjendur trúar-
bragðanna, jafnvel guðfræðingar
og prestar, vitandi og óafvitandi.
Að vísu stendur mótmælenda
kir'kjan með miklum blóma í
sumum löndum og eykur jafnvel
fylgi sitt. Vakningar myndast og
þær ganga yfir löndin og endur-
nýja kirkjulífið. í öðrum löndum
hefur kirkjan ekki af neinu slíku
að segja og ekki verður annað
séð en að upplausn trúarlífs og
kirkjulífs sé í fullum gangi. Sú
saga er svo löng og flókin að
henni verða ekki gerð skil í þessu
sambandi. Við verðum að stytta
okkur leið með því að nota hina
sósíológísku aðferð og virða fyrir
okkur sjálf fyr'irbæri upplausnar
innar, þar sem við sjálfir stönd-
um.
Menn vona að kristin kirkja
miðli mönnum af hinum eilífu
lindum Guðs ástar og náðar,
kærleiks og sannleika. Oft bregst
kirkjan þó þessu hlutverki. Það
sem krlstinn maður vill með því
að þjóna Guði, er bæði að færa
honum þakklæti og tilbeiðslu í
orði og verki og þiggja þær gjaf-
ir, sem hann vill gefa. Nú fær
hinn kristni maður þetta í guð-,
spjalli, pistli og sálmasöng og!
síðast en ekki sízt, heilagri kveld i
máitíð. En þegar að ræðunni,
kemur, vill sambandið oft slitna.
Ég man t. d. eina guðsþjónustu
fyrir langa löngu hér á landi. I
Þar voru fáir menn úr stórum |
söfnuði. Það, sem eftir varð — j
í vitund minni og er enn, var
ekkert annað en nöldur prestsins
yfir því hve illa menn sóttu
kir'kju. Ég hefði heldur viljað
að einhver náungi hefði kastað
í mig aukataði, eins og menn
köstuðu í Hjálpræðisherinn hér
forðum, þegar hann kom til fs-!
lands. Ég hefði heldur viljað
verða fyrir slíkum óþægindum,
en að sitja undir slíku nöldri!
prests yfir þeim fáu sálum, sem |
komu þó í þetta Guðshús. Og
fjöldi manns sýndi þessa sömu
tilfinningu í verki blátt áfram
með því að sækja mjög illa
kirkju, þótt þeir gerðu sér ekki
grein fyrir ástæðunni. Hér er
eitt upplausnareinkennið: Menn
vilja ekki taka við því, sem kirkj
an réttir að þeim. Það er stund-
um fyrir neðan allar hellur.
I huga mínum hef ég boiið
þetta saman við einn helgidags-
morgun í Englandi. Gestgjafi
minn sagði: Ef þú vilt komast
að í kirkjunni, þá skalt þú fara
á fætur kl. rúmlega sjö og reyna
að komast í messuna kl. 8. Það
eru tvær aðrar messur fyrir há-
degi í þessari kirkju, önnur kl.
7, hin kl. 10,30, en vonlítið að
fá sæti á þeim. En kl. 8 er lág-
messa og þá kemst þú líklega að.
Ég fór og það var lágmessa með
altarisgöngu og kirkjan var troð-
full. Rétt hjá var önnur kirkja,
ekki eins vel sótt. Hverfið var
miklu minna en Reykjavík og
kirkjur fleiri og allir komu gang
andi. Þrátt fyrir þessa gífurlegu
aðsókn kvartar enska kirkjan
yfir upplausnar ástandi í trúmál
um landsmanna. En þátttöku í
kirkjulífi og vinnubrögðum öll-
um er ekki hægt að líkja við
neitt, sem við þekkjum hér á
landi. Það eru svo gerólíkir heim
ar eins og væri um annan hnött
að ræða í andlegum efnum.
Stundum berast til eyrna okk-
(Framhald á 13. síðu.)
