Tíminn - 27.01.1961, Page 8
8
TÍMINN, föstudaglnn 27. janúar 196L
VETTVANGUR ÆSKUNNAR
RITSTJÓRI: JÓN ÓSKARSSON
wsm
F élagsmálaskólinn
er tekinn tll starfa
Hinn nýi félagsmálaskóli
Framsóknarflokksins var sett-
ur s.l. sunnudag í Framsókn-
arhúsinu. Ýmsir forystumenn
flokksins voru viðstaddir setn
inguna ásamt fleiri gestum og
nemendum skólans. Setning-
arathöfnin hófst með sameig-
inlegri kaffidrykkju. Margar
ræður voru haldnar, ávörp
flutt. Miili þess stjórnaði
Baldvin Þ. Kristjánsson al-
mennum söng. Um 90 manns
voru við setninguna.
verðum að búa i
haginn fyrir æskuna
Hér á eftir fer úrdráttur
úr ávarpi Jóns Óskarssonar,
varaform. S.U.F., sem flutt
var við setningu félagsmála-
skólans.
„Eins og fram hefur komið
hjá þeim, sem á undan mér
hafa talað, er hugmyndin um
skólastofnunina komin frá
stjóm Sambands ungra Fram
sóknarmanna, og undirbún-
ingur var hafinn og vel á veg
kominn, þegar ákveðið var
að hafa samráð við skipulags
nefnd flokksihs um rekstur-
inn. Það er óhætt að fullyrða,
að sú ráðstöfun verður skól-
anum til styrks og eflingar.
Stjóm S.U.F, sem á þrjá
fulltrúa í skólanefndinni, hef
ur fylgzt vel með gangi máls
ins og hefur lagt þunga á-
herzlu á, að þessi skólastofn
un yrði að veruleika sem fyrst,
eða í byrjun þessa árs eins og
áformað var í fyrstu.
Stjómin mun fylgjast með
skólastarfinu í framtíðinni
og leggja sitt af mörkum til
að vel takizt, og sá árangur,
sem vænzt er, náist.
Núverandi stjórn S.U.F. hef
ur talið það eitt af aðalverk
efnum sínum og skyldum, að
hvetja unga Framsúknarmenn
til síaukinna starfa innan
flokksins. Ungir menn hafa
vissulega ávallt lagt drjúgan
skerf af mörkum í félagsstarf
inu, en hlutur þeirra gæti ver
ið mun meiri, ef þeir legðu
sig fram. Ungir menn búa yfir
mikilli orku og lóð þeirra er
þungt á metaskálunum, þeg
ar þeir beita sér af alúð. Sann
ast þetta einmitt með stofnun
þessa félagsmálaskóla, en
hlutur yngri mann hefur ver
ið mikill í því máli.
ÆJskan á að erfa landið og
það unga fólk, sem er að alast
upp núna ihnan Framsóknar
flokksins, kemur til með aö
taka við stjómartaumunum
fyrr eða síðar. Vegna þessa
Ingi B. Ársælsson, formað
ur skólanefndar félagsmála-
skólans stjómaði setningar-
athöfninni. Bauð hann fyrst
gesti velkomna og lýsti síðan
yfir stofnun skólans. Setn-
ingarræðan birtist á öðrum
stað hér á slðunni.
Síðan fluttu ávörp, Her-
mann Jónasson, formaður
Framsóknarflokksins; Ey-
steinn Jónsson, formaður þing
flokks Framsóknarmanna; Ó1
afur Jóhannesson form. skipu
lagsnefndar flokksins og
Gunnar Dal, rithöfundur.
Af hálfu ungra Framsóknar
manna töluðu Jón Óskarsson,
varaform. S.U.F. og Hörður
Gunnarsson, form. F.U.F í
Reykjavík. Kaflar úr ávörp-
um hinna yngri manna birt
ast á öðrum stað hér á síð-
unni.
Sunnudagsfundur F.U.F.
Samvínnustefnan og
Framsóknarflokkurinn
Rætt á sunnudaginn kl. 3
í Framsóknarhúsinu
Næsti sunnudagsfundur Fé-
lags ungra Framsóknarmanna
í Reykjavík verður á sunnu-
dag n.k. 29. jan. kl. 15.00 í
Framsóknarhúsinu. uppi. Par
mun Gísli Guðmundsson, al-
þm., verða frummælandi um:
Samvinnustefnan og Fram-
sóknarflokkurinn.
Ekki er að efa, að erindi (
Gísla Gúðmundssonar verður
hið fróðlegasta og skemmti-
legasta, enda er hann einhver
fróðasti maður um þessi mál.
Eru menn hvattir til að mæta,
vel og stundvíslega og athuga
breyttan fundartíma.
(Á fundi 15. jan. s.l. boð- frestað en annað mál tekið á
uðum um sama efni var því dagskrá.)
