Tíminn - 26.01.1961, Blaðsíða 9
iT/ÍMINN, fhnmtudaginn 26. Janfiar 196L
9
Eggert h!ær a3 landkröbbunum.
Góður útbúnaður
Eins og kunnugt er, er Víðir II
eitt af nýjustu og beztu skipum
f.'skiflotans, fenginn til landsins
siðastliðið sumar, smíðaður í Nor-
egi. Skipstjóri lætur vel af skip-
inu og öllum úfbúnaði og stýri-
maður tekur í sama streng, enda
heitir hann Víðir eins og skipið,
en er Sveinsson að auki. Víðir II
er búinn öilum fullkomnustu sigl-
Víðir II í slipp. Það duttu undan honum „bæði augun"
Kraftblðkk og nælonnót - já þaö
er óhætt aö kalla það byltingu
Það er ekki auðgert að eiga
blaðaviðtal við afiaklær á
miðri vertíð, Við þóttumst þó
eiga í fullu tré við Eggert
Gíslason, skipstjóra á Víði II,
þegar við sáum bátinn í slipp.
En það var öðru nær, aflakóng
ar þurfa í mörg horn að líta,
þótt þeir séu ekki á miðunum.
Við vorum búnir að norpa niðri
í slipp góða stund úr deginum áð-
Rætt við Eggert Gíslason, skipstjóra,
meðan botnaugun eru fest í skip hans,
Víði II í slippnum.
inga- og fiskileitartækjum og hafa
þau komið að góðum notum.
18000 mál
— Hvað hafiði fengið á vertíð-
inni?
— Átján þúsund mál frá því 1.
október, svarar Eggert, þar af höf-
um við fengið 8000 mál í janúar
einum saman; i níu róðrum. Mest
g»»ll
! '1
i
Þessi mynd er á réttum stað. Það er ekki verið að múra nýja íbúð, heldur
eru hér starfsmenn i slippnum að verki niðri í iestinni á Víði M.
hefur farið x salt og íshús, hitf í
bræðslu. Síldina höfum við fengið
á nokkuð stórum kafla, allt frá
Breiðafirði og austur að Vest-
mannaeyjum. Það er 150 sjómílna
leið. Við höfum landað á öllum
helztu verstöðvunum, oftast þó í
Sandgerði.
— Og þið eruð með kraftblökk?
Engan nólabát
— Já, og við viljum ekki missa
hana fyrir nokkurn pening. Við er-
um líka með nælonnót og hún er ó-
i metanleg. Kraftblökkin og nótin
| gera okkur fært að fiska, þótt
; bræla sé. Það var ekki hægt áður.
i Þessi tæki er miklu þægilegri í
i meðförum og meira öryggi í þeim.
Það er til dæmis ólíkt öruggara
að hafa nótina um borð. Og svo
þarf engan nótabát. Það munar
ekki svo litlu. Það er sérslaklega
gott að vinna með kraftblökkina,
þegar þjálfun er komin.
20 faðma dýpi
— Eg er hræddur um að við
fengjum lítið, ef við værum ekki
útbúnir með þessi íæki, heldur
Eggert áfram, síldaileitartækið
gerir okkur kleift að kasta á síld
á 20 faðma dýpi. Já, það er óhætt
að kalla það byltingu, þegar þessi
nýju tæki komu í bátana. — í
fyrra var til dæmis moksíld í Mið-
nessjónum, tveggja tírna stím frá
landi. En það var ekki aðstaða til
aS veiða nema lítið magn með
gömlu græjunum. Skipin hefðu
fyllt sig ef þau hefðu haft þann út-
búnað, sem nú er kominn.
Vakandi síldarleit
— Hvemig líkar ykkur við síld-
arleitina?
— Við erum afar bakklátir. svar1
ar Eggert, hún hefur gert ómetan-
legt gagn. Ægir og Fanney hafa
veitt flotanum mikilvæga aðstoð.
