Tíminn - 26.01.1961, Blaðsíða 13
T f MIN N, fimmtudaginn 26. janúar 1961.
13
Verkfræðingar heiðra
Finnboga Þorvaldsson
Stjórn Verkfræðingafélagsl
íslands heimsótti í fyrradag
próf. Finnboga R. Þorvalds-'
son á sjötugsafmæli hans. For
maður félagsins, Jakob Gisla-
son, raforkumálastjóri, ávarp-
aði próf. Finnboga og las upp
bréf frá félaginu, er fylgir hér |
með í afriti Jafnframt sæmdi
hann próf Finnboga gull-
merki félagsins og óskaði þess
að mega láta gera af honum
rismynd í Verkfræðingahúsið,
eins og segir nánar í bréfinu.
Margt manna heimsótti próf.
Finnboga R. Þorvaldsson, m. a.
prófessorar háskólans og fjöldi
verkfræðinga, ungix og gamlir,
enda er próf. Finnbogi manna
vinsælastur í verkfræðingastétt.
í bréfinu segir:
fundi vorum 16. þ. m. var
eftirfarandi bókun:
„Fmnbogi R. Þorvaldsson, pió-
fessor, verður sjötugur 22. þ. m.
Hann hefur unnið margvísleg og
merk verkfræðileg störf, einkum
á sviði bafnarmála. Hann átti
dr’júgan þátt í stofnun verkfræði-
deildar háskólans og hefur sem
kennari þar staðið í nánum tengsl
um við mikinn fjölda verkfræð-
inga í landinu. Hann hefur frá önd
verðu verið manna áhugasamastur
um hag verkfræðingastéttarinnar
og félagsins, átt sæti í stjórn VFÍ
1926—33 og verið formaður þess
1938—40 og 1948—50. Hann var
fulltrúi VFÍ á 2. móti norrænna
verkfræðinga í Osló 1938 og í
stjórn mótsins, enn fremur á 75
ára afmæli NIF í Osló 1949, 100
ára afmæli TH í Helsingfors 1949
og á 125 ára afmæli DTH í Kaup-
mannahöfn 1954. Hann var einnig
fulltrúi VFÍ í samvinnunefnd
norrænna verkfræðinga í Osló og
Rjukan 1949 og í Reykjavík 1950.
Finnbogi R. Þorvaldsson hefur'
unnið mikið fyrir Tímarit VFÍ,
verið í ritstjórn þess tvívegis og
skrifað í það margar góðar grein-
ar’-
Finnbogi R. Þorvaldsson hefur
um áratugi barizt öðrhm fremur
fyrir því, að félagið eignaðist hús-
næði, Verkfræðingahúsið, og
hann hefur verið formaður Ilús-
ráðs VFÍ frá því það var stofnað
árið 1951. Hann gerði frá upphafi
margar tillögur um framkvæmdir
í húsnæðismálum félagsins, sem
náðu ekki fram að ganga, þó síð-
Hátíðamessa í Saur-
bæ í Eyjafirði —
Síðastliðinn sunnudag fór fram
hátíðleg guðsþjónusta að Saurbæ
í Eyjafirði í tilefni af því að ný-
lega er lokið rækilegri viðgerð á
kirkjunni þar, sem er torfkirkja,
byggð árið 1858. Hefur söfnuður-
inn í Saurbæjarsókn fengið þjóð-
minjaverði umráð yfir kirkjunni
og mun henni hér eftir verða hald
ið við sem menningarsögulegri
byggingu, en eftir sem áður verð
ur hún sóknarkirkja safnaðarins.
Þjóðminjavörður lét gera við kirkj
una árin 1959 og 1960 og.annaðist
Sigurður Egilsson á Húsavík við-
gerðina. Kirkjan er nú að öllu
leyti eins og hún var í upphafi,
og raunar er hún mjög svipuð því
sem kirkja í Saurbæ hefur verið
að minnsta kosti síðastliðin 300 ár.
