Tíminn - 26.01.1961, Side 14
14
TfMINN, fimmtudaginn 26. janúar 1961.
FORMÁLI HÖFUNDAR |
Þessi bók er ein þeirra, sem ég
hef sjálf mest dálæti á. Ég treindi
mér árum saman a3 skrifa hana,
hugsaði hana, velti henni fyrir mér
og ætlaði mér ekki að taka til við
hana fyrr en einhvern tíma þegar
ég gæti gefið mér góðan tíma til j
verksins og notið þess verulega að |
skrifa hana. Ég held að i öilu verki
höfundar séu fimrff bækur eintóm
vinna móti hverri einni, sem mað-
ur hefur sjálfur ánægju af. RANG-
SNÚIÐ HÚS var mér eintóm ánægja-
Ég velti því stundum fyrir mér,
hvort lesendur manns geti gert sér
grein fyrir því hvort höfundur hafi
skrifað bókina með ánægju eða erf-
iðismunum. Aftur og aftur hefur
fólk sagt við mig: Þú hiýtur að hafa
NOTIÐ þess að skrifa þetta eða
þetta. Og þá er sannleikurinn
kannske sá a3 maður hefur átt í
botnlausum erfiðleikum við bókina,
persónurnar verið óviðráðanlegar,
söguþráðurinn flókinn og öll samtöl
forskrúfuð, — eða svo hefur höfundi
fundizt sjálfum. En kannske er
höfundurinn sjálfur heldur ekki
dómbær um eigið verk.
En hvað sem þessu liður, — bók-
staflega allir hafa haft gaman af
RANGSNÚNU HÚSI, svo að vænfan-
lega ieyfist mér sjálfri að telja hana
eina af mlnum beztu sögum.
Ég velt ekkl hvað olli að mér kom
Leonides-fjölskyldan í hug, — þau
bara komu. Og síðan fóru þau sínu
fram.
Mér finnst ég aðeins hafa verið
handbendi þeirra.
Agatha Christie.
Eg kynntist Sofíu Leonides
fyrst í Egyptalandi undir lok
stríðsins. Hún gegndi býsna
hárri stöðu á vegum utan-
ríkisráðuneytisins á þessum
slóðum, og ég hitti hana fyrst
á embættisvegum. En brátt
lærðist mér að meta þá hæfi-
leika sem höfðu komið henni
í þessa stöðu þráfct fyrir æsku
hennar. (Um þetta leyti var
hún aðeins tuttugu og tveggja
ára gömul.
Auk þess að vera aðlaðandi
í útliti var hún gædd skýrri
hugsun og þ'urrlegri kímni-
gáfu se mmér var mjög að
skapi. Við urðum vinir. Hún
var mjög viðræðugóð stúlka,
og við skemmtum okkur bæði
prýðisvel þegar við snædd-
um saman eða brugðum okk-
ur stöku sinnum á dansleik.
Eg gerði mér grein fyrir öllu
þessu; það var ekki fyrr en
átti að senda mig austur á
bóginn, þegar dró að lokum
styrjaldarinnar í Ervópu, að
mér varð ljóst að ég elskaði
Sofíu og vildi kvænast henni.
Við sátum saman að mið-
degisverði þegar ég gerði
þessa uppgötvun mína. Mér
kom hún engan veginn á ó-
vart; það var miklu fremur
eins og ég gerði mér grein
fyrir staðreynd sem lengi
hafði verið kunhugleg. Eg
leit Sofíu nýjum augum, —
en það sem ég sá hafði ég
lengi þekkt. Mér geðj aðist það
allt, dökkt hárið, sem reis
stoltlega upp frá enni hennar,
skærblá augun, litla festulega
— Þig, svaraði ég,
leikanum samkvæmt.
sann-
j — Eg skil, sagði hún. Og
, orðin hljómuðu rétt eins og
hún skildi.
— Það má vera að við-sjá-
umst ekki í nokkur ár, sagði
ég. — Eg veit ekki hvenær ég
kem heim til Englands. En
um leið og ég kem mun ég
leita þig uppi og biðja þig að
giftast mér.
Hún hlýddi á án þess að
Agatha Christie:
RANGSNdlÐ
HðS
1
hakan og beint nefið. Mér
geðjaðist að velsniðnum klæð
um hennar, og mér virtist hún
hressandi brezk, en það lað-
aði mig mjög eftir þriggja
ára fjarveru að heiman. Eng
inn gat verið brezkari en hún,
— og í sömu andrá og ég
hugsaði þessa hugsun hvarfl
aði að mér hvort hún gæti
raunverulega verið eins brezk
og hún sýndist. Er raunveru-
leikinn nokkurn tíma jafn
fullkominn og veruleiki sviðs
ins?
