Tíminn - 27.01.1961, Síða 14

Tíminn - 27.01.1961, Síða 14
14 T f MI N N, föstudaginn 27. janúar 1961. II I Meira ea tvö ár liSu unz ég sneri heim til Englands, og þau ár voru mér ekki auðveld. Eg skrifaði Sofíu og mér bár- ust svör hennar nokkurn veg; inn reglulega. Bréf hennar, voru ekki ástarbréf fremurj en mín. Þetta voru vinabréf og þau fjölluðu um hugmynd ir^og hugsanir og um daglegt líf okkar. Engu að síður veit ég um sjálfan mig, og ég held hið sama gildi um Sofiu, að tilfinningar okkar hvors til annars jukust og styrktust. Eg kom aftur til Englands á hlýlegum gráum september ■degi. Lauf trjánna voru gull in í kvöldskininu, og glettnis legur goluþytur dansaði hjá. Eg sendi Sofiu skeyti af flug vellinum: „Kominn heim. Viltu borða í kvöld hjá Mario klukkan 9, Charles." Tveimur stundum síðar sat ég og blaðaði í The Times. Eg renndi augum yfir fæðinga- giftinga- og andlátadálkana, og nafnið Leonides vakti at hygli mína: „Aristide Leonides, 19. sept. að Þrístöfnum, Swinly Dean, á áttugasta og áttunda ári, elskaður og djúpt syrgður eig inmaður Brendu Leonides.“ Beint fyrir neðan stóð önn- ur dánartilkynning: „Aristide Leonides lézt skyndilega að heimili sínu, Þristöfnum, Swinly Dean. Djúpt syrgður af elskandi bömum og bamabörnum. Blóm s'endist til St. Eldreds Churs, Swinly Dean.“ Mér fannst býsna kynlegt að sjá tvær dánartilkynning ar. Trúlega voru hér klaufa- legir blaðamenn eða prent- arar að verki. En mér var Sofía efst í huga. Eg sendi henni annað skeyti í flýti: „Sá frétt um dauða afa þíns. Samhryggist. Hve nær getum við hitzt? Charles." Klukkan sex fékk ég skeyti frá Sofíu heima hjá föður mínum. Það hljóðaði svo: „Verð hjá Mario klukkan 9. Sofia". IÞegar Sofía gekk loks í sal- inn virtist mér fundur okkar j með öllu óraunverulegur. Hún var svartklædd, og af einhverj um ástæðum vakti það mér furðu. Flestar aðrar konur voru svartklæddar, en mér fanns hún hljóta að vera í sorgarklæðum, og ég hafði ekki haldið að Sofía yrði til að klæðast svörtu — jafnvel þótt hún hefði misst náinn ættingja. Agatha Christie: RANGSNÚIÐ HÚS Eg var í senn gripinn óstyrk og tilhlökkun við hugsunina um að hitta Sofíu aftur. Tím inn mjakaðist löturhægt framhjá, og ég var kominn til Marios tuttugu mínútum of snemma. Sofía var sjálf ekki nema fimm mínútum of sein. Það kemur manni ævinlega óvörum að sjá aftur einhvern sem maður hefur ekki hitt langtímum saman en engu að síður verið ofarlega í hug. Við drukkum kokteil, og síð an settumst við til borðs. Við töluðum hratt og óskipulega, — ræddum mest um gamla kunningja frá Kairó. Þetta var gervisamtal, en það kom okkur yfir fyrstu feimnina. Eg lét í ljós hryggð mína yfir láti afa hennar, og Sofía sagði hæglátlega að það hefði borið „mjög brátt að“. Og síðan héldum við áfram að rifja upp gamlar minningar. Mér fannst hálft í hvoru sem eitthvað væri í veginum milli okkar, — eitthvað annað en eðlileg vandræði við endur- fundi. Það var eitthvað að Sofíu sjálfri, það var augljóst mál. Hafði hún kannski kynnzt öðrum manni sem vakti með henni sterkari til- finningar en ég? Þurfti hún að segja mér að sambandið milli okkar væri einber mis- tök? Af einhverjum ástæðum fannst mér að svo gæti ekki verið, ég veit ekki hvers vegna. Og við héldum áfram sama gervisamtalinu. En þá breyttist allt, og í sömu andránni og þjónninn bar okkur kaffi var eins og allt félli í réttar skorður. Hér vorum við saman, Sofía og ég, við lítið borð á veitinga- húsi eins og svo oft áður. Það var eins og aðskilnaðarárin leystust upp og hyrfu. — Sofía, sagði ég. Og hún svaraði: — Charles! Eg dró andann léttar. — Guði sé lof að þetta er afstaðið, sagði ég, — Hvað hefur eiginlega verið að okk ur? — Það var víst mér að kenna. Eg var kjáni. — En núna er allt í lagi? — Já, nú er allt í lagi. Við brostum hvort við öðru. — Elskan mín, sagði ég. Og svo: — Hvenær viltu giftast mér? Brosið dó á vörum hennar. Aftur var eitthvað komið upp á milli okkar, — hvað sem það var. — Eg veit það ekki, sagði hún. Eg er ekki viss um að ég geti nokkurn tíma gifzt þér, Charles. — En hvers vegna ekki, Sofía? Finnst þér ég orðinn ókunnur maður? Þarftu ráð rúm til að venjast mér á nýj an leik? Hefur einhver ann- ar .... Nei .... Eg þagnaði. Föstudagur 27. janúar: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15,00 Miðdegisútvarp. 