Tíminn - 24.01.1961, Síða 8
8
TÍMINN, þrlðjudaginn 24. janúar 1961.
BÆKUR OG HÖFUNDAR
Skírskotun til ís-
lenzkrar barnssálar
Hjörtur Gíslason. Salómon
svartl. Saga handa börnum.
Bókaforlag Odds Björnssonar.
Einhver elskulegasta hugulsemi,
sem mér var sýnd á jólunum nú
fyrir skemmstu, var sú, að Bóka-
forlag Odds Björnssonar á Akur-
eyi'i sendi mér þessa barnahók,
sem mun ætluð þeim andlega ó-
spjölluðu lesendum, sem rétt ný-
lega eru farnir að iðka þá íþrótt.
Ekki hef ég hugmynd um, hverju
ég, gamall bókaormur, á þessa hug
ulsemi að þakka. Gæti t. d. verið,
að r'eis'ingarmiklum og mjögkunn-
andi grönnum hér á lágsuðurland-
inu þyki ég þegar genginn svo
í barndóm, að orðrómurinn um það
sé kominn aUa leið til Norðurlands.
— Hvað sem því Uður, vil eg ekki
undan feUa að þakka Bókaforlagi
Odds Björnssonar fyrir gjöfina, og
óska því gengis og góðra tíma.
Tvær fegurstu bækurnar, sem ég
hafði milli handa í æsku, voru frá
því foilagi, —_því miður uppslitn-
ar báðar, — Úrania Flammarions
og Sögur frá Síberíu eftir Koro-
lenko. Tvær perlur ógleymanlegar.
Það hefði verið gaman að fá þær
í jólagjöf.
Salómon svarti er ekki slík perla
í festi þeirra fögru afbragðsbóka,
sem þetta foi'lag hefur gefið út á
sextíu og þriggja ára starfsferli,
enda má nú minna gagn gera. En
hún er samt sem áður góð barna-
bók. Ber þar fyrst til að hún er
fjöi'lega rituð og skemmtilega á
einföldu, faUegu máli og barma-
full af kátlegum atvikum, sem börn
um þykir gaman að. Höfundurinn
gerir sér auk þess það ómak í leið-
inni að leiðrétta á góðlátlegan, en
eftirminnilegan hátt sum algeng-
ustu tízkubögumæli barna og full-
orðinna í stað þess að heimska þau
og afskipta með hjákátlegum tæpi-
tunguvaðli og slanguryrðum, eins
og sumra er siður, þegar þeir þykj-
ast vera að skrifa „fyrir börn og
unglinga.“
Þá eru það og meðmæli með
þessai’i litlu bók, að sögupersónan
er svartur hrútpeyi, heimaalning-
ur, sem höfundurinn virðist þekkja
eins og lófann á sér. Nú vildi ég
ekki þar með hafa sagt, að þetta
sé upphafnasta og eiginlegasta við-
fangsefni skáldskapar í barnabók.
Eg á blátt áfram við það, að það
á í sér skírskotun til íslenzkrar
barnssálar, er þess umkomið að
snerta hana og glöggva skyn henn
ar á umhverfi sitt. Með umhverfi
á ég að sjálfsögðu við landið allt,
þó að svo víð útsýn kunni að of-
bjóða einhverjum fullorðnum.
Þetta mætti líka orða á þessa leið:
Litía ameríska gula hænan ásamt
þeim litla unga sínum, sem ár út
og ár inn er að tína í sig sitt ei-
lífa hveitikorn, á í sér enga skir-
skotun til íslenzkrar barnssálar.
Því meira sem barn er kvalið til
þess að stagla um þessa amerísku
hænu, því meiri líkur eru til þess
að það verði sjálft hænsni í þeirri
veröld, þar sem því er brýn þörf
á að vita áttir og skil, sem hugsandi
mannvera. Salómon svarti er spor
í átt frá litlu, gulu hænunni, og
því fleiri sporin, sem við stígum
í þá átt, að gefa börnum bækur,
eins og þau væru viti gæddar ver-
ur, því betra. Vera má að við kom
umst þá með tíð og tíma svo langt,
að fara að láta börn vor lesa bæk-
ur eins og Nýja Testamentið, Njálu
og För pílagrímsins. Eða jafnvel
Uraniu og Sögur' frá Síberíu eftir
Korolenko. Eg get borið um það af
eigin reynd, að'það mundi ekki
gera út af við neitt barn, hvorki
andlega né líkamlega.