Við athöfnina á sunnudaginn
var messaði sóknarpresturinn S'ér'a
Orðið er frjálst
Einhver Ólafur kom í útvarpið
s.l. mánudag með þáttinn „Um
daginn og veginn“ og var kynntur
að vera frá stjórnarráðinu.
Þessum manni var mikið niðri
fyrir og nefndi nokkra liði, sem
framtíðar björgunarmeðal ísl.
þ.mðfélagi. Meiri hluti þessara
björgunarliða voru:
Að búa til sterkari bjór en nú
til drykkjar innan lands og til út-
flutnings.
Að koma hér á sjónvarpi og
reka það.
Og að lána útlendum auðmönn-
um landið til þess að þeir rækju
hér stórverksmiðjuiðnað sem sina
eign.
Frá sjónarmiði margra þjóðræk-
inna manna eru allar þessar þrjár
björgunartillögur mjög varhuga-
verðar.
1. Bjórinn er nú viðkvæmt deilu
mál, og er óviðfelldið að heyra í
ríkisútvarpinu einhliða magnað-
an áróður i því máli. Meðal firr-
anna í málflutningi ræðumanns
var sá barnaskapur og fáfræði
þans, að bera á borð fyrir sæmi-
íega upplýst fólk, að vatn sé miklu
betra hér á íslandi en yfirleitt í
öðrum fjalialöndum heimsins, og
byggja svo útflutning öls á slíkri
reginfáfræði.
2. Þeir, sem halda að sjónvarps-
rekstur myndi bjarga eða auka ís-
Misnotkun útvarpsins
lenzka menningu, ættu sjálfir
fyrst að kynnast sjónvarpinu í að-
alvöggu þess: Bandaríkjunum.
Skeð gæti þá að rynni upp fyrir
þeim sú vitneskja, að við fáum
r.ú orðið nægjanlegan skerf af
Hollywood-menningu inn í þjóð-
líf okkar i gegnum ríkisútvarpið
að ógleymdu því í Keflavík í við-
bót.
3. atriðið átti víst að vera aðal-
rúsínan. Það var að lána erlend-
um auðmönnum landið okkar til
þess að þeir rækju á því stórverk-
smiðjuiðnað. Þeir, sem halda
slíku fram, virðast blindaðir á
hætturnar, er því fylgja. Tækist
að fá erlenda auðmenn hingað til
þess að reka stóriðnað svo veru-
lega munaði um, þá mætti bú-
ast við að íðjuver þeirra yrðu svo
voldug í þjóðlífinu, að þau drægju
að sér leifarnar af því fólki, sem
nú erfiðar við landbúnað og sjáv-
arútveg. Og iðjuverin og fjölbýlið
umhverfis þau mætti eins búast
við að yrðu það voldug, að þar
yrðu áhrif og ráð sterkus't í ís-
lenzku eða hálf íslenzku þjóðfé-
lagi í framtíðinni. Og er það eftir-
sóknarvert?
Fái ríkisútvarpið marga slíka
sem þennan Ólaf frá stjórnarxáð-
ir.u til að flytja svona einhliða1
og óvandaða lestra um vanda-!
n'álin, þá væri ekki ástæðulaust (
að fara að ræða um einhvevjar
varnir við slíku.
Útvarpshlustandi
ari tímar hafi leitt í ljós, að betur
hefði verið farið að hans ráðum.
Árið 1958 gerði hann ásamt þáver
andi formanni félagsins samning
um kaup á þriðju hæð í Brautar-
holti 20. í sambandi við kaupin
hefur Finnbogi R. Þorvaldsson
boðiðdram og tekið á sig félaginu
til styrktar meiri persónulegar
skuldbindingar en nokkur annai’
og sýnt með því sérstakan dreng-
skap.
í þakklætis- og viðurkenningar-
skyni fyrir mikið og óeigingjarnt
starf í þágu verkfræðingastéttar-
innar frá öndverðu ákveður stjórn-
in að sænia Finnboga R. Þorvalds-
son gullmerki félagsins á sjötugs-
afmæli hans. Jafnframt ákveður
stjórnin að leita eftir því við F.R.Þ.
að mega láta gera af honum ris-
mynd í Verkfræðingahúsið til
minningar, er fram líða stundir,
um ótrauðan baráttumann og góð-
an dreng, sem átti svo gifturíkan
þátt í að leiða fyr’sta áfanga þess
til farsælla lykta“.