Upplausn heimilis
lífs og trúarlífs
A víðavangi
Falleg taia 500
Blaðið Dagur á Akureyri segir
svo um áramótaræðu Ólafs Thors
forsætisráðherra:
„í áramótaboðskap forsætis-
ráðherra var margt athugavert.
M. a. vafðist það fyrir honum að
skýra það, hvers vegna „viðreisn-
in“ brást. Þó brá hann upp töium
og sagði, að verðfall og aflabrest-
ur hefðu orsakað 500 milljón
króna rýrnum á útflutningsverð-
mætum, er næmi nálega 3 þús-
und krónum á hvert mannsbarn
í landinu.
En forsætisráðherra láðist að
geta þess, við livað hann miðaði
þessar 500 milljónir. Líklegt er,
að hann miði við næsta ár á und-
an, eða grípur hann þetta hrein-
lega úr lausu lofti? Um verð-
fallið er það að segja, að það var
kunnugt áður en „viðreisnin“
fór af stað og meira að segja
rætt á siálfu Alþingi, svo að
ekki verður því um kennt. En
hváð þá um aflabrestinn? Báta-
fiskur varð meiri en áður, síldin
i meðallagi, miðað við nokkur
síðustu ár, en togaraafli mun
minni. Um útflutningsverðmæti
ellefu fyrstu mánuði þessa árs
segir Hagstofa íslands þetta:
Þau voru 82 millj. kr meiri en
árið 1959 miðað við núverandi
gengi. — Samkvæint þessu hefur
forsætisráðherra ekkj farið með
réttar tölur. Honum hefur fatazt
um 582 milljónir í reikningi sín-
um, nema hann noti einhverjar
þær samanburðartölur. sem hann
nefnir ekkj hverjar eru. Þetta
þarf nánair skýringar við.
Svo bregftast krosstré
sem ö'nmir tré
í síðasta tölublaði Austra segir
svo m. a.:
„Stefna núverandi ríkisstjórnar
er við það miðuð að hlynna að
hinum fésterku í þjóðfélaginu,
en láta þá, sem efnaminni eru
heltast úr lestinni í hópi atvinnu-
rekenda.
Einn hinna fésterku, sem auð-
vitað er á grænni grein hjá
stjórnarvöldunum, er Einar Sig
urðsson, — sem nefndur er hinn
ríki.
Hann hefur lengi keppt að því
að komast til mannaforráða og
ieitað ákaft eftir liylli Austfirð-
inga. f því sambandi hafa Sjálf-
stæðismenn talið, að þessi at-
hafnamaður lyfti svo hátt merki
einkaframtaksins, að honum væri
flestir vegir færir.
Fyrir hálfu öðru ári, — þ. c.
þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði
völdin, en Alþýðuflokkurinn
skipaði sætin í ráðlicrrastólun-
um, — var sarnið um smíði iog-
arans Sigurðar, sem er einn hinn
stærsti og fullkomnasti togari i
eigu íslendinga. Einar ríki var
auðvitað í náðinni hjá þeim sem
úrslitum réðu við veitingu inn-
flutningslcyfa og cignaðist penn-
an togara. Þetta glæsilega skip
hljóp af stokkunum í sumar og
sigldi fyrst í íslenzka liöfn í sept-
ember s. 1.
Hinn 30. nóvember sl. birtist
auglýsing . Morgunblaðinu nm
að\þessi togari sé til sölu og það
áréttast með feitletraðri grein i
blaðinu.
Ástæða er til að spyrja hvað
valdi. Hér er að verki maður,
sem njóta mun tarusts stjórnar-
flokkanna sem fyrirmyndar mátt-
arstólpi og ætti ekki síðm að
gegna því hlutverki, þegar ríkis-
stjórnin hefur komið á hinum
,‘,nýju þjóðfélagsháttum“. Má
rekja orsakir þessa til „viðreisn-
arinnar"? Er merki einkafr;.m
taksins að falla úr höndum at-
hafnamannsins? Svo bregðast
krosstré sem önnur tré.“