18,00 Börnin heimsækja framandi þjóðir: Guðmundur M. Þor- láksson talar um Lólóaþjóð- flokkinn í Asíu. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 19,00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 Daglegt mál (Óskar Halldón son cand. mag.). 20,05 Efst á baugi (Björgvin Guð mundsson og Tómas Karlssonl 20,35 Einsöngur: Bernard Ladysa syngur óperuaríur. 20,55 Upplestur: Þórunn Etfa Magn úsdóttir les frumort kvæði. 21.10 Tónleikar: Sinfónía nr. 3 í a- moll (ófullgerð) eftir Borodin (Sinfóníuhljómsveit rússneska útvarpsins leikur; Nebolsjín stjórnar). 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúkas" eftir Taylor Caldwell (Ragnheiður Hafstein). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Blástu — og ég birtist þér“; m. þáttur: Ólöf Ámadóttir ræðir við konur frá fjarlæg- um löndum. 22.30 í léttum tón: a) Ellegaard leikur á harmon- iku með hljómsveit. b) George Hamilton syngur. 23,00 Dagskrárlok. 2 Depilí póstur Það var einn vetur, að mig og stelpu á næs'ta bæ langaði til að skrif- ast á. En það var hægar sagt en gert, því að li'tl- ar ferðir voru á milli bæjanna. En þá datt okk- ur ráð í hug. Hundurinn okkar, hann Depill, var alitaf að flækjast milli bæjanna. Svo var það einu sinni, þegar hann kom á bæinn til þessarar vinkonu minnar (hún étti heima á Svartagilij þá datt henni í hug að siirifa bréf og sauma í pioulítinn poka. Pokann íesti hún svo við band og batt um hálsinn á Depli. Síðan sagði hún honum að skammast heim til sín, og Depili setti skottið milli fót- anna og fór. Þegar Depill kom heim tii okkar úr þessari ferð, tókum við eftir því, að e tthvað var bundið um h£ls hans. Þá datt mér í hug það, sem við höfð- um áður talað um, að senda bréf með Depli, Var þá skoðað í pokann, og þar var bréfið. Ég skrifaði síðan ann- að bréf og setti í pokann, bstt hann á Depil og sagði honum að fara með það inn í Svartagil. Þann ig skrfiucjumst við lengi á með Depli’ pósti og not uðum sama pokann, þang að til hann var orðinn ó- BARNAGULL TÍMANS nýtur. Við urðum að skrifa með blýanti, því að Depll þurfti að fara yíir Öxará í þessum ferð- um og bleyttl þá pokann o gbréfið, og hefði það þá verið skrifað með bleki, hefði skriftin farið í graut. Þorbjörg H. Grímsuóttir Brúsastöðum (11 ára) Kríueggjaleit Það er náttúrlega Ijótt að ræna þennan saklausa íugl, en samt er það oft gert. Ég ætla nú að segja ykkur frá einni ferð, sem ég fór í kríuíeggjaleit. Það var eftir hádegið, að ég lagði af stað sem leið BARNAGULL TÍMANS ’iggur upp að Þríhólum, sem eru dálítið uppi í nrísmóunum fyrir ofan túnið. Ekkí leið á löngu, þar til fjöldi af kargandi krí- um sveif yfir höfði mér, og sumar gerðust svo diarfar að steypa sér nið ur að mér og reyna nð höggva mig í kollinn, og hávaðanum æ'tla ég ekki að lýsa. Þarna fann ég nú samt eitt hrieiður með tveim dröfnóttum eggj rm. Ég tók annað egg- ið og lét það í krús, og svo fann ég eitt af öðru, þangað til krúsln var íull. Þá fór ég heim, og nu er sagan búin. Jóhanna R. Blöndal 11 ára. 3 Þið haldið kannske, að hann sé að staupa sig þessi. Nei, ekki aldeilis, þetta er bindindisfugl og drekkur ekkl dropa, þótt hann sé alttaf að spígspora hjá vín- glösum. En hann er með pening í nefinu, enda er þetta veitingafugl, sem flýgur á borð til gestanna I ítölsku þorpi, þegar búið er að færa þeim glösin, og tekur við borguninni og færir húsbónda sínum. EKRÍKUR VÍÐFÖRLI Hvíti hrafninn Áður en Eiríkur fengi ráðiúm til að gera sér gréin fyrir aðstæð- um, var einn mannanna kominn til hans. Hann bar ókennileg vopn og undarleg klæði og andlit hans var tæpast sýnilegt — virtist raun ar afmáð. Hrafninn var horfinn en Eirikur fann að hönd var lögð á öxl honum og hann heyrði rödd segja: — Eirikur víðförli, hvíti hi'afninn... .vilt þú....?“ — Pabbi! Pabbi! Vaknaðu, hróp aði Erwin hlæjandi. Þú sefur um hábjartan daginn. Eiríkur né stir- urnar úr augunum og reyndi að komast til sjálfs sín. Drengir'nir mösuðu margt og fóru svo, en Eiríkur gat ekki losnað við minn ingu draumsins úr hugskoti sínu. — Þetta var bara draumarugl, hugsaði hann, en hann stirðnaði upp, þegar' honum varð litið á borðið og sá þar litla hvíta fjöður.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.