Um leið og vér gerum yður
kunnugt um þessa ákvörðun vora
og væntum samþykkis yðar, ós'k-
um vér yður og fjölskyldu yðar
innilega til hamingju á sjötugsaf-
mælinu.
Með þakklæti og virðingu.
Stjórn Vei'kfræðingafél. íslands.
Jakob Gíslason (sign.),
Aðalsteinn Guðjohnsen (sign.), |
Bragi Ólafsson (sign.), Hallgrím-j
ur Björnsson (sign.), K. Haukur
Pjetursson (sign.), Hinrik Guð-
mundsson (sign.).
Benjamín Kristjánsson að við-
stöddum vígslubiskupi Sigurði
Stefánssyni á Möðruvöllum og
fleiri prestum, auk fjölda kirkju-
gesta. Að lokinni messu bauð sókn
arnefnd til kaffidrykkju í sam-
komuhúsi á staðnum. í forföllum
Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarð
ar flutti Þorkell Grímsson safn-
vörður kveðju frá Þjóðminjasafn-
inu og las upp erindi, er þjóðminja
vörður' hafði samið um sögu kirkj-
unnar, en formaður sóknarnefnd-
ar, Magnús Árnason á Krónustöð-
um sagði frá ýmsu, er drifið hef
ur á daga hins gamla húss og
flutti þakkir fyrir þann sóma, sem
kirkjunni hefur nú verið sýndur.
Til máls tóku einnig vígslubiskup
og sóknarprestur og kveðjur bár-
ust frá biskupi. Kirkjukór Saur'-
bæjarsóknar söng við messu og í
samkvæminu.
Séra Einar Hallgrímsson Thor-
lacius var prestur í Saui’bæ, þeg-
ar kirkjan var byggð, en yfirsmið-
ur var Ólafur Briem timburmeist:
ai'i á Grund. Saurbæjarkirkja erj
ein af fjórum torfkirkjum, sem
enn eru til í landinu, eða fimm,
ef með er talið bænhúsið á Núps
stað í Fljótshverfi, sem einnig var
endurbætt og prýtt á ýmsa lund
á síðastliðnu sumri. Öll þessi hús
eru undir umsjá þjóðminjavar'ðar.
(Frétt frá Þjóðminjasafninu).
úgavél
Til sölu fyrsta flokks sex hjóla múgavél með skjól-
diskum — þýzk (Heuma). Geymd inni í Stafholti.
Upplýsingar gefur forstjóri, Árni J. Bjömsson,
Borgarnesi, og sími 12050, Reykjavík.
Verkamannafélagið
agsbrún
Tilkynning
Kosning stjórnar, varastjórnar, stjórnar vinnu-
deilusjóðs, trúnaðarráðs og endurskoðenda fyrir
árið 1961 fer fram í skristofu félagsins dagana 28.
og 29. þ. m.
Laugardaginn 28 jan. hefst kjörfundur kl. 2 e h.
og stendur til kl. 10 e. h. — Snnnudagmn 29 jan.
hefst kjörfundur kl. 10 f. h. og stendur til kl. 11
e. h. og er þá kosningu lokið. Atkvæðisrétt hafa
eingöngu aðalféiágar, sem eru skuldlausir fyrir
árið 1960. Þeir, sem skulda, geta greitt gjöld sín
meðan kosning stendur yfir og öðlast þá atkvæðis-
rétt. Inntökubeiðnum verður ekki tekið á móti
eftir að kosning er hafin.
Kjörstjórn Dagsbrúnar.
v.v.v*w.vv.v.vv.>..v.vv*\..v.v.v.vv>.*v.v^.*v
AÐALFUNDUR
slysavarnardeildarinnar Ingólfs verður haldinn í
Slysavarnarhúsinu við Grandagarð sunnudaginn
29. janúar kl. 4 e. h. — Venjuleg aðalfundarstörf.
