Tíminn - 08.03.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.03.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, mlgvlkndaglnn 8. marz 196L f dag er sjotugur Jón Haf- liðason, fulltrúi. Jón á einnig starfsafmæli um þessar mund- ir, því 45 ár eru liðin frá því hann tók ti! starfa hjá timbur- verzluninni Völundi. í tilefni þessa átti fréttamaður Tímans tal við hann stundarkorn og spurði um það helzta er hefur á dagana drifið. — Ég er fæddur í Hafnarfirði cg ólst þar upp til 9 ára aldurs, en þá fhittist ég vestur á Patreksfjörð og stundaði þar alla algenga vinnu í 8 ár, segir Jón Hafliðason. — Þar vsnn ég hjá Pétri Ólafssyni faktor, hinum mesta, sómamanni. Hann stjórnaði þar verzlun og útgerð fyrir Dani, var eins konar pláss- kóngur. Þar vann ég á landi og sjó. Patreksfjörður var þá uppgangs- pJáss, þar voru 18 kútterar, að- komufólk margt að sunnan og flestir höfðu nóg að bíta og brenna. Það fór þó ekki mikið fyrir pen- ingunum bá í höndum almúgans, kaupið var tekið út í reikning hjá kaupmanninum í alls konar nauð- synjavöru. — Og aldrei vöruskortur? — Það knifði stundum með mat- inn en það var alltaf nóg af brenni- vininu, svarar Jón, það sveið mér cft. Breftnivínstunnurnar stóðu á stokkum í búðinni, það var hræó- j dýrt þá. Það var alltaf hægt að fá á flöskuna. Eg varð snemma alger bindindismaður og var stundum látinn gæta þess að verzlunarmenn irnir færu ekki í tunnuna. — Var drykkjuskapur • þá al- mennur? — Hann var ekki meiri en nú „Þá fiskuðu togaramir upp við landsteina og skófu botninn" Rætt vift Jón HaflitSason, fulltrúa hjá Völundi, sem á nú 45 ára starfsafmæli hjá fyrirtækinu á dögum, svarar Jón, og í þann tíð sá maður aldrei drukkinn kven- mann, að maður tali um ungling- ana. Það var tekið til þess þegar ég var seinna innanbúðar hjá Bryn jólfi Bjarnasyni í Reykjavík. að þangað komu að staðaldri tvær eða þrjár konur, sem fengu brennivín á flösku. En snúum okkur aftur að Pat- reksfirði. Eg var á fyrsta vélknúna fiskibátinum, sem þar var. Þann bát áttu Pétur Ólafsson og fleiri. Það voru gamlir bátar, sem seítar voru í nýjar vélar. Þá fiskuðu tog- ararnir upp við landsteina og skófu botninn. Þeir fengu fljótt veður af fiskigöngum og voru ekki lengi að moka því upp. Þá var ekkert að hafa fyrir bátanna. Því var það, að sendur var leiðangur norður fyrir Horn, þrír vélbátar og fylgdi þeim skonnorta, sem tók við aflanum. Hann hét .,Patrekur“ báturinn sem ég var á, 4ra lesta bátur með góða DAN-vél. Við vorum tvo mánuði í þessrum túr og gátum aldrej látið neitt af okkur vita, því að þá voru ekki samgöngurnar. Við veiddum á línu og lögðum aflann upp í skonn- ortuna þar sem hann var verkaður. Við vorum þrjár vikur við Horn- vík og öfluðúm rétt vel. Þarna voru tveir bæir og við komum stundum í land, einkum um helgar, því að þá fiskuðum við ekki, heldur vor- \ um um kyrrt eða fórum í land. — Reldur fannst mér fólkið undarlegt í háttum og fornt í tali þar vestra. Ég skrifaði upp orðatiltæki eftir því sem mér fannst skiítið, en því er ég nú víst búinn að týna. Þarna j lágu þrír skipsskrokkar strandaðirj í fjörunm. Húsakynni virtust mér allgóð, og fólk lifði af eggjatöku mestanpart. Hafði kýr og kindur en heldur /oru karlarnir lélegir við j sjósókn. Eitt sinn man ég eftir að við komum í land á sunnudags- morgni og þá voru þeir að slátra belju. En skotið geigaði og kýrin fcljóp öskrandi til fjalls með skotið í sér. Þetta þóttu okkur ljótu að- farirnar og ágæt