Tíminn - 26.01.1961, Qupperneq 3
IVgorðbréfamálið enn:
’&Smm; flmmtudaginn 26. janúar 1961.
Naust býður upp á þorramat í ár, Ifkt og verið hefur fimm undanfarin ár.
Hér á myndinni sést Ib Weissman, yfirmatsveinn, skera niður hnosgæti á
þorraborðið.
Áukning á flutn-
ingum Loftleiða
Magnús Guðmundsson kom
enn fyrir réttinn í gærdag
Fulltrúi lögreglustjóra áheyrnarfulltrúi, er undir
menn hans eru leiddir sem vitni í málinu
Yfirlit hefur nú verið gert
um flutninga LoftleiSa áriS
sem leið og hefur komið í Ijós
að veruleg aukning hefur
orðið, miðað við fyrra ár.
Loftleiöir fluttu 40.773 far
þega árið 1960, en það er 5.275
farþegum fleira en árið 1959
og nemur aukningin 14,8%.
Vöruflutningarnir árið 1960
reyndust um 363 tonn og nem
ur aukningin frá fyrra ári
15,2%, póstflutningar jukust
einnig úr 32 í rúm 40 tonn.
Ferðafj öldmn var svipaður
og árið 1959, en vegna hins
aukna farþ.rýmis Cloudmast-
er flugvélanna tveggja, sem
teknar voru í notkun á árinu
lækkaði heildartala sætanýt
ingar lítið eitt, eða frá 70,4 í
65,3%. Fjöldi floginna kílóm.
var svipaður og árið 1959.
Núverandi vetraráætlun lýk
ur 31. marz n.k., en á tíma-
bilinu frá 1. apríl til 31 okt.
1961 er gert ráð fyrir að hald
ið verði uppi 8 vikulegum ferð
um fram og aftur milli Ame
ríku og Evrópu. Flognar verða
3 ferðir í viku fram og aftur
milli Hamborgar, Kaupmanna
hafnar, Oslóar og Reykjavík-
ur, tvær ferðir milli Gauta-
borgar, Glasgow og Reykjavík
ur, ein ferð milli Reykjavíkur,
Stafangurs, Amsterdo’- t — ’
on, Luxemborgar og Helsing-
fors og 8 ferðir í viku milli
Reykjavíkur og New York.
Gert ef ráð fyrir að 3 Cloud
masterflugvélar verðí rotaðar
til áætlunarferða þessara, og
ef svo fer, sem að líkum læt
ur, að eftir 1. apríl verði ein
göngu notaðar Cloudmaster-
flugvélar til áætlunarferða
Loftleiða, þá er þar með lokið
löngum og farsælum starfs-
ferli Skymasterflugvélanna í
þjónustu Loftleiða, sem hófst
með fyrsta áætlunarflugi
HEKLU til Kaupmannahafn-
ar 17. júní 1957.
Gæsirnar rug!
uöust í ríminu
Akureyri 25. jan.
26. nóvember síðastliðinn sást hóp
ur 50—60 grágæsa á flugi yfir Akur-
eyri. 6. desember sást svo aftur
annar stór hópur hér í nágrenni.
Fuglarnir flugu í suðurátt. Síðast
varð svo vart við gæsir á gamlaárs-
dag. Sáust þá tvær á sundi úti á
Eyjafirði.
Kunnugir fullyrða, að gæsir hafi
varla sétz hér svo síðla vefrar áður
og telja, að sér hé um afleiingu af
mildri veðráttur að ræða, og hafi
hún ruglað gæsirnar í ríminu, en
þær fara annars ætíð til suðlægari
landa strax á haustin. ED
Framhaldsrannsókn í morð
bréfamálinu hélt enn áfram
síðdegis í gær, og komu þá
fyrir hinn ákærði og Þorkell
Steinsson, varðstjóri. Rann-
sóknin beindist, líkt og í
fyrradag, að aðfaranótt 18.
janúar 1960, og kvaðningu
lögreglunnar að Hverfisgötu
49 þá nótt.
Kl. 13,10 mætti fyrir réttinum
ákærði í málinu, Magnús Guð-
mundsson, 32 ára, Vesturgötu 27.
Þetta er í fyrs'ta sinn, sem Magnús
mætir fyrir réttinum síðan opin-
bert mál var höfðað gegn honum
í haust.