MINNING
(Framhald af 6. síðu).
enn fjögur þeirra á lífi: Þór-
hildur kennslukona, búsett í
Reykjavík. Guðrún, sem er
hjá syni sinum á Þórshöfn,
Katrín, kona Halldórs Run-
ólfssonar póstmanns frá
Fagradal í Vopnafirði og Jón
hreppstjóri í Höfn Bakkafirði.
Árið 1915 missti Magnús
föður sinn og tók þá við bús
forráðum hjá Þorbjörgu móð
ur sinni á Bakka og bjó með
henni óslitið til ársins 1930,
er hann kvæntist eftirlifandi
konu "'nni. Járnbrá F;,:" ’’'s-
dóttur, ættaðri innan úr Þist
ilfirði.
Á blómaárum Magnúsar,
hvað aldur og hreysti snerti,
skullu yfir ísland hin svoköll
uðu kreppuár og blés þá ekki
árlega fyrir bændum, enda
voru þau ár upphaf hinna
miklu fólksflutninga úr sveit
unum til kaupstaðanna. Aldrei
mun það þó hafa hvarflað að
Magnúsi að yfirgefa æsku-
heimili sitt og flytja í kaup-
stað, enda er Bakki mikil og
góð bújörð, bæði til lands og
sjávar, enda oftast þrí- og
fjórbýlt þar. Guðdómleg feg-
urð blasir við auga bóndans
á Bakk-a á sólbjörtum sumar
dögum, þegar Bakkaflói ligg
ur við fætur hans lognbjart-
ur og spegilsléttur. í norðri
er Gunnólfsvíkurfjall, sem rís
hátt yfir sjó, formfagurt og
litauðugt. f norðvestri lyftir
Lauganestáin „Fonturinn“ sér
úr sjó og titrar í tibránni í
breytilegum töframyndum.
Úti við hafsbrúnina eru veiði
skip í tugatali og senda frá
sér reykský, sem gára loftið,
en til suðurs eru víðfeðmar
engjar og beitilönd langt til
heiða, en í norðvestri er hinn
ókrýndi konungur fjallanna,
Hágangur, sem ber hátt við
himin.
Það er fullyrt af fróðum
mönnum, að umhverfið móti
manninn, lífsviðhorf hans og
skapgerð. Mætti það vel sann
ast á Magnúsi að svo sé.
Eins og fyrr segir, giftist
Magnús árið 1930 Járnbrá
Stjórnin.
Friðriksdóttur og eignuðust
þau fimm börn, sem öll eru
á lífi, fjórar stúlkur og einn
drengur.
Vegna þess að ég var flutt
ur burtu úr sveitinni þegar
Magnús kvæntist1, er mér ekki
kunnugt um heimili hans
nema af afspurn. En ég veit
að hann hefur þar sem fyrr
reynzt hinn góði drengur,
skyldurækinn eiginmaður og
húsbóndi og góður faðir. Nokk
uð mun sjóndepra hafa háð
framgangi Magnúsar síðustu
árin og fyrir einu eöa tveimur
| árum fékk hann aðkenningu
j af heilablæðingu og var það
I fyrirboði þess, er koma skyldi.
i Þann 9. janúar sl. hné hann
| niður örendur við skv) 'n örf
j in, er hann var að gefa fé
sínu hey á garðann.
Sárt mun Magnúsar saknaö
af konu hans og börnum á-
samt ættingjum og vinum. En
huggun er það í sorginni, að
Magnús átti marga vini og
kunningja, sem fylgja hon-
um með hlýhug víir hafið
mikla, sem aðskiiur tvo heima.
í betri heimi mun hann svo
bíða endurfunda við ástvirá
sína.
Guð blessi minningu góðs
drengs.
Reykjavík 33/1. lööl,
Jctknb Jóvn'rrp.n
frá Gvmn&rssíöðum.