Tíminn - 16.03.1961, Page 12

Tíminn - 16.03.1961, Page 12
RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Tveggja stiga munur í fyrrakvöld fói fram að Hálogalandi körfuknattleikur milli íslenzka landsliðsins og úrvalsliðs af Keflavíkurflug- velli — en það lið er nýkomið hingað frá Bandaríkjunum, þar sem það keppti á ýmsum stöðum við ágætan orðstír. Úr- slit í 'eiknum í fyrrakvóld urðu þau. að Bandaríkjamenn irnir sigruðu naumlega með 55 stigum gegn 53. og var það betri útkoma fyrir íslenzka liðið en búizt hafði verið við. íslenzka liðið lék mjög vel framan af og hafði þá örugga forustu — í hléi var um 10 stiga munur því í vil. í síðari há^fleiknum hertu Banda- ríkjamenn hins vegar róður- inn, léku mun fastar en áð- ur, og tókst að minnka mun- inn stöðugt. Skoruðu þeir sig- urstigin á síðustu sek. leiksins, þó eftir mistök íslenzka dóm- arans, sem dæmdi íslenzka lið inu í óhag, og Bandaríkja- menn náðu knettinum og skoruðu. Langbezti maður íslenzka landsliðsins var Þorsteinn Hallgrímsson, en leikur hans var oft mjög góður, til- breytingaríkur og skemmti legur. Flest stig skoraði Hólmsteinn Sigurðsson,, ll, en þeir Birgir Örn Birgis, Einar Matthiasson og Þor- steinn Hallgrimsson skoniðu átta stig hvor. Fyrirhugað er, að annar leikur milli þessara sömu liða fari fram 25. þessa mán aðar, en þetta eru æfingaleik ir fyrir íslenzka landsliðið. sem mun leika landsleiki í Kaupmannahöfn fyrst í apríl. A undan leiknum í fyrra^ kvöld sýndu vamarþðsmenn af Keflavíkurflugvellinum blak. og tókst það ekki nema í meðallagi. Einkum kom á- horfendum á óvart hve iila leikmenn voru uppfærðir. þar sem hér var um sýningu að ræða. Húsið var nær þétt- skipað áhorfendum. * ÞEIR KOMA HEIM 1 KVÖLD í kvöld er íslenzka landsliðið í handknattleik væntanlegt heim. Liðið kemur með flugvél Loftleiða frá Kaupmannahöfn og er búizt við að hún komi um átta-leytið í kvöld — en þó getur það hæglega breytzt. Frammistaða iiðsins hefur að vonum vakið mikla athygli bæði hér heima og eins erlendis, enda hefur íslenzkur íþróttaflokkur sjaldan náð betri árangri á erlendri grund. Og það verður ekki langt að bíða, að okkur hér heima gefst tækifæri til að sjá hið ágæta lið okkar í leik. Hinn 21. þessa mánaðar er væntanlegt hingað Gautaborgarliðið Heim, sem varð í öðru sæti í sænsku meistarakeppninni, en tvö árin á undan varð það sænskur meistari. Fyrirhugað er, að þetfa sænska lið lelki að minnsta kosti einn leik gegn íslenzka landsiiðinu, og verður sá leikur í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli. Ekki er enn ákveðið hvaða dag þessi leikur verður. í sænska liðinu eru tveir menn, sem léku með sænska landsliðinu í heimsmeistarakeppninni, en Sviar hlutu sem kunnugt er bronzverðlaunin í keppninni — og í leiknum, sem íslenzka landsliðið lék við Svíana unnu Svíar með 18 mörkum gegn 10. Og eitt er víst, að gaman verður að sjá tandslið okkar leikavið hið ágæta Gautaborgarlið, sem er eitt bezta félagslið i heiminum. Myndin hér að ofan er af íslenzku landsliðsmönnunum, og þeir verða áreiðanlega margir, sem fagna heimkomu þeirra í kvöld. í efstu röðinni eru talið frá vinstri: Karl Benediktsson, Fram, Einar Sigurðsson, FH, Pétur Antonsson, FH, Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR, sem varð elnn markhæsti leikmaðurinn í heimsmeistarakeppninni, og Hermann Samúelsson, ÍR. Miðröð: Ragnar Jónsson, FH, Karl Jóhannsson, KR, sem báðir skoruðu mikið af mörkum í keppninni, Örn Hallsteinsson, FH, og Kristján Stefánsson, FH. Fremsta röð: Erlingur Lúðvígs- son, ÍR, Hjalti Einarsson, FH, einn bezti markmaðurinn í heimsmeistarakeppninni, Sólmundur Jónsson, Val, og Birgir Björnsson, FH, fyrir- liði landsliðsins. Velkomnir heini, piltar. -og leika fljótlega við sænska liðið Heint tÆMIrWtrSiiríSarSxltrírtríívl

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.