Man ekkert sérstakt
Aðspurður kvaðst Magnús ekk-
ert sérstakt muna frá umræddri
nótt. Hamn vissi aðeins, að hann
hafði verið í eftirlitsbíl, ásamt
tveimur lögreglumönnum öðrum,
likt og varöskráih tilgreindi. Verj
andi Magnúsar skaut inn spurn-
irgunni: „Þú véfengir þá ekki
vottorð lögreglustjóra?"
„Nei, ég geri það ekki“, svar-
aði Magnús.
— Magnúsi var skýrt frá því,
að varðskráin teldi hann hafa
verið í lögreglustöðinni á milli
kiukkan 3 og 4 umrædda nótt.
Mundi Magnús ekki eftir neinum
atvikum í því sambandi. Ekki
rnundi hann heldur neitt um út-
kallið að Hverfisgötu 49 á þessum
tíma, og taldi sig ekkert muna í
því sambandi. Mótmælti Magnús
síðan þeirri staðhæfingu Sigur-
jóns Ingasonar, lögreglumanns, að
Magnús hefði komið til sín í
sljórnarráðið umrædda nótt og
skrifað þar hótunarbréf til lög-
reglustjóra. Mótmælti hann emn-
ig að hafa skrifað hótunarbréf
þau, sem málið fjallar um.
Sækjandi óskaði eftir því, að
Vientiane, 25. jan. (NTB). —
Upplýsingamálaráðherrann í
stjórn hægri manna í Laos
sagði í dag, að hann hefði ör-
uggar heimildir fyrir því, að
hópar kínverskra og rússn-
eskra tæknisérfræðinfira væru
í liði vinstri manna í Laos.
Þá sagði ráðherrann of? að
herdeildir frá Norður-Viet-
nam væru staðsettar á Krukku
sléttunni í Laos. Sömuleiðis
sagði ráðherrann, að Rússar
héldu áfram vopnasendingum
flugleiðis til vinstri manna.
Nokkur átök munu vera á
milli herja vinstri og hægri
manna í norðurhluta landsins
sem allur er á valdi þeirra fyrr
nefndu.
Enn stendur í samningum
milli stórveldanna um það,
hvort Laosnefndin frá 1954
skuli kölluð saman að nýju.
Magnús gerði grein fyrir því,
hvort það væri nokkjirt atriði,
sem hann gæti tilgreint, sem
minnt gæti lögreglumenn þá, sem
með Magnúsi voru skráðir í bíln-
um þessa nótt, á, að hann hefði
verið með þeim. Magnús kvaðst
þegar hafa svarað þessari spurn-
iugu, hann myndi ekkert.
Fleira en eitt kall
á Hverfisgötu 49
Þá kom fyi'ir réttinn Þorkell
Steinsson, varðstjóri. Ekki mundi
Þorkell eftir atvikum umrædda
nótt, enda væri langt um liðið.
Hann kvaðst hafa tekið við varð-
rijórn kl. þrjú um nóttina. Rám-
aði Þorkel í að lögreglan hefði
verið kvödd að Hverfisgötu 49, en
hins vegar hefði lögreglan verið
kvödd í það hús oftar en einu
sinni þennan vetur. Ekki taldi
Þorkell sig muna, hvort slíkt kall
hefði komið aðfaranótt 18. janúar
eða ekki.
Menn á stöð sendir í útköll
Aðspuiður kvað Þorkell það
I reglu, að þeir menn, sem skráðir
! væru í stöðinni, væru sendir í út-
; köll, en annars þeir, sem til næð-
ist. Sækjandi spurði Þorkel sér-
staklega, hvort það mæítti telj-
ast sönnun fyrir því, að lögreglu-
maður væri á ferð í lögreglubif-
reið á ákveðnum tíma, ef varð-
skrá greindi svo frá. Þorkell kvað
ekki hægt að byggja á því. Bíl-
■arnir kæmu af og til að stöðinni',
lögreglumenn færu e.t.v. inn í
kaffi, og margt fleira kæmi til
greina. Menn gætu verið kallaðir
út að sinna öðru, og því gæti það
verið, að mennirnir' væru ekki
allir saman í bílnum.
