Tíminn - 24.01.1961, Síða 2
2
TÍMINN, þriðjudaginn 24. janúar 1961.
Heitar umræður á bjór-
fundi Stúdentafélagsins
Stúdentafélag Reykjavíkur
hélt fjölmennan fund um
bjórmálið á sunnudaginn og
háðu þar fylgismenn og and-
stæðingar áfengs bjórs all-
snarpa sennu. Tóku fjölda-
margir til máls í þessum um-
ræðum.
Matthías Jóhannessen, formaður
Stúdentafélagsins var fundarstjóri,
er. framsögumenn Benedikt Bjark
lind stórtemplar og Friðfinnur
Ólafsson forstjóri.
Benedikt Bjarklind taldi ein-
sætt, að með áfengum bjór myndu
risa hér upp bjórknæpur, og höf-
uðstaðurinn myndi á ný eignast
staði eins og Svínastíuna, er forð-
um daga var í hjarta Reykjavík-
ur. Mættu menn minnast þeirra
daga, eT hér var leyfilegt að selja
áfengt öl, þegar rætt væri um að
leyfa nú bruggun þess og sölu.
Hann dró ekki heldur dul á
það álit sitt, að áfengum bjór
myndi fylgja aukin slysahætta og
aukinn fjöldi afbrota. Hann skír-
skotaði í því efni til reynslu Svía,
þar sem afbrot hafa tvöfaldazt
síðan sterkt öl kom þar til sög-
unnar fyrir nokkrum árum. í
Itaupmannahöfn væri þriðjungur
umferðarslysa og 70% glæpa og
afbrota talið stafa af áfengis-
neyzlu. Ætti bjór vafalaust þátt í
því.
Hann taldi það og haldlausa
röksemd, að íslendingar myndu
geta flutt út áfengan bjór vegna
þess, hve vatn hér er gott,
því að önnur hefði raunin orðið
í Noregi, þótt ekki brysti þar gott
vatn. Aftur á móti hefði öldrykkja
fætt þar sums staðar af sér vand-
ræðaástand.
Friðfinnur Ólafsson lagði aftur
á móti áherzlu á, að hér sé meira
at boðum og bönnum en góðu
hófi gegni og tími til þess kom-
inn að veita persónufrelsi manna
aukið svigrúm. Hann sakaði góð-
templara um að ógna svo alþingi,
að það hefði ekki þorað að leyfa
bruggun og sölu áféngs bjórs.
Um margt fleira þótti honum
góðtemplurum mislagðar hendur.
Fyrir þeirra tilstiili fengist til
dæmis ekki brennivín í minni
SKÖmmtum en þriggja pela flösk-
um. Hann deildi og á héraða-
bönnin, er- hefðu haft það í för
með sér, að menn á Akureyri og
Eyjafirði urðu að kaupa áfengi
frá Siglufirði og Vestmannaeying-
ar að fá sitt brennivín sent með
pósti.
Hann taldi algerlega ósannað,
ao unglingar myndu frekar leið-
ast til áfengisneyzlu, þótt áfengt
öi væri leyft, og yfirleitt vær'i það
á getgátum einum bygg-t, hvernig
menn brygðust við tilkomu öls.
Að lokum mælti hann eindregið
með áfengum bjór.
Margir tóku 'til máls, er frum-
mælendur höfðu lokið ræðum sín-
um. Skiptust þeir nokkuð jafnt í
tvo hópa — þá, sem mæltu með
bjórnum, og þá, sem töluðu gegn
honum. Þó voru þeir heldur fleiri,
er ekki vildu bjórinn.
Ræðumenn voru þessir: Ezra
Pétursson, Guðlaug Narfadóttir,
Ólafur Matthíasson, Þorleifur
Gíslason, Björn L. Jónsson, Helgi
Sæmundsson, Helgi) Tryggvason,
Sigurjón Bjarnason, Ómar Ragn-
arsson, Freymóður Jóhannsson og
Stefán Þór Guðmundsson.
OANÆGJA MEÐ
STRANDFERÐIR
Breiðdalsvík, 23. jan. Hér
um slóðir ríkir mikil óánægja
með það, að ríkisskipin Esja
og Hekla eru hætt að koma
við nema í annarri hverri
strandferð Hins vegar kemur
Herðubreið hér við í hverri
ferð, en í staðinn sleppir hún
viðkomu á ýmsum stærri höfn
um hér fyrir norðan okkur,
svo það er allt á eina bók lært
með samgöngurnar okkar
Staðirnir, sem fyrix þessu
verða, eru Djúpivogur, Stöðvar-
fjörður og Neskaupstaður. Allir
eiga það sameiginlegt, að yfir
veturinn eru þessar skipakomur
einu samgöngurnar. Og okkur
þykir heldur illa farið, þegar við
komumst hvorki heim né að heim-
an nema eftir dúk og disk.
