Tíminn - 14.01.1961, Síða 2
2
TÍMINN, laugardaginn 14. janúax 1961
Verkfallinu aí ljúka, en alvarlegar blikur enn á Iofti:
Vinstrimenn krefjast
sjálfsstjórnar Vallóníu
JafnatJarmannaflokkuri’nn klofinn — hugsan-
legt, a<J vinstri sinnar innan flokksins segi
sig úr lögum viÖ flokksstjórnina og afsali sér
þingme'nnsku
Brusse!—NTB 13.1. NeSri
deild belgíska þjóðþingsins
samþykkti í dag sparnaðar-
frumvarp belgísku ríkisstjórn
arinnar með 115 atkvæðum
gegn 90 og fer það nú til
Lumumba
(Framhald af 1. síðu.)
— frjál's á nýjan leik?
hafði komið til alvarlegra á-
taka, sem nálguðust hreina upp-
reisn. En eins og kunnugt er er
það einmitt í Thysville, sem Lum-
umba hefur verið geymdur síðan
menn Mobutus handtóku hann á
dögunum.
Þúsundir hermanna
Flestir hermannanna af þessum
hermönnum eru af Bakong»ætt-
flokknum, sem til þessa þessa hef
ur verið mjög andstæður Lum-
umba og því sterkustu stoðir Mo-
butus ofursta. Setuliðsbærinn
Thysville er í um 200 km. fjarlægð
frá Leopoldville og hafast þar við
þúsundir hermanna, en það var
einmitt í Thysville, sem sú upp-
reisn brauzt út er varð uppiiafið
að skálmöldinni í landinu. Óttast
menn nú, að síórtíðindi séu í nánd,
og blöð í Leopoldville fluttu þær
efri deildarinnar til afgreiðslu
en búizt er við að sú deild
afgreiði frumvarpið um miðj-
an næsta mánuð og öðiast
það þá gildi sem lög við undir
skrift Baldvins konungs,
Þar með er lokið 25 daga harðri
baráttu, sem háð var utan og inn-
an þingsalanna um þessar efna-
hagsaðgerðir ríkisstjórnar ka-
þólskra og frjálslyndra, sem m.a.
vegna missis Kongónýlendunnar
hafa í för með sér hækkaða
skatta og breytingu á félagslegu
öryggi og atvinnuleysistrygging-
um. Verkfallið, sem staðið hefur
í 25 daga, er nú mjög í rénun, en
samtímis því eru nýjar og alvar-
legar blikur á lofti í Belgíu, sem
ófyrirsjáanlegar afleiðiingar geta
haft — ef til vill klofning ríkis-
ins.
Fundur í Namur
Þau tíðindi gerðust í dag, að
um 400 vinstrisinnar í belgíska
jafnaðarmannaflokknum komu
saman til fundar í borginnj Nam-
ur í Valloníu og kröfðust sjálfs-
stjórnar fyrir Vallóníu, hinn
frönskumælandi suðurhluta lands-
ins. Fund þennan sátu m.a. marg-
ir þingmenn jafnaðarmannaflokks-
ins, sem ekki vilja sætta sig við
samþykkt sparnaðarfmmvarpsins
cg vilja svara því með kröfum um
sjálfsstjórn Vallóníu. Fundurinn
krafðist þess, að Vallónía réði
málum sínum sjálf — hún yrði
sjálf að fá að stjórna öllum fé-
lagslegum og efnahagslegum mál-
efnum sínum og kærði sig ekki
um xhlutun annarra.
Fyrir utan fundarsalinn hafði
verið hengt upp gríðarstórt
skilti með áletruninni: VALL-
ÓNÍU ER NÓG BOÐIÐ. I kvöld
var þess jafnvel vænzt, að rót-
tækustu þingmenn jafnaðar-
manna frá hinum frönskumæl-
andi landshlutu myndu lýsa því
yfir, að þeir tækju ekki framar
sæti á þinginu í Brussel.
Ljóst er af þessu, að djúp
gjá hefur nú myndazt innan
sjálfs jafnaðarmannaflokksins og
er þess jafnvel vænzt, að hinir
vinstri sinnuðu leiðtogar í Vali-
óníu muni segja sig úr lögum
xið flokksstjórnina í Brussel.
