Tíminn - 26.01.1961, Side 16
Fimmtudaginn 26. janúar 1961.
21. bla».
Laxveiði Grænlend-
inga þrefaldaðist
Hugur Grænlendinga bein-
lst um þessar mundir í aukn-
um mæli að laxveiðum, Græn-
landsverzlun kaupir lax á
fjórar krónur danskar hvert
kílógramm, og er það tólf
sinnum hærra verð en greitt
er fyrlr þorsk.
Síðast liðio ár veiddu Grænlend
irgar þrefalt meira magn af laxi
en verið hefur undanfarin ár,
enda var laxgengdin mjög mikil.
í Naqassóq, lítilli byggð sunnan
við Sykurtoppinn, var slíkur upp-
gripaafli, að nokkrir veiðimenm
þaðan lögðu fjörutíu og sjö smá-
lestir af laxi inn hjá Grænlands-
verzluninni. Og nú er hafið klak
til þess að auka enn veiðiVon-
irnar.
Þrátt fyrir þessa aukningu lax-
veiðanna er talið, að hægt hefði
verið að veiða miklu meira, ef
nóg hefði verið til af 1-axanetum
þegar í upphafi veiðitímans. En á
þeim var hörgull.
Margt þarf þó að gera til þess,
að meiri fengur nýtist vel. Frysti-
hús þau, sem til eru, eru lítil og
úi'elt, og söltunarstöðvarnar eru
alltof litlar og vimnuskilyrði víða
fcin hraklegustu.
Efling fisk-
íðnaðar 1
Færeyjum
Kaupmannahöfn í gær. Einka-
skeyti tll TÍMANS. — Um þess-
ar mundir er mikill hugur í Fær-
eyingum a5 efla fiskiðnað sinn.
Mestallur sá fiskur, sem þeir
veiða, er nú fluttur út óunninn,
en því vilja Færeyingar ekki una
lengur. Þetta fyrirkomulag veld-
ur ekki einungis því, að þjóðin
fær miklu minna fyrir útflutn-
inginn en efni geta staðið til,
heldur er og oft einnig atvlnnu-
skortur í Færeyjum, svo að menn
leita sér hópum saman atvinnu.
Svo er til dæmis nú, a ðatvinna er
harla rýr heima fyrir.
Það er þess vegna krafa fær-
eyskra blaða, að verulegs fjár-
magns verði aflað til þess að
byggja ný frystihús og beina-
mjölsverksmiðjur og koma fót-
unum undir vinnslukerfi, er geri
Færeyingum kleift að vinna sem
verðmætasta vöru úr sjávarafla
sínum. Aðils.
F
J
o ©
0
L
G
A
Ð
- hjá geimtíkinni Strelku
Geimförin hefur engin áhrif haft á af-
kvæmi hennar sex, sem öll eru heilbrigð
Rússneska tíkin Strelka,
sem brá sér í ágústmánuði í
sumar út í geiminn, ásamt
stallsystur sinni Belku, og
kom aftur heilu og höldnu að
nokkrum dægrum liðnum
eftir að hafa farið seytján
sinnum umhverfis jörðina, er
nú mikið umræðuefni blaða
víða um heim.
Það er jafnan fylgzt vand-
lega með einkalífi þeirra,
sem orðnir eru frægir, og nú
er ótvírætt komið í ljós, að
Strelka hefur gefið sér tíma
til að sinna einkamálum sín
um, þrátt fyrir mikilvægi þess
hlutverks, sem hún gegnir í
þágu geimvísindanna í Ráð-
stjórnarríkjunum. Strelka
varö sem sé léttari fyrir
skömmu og ól sex afkvæmi,
öll baugótt og krömótt, og
blettótt eins og hún er sjálf.
Það er vitnisburður um kyn
festu hennar og ættgöfgi.
Svo mikið hefur verið haft
við, að stjórnartilkynningar
hafa verið sendar víða vegu
um þennan atburð, heilsufar
móður og afkvæma og allt
annað, sem mestu máli þykir
skipta við slík tækifæri. Hinir
færustu læknar og vísinda-
menn vaka yfir Strelku og
börnum hennar og hafa ná-
kvæmar gætur á öllu er hana
varðar, og Rússar eru að von
um hreyknir yfir því, hve vel
þeim hefur tekizt að vernda
dýr þau, sem fóru geimförina
miklu, fyrir áföllum og skað
legum áhrifum geisla og geim
ryks, Hvolpar Strelku sanna,
að geta hennar til þess að ala
hraust og lýtalaus afkvæmi,
er óskert.
Það eru fimm mánuðir síð-
an geimtíkin var á ferðalagi
sínu utan við gufuhvolf okk
ar jarðarbúa, en meðgöngu-
tími hunda er nálægt tveir
mánuðir. Það hefur því verið
svo sem þremur mánuðum nft
(Framhald á 15. síðu).
Unnustinn biður um
náðun fyrir Irinu
Lifir enn í
glæðunum
Brussel 24/1 (NTB) Járnbraut-
arlstarfsmenn í Chaleroi í Suður-
Bél'gí'U hóta verkfalli að nýju strax
á miðnætti í nótt í mótmælaskyni
við það, að ætlunin er að f jarlægja
einn samstarfsmann þeirra. Skal
hann framvegis vinna í Brussel.
Járnbrautarstaifsmenn telja þetta
gert í hefndarskyni við þennan
starfsmann, sem var skeleggur
mjög í verkfallinu. Á með flutn-
ingi hans að draga úr áhr’ifum
hans meðal verkamanna í Chale-
roi.
