Tíminn - 23.04.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.04.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, sunnudaginn 23. april 1961. FYRSTA ÁSTIN Smásaga eftir Aase Scmidt Teikning: Solveig Johansen ★ Hún var með þeim yngstu í bekknum. Hún var ekki sér lega falleg. Andlitið var fölt og magurt og hárið fléttaði hún andstætt tízkunni. Það vildi losna úr fléttunum og þá kom i ljós að hún var í betra lagi hárprúð. En það var í rauninni það eina, sem hún hafði sér til gildis hvað útlitið snerti. Eigi að síður var hún vin- sæl en mest vegna þess hvað hún var viljug að hjálpa fé- lögum sínum við stílgerð eða reikningsdæm sem þeir réðu ekki yið. Hún var snillingur að gefa hugmyndir í stíla og gat hvíslað ártölum nægilega skýrt til að félagarnir næmu þau og án þess að það bær ist að kennaraborðinu Það var hjálpsemin sem bjó henni vinsældir og henni fannst gott að vera vinsæl. Hún vermdi sig við vinsæld imar. Hún hafði þetta í stað fyrir að njóta þeirra ánægju stunda sem útlitið meinaði henni. Hún kunni líka vel að hlusta á harmatölur ann arra, hlustaði vel og kom með smá athugasemdir við og við og gætti þess að trufla aldrei frásögnina. Þess vegna vissi hún um öll ástarskot sem fyr ir komu í bekknum, ham- ingjusamleg og óhamingju- samleg. Hún komst í snert- ingu við þessi ástamál sem þriðja persóna og gerði sig ánægða með það. Þó dreymdi hana um að taka virkari þátt í leiknum og vera sjálf til frásagnar. En hún lét engaci komast á snoðir um tilfinn- ingar sínar og engum datt í hug að hún bæri nokkrar tilfinningar sjálf. Hún var krakkinn í bekknum. Krakk inn sem hægt var að tala við um hitt og þetta þvi hann skildi það í rauninni ekki til fulls. Hún lét því engan gruna þegar hún sjálf varð ást- fangin í fjrrsta sinn. Mán- uðum saman hagaði hún sér nákvæmlega eins og hún var vön. Hann sem hún var skot in í grunaði það varla. Hann hefði orðið hissa ef hann hefði komizt að raun um hversu þýðingarmikill hann var orðinn í hennar augum. Hann var elnum bekk á undan henni. Hann kom um sama leyti á morgnana og stóð þá oft við útidyrnar þeg ar hún kom, ekki vegna henn ar heldur þess að hann vildi njóta útiloftsins eins lengi og hægt var. Gleðin sem hún hafði af að mæta honum við dyrnar var éins og næring, sem dugði henni þar til hún sá hann næst. Hún vissi að hann var skot inn í annarri skólastúlku, en það hafði lítil áhrif á tilfinn ingar hennar. Hún vænti sér einskis. Hún hefði orðið undr andi ef hann hefði gefið sig á tal við hana. Hún bjóst ekki við að hann bæri kennsl hana fremur en aðra. Henni brá þegar hann eitt sinn eft ir síðustu kennslustund stöðv aði hana í skólagarðinum og spurði formálala.ust hvort hún vildi koma í bíó. Hún horfði á hann ráðvillt. Roði þaut útí kinnarnar og um stund var eins og fæturnir ætluðu að svíkja hana. En hún hvíslaði — Já. Hún hafði verið utan við sig seinni partinn, friðlaus og vildi ekki borða. Mamma hennar var undrandi á þessu háttalagi en hún spurði einsk is og lofaði henni að fara athugasemdalaust. En skrýt ið var að hún fór 1 nýju káp una sina, háhæluðu skóna og bað mömmu sína að lána sér varalit. Hann stóð við anddyrið þegar hún kom að bíóinu og þau fóru inn og tóku sér sæti án þess að segja margt. Svo var slökkt 1 salnum og þau gátu setið þegjandi án þess það virtist kjánalegt og taugar hennar slöknuðu eftir margra tíma spennu. Það var unaðslegt að sitja við hliö hans í myrkrinu. Hún hallaði sér aftur á bak og fann snertinguna við hand- legg hans á stólarminum. Hún náði hátindi lífs síns meðan sýningin stóð yfir. Hún gat þó varla trúað að það sem hana hafði dreymt um í kyrrþey hefði nú rætzt svo skyndilega. Að það væri í raun og veru hún sem sæti þar við hlið hans og horfði og skynjaði þaö sama og hann. Hún gat ekki gert að því en hamingja hennar var svo mikil að tárin brutust skyndilega fram í augna- krókana. Kökkurinn í brjóst inu linaðist meðan tárin runnu hægt niður kinnarnar og hún neri saman höndum meðan