Þegar ég var búinn að lesa Sal-
ómon svarta gaf ég bókina litlum
dreng. Eg las hana í einni lotu og
skemmti mér ljómandi vel. Dr'eng-
urinn las hana líka í einni lotu og
móðir hans veitti því athygli, að
hann smáhló með sjálfum sér með-
an á lestrinum stóð.
Við þökkum hinu virðulega for-
lagi báðir fyrir þessa ágætu jóla-
gjöf og óskum þess, að þeir, sem
ekki fengu hana í þetta sinn, fái
hana á næstu jólum.
Sigurður Einarsson í Holtí
Benzmskatturinn renni
óskiptur til
Á síðasta þingi Alþýðusambands
íslands fluttu fulltrúar Landssam-
bands vörubifreiðastjóra eftirfar-
andi ályktun um vegamál, sem
þingið samþykkti einróma:
„27. þing A. S. í. skorar mjög
eindregið á Alþingi, að stórauka
framlög ríkissjóðs til vegamála
með því að veita benzínskat'tinum
óskiptum til vegagerðar og við-
halds vega í landinu.
Jafnframt beinir þingið því til
fulltrúa verkalýðssamtakanna á Al-
þingi, að þeir beiti sér fyrir þeirri
fcreytingu, að framvegis verð) á-
kvarðanir um framkvæmdir fyrir
fjárframlög til vegamála í höndum
vegamálastjórnarinnar, sem á
hverjum tíma hlýtur að hafa allra
aðila bezta yfirsýn yfir þá staði,
sem nauðsynlegast og jafnframt
hagkvæmast er, að unnið sé við
á hverjum tíma“.
Framsöugmaður fyrir tillögu
þessari af bálfu Landssambands
vegagerðar
vörubifreiðrs'tjóra ræddj all ýtar-
' lega um vegamál. Hann benti á
| hve vegalagning hér á landi væri
: á margan hátt dýrari en víða er-
j lt-ndis, og sagði m. a.: „Því er það,
i að ef á að ætlast til verulegra af-
kasta af Vegagerðnni, þá verður
að ætla henni aukið fjármagn og
1 það á fyrst og fremst að taka af
1 núverandi öenzínskatti“. — Benz-
; íi.skattur mun hafa verið á sl. ári
um 70 milljónir, en aðeins um 16
milljónir munu hafa farið til Vega
1 gerðarinnar. Það er því ekki að
undra þótt bifreiðastjórar geri þá
i aröfu að þessi gífurlegi skaitur
verði allur iagður til vegagerðar í
landinu og er enginn vafi á að
veruleg lagfæring yrði í vegamál-
um ef benzínskatturinn væri allur
! létinn renna til vegan^ála auk þess
framlags, sem að öðru Ieyti er á-
kveðið.
Frá Landssambandi vörubifreiða
istjóra.
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
)
)
)
)
'/
)
)
)
)
)
)
)
)
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
>
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
t
)
'/
'/
'(
)
)
„Fátt er það, sem
fulltreysta má’’
Nú á þessum tímamótum,
þegar árið 1960 er horfið í
skaut aldanna, þá hvarflar hug-
ur minn heim til æskustöðv-
anna á Hesteyri. Þar er margs
að minnast frá fyrstu vordög-
um æskunnar og þá fyrst og
fremst minnist ég kirkjunnar
minnar, sem byggð var árið
1899. Ég var það ung að árum
að ég man ekki eftir kirkju-
smíðinni, en hún er mitt fyrsta
guðshús og minn fyrsti helgi-
dómur. — Og einmitt nú koma
minningarnar fram í hugann,
þegar ég veit að hún er horfin
af sínum vígða reit..
Já, Hesíeyrarkirkja er farin,
mannsöndin varð yfirsterkari
hamförum náttúruaflanna. 61
ár stóð hún án þess að veður-
gnýr og stormar gerðu henni
grand. Ég hef aldrei heyrt að
þar hafi brotnað rúða hvað þá
heldur meira, hvernig sem
stormurinn æddi, hún var
‘ byggð á traustum grunni. ■—
Hún'stóð þar til nokkrir Súð-
víkingar rifu hana niður fjöl
fyrir fjöi og sviptu henni af
grunni á sólbjörtum sumardög-
um á s. 1. sumri, og auðvitað
hafa þeir gert það eftir fyrir-
skipan sinna yfirboðara.