GISLI GUÐMUNDSSON
alþingismaður
Jón Óskarsson
varaform. S.U.F.
má okkur ekki standa á sama
um, hvernig búið er í haginn
fyrir æskuna og hún búin und
ir þetta framtíðarverkefni
sitt. Því er brýn nauðsyn, að
flokkurinn hafi á að skipa
öflugri uppeldisstofnun, ef
svo má að orði komast. Og það
er einmitt hlutverk þessa fél
agsmálaskóla að sinna þessu
mikilvæga hlutverki í starf-
semi flokksins.
Tilgangurinn er að auka
'(Framhald á 13. síðu.)
Hæfa baráttumenn þarf skólinn
að þjálfa, í andlegri vopnfimi
Góðir félagar.
í nafni skólanefndar býð ég
ykkur velkomin og leyfi mér, að
setja þessa samkomu. Vil ég við
þetta tækifæri rekja nokkuð að-
draganda að stofnun skólans og
það veigamikla menningar- og bar-
áttuhlutverk, sem við ætlum hon-
um.
Skömmu eftir að núverandi
sljórn Sambands ungra Framsókn-
armanna vár kosin á síðast liðnu
vori, lagði formaður samtakanna
fram tillögu um stofnun félags-
niálaskóla á vegum Sambands
ungra Framsóknarmanna. Var
málið rætt í stjórninni og flutn-
ingsmanni tillögunnar falinn undir
búningur og framkvæmd málsins.
Var nú hafizt handa um undir-
fcúning að stofnun skólans og m.a.
athugað í hvaða formi árangurs-
Bingó-kvöld FUF í Lídó 0. feb.
Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík
efnir til bingó-kvölds fimmtudaginn 9. febróar
n.k. í veitingahúsinu LIDO. Fjölbreytt skemmti-
atriÖi vería, en helzta atriíið að spilað verður
bingó. Mörg og góð verðlaun verða, m.a. viku-
dvöl á Edinborgar-hátíðinni i ágúst og ferð um
skozku hálöindin. Flogið verður báðar leiðir.
Einnig koma fram nýir skemmtikraftar hússins.
Nánar verður auglýst síðar um bingó-kvöld
þetta.
Stjórnin
Ingi B. Ársælsson
form. skólanefndar
ríkast og hagfelldast yrði að reka
hann. Málið var því vel á veg
komið, er ákveðið var að hafa
samráð við Skipulagsnefnd Fram-
sóknarflokksins um rekstur skól-
ans. Samband ungra Framsóknar-
manna skipar þrjá af sex mönn-
um í skólanefnd og kjósa þeir for-
niann nefndarinnar úr sínum hópi.
Má segja, að í því felist viðurkenn-
ing flokksins á hinum mikilvæga
íorystuhlutverki uingra manna í
málnu. Fagna ég því, að horfið
var að því ráði, að reka skóiann
af Framsóknarflokknum. Með því
skapast breiðari og traustari
grundvöllur fyrir skólastarfið. —
í skólanefndinni eiga þessir
menn sæti: Af hálfu Sambands
,1 fftio Tritn rvt f-rvlm n ttwt nnvin, Twwl T)
Arsælsson, formaður; Baldvin Ein-
arsson, varaformaður; Jón A. Ól-
afsson, gjaldkeri. Af hálfu Skipu-
lagsnefndar Framsóknarflokksins:
Ealdvin Þ. Kristjánsson, ritari;
Jón Skaftason, alþm. og Páll Þor-
steinsson, alþm. Varamenn eru
þeir Óskar Einarsson og Guðjón
S'tyrkársson. Nefndin hefur starf-
að mikið og skipulagt meginþætti
sitólastarfsins. Réð nefndin Gunn-
ar Dal, rithöfund, til skóla-
stjórnar.
f skólanum verður fjallað um
margvísleg og merk málefni, und-
ir leiðsögn valinkunnra manna.
Höfum við rætt um að fjölrita
framsöguerindi og niðurstöður
merkari mála ,sem skólinn fjallar
um, og senda félögunum úti á
lundi. Markmið okkar er, að sem
flestir geti lylgzt með starfi skól-
ans, þótt þeir geti ekki sótt hann,
vegna búsetu fjarri Reykjavík.
Stofnun Félagsmálaskólans er
merkilegt nýmæli í starfi ungra
Framsóknarmanna og raunar
Framsóknarflokksins í heild. Vænt
I um við mikils árangurs af starf i
j hans. En því aðeins er árangurs
| að vænta, að menn taki virkan og
j oflugan þátt í skólastarfinu. Fer
! vel á því, að ungir menn hafi
j hér forystu og leggist á eitt um
i að gera veg þessa máls sem
mestan.
, Byggja á skólastarfið á þjóðlegri
rcenningu og framförum og vak-
andi athygli á menningu annarra
I þjóða. Starf skólans á að vera
, fjölþætt og lífræn't. — Hvetja
;þarf menn til sjálfstæðra athug-
ana á þjóðmálum og auka með
því þekkingu þeirra og félags-
þroska. f skólastarfinu bið ég
menn að leggja rækt við vandað
(Framhald á 13. síðu.)