Tíminn - 08.03.1961, Blaðsíða 14
14
TÍMINN, miðvlkudaglnn 8. marr 1961
nr mlnn, taka við ábyrgð á
íjölskyldunni. Eftir nána í-
hugun virðist mér hvorugur
sonur minn hæfur til þessa
hlutverks. Ástkær sonur minn
Roger hefur ekkert fjármála-
vit, og þótt hann sé góðviljað
ur og elskulegur er hann of
áhrifagjarn til að hafa góða
dómgreind. Son minn Philip
skortir svo mjög sjálfstraust,
að honum er ekki annað fært
en Öraga sig í hlé frá daglegu
lífl. Sónarsonur minn Eustace
er mjög ungur og ég held hann
hafi heldur ekki nóga dóm-
greind til að bera. Hann er
veikgerður og liggur undir á-
hrifum frá þeim sem hann
kynnist. Aðeins sonardóttir
mín Sofia, virðist mér hafa þá
eignileika til að bera sem nauð
synlegir eru. Hún er gædd
skynsemi, dómgreind, hug-
rekki , heiðvirðri og fordóma
lausri hugsun og ég held hún
sé rausnarlynd. Henni fel ég
velferð fjölskyldunnar og
minnar góðu mágkonu, Edith-
ar de Haviland, sem ég er
mjög þakklátur fyrir ævilanga
tryggð við fjölskylduna.
Þetta nægir til skýringar á
meðfylgjandi skjali. Erfiðara
verður að skýra fyrir þér
gamli vinur, að ég skyldi grípa
til undirferli í þessu sambandi.
Ég taldi viturlegt að forðast
getgátur um ráðstöfun eigna
minna, og ég hef alls ekki í
huga að láta fjölskylduna vita,
að Sofia er erfingihn. Þar sem
báðir synir mínir hafa þegar
hlotið riflegan skerf tel ég
ekki að ákvæði þessarar erfða
skrár auðmýki þá.
Til að koma í veg fyrir for-
vitni og getgátur bað ég þig
að gera mér erfðaskrá. Hana
las ég upphát fyrir alla fjöl-
skylduna. Eg lagði hana á
skrifborð mitt, lagði papp-
írsörk yfir og kallaði á tvo
þjóna. Þegar þeir komu ýtti
ég örkinni ofurlítið upp á við
svo að í ljós kom skjal undir,
skrifaði nafn mit þar og bað
þá að rita nöfn sín. Eg þarf
varla að taka fram ap bæði ég
og þeir skrifuðu undir þessa
erfðaskrá sem hér fylgir en
ekki skj alið sem þú hafðir gert
og ég lesið upp.
Eg býst varla við að þú
skiljir hvað kom mér til að
grípa til þesa bragðs. Eg bið
þig aðeins að afsaka, að ég
skildi fara bak við þig. Gam-
all maður vill fá að eiga leynd-
armál sín í friði.
Þakka þér, kæri vinur, fyrir
þá alúð sem þú hefur ævin-
lega sýnt málefnum mínum.
Færðu Sofíu ástarkveðju mín-
ar. Biddu hana að vaka yf-
ir fjölskyldunni og gæta
hennar fyrir ófarnaði.
Þinn einlægur,
Aristide Leonides.
Eg las þetta merkilega skjal
af athygli.
— Furðulegt, sagði ég.
— Einstaklega furðulegt,
sagði Gaitskill og stóð á fæt-
ur. Eg endurtek að mér finnst
minn gamli vinur hefði þó
getað treyst mér.
— Nei, Gaitskill, sagði fað-
ir minn. Hann var bragða-
refur að eðlisfari. Hann kaus
helzt að fara aftan að hlut-
unum.
— Satt var orðið, sagði
Taverner. Hann var bragða-
HÚS
refur ef nokkur hefur verið
það.
Hann talaði af tilfinningu.
Gaitskill arkaði út óblíðk-
aður. Hann hafði særzt inn í
innstu kviku lögfræðingssál-
ar sinnar.
— Þetta hefur komið illa
við hann, sagði TaveAier. Fyr
irtæki hans er mjög virðu-
legt, Gaitskill, Callun og Gait
skill. Hann hafði hálfa tylft
lögfræðinga í þjónustu sinni.