Og mér varð Ijóst að Sofía
hafði aldrei nefnt heimili sitt
eða fjölskyldu á nafn við mig,
þótt við töluðum mikið og
frjálslega saman, ræddum um I
vini okkar og kunningja, framj
tíðaráætlanir, vandamál líð-|
andi stundar og framtíðarinn |
ar, hvað okkur geðjaðfet velj
eða illa og svo framvegis. Hún i
vissi allt um mig (hún varj
góður áheyrandi, eins og égj
hef gefið í skyn), en ég vissii
ekkert um hana. Eg bjóstj
ekki við að hún ætti óvana-
legan uppruna, en um það-
hafði hún aldrei talað. ög
þetta hafði mér ekki orðið
Ijóst fyrr en nú.
Sofía spurði um hvað ég
væri að hugsa.
depla auga. Hún sat og reykti
og leit ekki á mig.
Andartak óttaðist ég að
hún hefði ekki skilið mig.
— Hlustaðu á mig, sagði
ég, — ég hef fullráðið það
við mig að biðja þig ekki að
giftast mér núna. Það hent-
aði mér engan veginn. Þú
gætir í fyrsta lagi tekið upp á
því að hryggbrjóta mig, og í
örvæntingu minni mundi ég
líklega kvænast einhverri
herfilegvú drós til þess að
lappa upp á hégómaskapinn
í sjálfum mér. Og hvar vær-
um við á vegi stödd ef þú
tækir bónorðinu? Gætum við
gifzt til þess eins að fara sitt
í hvora áttina? Eða trúlofazt
og beðið hvors annars árum
saman? Eg gæti ekki hugsað
mér að bjóða þér slíkt. Það
gæti vel hent að þú kynntist
einhverjum öðrum og yrðir
ástfangin, en fyndist þú skuld
bundin að bíða mín. Við höf
um lifað undanfarið í allt of
órólegu andrúmslofti með
hjónabönd og ástarævintýýri
á tjá og tundri allt umhverf
is okkur. Eg vildi vita af þér
heima, frjáferi og óháðri, svo
að þú gætir sjálf kynnzt ver-
öldinni eins og hún verður eft
ir striðið og gert upp við þig
hvaða hlutskipti þú kýst þér.
Það sem er okkar í milli verð
ur að vera varanlegt, Sofía.
Eg hef engan áhuga á annars
konar hjónabandi.
— Ekki ég heldur, sagði
Sofía^
— Á hinn bóginn, sagði ég,
— fannst mér ég verða að
segja .... að segja þér frá
tilfinningum mínum.
— Án þess þó að vera alltof
ljóðrænn í orðavali, muldraði1
Sofia.
— Elskan, skilurðu mig
ekki? Skilurðu ekki, að ég er
að reyna að segja e/c/cz að ég
elska þig ....
Hún greip fram í fyrir mér.
— Vfet skil ég þig, Charles.
Og mér geðjast að því hvað
þú ferð kostulega að hlutun-
um. Og þú mátt koma og
heimsækja mig þegar þú kem
ur heim, — ef þú hefur þá
hug á því ennþá ....
Nú var komið að mér að1
grípa fram í.
— Á því leikur enginn vafi.
— Það leikur ævinleag vafi
á öllum hlutum, Charles. Allt
af getur einhverju skotið
upp sem breytir öllum mála
vöxtum. Til að mynda, — þú
veizt ekki mikið um mig, er
það?
— Eg veit ekki einu sinni
hvar þú býrð í Englandi.
— Eg bý í Swinly Dean.
Eg kinkaði kolli og kann-
aðist óðar við nafnið, eitt af
fínustu úthverfunum í Lund
únum og stát-ar af þremur
prýðisgóðum golfvöllum fyrir
fcrstjórana úr borginni.
Hún bætti við lágri röddu:
„í rangsnúnu húsi.“
Eg hlýt að hafa sett upp
undrunarsvip, því að henni
var bersýnilega skemmt og
bætti við til skýringar: „Og
þau refetu öll saman rangsnú
ið hús.“ Þetta á við okkur og
húsið okkar. Það er herfilega
rangsnúið, ekkert nema kvist
ir og útskot, stafnar og hálf-
þök.