Það getur verið að það láti
ekki mikið yfir sér í heimsins
augum, þó að sveitakirkja á
norðurhjara íslands sé numin
á brott, án þess að nokkurt
fyrrverandi sóknarbarna sé lát-
ið vita um það. En frá mínum
bæjardyrum séð finnst mér það
stór viðburður og ógleymanleg-
ur í sögu íslenzkrar kirkju, að
slíkt skuli hafa komið fyrir.
Það er sagt að hún muni vera
gefin Súðvíkingum. Ef svo er,
hver gat gefið? — Forfeður
okkar núlifandi Hesteyringa
létu byggja hana með Guðs
hjálp og góðra manna. Guð var
með íl verki, en svo koma
mennirnir, ráðstafa og rífa
niður. Þejr vinna þaiua á móti
því, sem Guð var í verki með
fyrir 61 ári.
Það heíur verið mikið átak í
þá daga fyrir aldamótin að geta
byggt kirkju af eigin ramm-
leik, og það er enginn efi á
því, að þeir menn, sem bjuggu
þá á Hesteyri hafa lagt mikið á
sig til að koma upp sínu guðs-
húsi. — Nú hvílir allt þetta
fólk í vigða kirkjugarðinum,
sem kirkjan stóð í, að einum
undanskildum, Sigurði Pálssyni
verzlunarstjóra. Og mér finnst
að hún hefðl átt að standa þar
sem minnisvarði um þetta fólk.
Kirkjan var tekin og sagt er
að hún skuli byggð upp í Súða-
vík og með því sé verið að
bjarga helgidómi Hesteyringa.
—- Er þetta nú vel athugað?
Nei, ég held ekki. Fyrst og
fremst er Súðavík hnignandi
þorp, fóikinu fækkar þar eins
og víða annars staðar og gæti
hugsazt að eftir áratug yrði
"n’u sögu að segja um Súðavík
■'rsteyri, að þar yrði ekki
búsett fólk. — Til hvers er þá
verið að rífa niður Hesteyrar-
kirkju til að byggja hana upp í
Súðavík? Flestum aðilum að-
eins til leiðinda. Svo getur líka
verið, að fólk eigi eftir að flytja
til Hesteyrar til að búa þar.
Þetta er það, sem enginn veit
nú. Það er enginn svo lærður
að hann getj vitað og séð hina
ókomnu iramtíð. Það eru held-
ur ekki svo mörg ár síðan fólk
fluttist þaðan, nánar tiltekið
um átta ár. — Hvers vegna
mátti kirkjan ekki standa þar
áfram, í það minnsta þar til
hægt væri að segja, að Hesteyri
væri gjörsamlega eyðistaður. —
Hesteyri er komin í eyði á þann
hátt, að þar er ekki starfandi
sókn og sveitarfélag, en helm-
ingurinn af húsum þorpsins er
þar ennþá, og margt fleira
hægt að segja í sambandi við
það. Meðan svona er skyldu
menn ætla, að Hesteyrarkirkja
hefði átt fullan rétt til að
standa og þann rétt áttu fyrr-
verandi sóknarbörn Hesteyrar-
sóknar tvímælalaust, að þeim
hefði verið sýnd sú kurteisi, að
við þá hefði verið talað, áður
en verknaðurinn var framinn.
Ég gat ekki frúað því í
fyrstu, þegar mér var sagt það,
að Hesteyrarkirkja væri farin.
Ég hélt, að það gæti aldrei
komið fyrir, að hún fengi ekki
að vera á sinum stað þar sem
hún var byggð. En það sann-
ast hér hið gamla máltæki, að
„fátt er það, sem fulltreysta
má“.
Það hefur komið fram, að
þetta hefur verið gert að
fengnu áliti pófasfsins á ísa-
firði. — Með öðrum orðum
hefði hann álitið, að ekki ætti
að taka Hesteyrarkirkju, þá
hefði hún ekki verið tekin.