Hann var sannkallaður
bragðarefur!
— Og aldrei meiri en þegar
hann gerði erfðaskrána, sagði
faðir minn.
— Við vorum fífl, sagði
Taverner. Þegar maður hugs-
ar um það, er augljóst, að eini
maðurinn sem gat hafa haft
brögð í tafli var sá gamli sjálf
ur. Og okkur datt bara aldrei
i hug, að hann kærði sig um |
það.
Eg mundi eftir yfirburða-'
brosi Josefine þegar hún1
sagði: Er ekki lögreglan
heimsk?
En Josefine hafði ekki ver-
ið viðstödd þegar erfðaskráin
var lesin upp. Og jafnvel þótt
hún hefði legið á hleri við
skráargatið (eins og ég gat
vel trúað henni til) gæti hún
tæpast hafa gizkað á hvað afi
hennar hafði fyrir stafni. Hví
þá þennan yfirburðasvip?
Hvað vissi hún sem kom henni
til að kalla lögregluna
heimska? Eða var hún bara
að grobba enn einu sinni?
Eg vaknaði upp við þögnina
í herberginu, — bæði Tavern-
er og faðir minn horfðu á
mig. Eg veit ekki hvað í fari
þeirra kom mér til að hrópa í
mótmælaskyni:
I
38
— Soffia vissi ekkert um
þetta! Alls ekkert!
— Nei? sagði faðir minn.
Eg vissi varla hvort það var
samþykki eða spurning.
— Hún verður furðu lostin!
— Já?
— Furðu lostin!
Það var þögn. Þá hringdi
síminn á skrifborði föður
míns af skyndilegu offorsi.
— Já? Hann lyfti tólinu,
hlustaði og sagði síðan: Gefið
henni samband.
Hann leit á mig.
•— Það er hún, sagði hann.
Hún vill tala við þig. Það ligg
ur á.
— Sofia? ,
— Charles? Ert það þú?
Það er — Josefine. Rödd
hennar skalf.
— Hvað um Josefine?
— Hún hefur fengið högg á
j höfuðið. Heilahristing. Hún . .
! hún er illa fárin . . . Þeir segja!
j að það sé ekki víst að hún
' hafi það af.
Eg sneri mér að hinum
tveimur.
— Josefine hefur verið rot-
uð, sagði ég.
Faðir minn tók heyrnar-
tólið úr hönd mér. Um leið
sagði hann hvasst:
— Eg sagði þér að hafa
auga með barninu . . .
Eftir örskamma stund vor
um við Taverner á hraðri ferð
í lögiæglubifreið í átt til Swin
ly Dram.
Eg mundi eftir Josefine þar
sem hún kom ofan af háa-
loftinu og gaf eitthvað í skyn
um „næsta morð“. Ekki hafði
blesað barnið haft hugmynd
um, að hún sjálf yrði næsta
fórnarlamb morðingjans.
Fyrir sjálfum mér játaði ég
ásökun föður míns. Auðvitað
hefði ég átt að hafa auga
með Josefine. Þótt Taverner
eða ég hefðum hvorugur
fundið nokkur spor eftir morð
ingjann var alls ekki ótrúlegt
að Josefine hefði komizt á
slóð hans. Það sem ég hafði
tekið fyrir barnaskap og
„grobb“ gat vel haf verið ann
að og meira. Við eftirlætis-
iðju sína, að snuðra og njósna
gat Josefine vel hafa komizt á
snoðir um eitthvað sem hún
sjálf gat ekki hafa metið
réttilega.
Eg mundi eftir greininni
sem brostið hafði út í garð-
inum.
Þá hafði ég fengið hugboð
um að hætta væri á ferðum.
Og ég hafði þá hegðað mér
samkvæmt þessum grun þótt
mér virtist hann reyfaralegur
og fjarstæður eftir á. Á hinn
bóginn hafði ég átt að gera
mér grein fyrir að hér var um
morð að ræða, að sá sem fram
ið hafði morðið hafði lagt líf
sitt að veði og myndi ekki
hika við að bæta nýjum glæp
til að tryggja sig í sessi.
Kannski hafði Magda feng
ið grun fyrir eitthvert óskil-
greint móðureðli um að Jose-
fine væri í hættu stödd og það
hefði komið henni til að vilja
senda barnið til Sviss með
þessum æsiflýti.