Öfugþróun tímans
Áður fyrr komu Esjan og
Heklan hingað því sem næst á
10 daga fresti hvort skip. Nú
koma þær aðeins á 20 daga fresti
hvor um sig, og stundum hafa
þær verið hér báðar í einu eða
mætzt, þegar önnur var að fara,
en hin að koma. Herðubreið, sem
kemur á 10 daga fresti, kemur
hins vegar ekki við á ýmsum
stærri höfnum í kringum okkar,
svo að lítið bætir hún úr skák
með samgöngurnar innan héraðs-
ins.
Þetta þykir þeim, sem hér búa,
I í öfugu hlutfalli við þróun tím-
ans í samgöngumálum. G.A.
Sáttanefnd
(FramhaJd af 3. síðu)
ætlað. Sú ákvörðun stjórnar
Mobútós að láta flytja Lum
umba til Katanga hefur kom
ið í veg fyrlr þátttöku Lum-
umbasinna í ráðstefnunni. —
Lumumbasinnar hafa bæði
Orientale- og Kívúhérað á
valdi sínu og mikinn hluta
Katangahéraðs.
Það má teljast fullvíst, að
ráðstefna þessi muni verða til
þess að tryggja enn betur það
samkomulag, sem virðist hafa
tekizt með þeim Kasavubu
forseta og Mobútós ofursta
annarsvegar og Thsombe hins
vegar.
Nokkuð hefur hungursneyð
in i Kasaihéraði rénað að und
anförnu. Ætlað er þó, að enn
látizt allt að 100 manns á dag
úr hungri.
SamþyRkir fnmvarp
um lýðveldisstofnun
Höfðaborg, 23. jan. (NTB) —
Þing Suður-Afríku samþykkti
í dag með 91 atkv. gegn 52
frumvarp stjórnarinnar þess
efnis, að landið skuli gert að
lýðveldi. Frumvarp þetta er
flutt í beinu framhaldi af alls
herjaratkvæðagreiðslu í land
inu á s.l. ári, þar sem sam-
þykkt var með nokkrum meiri
hluta atkvæða, að landið yrði
lýðveldi. Mestur hluti íbúa
landsins, þ.e.a.s. blökkumenn
höfðu þó ekki atkvæðisrétt I
þessum kosningum.
Dr. Verwoerd forsætisráð-
herra, sagði við umræðu um
frumvarpið, að eftir að lýð-
veldi hefði verið stofnað,
gæti Suður-Afríka því aðeins
verið áfram í brezka samveld
Flokksstarfift í bænum
Miðstjórnarfundur á morgun
Á morgun, miðvikudag, verður fundur í miðstjórn Framsóknar-
flokksins. Hefst fundurinn kl. 3.30 e.h. í Framsóknarhúsinu, uppi.
inu, að það setti því ekki skip
anir um innanríkismál. Suður
Afríka mun aldrei þola, að
önnur ríki segi sér fyrir um
stjórn innanríkismála.
Dag HammarskjÖld hefur
flutt Öryggisráði S.þ. skýrslu
um viðræður sínar við dr. Ver
woerd um kynþáttamálin í S-
Afríku. Segir þar, að viðræð
urnar hafi verið gagnlegar og
reynt verði að finna lausn á
vandanum á grundvelli þeirr-
ar stefnu, er S.þ. hafi þegar
markað i því máli.'
Það er í frásögur færandi
að nú er þriðji dyravörðurinn
tekinn til starfa í Storkklúbbn
um. Áður var einn dyravörð-
ur við neðri sal og annar við
efri, en fyrri fösudag voru ung
lingar undir 21 árs aldri svo
fjölmennir á barnum, að vín
eftirlitið fékk því kom'ið til
leiðar, r>ð ó laugardaginn var
tók i-r r" -?-••r-fí, ''--vinn sér
stöðu við bardyrnar.
Laos
(Framhald af 3. síðu).
stjórninni álit sitt á þeim. Tillög-
ur þessar hefur brezka stjórnin
samið í samvinnu við stjórn
Bandaríkjanna, og segir hún sig
vera samþykka öllum atriðum
hinna brezku tillagna, enda miði
þær að því að koma á friði í land-
iru. Eftirlitsnefnd þessi var kos-
in 1954 og eiga sæti í henni Ind-
land, Pólland og Kanada. Nefndin
lét af störfum árið 1958.