hún grét og brosti í senn. Hann vissi þetta ekki. Eða vildi kannski ekki horfa á hana gráta vegna þess að gráturinn hefði komið hon- um í aðstöðu sem hann hefði ekki ráðið við. Hvað gat hann sagt við stúlku sem var að skæla. Það var heldur ekk- ert til að skæla yfir í mynd- inni. Hún var skemmtileg. Þegar kveikt var og fólk byrjaði að ryðjast að útidyr- unum litu þau hvort á ann að, feimnislega og hvörfluðu augunum. Hún leit undan, því hún þorði ekki að horf- ast í augu við hann og hann gerði það sama því glamp- inn í augum hennar gerði honum undarlegt innan- brjósts. Þau mættu tveimur bekkjarfélögum hans fyrir utan og hún varð hrædd um að hann mundi stanza og tala við þá en hann dró hana af stað. Hún heyrði aðeins að kallað var á eftir honum: —Allt i lagi .... þú .... Hún greindi ekki síðustu orðin. Ef til vill vegna þess að öryggi hennar í myrkrinu hvarflaði fyrir götuljósun- um. Þau fóru hratt. Þau litu hvorki í búðargluggana eða á fólkið sem þau mættu á götunni, né hvort á annað. Þau fóru að tala, þegar þau komu á hliðargötuna heim á leið til hennar. Þau töluðu um skólann og voru sammála um að hann væri leiðinlegur og ekki þess virði að vera þar. Hingað til hafði henni fundizt gaman í skólan um en hans álit gerbreytti hennar í einu vetfangi. Allt í einu greip hann hönd hennar. Það var þegar hún hafði sagt honum hvar hún ætti heima og honum skild- ist að þau ættu að kveðjast. Hún kipptist ofurlítið til við snertinguna og fann aftur hamingjuna streyma um lík ama sinn. Hún þagði. Mál- skrafshæfileiki hennar var horfinn. Hún skynjaði hönd hans lykjast um sína hendi og ekkert annað. Þegar þau komu að hús- inu strauk hann lausu hend inni um kinn hennar, og í fyrsta sinn dirfðist hún að horfast í augu við hann, þótt hún fynndi að gráturinn væri á leiðinni. Ef til vill skildi hann hana því hann lagði handleggina utan um hana þegar hann sá tárin og kyssti þau burt. Morguninn eftir var ham- ingjan enn hjá henni. Hún stökk fram úr rúminu og hentist inn í baðherbergið og var næstum búin að fella pabba sinn er var á sömu leið. Hún hló að fýlusvipn- um á honum og hann horfði undrandi á stúlkuna og glampann í augum hennar. Þá veik hann til hliðar og lofaði henni að komast á undan. Hún horfði á sjálfa sig i speglinum áður en hún beygði sig yfir vaskinn. Hún starði meðan varirnar opn- uðust til hálfs. Brosið breidd ist um andlitið og varð hlát- ur. Óafvitandi lét hún fing- ur sína renna yfir varirnar meðan hún hugsaði um hann. Hann var ekki við skóla- dymar þegar hún kom. Það fannst henni svolítið skrýtið. Kannski hafði hann orðiö seinn fyrir. Hún vafði flétt- unni hugsandi um fingur sér meðan hún gekk inn í skóla garðinn. Þá kom hún auga á hann. Hann stóð mitt í þvögu stráka, sem hrópuðu og slógu hann á axlimar. — Þú vannst. Það datt okk ur aldrei í hug. En hérna hef urðu krónu frá hverjum .... Þeir þögnuðu þegar hún gekk framhjá. Þeir voru skömmustulegir á svipinn, og þegar hún leit á hann sem hann stóð með krónuna í hendinni sneri hann sér undan. Hún starði á hann niður- lútan og skildi. Hún skildi þetta óvænta boð, þögn hans fyrr um kvöldið, orðin sem félagarnir höfðu kallað á eftir honum þegar myndin var búin. Hún skildi fyrir hvað hann var að taka við peningum. Hún hafði verið fórnarlamb í veðmáli uppá fimm—sex krónur. Hún stóð kyrr. Hún veitti því ekki athygli að greip hennar hafði opnast og skóla taskan fallið á götuna. Hún sá heldur ekki andilt hans, sem nú vissl að henni aftur, þvi hún sneri sér við og hljóp út úr garðinum, meðan skólabjallan glumdi. Hann ruddist á móti börn- unum á leið inn í skólann og náði henni úti á götunni þar sem hún hljóp á flótta und- an hárfléttunum. Hann þreif í handlegginn á henni og hvíslaði með erfiðismunum: — Þú verður að trúa mér, .... heyrðu. Þú verður. Þú verður. Augu þeirra mættust aft- ur, hans biðjandi undir hrukkuðu enninu. \ En glampinn var horfinn úr augum hennar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.