skytta var í okk- ar hópi sem stökk eftir beljunni og hitti hana svo að hún lá dauð. ; Flensborgarskóla og síðar Svo fluttist ég suður, gekk í I unarskólann, starfaði þrjú Jón Hafliðason í Verzl- ár hjá Milljónafélaginu þangað til það varð að hætta og réðist síðan til Völundar 1916. — Þá hafði Sveinn Sveinsson fyrir skömmu tekið við fyrirtækinu, sem hafðí verið i i-.okkram !cröggum. Það var stoínað upphaflega af nokkrum trésmiðum, en hafði lánað mikið út og rekstur- inn ekki gengið vel. Sveinn kom því á réttan kjöl með sparsemi, hyggindum og framsýni. Það var þá stærsta frésmíðafyrirtæki lands- ins og er enn langstærst. Þá unnu um 20 manns við smíðar og timbur- sölu, nú eru þarna um 60—80 manns, fullkominn vélakostur og nýtízkulegur. húsakostur miklu meiri. Synir Sveins eiu dugandi menn og góðir yfirboðarar, koma r.ilir fram við alla eins og jafn- i.igja sína. Áður gekk of.t skrykkjótt, eink- um á stríðsárunum fyrri, þá feng- ust ekki kol og vélarnar voru gufu- knúðar, við urðum að kaupa tunnu- siafi til að kynda þær. Eitt árið ; fiuttist ekkert timbur til landsins, j skipunum var sökkt. En nú síðustu aratugi hefur reksturinn gengið n eð ágætum og fyrirtækið aukið við sig vélakosti og húsnæði. Eg hefi alliaf verið ánægður þar sem ég hefi unnið, sagði Jón Haf- fcðason að lokum, og ekki sízt í Völundi. Og marga góða menn hitt á lífsleiðinni, lít ánægður yfir far- irn veg. Jón Hafliðason er tvíkvæntur. r'yri*i kona hans var Ingibjörg Þor- laksdóttir. Hún andaðist 1940 eftir 25 ára sambúð. Þau áttu 4 börn, af þeim eru 2 iátin. Síðari kona Jóns er Arnbjörg Stefánsdóttir, henni fylgdu 4 synir er Jón hefur gengið í iöður stað. Grein þessi hefst á því, að ræða það, með feitu letri, hve templ- arar séu almennt fjárgírugir, og að þeim hafi nú tekizt hvort tveggja, að ná undir sig öllum völdum í Bindindisfélagi öku- manna, svo og að sölsa undir sig tiyggingafélagið Ábyrgð h.f. Á- fram er haldið í sama dúr, og er giein þessi svo rætin, svo full af r. íði um einstaklinga og áminnsta tiyggingastarfsemi yfirleitt, ' að undram læfir. í þessu sambandi viljum við ur.dirritaðir taka fram eftirfar- andi: Það eru ósannindi, að templarar séu búnir að „sölsa undir sig“ BFÖ. Þeir hafa frá upphafi, sem eðlilegt er, staðið framarlega í þeim félagsskap. í aðalstjórn fé- lagsins eru enn t.d. margir sömu menn og voru þar í upphafi, svo sem formaður, ritari og fl. í deild- arstjórnum félagsins eru og víðast sömu menn til forsvars, að Reýkja víkurdeildinni undanskillnmi!, og voru þar í upphafi. Það er rangtúlkun og afflutn- ingur er því er haldið fram í á- minnstri grein Vikutíðinda, að framkvæmdastjóri félagsins, sem ckki er fyriv. læknir, héldur lækn ír. hafi skki viljað halda deildar- fund um tryggingamálin. Hann bað aðeins um nokkurn frest. Það var þegar er þetta var, búið að halda tvo íundi, þar sem einmitt þessi mál höfðu verið mikið rædd, og spurningum svarað. Aðalstjórn félagsins, sem hafði unnið að mál- um þessum af miklu kappi, hafði ekkert á mótl nýjum fundi, en bún vildi helzt ekki, \að hann yrði haldinn fyrr en hægt væri að skýra frá raunverulegum stað- t reyndum, og þá einkum því, að ‘ umsóknir um tryggingaleyfin h.efðu borizt frá Ansvar. Svo var enn ekki á þessum tíma, en um- sóknanna von innan skamms, sem og varð raunin á. Það er ósatt, að sakir hafi ekki verið bornar æ Viggó Oddsson á áminnstum fundi sambandsstjórn- ai. Samþykkt og undirrituð fund- urgerð sýnir annað. Hins vegar