Einn maður getur gert mikið,
hvort sem er til hins verra eða
betra. En þarna hefur það orðið
til hins verra. Ég álít samt að
þessi kjörnj drottins þjónn
hafi ekki gert það af mann-
vonzku eða af heimsku heldur
virðist mér þar fljótfærni og
fyrirhryggjuleysi hafa ráðið,
án nokkuirar umhugsunar um
sársauka og leiðindi viðkom-
andi aðua. Það getur öllum
mönnum yfirsést í hvaða stöðu
sem þeir eru, en þá er að bæta
og græða og væri óskandi að
okkur sóknarbörnum Hesteyr-
arkirkju verði bættur og grædd
ur sársauki okkar, þar sem okk- >
ur hefur verið misboðið. >
Minningar mínar eru margar /
um Hesteyrarkirkju. Ég minn- )
ist þess fyrst, að foreidrar )
mínir leiddu mig með sér til )
messu og ég sem lítið smábarn '/
varð svo hrifin af prestinum í )
öllum sínum skrúða, ljósadýrð- )
inni og stóru fallegu myndinni /
yfir altarinu, þar sem Jesús /
gengur á vatninu til móts við /
lærisveina sina í bátnum. Ég /
varð hrifin sem smábarn, einn- /
ig sem fullorðir. kona og ætíð ^
síðan. Hvar er nú þetta dásam- ^
lega, ófáanlega málverk, aitar-
istaflan? Mér finnst synd að \
taka svona listaverk úr sínu ■
guðshúsi, nema því aðeins að >■
tiyggð sé varðveizla þess. Það >■
hefur verið spurt um altaris- >■
töfluna, en sá sem flutti hana >.
á brott, hefur ekki svarað enn- >.
þá. Öruggasti staðurinn hefði >.
verið á sinum rétta stað í örm- >.
um sinnar móður, Hesteyrar- >
kirkju. >
Ég man eftir fermingardegi /
mínum, fögrum, sólrikum maí- /
degi. Það var fagur og mikill )
dagur, þegar ég og fleirj börn t
srtóðum fyrir altari drottins og )
unnum okkar skírnarheit. Hin )
fagra aliaristafla blasti þá við /
okkur, og kirkjan var yfirfull /
af fólki svo að sumir urðu frá )
að hverfa. /
Ég sé fyrir mér aðfangadags- /
kvöldin og gamlárskvöldin, /
þegar fólk kom langar leiðir til /
aftansöngs, og allir í þorpinu /
fóru í kirkju. ^
Það var yndislegt að rifja p
upp minningar um klukkna-
hringingar, sem hljómuðu yfir •.
þorpið í heiðskíru veðri, og •
fjörðurinn fagri, tindrandi >■
stjörnur og norðurljós og mán- ■
inn lýstu upp himinhvolfið, en >■
jörð snævi þakin. >.
Einnig á sumiin kom fólk >.
langar leiðir íil kirkju og mér >
er minnisstætt, þegar frændur >
okkar Norðmenn sátu með >
sálmabæxur sínar og biblíur >
við messugjörð. >
Þetta er aðeins lítið brot >.
af minningunum, ég er heldur >.
ekki ein um þær. Allir úr >.
byggðarlaginu eiga sínar minn- >
ingar um kirkjuna okkar. Þær >
getur enginn tekið frá mér eða >.
öðrum. >
Það fyrsta, sem blasti við, >.
þegar komið var til Hesteyrar >.
hvort heldur frá sjó eða landi >.
var kirkjan, sem gnæfði yfir >.
all't sem viti. >
Kirkjan blasir ekki lengur >
við mér, nema í minningum og >
dagdraumum. — Lesandi góð- >
ur, sem lest þetta, viltu sem >
snöggvast fylgjast með mér í >
minningunum og að lokum að >
brotnum rústum Hesteyrar- )
kirkju. )
Ég held að kirkja, sem er /
vígt Guðshús hvar sem hún er. /
þótt sé á eyðifjalli eða eyðiey /
verði alltaf til blessunar Það /
er hulið afl þar að baki, sem /
við sjáum ekki. /
Ég held því fram. að Hest /
eyrarkirkja hefði orðið ein ^
hverjum til blessunar þótt hún ^
hefði staðið áfram á sínum ;
stað. •
Hesteyrarkirkja er farin. •
Fátt er það, sem fulltre':v' a •
má. •
Soffía Vagnsdóttir. >■