Tíminn - 16.03.1961, Síða 8

Tíminn - 16.03.1961, Síða 8
VETTVANGUR ÆSKUNNAR RITSTJÓRI: JÓN ÓSKARSSON ÚTGEFAND.I.: SAMBAND UNGRA FRAMSOKN ARMAN NA Á sunnudaginn var stofnað Félag ungra Framsóknar- manna á Akranesi, og eru stofnendur um 50. Þessi stofn- un F.U.F. á Akranesi er gott dæmi um sigurgöngu Fram- sóknarflokksins við sjávarsíð- una og er greinilegt að æskan fylkir sér æ meir undir merki flokksins. Ritstjóri Vettvangs- ins átti þess kost að sitja stofn fundinn og fer hér á eftir stutt frásögn af fundinum. Stofnfundurinn var haldinn í Góðtemplarahúsinu á Akranesi cg hófst með því, að Þórhallur Sæmundsson bæjarfógeti setti fundinn og bauð fundarmenn og gesti velkomna. Af hálfu Sambands ungra Fram- j sóknarmanna voru viðstaddir stofn unina, formaður S.U.F., Örlygur. Kálfdánarson; varaform. S.U.F., Jón Óskarsson, gjaldkeri S.U.F.,! Markús Stefánsson; Ingi Ársæls-j son, form. skólanefndar félags- málaskólans, og Hörður Gunnars- son form. F.U.F. í Reykjavík. Þórhallur flutti stutt ávarp og lýsti yfir ánægju sinni yfir áhuga og þessu framtaki hinna yngri nranna og kvað þá mundu flytja með sér nýja vakningu og kraft íj raðir Framsóknarmanna og halda á loft merki hugsjóna og srtefnuj flokksins og gera hann hæfari til að fylgjast með hræringum í fé- lagsmálum þjóðarinnar. Fundarstióri stofnfundarins var! Markús Stefánsson gjaldkeri S.U. j F og fundarritari Ásgeir R. Guð- r.;undsson. Sigurður Haraldsson rakti í stuttu máli forsögu stofn- unarinnar, en hann hefur átt einna drýgstan þátt í að undirbúa stofnunina. Sagði Sigurður, að þessi félagsstofnun hefði að vísu verið á döfinni nokkurn tíma, en verulegur skriður hefði ekki kom- izc á málið fyrr en á síðasta aðal- fundi Framsóknarfélags Akraness, en þá hefði verið kosin 5 manna nefnd til að undirbúa stofnunina Fór Sigurður nokkrum orðum um hlutverk ungra manna í flokks- starfinu og þau miklu verkefni er FUF stofnað á Akranesi Þorsteinn Ragnarsson kjörinn formaður. Örlygur Hálfdánarson, form. S.U.F. flytur kveSju sambandsins; Markús Stefánsson, gjaldlceri S.U.F. fundarstjóri stofnfundarlns og Ásgeir R. Guðmundsson, ritari fundarins og hins unga félags. Magnússon, Birgir Hannesson, Jó- hann þorsteinsson. Endurskoðendur voru kosnir láll Bjarnason og Bent Jónsson og til vara Hallgrímur Hallgrims- son. Þá var kosin skemmtinefnd og e;ga þessir sæti í henni: Hjörtur Magfl-ússon, Sigurður Guðjónsson, Halldör Jónsson, Bergmann Þor- leifsson. Loks var kosið í fulltrúaráð Framsóknarfélaganna og eiga Hreggviður Sigríksson og Ólafur J. Þórðarson sæti í því ásamt for- m.anni félagsins. Að loknum kosningum kvaddi Hreggviður Sigríksson sér hljóðs og bar upp eftirfar'andi ályktun: „Stofnfundur Félags ungra Framsóknarmanna á Akranesi fordæmir harðlega þann upp- gjafarsamning, sem íslenzka rík- isstjórnin hefur gert við Breta nú fyrir skömmu. Fundurinn telur, að með þess- um samningi hafi íslenzka ríkis- stjórnin gersamlega brugði/t þjóðinni, og skorar á alla sanna íslendlnga að veita núverandi stjórnarflokkum verðugt svar í fyllingu tímans fyrir svik sín og undirlægjijhátt í þessu lífshags- munamálj þjóðarinnar." Sagði Hreggviður, að sér fynd ist vel við eiga að hið unga félag notaði þetta tækifæri til að lýsa aístöðu s-inni til þessa mikilvæga máls, sem 'arðaði alla þjóðina og ekki sízt Akurnesinga. Urðu nokkrar umræður um á- BJARNi TH. GUÐMUNDSSON þciiTa biðu í framtíðinni. Hvatti hann til sarr.heldni og einingar, og taidi það nauðsynlegt skilyrði til frekari uppbyggingar þjóðfélags- ins. Hann varaði við áróðri öfga- Lokkanna og bað menn fylkja sér urn hina frjálslyndu, íslenzku um- bótastefnu