Morgunbl. og vaxtaokrið
(Framhald af 1. síðu.)
okursins á útgerðina en Morgunblaðinu. Haraldur segir í
grein, sem hann skrifaði í Mbl. í okt. s.l., að vaxtahækkunin
hafi drepið útgerðina í dróma og útgerðin geti ekki borið
okurvextina. Haraldur upplýsir það, að 4 fyrirtæki á Akra-
nesi hafi greitt hvorki meira né minna en átta milljónir
í vexti á síðasta ári. Það segir að þessi fjögur fyrirtæki á
Akranesi hafi átt 70—80 milljónir í útistandandi skuldum.
Aðeins fjögur fyrirtæki af mörgum í einu útgerðarplássi eru
með 70—80 milljónir í lánum. Eftir því sem Mbl. segir nema
heildarlán til alls útvegsins ekki nema 1000 mijónum. Einn
togari kostar nú um 40 miljónir og á síðasta ári voru keyptir
hingað til lands fimm togarar eða bara togarar fyrir 200
millj. Fjöldi báta var einnig keyptur auk tækja og veiðar-
færa og allt er þetta að meginhluta keypt með lánsfé. Af-
urðalán nema um 60—70% og meira af verðmæti afla og
þau fara vaxandi með vaxandi afla. Frystihúsin þurfa ó-
hemju lánsfé til starfsemi sinnar.
Blaðið hefur ekki í höndum tölur um lán til útvegsins
eða fjármagnsþörf hans á þessu ári, en allir sem huga að
þessum málum sjá að greiðslubyrði útvegin vegna vaxtaok-
urins er miklu meiri en 20 milljónir króna.
Hvaðan hefur Mbl. fengið þessa tölu — 20 milljóriir?
Hvernig er hún fengin? Tíminn skorar á Mbl. að upplýsa
það hið fyrsta. Ef Mbl. treystir sér ekki til að útskýra það,
hvernig þessi tala er fengin, skorar Tíminn á Mbh að eiga
samstarf um það við Tímann og önnur blöð að láta hlut-
lausa og dómbæra menn reikna út vaxtagreiðslur útgerðar-
innar í landinu. Ef Mbl. fellst ekki á það, verður að álíta
að tölur þær, sem blaðið slær fram séu markleysa og vísvit-
andi bekkingar.
í brúðkaupsferð með 30
blaðamenn á hælunum
Hr. og frú Ferner halda suður á bóginn
París—NTB, 13.1. — 30
manna hópur blaðamanna og
Ijósmyndara safnaðist í dag
í kringum Astrid prinsessu
og eiginmann hennar, Johan
get-flugvallar fyrir utan Par-
ís á fyrsta degi brúðkaups-
ferðar þeirra. Ungu hjónin
voru sem kunnugt er getin
saman í gær í Askerkirkju,
Ferner, er þau komu til Bour- skammt frá Skaugen.
LUMUMBA
fregnir í dag, að Lumumbasinnar
hygðust ráðast inn í borgina 21.
ajnúa,r. Er mikil ólga ríkjandi í
Leopoldville í kvöld vegna hinna
nýju tíðinda. Fregnir frá Elisabet-
ville herma, að Lumunbamenn
hafi í dag skotið á flugvél yfir
Katanga, er flutt hafi hermenn
S.Þ. til Monano. Talsmaður S.Þ. í
borginni sagði í dag, að ástandið í
Katanga 'væri sýnu alvarlegra í
dag hefði víða verið barizt í fylk-
inu, aðallega þó í Manono.
SÍÐUSTU FRÉTTIR:
Fregnií frá Elisabetville í
kvöld herma, að í dag hafi
slegið í bardaga milli heriiðs
S.Þ. í Monano og fylgis-
manna Lumumba og hafi
mannfall orðið á báða bóga.
Flugvélar á vegum S.Þ. hafa
flutt særða hermenn S.Þ. til
Elisabetville.