— Er fjölskyldan stór?
Mörg systkini?
— Bróðir, systir, móðir, fað
ir, föðurbróðir, föðurbróður-
kona afi, ömmusystir og
stjúp-amma.
— Drottinn minn, hrópaði
ég upp yfir mig.
Hún hló.
— Auðvitað búum við ekki!
öll saman hversdagslega. Enj
stríðið og loftárásirnar hafaj
valdið þessu, — og þó, ég veitj
ekki, —kannski á fjölskyldani
bezt saman í einum hnapp
undir verndarvæng og eftir
liti afa míns. Hann er stór-
menni, afi minn. Reyndar
ekki nema tæp fimm fet á
hæð, en annað fólk verður
lítilfjörlegt hjá honum.
— Hann virðist athyglis-
verður, sagði ég.
— Hann er verður allrar
athygli. Hann er Grikki frá
Smyrna, Aristide Leonides.
Hún bætti við með glettnis-
gla mpí aauu gm:— TAO E
glampa í augum: — Hann er
ótrúlega rlkur.
— Verður nokkur maður
ríkur eftir stríðið?
— Áreiðanlega afi minn,
sagði Sofía fullviss. Enginn
stóreignaskattur slær honum
við, hann græðir bara á skatt
heimtunni. — Hún bætti við:
— Mér þætti gaman að vita
hvernig þér geðjast að honum.
— Geðjast þér að honum?
spurði ég.
— Betur en nokkrum öðr-
um manni, sagði Sofía.
Fimmtudagur 26. janúar:
8,00
12.00
12,50
14,40
15,00
18,00
18,25
18.30
19,00
19.30
20,00
20,30
. I
21,45
22,00
22.10
22,30
23,00
Morgunútvarp.
Hádegisútvarp.
„Á frívaktinni": Sjómannaþátt
ur í umsjá Kristínár Önnu
Þórarinsdóttur.
„Við, sem heima sitjum"
(Svava Jakobsdóttir).
Miðdegisútvarp.
Fyrir yngstu hlustendurna
(Gyða Ragnarsdóttir og Erna
Aradóttir).
Veðurfiregnir.
Þingfréttir. — Tónleikar.
Tilkynningar.
Fréttir.
„Fjölskyldur hljóðfæranna":
Þjóðl'agaþættir frá Unesco,
menningar- og vísindastofnun
Sameinuðu þjóðanna; VI: Slag
verk og tnumbur.
Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Lárentíus-
ar saga Káifssonar (Andrés
Bjömsson). á
b) Einsöngur: Sigurður Skag-
field syngur íslenzk lög.
c) Þura í Garði sjötug: Arn-
heiður Sigurðardóttir tala.r um
skáldkonuna og les úr vísna-
satm hennar.
d) Ferðaþáttur: Fótgangandi
um fjall og dal; síðari hluti
(Rósberg G. Snædal rithöf.).
fslenzkt mál (Jón Aðalsteinn
Jónsson cand. mag.).
Fréttir og veðurfregnir.
Úr ýmsum áttum (Ævar R.
Kvaran leikari).
Kammertónleikar.
Dagskrárl'ok.
EIRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Hvíti
hrafninn
Eiríkur horfir á hrafninn og
finnst hann haga sér harla uridar-
lega. Hann hoppar til og frá og
það er eins og hann vilji lokka
Eirík með sér hurt. — Bezt að
far'a og sjá, ég ætla að vita hvort
hann er að reyna að fá mig til að
elta sig.
Eiríkur eltir hrafninn, sem flýg
ur grein af grein, svífur hátt í
lofti og yfir höfði Eiríks en alltaf
á undan honum. Honum finnst
hann vera staddur á ókunnum
stað, skilur ekki hvers vegna
hann þekkir ekki lengur heima-
hagana eða er hann virkilega kom
inn svo langt að heiman? Hann
þekkir jafnvel ekki sjálfan sig
lengur, minni hans sljóvgast. Hann
stendur nú á hæð og ferskur vind
ur ýfix’ hár hans og breytist skyndi
lega í sterkan storm, og allt í
einu sér hann hrafninn setjast
með háu gargi á bugspjót skips,
sem rénnur honum upp fyrir hug
skots'sjónum eins og fyrir galdur.
Þrjár þögular og torkennilegar
mannverur standa á dekki. Og svo
rekur hann augun í skjaldarmerki
skipsins. Það er HVÍTUR HRAFN!