París 24.1. (NTB). Fransk-
ur stúdent, Georges Nivat,
sem trúlofaður er fósturdótt-
ur Boris Pasternaks, hins ný-
látna Nóbelsverðlaunaská'ds,
segir ásakanir á hendur unn-
ustu sinni algerlega út í blá-
inn. Stúlka þessi heitir Irina
Memlianova og er dóttir rúss-
neska rithöfundarins Olga
Ivinskaya. Þær mæðgurnar
voru nýlega dæmdar til fang-
elsisvistar af sovézkum dóm-
stól, sakaðar um að hafa
dregið sér á ólöglegan hátt
fé, sem Pasternak hafði fengið
erlendis fyrir bækur sínar.
Flugmennirnir
eru fangar í
París 24.1. (NTB) — Ellefu
af þeim seytján mönnum,
sem voru með bandarísku t’iug
vélinni C-130, sem skotin var
niður á landamærum Sovét-
rikjanna og Tyrklands í sept-
ember 1958, eru fangar í
Sovétríkjunum. Frá þessu erj
skýrt í síðasta hefti sovézka
tímaritsins Ogonjok. Hinir
sex létu lífið, er flugvélin var
skotin niður.
Þetta eru fyrstu upplýsingarnar
um afdrif þessara ellefu manna,
sem björguðu sér úr flugvélinni
x fallhlífum. Greinin, sem um er
jgetið, er skrifuð af þýzkum blaða-
frá 1958
Rússlandi
manni, Wolfgang Schreiber, sem
fjallar um flug bandaiískra flug-
véla yfir sovézku landi. í grein-
ir.ni segir frá því, að þessir ell-
efu flugliðar hafi kastað sér út
úi flugvélinni, áður en sovézkar
orrustuvélar hófu skothríð á
hana. Lentu mennirnir heilu og
höldnu á sovézku landssvæði og
voru þegar teknir til fanga. Tíu
dögum 'eftir að atburður þessi
skeði höfðu sovézk yfirvöld af-
hent lík þeirra sex, sem fórust í
árásinni, en um hina ellefu sagð-
is+ sovétstjórnin þá ekkert vita.
Bandaríkjastjórn virtist og hafa,
eftir tvö ár, gefið upp alla von
um að vita frekar um afdrif þess-
ara manna.
Mikill úMaþytur varð vegna
(Framhald á 15. síðu).
Nivat þessi kynntist Irinu
þegar hann var við nám í
Moskvu 1956. Hann hélt frá
Moskvu ári síðar en kom þang
að aftur 1959. Þann 7. janúar
það ár trúlofuðu þau sig og
sendu beiðni til Krustjoffs
þess efnis að þau fengju leyfi
til þess aö ganga; í það heil-
aga. Nivat neitar því eindreg
ið að hafa haft með sér pen-
inga til þeirra mæðgna T+ann
segist vona, að Irina verði
náðuð.
Svar Rússa
Brezku rithöfundasamtök-
unum hefur borizt svar frá
sovézka rithöfundasamband-
inu vegna fyrirspurnar hins
fyrrnefnda um réttarhöldin
yfir þeim mæðgum. Segir í
svarinu, að þær mæðgur hafi
verið dæmdar eftir oninber
réttarhöld. Þær ha.f'’
(Framh. á bls. 15.)
Skógareldar í Astraliu
Hundruð manna í
bráðri lífshættu
Króaíir inni af eldinum og engri björgur.
verour enn vió
Perth, Ástralíu 24.1. (NTB)
SíSustu fimm daga hefur ver-
ið uppi mikill skógareldur
um vesturhluta Ástralíu Er
nú svo komið, að nær 1000
manns sem búa í bæ einum
á þessum slóðum, eru inni-
króaðir af eldinum og óttazt
um líf þeirra.
Stjórnin í Ástralíu segir þetta
einn hinn svæsnasta skógareld í
sögu landsins. Dögum saman hef-
ur verið reynt að ráða niðurlög-
um hans, en án árangurs. Nú
hefur verið grípið til þess ráðs
að flytja mikinn fjölda manna
með flugvélum til fyrrnefmds bæj-
ai til þess að reyna að verja h&nn
fyrir eldinum. Er hér um að ræða
slökkviliðsmenn, hermenn og lög-
reglu, auk skógarhöggsmanna og
fjölda óbreyttra borgara, sem boð-
izt hafa til fararinnar.
Síðan hefur borizt nýtt skeyti
frá bænum, sem heitir Dwelling-
up. Segir þar, að eldurinn hafi
náð til bæjarins. Hús standa í
björtu báli. Sjúkrahús og gistihús
bæjarins eru brunnin til kaldra
kola og benzínstöð hefur sprumgið
í loft upp. Engin leið er að kom-
ast landveg til bæjarins. Eldhafið
lokar á alla vegu. íbúarair hald-
ast við á sléttu í nágrenni bruna-
rústanna og eru í yfirvofandi
hættu. Engin hjálp hefur enn bor-
izt. Eldurinn breiðist ört út. Níu
smærri þorp eiu brunnin til
grunna og íbúarnir leita í örvænt-
iflgu eftir einhverju skjóli.
All hvass
Veðurstofan spáir oss aust
an og síðan suðaustanátt
í dag Allhvasst á að vera
með köflum og rigning í
þokkabót. — Það blaes
ekki byrlega fyrir skíða-
mönnum.