Sofia kom til móts við okk-
ur. Hún sagði að Josefine
hefði verið flutt á sjúkrahús.
Dr. Gray mundi láta vita um
niðurstöður rannsóknarinn-
ar eins fljótt og unnt væri.
— Hvernig gerðl.st þetta?
spurði Taverner.
i Sofia leiddi okkur aftur fyr
ir húsið og inn í lítinn van-
:ræktanlegan garð. -í einu
horninu stóðu dyr í hálfa
gátt.
— Þarna er eins konai
þvottahús, sagði Sofia. Það
er stallur neðst á hurðinni og
Josefine var vön að standa á
honum og sveifla sér fram og
aftur.
Eg mundi hvernig ég hafði
sjálfur sveiflað mér á hurð-
um í bernsku.
Þvottahúsið var lítið og
dimmt. Þar voru nokkrir tré-
kassar, vatnsrör, nokkur af-
lóga garðyrkjutæki og brot-
in húsgögn. Rétt innan við
dyrnar stóð lítið marmaralj ón.
— Þettá var við aðaldymar,
sagði Sofia. Það hlýtur að
hafa verið sett upp á hurðina.
Dyrnar voru lágar, náðu að-
eins eitt fet yfir höfuð hon-
um.
— Svikagildra, sagði hann.
Hann sveiflaði hurðinni fram
og aftur. Síðan laut hann nið
ur að marmaraljóninu en
snerti það ekki.
— Hefur nokkur komið við
þetta? spurði hann.
— Nei, sagði Sofia. Eg lét
engan snerta það.
— Alveg rétt. Hver fann
hana?
— Eg. Hún kom ekki Inn til
að borða klukkan eitt. Fóstra
kallaði á hana. Hún hafði far
ið gegnum eldhúsið og út í
garðinn um fimmtán mínút-
Mlðvikudagur 8. marz:
8,00 Morgunútvarp.
12,00 Hádegisútvarp.
12,50 „Við vinnuna": Tónleikar.
15,00 Miðdegisútvarp.
18,00 Útvarpssaga barnanna.
18,25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
19,00 Tilkynningar.
19.30 Fréttir. ,
20,00 Framhaldsleikrit: „Úr sögxi
Forsytættarinnar" eftir John
Galsworthy og Muriel Levy;
IV. kafli þriðju bókar: „Til
leigu“. Þýðandi: -Andirés
Bjömsson. Leikstjóri: Indriði
Waage. *
20.45 Föstumessa í Fríkirkjunni
(Prestur: Séra Þorsteinn
Björnsson. Organleikari: Sig-
urður ísólfsson).
21.30 „Saga mín“, æskuminningar
Paderewskys; V. (Ámi Gunn-
arsson fil. kand.).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,20 Upplestur: Tvö ævintýri frá
Lapplandi, skráð af Robert
Crottet (Haraldur Bjömsson
leikari þýðir og les).
22.45 Djassþáttur (Jón Múli Árna-
son).
23,15 Dagskrárlok.
Agatha Christie:
RANCSNÖID
EíRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Hvíti
hrafninn
37
Eiríkur starði á skipið í fjarska
og velti því fyrir sér, hvorf það
væri ef til -vill björgun þeirra úr
vandræðunum. Hann gaf mönnum
sínum fyrirskipanir og leit síðan
aftur á skipið, sem lá svo freist-
andi við ströndina í fjsraka. En
þegar þeir loks komust svo nærri,
að hann sá það vel, sá hann að það
var hans eigið skip, sem hvíti
hrafninn hafði komizt undan á.
„Rannsakið skipið vandlega og vit
ið hvort þið finnið nokkur spor
eða annað til að fara eftir“, skipaði
hann fyrir um leið og hann hljóp
sjálfur í átt til hins eyðilagða
skips síns. Þegar hann sá brotinn
bóginn, fékk hann sting fyrir hjart
að. „Við verðum að rannsaka um-
hverfið", sagði hann um síðir. —
„Það er ekkert að finna hér“.
Hann sneri sér við, en í sama bili
kom hann auga á framandlegan
náunga, sem stökk fram undan
kletti. Um leið kvað við heróp og
loftin fylltust bardagagný — órrust
an í fullum gangi.
/