Tíminn - 26.01.1961, Qupperneq 11

Tíminn - 26.01.1961, Qupperneq 11
'TjÍMINN, fimmtudaginn 26. janúar 1961. 11 ÞJÓNAR DROTTINS RógbréfamáE á Eeikfjölunum ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir í kvöld ieikritið Þjónar drott- ins eftir norska rithöfundinn og blaðamanninn Axel Kielland. Við sknturnst þar inn bakdyra- niegin á mánudagskvöldið og hlust uðum á yfirferð tveggja þátta, komum fyrst að tjaldabaki og spurðum eftir leikstjór- anum, Gunnari Eyjólfssyni, en æfingin var þá í þann veginn að hefjast og Gunnar hafði tekið sér sæti á áhorfendabekk þaðan sem hann fylgdist með æf- ingum mi'lli þess sem hann stökk- ur upp á sviðið og gefur leikurun- um vísbendmgar, lætur þá endur- taka orð og hreyfingar. Að tjaldabaki liggur nokkur óró í loftinu einsog jafnan á þeim stað í leikhúsinu þegar nýtt verk er tekið til lokaæfingar; hvíslarinn hafði tekið sér sæfi í horninu hægra megin sviðs, leikaramir tví stigu, það heyrðist marra 1 hjóla- verki hátt í turni leikhússins og tjöldin sveifluðust frá Við skund- uðum framá gang og niðurí salinn. Hann var þá hálfsetinn fólki. VIÐ sjáum verðandi biskupsfrú sitjandi í stofu á tali við son son sinn nýkominn heim. Hún er reyndar þegar orðin biskupsfrú, því í kirkjunni nær heimili þeirra er verið að vígja mann hennar biskup. En frúin hefur ekki farið t'..' að hlýða á vígsluna og ekki held ur sonurinn eða dóttirin, sem einm ig er viðstödd. Frúin hefur sagt skilið við kirkjuna, segir hún, en senurinn segir móður sinni að hún hefð sjálf átt að vera biskup. Til þess hefði aðeins þuift lagabreyt- ir.gu. Frúin er guðfræðingur. En semsagt: hún sneri sér frá kirkj- unni, tók afstöðu sína til hennar til endurskoðunar, komst að raun um að hún væri rotið fyiirtæki, gjörðist fríþenkjari, en hélt á- fram að elska guð. — Fríþenkjari, þetta orð, sem var notað sem skammaryrði um hættulegt fólk. Það lét nú í hennar eyrum sem hið fegursta orð og táknaði sálrænt balsam. SVO heyrist í kirkjuklukkun- um. Mæðginin líta útum giuggann. Biskupsvígslunni er lok- ið. Hinn vígði kemur út úr kirkj- unni, ryður sér braut gegnum fiöldann, gengur einn. Nei, ekki aieinn. Með honum er einkaritari hans, tryggðatröllið. Þau koma irn. Fátt um kveðjur. Lí’tilsháttar j hamingjuósk frá syninum, og fað-J irinn spyr hvort hann meini það, I sc-m hann segir. Það veit sonur- \ inn ekki. SVO koma gestirnif og biskups- hjónin þurfa að hafa fata- Kepplnautur biskups (Rúrik Haraldsson) ber það upp á biskupinn (Val Gíslason) að hafa skrifað rógbréf til að spilla fyrir biskupskjöri sinu og dreift því út tíl sóknarnefnda og safnaðarfulltrúa. Dóttir biskups og unnusta keppinautar hans (Helga Löve) hlýðir á. Hvíslarinn, Þorbjörg Björnsdóttir, hefur tekið sér sæti í horninu hægra megin við sviðið. s-kipti. Síðasti gesturinn kemur bakdyramegin og gengur rakleitt i stofuna. Það er keppinautur hins nýorðna biskups um embætti, Sav- onarola kalla þau hann, full'trúi helvítiskenningarinnar og svarinn andstæðingur biskups, sem vill ekki heyra að helvíti sé til. — En dóttir biskups er heitbundin þess- um manni. Hann gerir boð fyrir biskup. Erindi hans þolir enga bið og biskup afsakar sig við gest- ina. Þessi maður flytur honum þau tíðindi að hann hafi stolið em- bættinu frá sér, keppinautin- um. Biskup heldur að þetta sé að- eins broddur afbríðiseminnar, reyn ir að sefa komumann og segist bera virðingu fyr'ir honum, vill jafnvel fá hann fyrir tengdason. Þá dregur komumaður bréf úr pússi sínu, rógmseli um hann sjálf- an, fjölritað og sent safnaðarfall- trúum og öðrum kirkjunnar mönn- um í þessu biskupsdæmi, eitt ein-i tak af þessu' bréfi. Það er skoðun j komumanns að biskup hafi ritað i þetta bréf og dreift því. TjÁ kallar biskup á einkaritaraj * sinn og lætur hann skrifa nið, ur það sem xeppinautur hans hef- ui fram að bera og spyr hann síð- art aftur hvort honum sé virkilega alvara, hvort hann ætli sér kann- ski að snúa sér til lögreglunnar? í — Keppinautur hans hefur þegar snúið sér til lögreglunnar. Og dóttir biskups, sem hefur hiustað á komumanh bera þetta á fóður sinn gemgur út með komu- manni, unnusta sínum. Það er barið að dyrum. Einkarit- arinn fer fram að opna. Annar, maður, sem á erindi við biskup. Það er lögregluþjónn. 