Enda eru þar afbragðsmenn um
borð, þeir Jakob Jakobsson og Jón
Einarsson. Það er einróma álit
allra sjómanna að við eigum varla
hæfari mönnurn á að skipa. Þeir
hafa fylgst með síldinni af vakandi
samviskusemi og sýnt af sér ótrú-
lega útsjónarsemi.
SíldarverS
— Og þið emð náttúrulega eins
ánægðir með síldarverðið?
Nú dró íyrir sólu í svip afla-
kóngsins.
— Nehei! Það máttu bóka. Á
því sviði ríkir mesta ófremdará-
stand. Við verðum aldrei ánægðir
| fyrr en við íáum sambærilegt verð
fyrir síldina og frændur okkar
Norðmenn. i sumar fengu Norð-
Eggert íhugar síldarverðið.
menn nálægt 300 krónur fyrir mál-
ið af Íslandssíld á sama tíma og
við fengum 110 krónur. Það er
ekki nokkuð réttlæti. Og norskir
s.iómenn fá í sinn hlut miklu meira
af fiskverðinu en íslenzkir sjó-
menn. Eg rakst á þaö úti í Noregi
í sumar að bátarnir, sem lönduðu
þar síld, fengu 7 krónur fyrir kíló-
ið af nýrri síld, sem þó var af öll-
um stærðum eins og við veiðum
hér á íslandi. Þessi síld var seld á
11 krónur úr íshúsunum, svo að
þú sérð að fiskimennirnir fengu
bróðurpartinn af verðinu. Og það
má geta þess að síldin, sem Norð-
menn fluttu héðan af íslandsmið-
um var seld á liðlega 20 krónur
kílóið.
íslenzkir sjómemn fá hins vegar
kr. 1.80 fyrir kílóið af síld, en það
mun láta nærri að íshúsin fái 6
krónur fyrir hvert kíló, sem fer
frá þeim. Það er því engin furða
þótt kurT sé í íslenzkum fiskimönn
um. Eggert sagði okkur að honum
reiknaðist til að íslenzkir sjómenn
þyrftu að afla þrisvar sinnum
meira en norskir til að fá jafnan
hlut.
Frekari nýting
— Og svo þurfum við að koma
síldinni í betra verð, sagði Eggert,
nýta hana betur og vinna úr henni
meiri verðmæti. Við þurfum að
leita víðari markaða. Þetta er allt
í handaskolum hjá þeim sem halda
um stjórnartaumana. Það er aumt
til þess að hugsa að við skulum
þurfa að bræða afla, sem nágranna
þjóðir okkar geta gert sér mat úr
Þeir virðast geta hirt hvert kvik-
indi.
Það er til dæmis óhætt að salta
síld, sem er ekki nema 10% fei't.
Það á þá bara að salta í þeim
flokki og ljúga engu um vöruna.
Þetta þorðu þeir ekki að gera í
sumar og í haust en svo kemur á
dagiinn að nógur markaður er fyr-
ir 10% feita saltsíld. Þarna höfum
við misst góðan spón úr askinum.
Cg þetta er skaði fyrir allt þjóðar-
búið. Það eru ekki bara sjómenn,
sem skaðast á því að koma með
fullfermi af góðri síld og svo er
hún látin í gúanó. Þetta er allt að
le-nda í tómri vitleysu. — Síldin
sem veiðst hefur nú eftir áramót-
ir. er yfirleitt jöfn og góð að gæð-
ii m, og það á að vera hægt að full-
nýta hana. Og borga hana á fullu
verði, skilyi'ðislaust.
Nú er ekki lengur til setunnar
boðið, viðgerðinni á Víði II er að
liúka og brátt á að sjósetja bát-
irn. Við höfum snör handtök og
vippum okkur „í land“, þegar við
höfum kvatt þennan ágæta og feng
sæla skipstóra.