munum við undirritaðir ekki ræða nánar að sinni hlut Viggós Odds- sonar í þessum málum öllum, þar eð verið getur, að heimildir Viku- tíðinda, hann varðandi, séu ekki beint frá henum komnar, eða þá rangt með þær farið, sem annað í greininni. Fari hins vegar svo, að framhald verði á fréttum um hlutdeild hans í þessum málum, munum við líta svo á, að það sé með fullum vilja hans og vitund. Skal þá ekl$i standa á okkur að svara og ieggja fram fullnægjandi gögn, verði ástæða talin til. Það er ósatt, er því er haldið fram í grein Vikutíðinda, að fé- lagið (Vikutíðindi hljóta hér að eíga við Reykjavíkurdeildina, því foimaður félagsins er enn sá sami og verið hefur frá upphafi) hafi verið formannslaust um nokkurra mánaða skeið. Varaformaður tók strax við embætti deildarformanns og gegndi því þar til á aðalfundi deildarinnar í lok febrúar s.l. Það er líka ósatt, að nýafstað- inn aðalfundur hafi ekki staðið nema í hálftíma. Á honum mættu fiestir sömu menn og áður höfðu I.elzt látið sjá sig á fundum deild- arinnar. Ekki kom þar fram nokk- ur aðfinnsla varðandi framkvæmd á tryggingamálum, sem aðalstjórn félagsins hafði verið falið af síð- asta sambandsþingi að sjá um — samkvæmt tillögu Viggós Odds- sonar. Þá er það annar aðalþáttur níðgreinar Vikutíðinda, scm fjall- or. eins og blaðið kemst að orði, um Ábyrgð h.f. „tryggingafélagið BFÖ“. Þar gengur rógurinn svo langt, að ekki er vafi, að mjög er saknæmt. Skulum við athuga það nokkru nánar. Það eru hrein ósannindi, að á nokkrum iundi, sem haldinn hefur verið í Reykjavíkurdeild BFÖ, hafi verið skýrt svo frá, að hluta- íé Ábyrgðir h.f. væii í höndum fiögurra manna og Stórstúku ís- lr.nds, og að krafa um slíkt hafi komið fram frá Ansvar. Það er einnig ósatt, að Ansvar fcafi tekið að sér enduitryggingar fyrir Ábyrgð h.f. Það er Ansvar, sem tryggir hér. Ábyrgð h.f. er cnn aðeins umboðsfélag þess fé- lags. Það er lika einber tilbúningur, að stórstúkan eigi 5 hluti BFÖ 15 fciuti og tiu einstaklingar 1000 krór.ur hvei Þetta sem annað í Bindindisfélag ökumanna og Ábyrg’ð h.f.: Rógi hnekkt Svar viíS forsíougrein í Vikutíðindum 3. marz s.l. grein Vikutíðinda er hreint skrök og afflutningur. Það er ósatt, að allir einstak- fcngshluthafar í Ábyrgð h.f. séu í stjórn Bindindisfélags öku- raanna. Það er líka ósatt, að BFÖ hafi ekki látið skrá sig fyrir nema 1500 krónum í Ábyrgð h.f. Þá er hað áburður Vikutíðinda um að öll skjöl varðandi skrásetn- ingu Ábyrgðar h.f. hafi horfið. Hér er svo langt gengið, að öll- um hlýtur að ofbjóða. Er hér verið að bera stórkostlega saknæmt at- Læfi á opinbera starfsmenn, eða máske innbrct á menn. í stjórn Á- byrgðar h.f.? Og svo hugleiðingar blaðsins um það, sem þarna hafi skeð. Hér er of langt gengið, eins og raunar alls staðar í grein þessari, sem e; öll með þeim endemum, að við njinnumst vart að hafa séð annáð eins áður borið fyrir fólk. Enda greinin öll skrifuð af svo miklu hatri og íllvilja, að fátítt mun vera. Þá teljum við rétt, að hé’r komi fram, hvernig málum er skipað í Ábyrgð h.f. Alls staðar í heimin- um, þar sem sérstakar tryggingar hafa verið stofnaðar fyrir bind- ir.dismenn, hafa það, eins og eðli- legt er, verið bindindissamtökin, sem hafa haft forgöngu um þau roál, lagt fé til starfseminnar og skipað menn í stjórnir. Eða hverj- fc* skyldu fremur gera það? Hér á íslandi var auðvitað á- kveðið að haga þessu á sama hátt í fullu samráði við Ansvar. V«r strax frá upphafi ákveðið. að Bindindisfélag