Frá Vientiane berast þær fregn-
ir, að Boun Oum forsætisráðherra
hyggist fo-rmlega mótmæla við
SÞ innrás frá Norður-Vietnam í
Laos. Þ.essi mótmæli mun utan-
rikisráðherra Laosstjórnar af-
henda í New York, en þangað er
Iiann kominn til þess að tala máli
lands síns á vettvangi SÞ. Vest-
rænir fréttamenn í Vientiane era
þeirrar skoðunar, að Boun Oum
forsætisráðherra vilji i lengstu
lög reyna að tefja það, að eftir-
litsnefndin taki til starfa í Laos.
Þessi mótmæli hans séu liður í
þeirri viðleitni.
Mál Magnúsar
(Framhald af 1. síðu.)
1960 sakaður um:
1. Að hafa sent lögreglustjóira
työ hótunarbréf um líflát, og bárust
lögreglusíójra bréf þessi hinn 18. og
22. janúar 1960.
2. Að eiga og hafa í vörzlum sín-
um skammbyssu og skot i hana án
lögmælts leyfis.
3. Að hafa i kæru til dómsmála-
ráðherra og á dómþingum sakadóms
Reykjavlkur borið lögreglumenn og
lögreglustjóra Reykjavíkur röngum
sakargiftum.
Verjandi ákærða krefst þess, að
lagt verði fyrir héraðsdómara að
framkvæma víðtæka framhaldsrann-
sókn um sakarefni og að fimmtíu
nafngreindir menn verði leiddir fyr-
ir dóm. Verða kröfur verjandans í
þessu efni metnar með hliðsjón af
hverju ákæruatriði um sig.
I. ákæruatriði.
1. Sigurjón Ingason lögregluþjónn
hefur skýrt svo frá, að hann hafi
verið varðmaður í Stjómarráðshús-
inu I Reykjavík aðfaranótt 18. jan-
úair 1960 frá tkl. 2400 til ld. 0700. Hafi
ákærði, sem klæddur var einkennis-
húningi lögreglumanna, komið til
sín um nóttina. Var klukkan þá rúm
lega 0230, og dvaldlst ákærði í hús-
inu tíl klukkan um 0345, að sögn
Siguirjóns. Kveðs-t Sigurjón hafa orð-
ið sjónarvottur að því, að ákærði
skrifaði, meðan hann stóð við, á rit-
vél hótunarbréf til lögreglustjórans
í Reykjavík. Ákærði hefur þrætt fyr
ir að hafa komið í Stjómarráðshús-
ið greinda nótt. f héraði var lagt
fram vottorð lögreglustjórnarinnar
í Reykjavík þess efnis, að ákærði,
lögregluþjónn nr. 64, hefði „sam-
kvæmt lögregluvarðskrá næturvakt-
ar sunnudaginn 17. janúar 1960"
verið „kl. 0100 til 0300: í eftirlitsbif-
ireið ásamt lögregluþjónunum nr. 33
og 115 kl. 0300 til 0400 á lögreglu-
varðstofunni". Tetur verjandi sam-
kvæmt vottorði þessu sýnt, að Sig-
urjón Ingvason hermi rangt um
komu ákærða í Stjórnarráðshúsið og
dvöl hans þar. Héraðsdómari hefur
yfirheyrt lögregluþjón nr. 33. Hins
vegar hefur lögregluþjónn nr. 115
ekki komið fyrir dóm, en verjandi
ákærða krafðist þess í héraði og
fyrir Hæstarétti, að sá lögreglu-
þjónn yrði einnig krafinn vættis.
Fyrir Hæstarétti hefur sækjandi
lagt fram tvö vottorð lögreglustjó"’'
ar Reykjavikur, bæði dags 17. janú- i
ar 1961, svohljóðandi:
„Samkvæmt dagbók lögreglu-
sljóraembættisins í Reykjavík vott-
ast, að á tímabiiinu kl. 03—04 að-
faramótt 18. janúar 1960 var lög-
reglan aðeins einu sinni kvödd út.
Var um hjálaprbeiðni að ræða frá
Hverfisgötu 49. Á vettvang fóru lög
regluþjónar nr.' 99, 116 og 122.
Samkvæmt lögíegluvarðskrá voru
á nefndu tímabili lögregluþjónar nr.
54, 64 og 116 skráðir í varðstofu, nr.
54 til símaþjónustu, en nr. 64 og 116
til að sinna útkvaðningum. Sam-
kvæmt sömu varðskrá er lögreglu-
þjónn nr. 122 skráður á vakt í Aust-
urstræti—Hafnarstræti á þessu tíma
bili og nr. 99 á Laugavegi.