Varðskráin er áætlun,
ekki dagbók
Varðskrá lögreglunnar kvað
Þorkell vera samda í byrjun hverr
Laust sæti
í dönsku
akademíunni
Við dauða skáldsins Ilans
Brix hefur losnað sæti í dönsku
akademíunni svonefndu. Lág-
markið er, að í hcnni séu tólf,
en nú pru aðeins ellefu eftir.
Akademían velur sjálf þá
menn, sem gefinn er kostur á
sæti í henni, og mun þetta
mál verða leitt til lykta á
næsta fundi. í því sambandi
eru einkum nefndir tveir menn
er líklegir þykja til þess að
verða heiðursins aðnjótandi —
Otto Gelsted og færeyski rit-
höfundurinn William Heine-
sen.
ar vaktar, og væri hún því áætl-
un, sem segði til um, hvar ætlazt
væri til, að hver lögreglumaður
væri.
Aðspurður sagði Þorkell, að
ekki væri hægt að treysta því, að
lögreglumaður, sem skráður væri
á stöð, væri þar alltaf. Vera
mætti, að sá þyrfti að bregða sér
frá og þá venjulega með leyfi.
Fulltrúi lögreglustjóra
mætti
Það hefur vakið nokkra eftir-
tekt, að Agnar Biering, fulltrúi
lögreglustjóra, hefur að undan-
fcirnu sézt allmikið á sveimi um-
hverfis mál þetta. Sat Agnar
þannig í hæstarétti, þegar málið
var til munnlegs flutnings þar, og
skrifaði hjá sér ýmislegt, er sagt
var. Munu flestir, sem ekki
þekktu til, hafa haldið að þar
væri blaðamaður á ferð, fremur
en fulltrúi lögreglustjóra.
Bæði í gær og fyrradag var
Agnar Bieripg mættur hjá full-
trúa sakadómara og hlýddi , á
vitnaleiðslur. Verður það að telj-
ast óviðeigandi, að fulltrúi lög-
reglustjóra sé á varðbergi í rétt-
arsalnum, þegar undirmenn hans
eru leiddir sem vitni í máli
þessu. Væri viðkunnanlegra að
lögreglustjólri aflaði sér frétta
af gangi málsins á annan hátt.
Sérstæð myndlist
Þessa dagana stendur yfir sýning
í Mokka-kaffi á nokkuS sérstæðum
listaverkum eftir ungan Vestmanna-
eying, Pál Steingrímsson. Er þar
um að ræða óhlutrænar myndir
gerðar úr ýmiss konar iarðvegi, þó
ber mest á vikurblöndu og grjót-
mulningi úr Helgafelli. Eru efnin í
ýmsum lifum og snoturlega blönd-
uð. Myndirnar eru allar til sölu.
Nýtt vikublað
í Reykjavík
Á laugardaginn kemur hefur
nýtt blað göngu sína í Reykja-
vík. Heitir það „Kvöldið", er átta
síður að stærð í fjórblaðabroti.
Mun blaðið flytja það sem efst
er á baugi hverju sinni, þjóðmál,
dægurmál og „kúltúr", eins og
það er orðað. Þeir, sem að jafn-
aði munu skrifa í blaðið eru Þor-
grímur Einarsson, Finnbogi
Pálmason og maður nokkur und-
ir dulnefninu S.G. Þá flytur blað-
ið auglýsingar. — Ritstjóri og
ábyrgðarmaður er Sigurður í.
Ólafsson. Eins og fyrr segir, kem-
ur blaðið út á laguardögum, og
verður selt á venjulegum blaða-
söium. Ritstjórnarsími er 19457.
Blaðið er prentað í prentsmiðj-
unni Eddu h.f.
Eldur í trésmíða-
verkstæði
Um hádegi í fyirradag var slökkvi
liðið kvatt að Bogahlíð 11, en þar
var eldur laus í trésmíðaveréstæði,
sem er til húsa í bílskúr áföstum
húsinu. Enginn var að vinna á
verkstæðinu er eldurinn kom upp,
og höfðu engar mannaferðir verið
þar síðan kl. 8 um morguninn, er
verkfæri voru sótt í skúrinn.
Skemmdir urðu miklar á vélum og
efni. Eldsupptök eru ókunn.
Laosstjórn
ásakar Rússa