ökumanna skyldi veiða lang stærsti hlutháfinn, b.e. ekki einstaklingar úr félagsskapn- um, heldur félagsheildin sjálf. Næst flesta hluti, en þó miklu færri, skyldi Stórstúka íslands fcafa og þá Ansvar fæsta. Saman- lagt varð þetta % af öllu hluta- fénu, sem aðeins var 25 þúsund krónufc, enda engin þörf fyrir um- boðsfélagið að ráða yfir meiru fciutafé, þar eð Ansvra tekur alla tjónaáhættuna. Tekjur til daglegra rtkstrarútgjalda eru auðvitað ætl- aðar Ábyrgð h.f. samkvæmt sér- stökum samningi. Eftirstöðvar hlutafjárins voru því einar 5 þúsund krónur, sem skiptust í tíu 500 króna hluti. Kveijum dettur í hug. að hægt sé að hefja almennt hlutafjárútboð n>eð tíu hluti? Nei, áreiðanlega engum manni, sem um málið hugsar. ' Hefði hins vegar Ábyrgð fc.f. strax orðið sjálfstætt trygg- irgafélag, var öðru málj að gegna. Þá hefði verið nauðsynlegt að j aíla strax mikils hlutafjár með aimennu útboði á meðal bindindis- manna innan lands. Nú er_bað svo, að íslenzk lög kveða svo á að hlutafélag verði ekki ktofnað nema einstaklingar komi til. Hverjir var þá eðlilegt, að ættu fyrst Kost á því að ráða yfir þessum fáu og litlu hlutum. Var ekki heppilegt, að bað yrðu e!nmitt þeir menn, sem ötulast hófðu unnið að framgangi þessa r áls alls. Að vísu ekki til þess. að þeir gætu átt hlutina, heldur n.átt; ætla, að atkvæði þau, sem lylgdu þessum hlutum, væru í góðum höndum hjá þessum mönn- um, að mörgm öðrum ólöstuðum, varðandi allt, sem snerti hag og v.ðgang Ábyrgðar h.f. Eða finnst rrönnum, að þessi atkvæði hefðu t.d. verið betur komin í höndum fceimildamanna Vikutíðinda? Þá er pað allur gróðinn, sem rægitungur segja, að þessir menn eigi að hafa af þessum 500 krón- um sínum. Nú er það svo, að samkvæmt samningi við Ansvar er gert ráð fyrir því, að Ábyrgð b.f. verði' ekki síðar en innan 5 ára að alinnlendu fyrirtæki, og þá í formi gagnkvæms trygginga- félags — ^kki hlutafélags. Hefur þetta alls staðar verið stefna An- svar, þar rem það hefur byrjað tryggingastarfsemi, að húin yrði sem fyrst vunlend, og sums staðar orðið það strax frá uppháfi. Nú er það að vísu svo, að við sem trúum á þessar nýju tryggingar, erum sannfærðir um, að þær geti borið sig. Hins vegar mætti það verða meiri ofsagróðinn, ef 500 krónur yrðu að stórfé á örfáum árum, enda eigum við, þessir fáu h.uthafar heldur ekki von á því. En það að þeir menn hins æg- ar, sem ötulast hafa gengið fram i því að afflytja þessa nýju trygg- ingastarfsemi. virðast einmitt telja, að hluthafi með einn lítinn £00 kr. hlut geti átt von á ofsa- gióða á stuttum tíma, sýnir bezt að þeir hinir sömu telja tiygging- ar þessar Jífvænlegar, og þá um leið sjálfsagðar og nauðsynlegar. Er. gæti ekki afstaða þessara nianna einmitt markast af ein- hverjum annariegum áhugamál um, einhverju öðiu en því. að þeir telji okkur þessum fáu og l'tlu hluthöfum. ofsagróða bú- inn? . - Að lokum aðeins þetta: Áminnzl níð- og rógskrif Vikutíðinda og’ á burður um óeðlilegar auðgunartil- raunir einstakra manna o. fl., svo og beinn atvinnurógur varðandj hag Ábyrgðar h.f., mun verða at- hugað nánar fyrir dómstólum landsins, og þar mun ábyrgðar- manni Vikutíðinda, Haraldi Teits- syni, gefinn kostur á að standa fyrir máli sínu og það má hann vita, að þar mun mál okkar verða fekið af fyilstu einbeitni. Reykjavík, 4. marz 1961. Ásbjörn Stefánsson. ritari og framkvæmdastjóri BFÖ. Benedikt S. Bjarklind , stjórnarformaður Ábvrgðar h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.