Lögregluvarðskráin ber ekki með
sér, hvers vegna lögregluþjónn nr.
64 var ekki sendur í umrætt útkall,
svo að kveðja þurfti til lögreglu-
mann, sem skráður var til varðþjón-
ustu á öðrum stað".
,,Hér með vottast samkvæmt dag-
bók og talstöðvarbók lögreglustjóra
embættisins i Reykjavík, að lögreglu
þjónar nr. 64 og 115, sem skráðir
voru á eftirlitbifreið aðfaramótt 18.
janúar 1960, kl. 01—03, gengdu engu
útkalli á því tímabili. Lögreglu nr.
33, sem skráður er á eftirlitsbifreið
alla næturvaktina sem bifreiðar-
stjóri, gegndi hins vcgar útkalli kl.
01 að Sjafnargötu 8 ásarnt lögreglu-
mönnum nr. 54 og 99, en þeir.voru
skráðir á eftirlitshifreiðina frá kl.
23 tU 01".
Eins og göngum málsins er hátt-
að, er rétt, að rannsakaður verði
nánar ferill ákærða greindan varð-
tima og i þvi sambandi spurðir fyrir
dómi samstarfsmenn hans á verðtn-
um, þar á meðal áður greindur lög-
regluþjónn nr. 115.
2. Verjandi ákærða hefur í máU
þessu lagt fram ýmsar rltsmiðir,
sem hann telur nafngreindan, geð-
bilaðan mann hafa sett saman. Tel-
ur verjandi likur fyrir því, að mað-
ur þessi kunni að vera höfundur
hótunarbréfa þeirra, er i máU þessu
greinir, og krefst verjandi þess, að
rannsókn málsins verði beint gegn
nefndum manni. Eigi hafa verið
leiddar neinar rökstuddar líkur að
þvi, að sjúklingur þessi sé við hót-
unarbréfin riðinn, og ákæruvaldið
hefur eigi beint rannsókn gegn hon-
um. Eins og málum nú er háttað,
er eigi rétt, að þessi dómstóll skipi
fyrir um sUka rannsókn.
II. ákæruatriðl.
Eins og rannsókn málsins er hátt-
að, eru engin efni til, að Hæstiréttur
mæll fyrir um frekari eftirgrennsl-
an, að þvi er ákæruatriði þetta
varðar. Kröfur verjanda ákærða, er
þar að lúta, verða því éigi teknar
tU greina.
III. ákæruatriði.
Ákærði er, eins og áður segir,
sóttur tU refsingar fyri.r rangar sak-
argiftir á hendur opinberum starfs-
mönnum vegna sakburðar hans á
hendur þeim í kæru tU handhafa
ákæruvalds og á dómþingum. Á-
kærði hefur skorazt undan að finna
stað þeim ummælum sínum, sem
ákæran á hendur honum er af risin,
en þrátt fyrir það, hefur verjandi
hans krafizt þess, að hafin verði al-
menn rannsókn fyrir sakadómi á
hendur þeim mönnum, sem ákærði
hefur borið sökum. Handhafar á-
kæruvalds hafa eigi taiið efni til að
sinna greindri kröfu, og eigi er rétt,
eins og málið liggur fyrir, að þessi
dómstóll kveði á um siíka rannsókn.
Málflutningslaun sækjanda fyrir
hæstarétti, kr. 8000.00, og málflutn-
ingslaun verjanda fyrir Hæstarétti,
kr. 1500.00, greiðist úr ríkissjóði.
Verjandi ákærða hefur í héraði
og hér fyrir dómi haft uppi ýmsar
löglausar og fjarstæðukenndar kröf-
ur, varðandi rannsókn sakaratriða
og meðferð málsins. Hefur þetta taf-
ið máUð og gert það miklu umfangs-
meira en nauðsyn bar til. Af þessu
efni ber að víta verjandann, Guð-
laug Einársson héraðsdómslögmann,
og hefur verið litið til þessarar
hegðunar hans við ákvörðun máls-
varnarlauna.
DómsorS:
Héraðsdómara ber aS framkvæma
framangreinda rannsókn.
Málflutningslaun sækjanda fyrir
hæstarétti, Páls S. Pálssonar hæsta-
réttarlögmanns, kr. 8000.00, og mál-
fiutningslasn verjanda fyrir hæsta-
rétti, GuSlaugs Einarssonar héraðs-
dómslögmanns, kr. 1500.00, greiðisf
úr ríkissjóði.