'T'JALDIÐ lokast og opnast aft-i ur og við sjáum biskup og e:nkaritara hans í skrifstofu kirkj- unnar. Enn er barið að dyrum og í þetta sinn er það lögreglustjór- inn og rannsóknarlögreglumaður, sem á erindi við biskup. Lögreglu- stjórinn slangrar um gólfið, tekur sér sæti og stendur upp á víxl, kæruleysislegur maður. Trúir hann virkilega þess- um áburöi? spyr biskup. Hefur hann gert sér grein fyrir hvað þess konar deilur innan kirkjunnar muni skaða kirkjuna? — En það hefur bara svo sára- Ltla þýðingu hverju lögreglustjór- inn trúir. Hann er opinber em- bættismaður að gegna skyldum sín um. Auk þess er málið ekki lengur ir.nan kirkjunmar, því dómsmála- ráðherrann hefur falið honum að rannsaka það." Rannsóknarlögreglumaðurinn tekur til starfa. Hann fer fram að athuga ritvélarnar, sem biskup hef ur til afnota, kemur inn og lýsir yfir að bréfið hafi ekki verið skrif að á neina þeirra, sem eru til síað- ar á skrifstofunni, — því máttum við líka alltaf búast við, segir liann. 4 KÆRANDINN í þessu máli; hafði lýst því yfir við bisk- j up, að í einu hefði honum yfir-j sézt: Það er nefnilega hægt að þekkja einkenm ritvéla ekki síður! en skrift með penna. — Á biskup- í inn nokkra aðra ritvél? spyr iög-j roglustjóri. Jú, raunar. Biskup áj litla ferðantvél. Mega þeir líta á liana? Það er sjálfsagt. Biskup fer að leyta, en ritvélin er horfin. Rannsóknarlögreglumaðurinn tckur fingraför biskups, og ermdi j þeirra lögreglustjórans er lokið.1 Þeir kveðja, en lögreglustjórinn kemur inn aftur. Hann hneigir sig og segir: — í yðar sporum mundi; ég tala við xögfræðing, góðan lög- f’-æðing. TTÖFUNDUR leikritsins, Axel “ Kielland, er sonarsonur rit- höfundarins Alexanders Kielland — af þeirri ætt, sem margir lista- menn eru í Noregi, meðal annarra Oiav Kielland, sem hefur stjórnað Suifóníuhljómsvei'tinni hér en hann er broðursonur Axels. Hann gerðist ungur blaðamaður við Dag- biadet í Osló, en flúði til Sviþjóð- ai á stríðárunum undam ofsóknum Þjóðverja. Hann tók virkan þátt i andspyrnuhreyfingunni og skrif- aði meðal annars tvö leikrit um irnrás Þjóðverja í Noreg. Flutm- ingur á öðru þeirra var bannaður í Svíþjóð á stríðsárunum af ótta við þýzka herveldið. Hann hefur jafnan stundað blaðamennsku jafn hliða öðrum ritstörfum, er eimkum kunnur sem sakamálafréttaritari og hefur skrifað um mörg umtöluð réttarhöld, meðal annarra Helland- er-málið, sem var ádöfinnj í Sví- þjóð fyrir nokkrum árum. Á þess- um réttarhöldum byggir Kielland þetta leikrit. F'INSOG flestum er kunnugt ^ var biskupinn í Uppsölum, Hellander að nafni, sakaður um að hafa skrifað rógbréf um keppinaut sinn til biskupsembættis og dæmd ur. Að margra áliti var bessi mað- ur hafður fyrir rangri sök og telja þeir að með dóminum yfir Hel- lander hafi verið framinn réttar- farslegur glæpur. Nú fréttist að þetta mál verði ef til vill tekið upp að nýju. Þessi réttarhöld eru þó aðeins uppistaða í leiknum, en höfundur fiéttar kirkjudeilum í Noregi inn i leikinn, og kemur fram með eig- in lausn á málinu, sem ekki verður rædd hér. Leikritið náði miklum vinsæld- um í Noregi og var sýnt 68 smn- um í National Teatiet í Osló fyrsta veturinn, 1955. Síðan var það fiutt í flestum leikhúsum landsins og á h:num Noröurlöndunum, einkum í Svíþjóð. TTLUTVERKIN eru þrettán og ■*■■*• verður hér getið þeirra veigames'tu. Valur Gíslason leikur biskupinh, Rúrik Haraldsson keppi naut hans, Anna Guðmundsdóttir biskupsfiúna, Herdís Þorvaldsdótt- ir einkaritara biskups, Ævar Kvar- an, Róbert Arnfinnsson og Harald- ur Björnsson réttarins þjóna og Klemenz Jónsson og Gestur Páls- son aðalvitnin. Erlingur Gíslason leikur son biskups, Lárus Pálsson lögreglustjórann. Sérá Sveinn Vík- ingur þýddi leikinn Gunnar Bjarnason gerði leiktjöld, og leik- stjóri er, eins og fyrr segir, Gunn- ar Eyjólfsson. Eftir ýmusm sólarmerkjum að dæma má gera ráð fyrir að bessi leikur hljóti góða aðsókn hér, en því á reynslan eftir að skera úr. B. Ó.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.