Frá Leopoldville berast þær
fréttir seint í kvöld, að mikil
ringulreið sé í borginni og gangi
þar sá orðrómur að fylgismenn
Lumumba muni um hclglna gera
innrás í borgina og krefj.ast þess
að lelðtogi þeirra verði látinn
laus — ef það verði ekki gert,
muni þess freistað að leysa hann
úr haldi. Aðrar fregnir herma,
að Gizenga, einn lielzti stuðnings
maður Lumbumba í Kongó hafi
komizt dulbúinn inn í Leopold-
ville með nokkra af mönnum sín-
um og hafi þeir flutt vopn og eln-
kennisbúninga. Undirbúi þeir
vel hina fyrirhuguðu hcrferð um
næstu hclgi, m.a. með því að
dreifa kviksögum +il þess að slá
felmtri á mehn að koma af stað
uppþolum og ólgu.
Hjónin ferðast undir nafninu
hr. og frú Glöersen og komu til
Parísar með farþegaflugvél frá
SAS, sem hafði viðkomu í Höfn.
Slíkur var asinn á prinsessunni,,
manni hennar og bifreiðastjóra
þeirra, að þau óku í skyndi af
stað frá flugstöðinni og skildu
farangurinn eftir á stéttinni.
Röskum blaðamönnum tókst að
stöðva bifreiðina, og bifreiða
stjórinn varð að aka til baka og
taka farangurinn.
Erindi um fatapressu
Á bæjarráðsfundi þessum var er-
indi frá Eiríki Einarssyni um raf-
orku til rekstrar fatapressu hjá
Réttarholti við Sogaveg vísað til raf-
maignsstjóra til afgreiðslu.
Samningur vií SVFR
Á þessum sama fundi bæjarráðs
var lagt fram frumvarp að samningi
við Stangaveiðifélag Reykjavíkur
um laxveiðina í Elliðaám um næstu
fimm ár. HeimiJaði bæjarráð að
gera samninginn.
Nú hófst eltnigaleikur. Bifr.stj.
brúðhjónanna reyndi hvað hann
gat til að aka blaðamennina af
sér, og fór með miklum hraða
hvert öngstrætið af fætur öðru.
En blaðamennirnir fylgdu kapp
samlega á eftir. Varð þetta hinn
kostulegasti eltingaleikur, sem
ekki lauk fyrr en við gistihús í
miðborginni, þar sem Astrid og
maður hennar neituðu að svara
öllum spurningum — gengu síð
an inn í gistihúsið og skráðu sig
undir nöfnunum hr. og frú Glö
esen! Ekki er enn vitað, hver
verður næsti áfaginn á brúð
kaupsferðinni, en haldið mun
suður á bóginn.
Fékk skyndi-
iega í bakið
í gær var Vilhjálmur Jónsson,
lögfræðingur, að bjástra við bíl
sinn á bílastæðinu við Smiðju-
stíg, þegar hann fékk allt í einu
svo miklar þrautir í bakið að
hann féll niður, þar sem hann
var kominn, og gat ekki hreyft
sig. Hann var fluttur á slysa-
varðstofuna og síðan heim.
Slysavarðstofan tjáði lögregl-
unni, að um skyndilega tognun
í baki hefði verið um að ræða.
Þjóðleikhúsið sýnir Karde
mommubæinn í 50. sinn kl. 3 á
morgun, og er þegar uppselt á
þá sýningu. Ekkert barnaleikrit
hefur náð jafn miklum vinsæld
um hér á landi, því að uppselt
hefur verið á allar sýningar
fram að þessu og hafa um 33 þús.
leikhúsgestir séð leikinn.
Meðfylgjandi mynd er af
pylsugerðarmanninum, bakaran
um og kaupmanninum í Karde
mommubæ. En þeir féagar eru:
leiknir af Valdimar Helgasyni,
Lárusi Ingólfssyni og Klemenzi
jónssyni.
Flokksstarfið i bænum
Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins
Innritun er hafin. Uppiýsingar um skólann eru gefnar í síma: 16066
og 15564.
Sunnudagsfundur FUF í Reykjavík
Næsti sunnudagsfundur Félags ungra Framsóknarmanna í Reykja
vík verSur á morgun 15. jan kl. 14 f Framsóknarhúsinu uppi. Fund
arefnl: Samvinnustefnan og Framsóknarflokkurinn. Frummælandi:
Glsii Guðmundsson, alþm.