Framsóknarflokksins. Þegar Sigur'ður hafði lokið máli lyktunina og var hún samþykkt samhljóða. Þá kvaddi sér hljóðs Bjarni Theódór Guðmundsson bæjarfull- tiúi Framsóknarmanna á Akra- nesi. Óskaði hann hinu nýja fé- lagi til hamingju og ræddi síðan um Framsóknarflokkinn, starf hans og forystu í umbótamálum þjóðarinnar. Hann kvað flokkmn vera umbótasinnaðan flokk. sem væri laus við allt ofstæki og and- stæðan öfgum til hægri og vinstri. Hvatti Bjarni hina ungu menn til að styðja flokkinn af alefli, því að velgengnj þjóðarinnar væri tryggð, ef fíokkurinn réði ferð- inni og þjóðin hefði þegar notið í ríkum mæli ávaxtanna af starfi flokksins og ætti eftir að gera. Einnig minntist Bjarni á nokkra þætti í bæjarmálum Akraness og las síðan upp kveðjur frá Daníel Ágústínussyni, en hann gat ekki verið viðstaddur félagsstofnunina. Ilörður Gunnarsson færði félaginu kveðjur frá F.U.F. í Reykjavík. Örlygur Hálfdánarson flutti á- varp fyrir hönd Sambands ungra Framsóknarmanna. Gerði hann grein fyrir skipulagi og störfum S.U.F. og kvað það meginverkefni samtakanna að samstilla krafta ungra Framsóknarmanna og fylkja þeim um hugsjónamál sín og stefnu og veita fram þeim skoð- unum, sem til hagsbóta eru fyrir þjóðina og vekja hana til skiln- (Framhald á 13. síðu.) SIGURÐUR HARALDSSON Frá stofnfundinum. ÞÓRHALLUR SÆMUNDSSON ; sinu, bar t'undarstjóri stofnun fé- ! Ir-gsins undir fundarmenn og lýsti 1 siðan formiega yfir stofnun fé- lagsins eftir að hún hafði verið srmþykkt. ! Því næst var frumvaip til laga fyrir félagið lagt fyrir'fundinn og 1 var það samþykkt óbreytt. Þá fór.i | fram kosningar til trúnaðarstarfa fyrir hið nýja félag. í stjórn voru kosnir: Þorsteinn Ragnarsson, formaður: Ójafur ;J. Þórðarson, varaform Ásgeir R. Guðmundsson, i ritar'- Lhgurður Guðjónsson, gjaldkeri; Hjörtur Magnússon, ^Hreggviður S’gríksson, Sigurður Haraldsson, I nieðstjórnendur. I Varastjórn skipa: Jón Heiðar Stjórn F.U.F. á Akranesi: Sltjandi frá vinstri: Ásgeir R. Guðmundsson, rit- ari; Þorsteinn Ragnarsson, formaður; Sigurður Guðjónsson, gjaldkeri. Standandi frá vinstri: Ólafur Guðjónsson, varaformaður; Sigurður Har- aldsson, Hjörtur Magnússon, Hreggviður Sigríksson, meðstjórnendur. Málfundanámskeið FUF Hafnarfirði Um nokkurt skeið hefur Fé-! lag ungra Framsóknarmanna í Hafnarfirði starfrækt mál- fundanámskeið, en félagið var stofnað s. I. haust. Erindreki S.U.F., Hörður Gunnarsson, hefur annazt leiðbeiningar i| ræðuflutningi. Aðaláherzla hefur verið lögð á þjálfun í mælskulist, en ýms þjóð- i mál verið rædd jafnframt. Fund- i: hafa verið haldnir vikulega, á föstudagskvöldum og hefur leið- beinandi flutt stutt eiindi í upp- hafi hvers fundar. S. 1. föstudag mættu Örlygur Iíálfdánarson, form. S.U.F. og Jón Óskarsson, varaform. S.U.F. á námskeiðinu. Örlygur flutti nám- skeiðinu kveðjur frá S.U.F. og bauð hið unga félag þeirra Hafn- firðinga velkomið til starfa í sam- tökum ungra manna innan Fram- sóknarflokkrins. Einnig ræddi hann lítiilega framtíðarhlutverk Framsóknarflokksins og þann h.ut er æskan ætti að eiga í því. F.U.F. er næstyngsta félagið í samtökum ungi'a Framsóknar manna og er vel til fallið að það- hefji starf sitt með málfundanám- skeiði sem þessu, þar sem ræðu- mennska er eitt veigamesta taékið í öllu félagsstarfi. Námskeiðið er um það bil hálfn- að, en ungu fólki, sem kynni að hafa áhuga á þátttöku, er velkomið að bætast í hópinn núna og getur þá haft samband við formann íé- lagsins, Ólaf Friðjónsson. Næsti fundur er annað kvöld, föstudags- kvöld, kl. ð í Góðtemplarahúsinu, uppi'. /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.