Tíminn - 23.04.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.04.1961, Blaðsíða 11
TTHTI7N, sannuðagtnn 23. apm raei. r „Ef hann vill að ég komi, getur hann bara hringt“ MAY BRITT lýsir hjónabandi sínu og svert- ingjans Sammy Davis Sænska leikkonan May Britt hefur nú veriS kvænt svertingjanum Sammy Davis í hálft ár, en sú gifting olli á sínum tíma miklu umtali, vegna litarháttar Sammys. Allt virðist þó hafa fariS á beztan veg, því vel virSist fara á meS þeim hjónakorn- unum, og atvinnutilbo*"m rignir yfir þau sem r i fyrr. Hér birtist grein Jr May Britt sjálfa, sem hún reit fyrir svertingjatímaritiS Ebony, um giftingu og sam- band þeirra hjónanna: Um klukkan hálffjögur sunnu- daginn 13. nóvember 1960 varð ég — sem frægt er orðið — eig- inkona hins þekkta listamanns Sammy Davis yngra. Það var endirinn á atburðarás, sem mun kosta mig vinnuna, vinina og alla mína framtíðarhamingju, ef marka má það, sem fjöldi fólks segir. Og hvers vegna gerði ég þetta? Mér finnst svarið ofur einfalt. Ég elska hann. Og eina ástæðan, sem fólkið hefur gefið mér til þess, að ég skyldi ekki giftast honum er sú, að hann er svartur. Aldrei þekkt svertingja Ég hafði svo sem aldrei látið mér detta í hug, að ég myndi giftast svertingja, einfaldlega af því, að ég hafði ekki þekkt neinn svertingja. Ég held bara, að ég hafi aldrei þekkt svertingja, fyrr en ég kynntist Sammy. Ég kom til Bandaríkjanna árið 1957, og síðustu þrjú árin hef ég gert fjórar kvikmyndir: Ungu ljónin, Þotumar, Bláa engilinn og Náttúlfana. Dag nokkurn kom ung stúlka, sem einnig hafði farið með hlutverk í Bláa engl- inum og sagði: — Sammy Davis ætlar að hafa partý og vill að þú komir. — Ég þekki Sammy Davis ekki neitt, sagði ég. — Ef hann vill að ég komi, getur hann hringt sjálfur og boðið mér. Ást viS fyrstu sýn Það gerði hann, og ég gladd- ist yfir því. Ég hafði reyndar beðið við símann. Eg hafði séð hann koma fram í Rauðu myll- unni í Hollywood og geðjaðist vel að honum. Það sem ég vissi ekki, var það, að hann hafði séð mig í Bláa englinum og vildi þess vegna hitta mig. Svo fór ég í partýið hans, ásamt herra fyrir kvöldið. En við Sammy urðum vinir þegar við fyrstu kynni. Hann bauð mér til Las Vegas til þess að sjá skemmtiatriði hans, og ég fór þangað með mömmu. Síðar fórum við til Mexíkó ásamt 8 öðrum. Sammy var með allar myndirnar sínar með sér, og við horfðum á þær alla nóttina og fram í aftureld- ingu. Þá var það, sem vinátta okkar tók að þróast í ást, og ég var þess vel meðvitandi. Síðan hefur hún stöðugt orðið sterkari. „Bezti náungi " Þegar Sammy fór til London var ég samferða til þess að kynna hann fyrir pabba. Eg var svolítið óstyr'k, þegar ég var á leiðinni út á flugvöll til að taka á móti pabba, en ég býst við, að það séu allar stúlkur við svipuð tækifæri. Sammy var að syngja irm á hljómplötu, og ég hafði hugsað mér að búa pabba vel undir fréttirnar. En þeg- ar við komum heim á hótelið. var Sammy að koma út úr lyft- unni, svo þeir hittust þar í gang- inum, og fallega ræðan mín fór í ekki neitt. Þegar Sammy var farinn og við pabbi komin inn í lyftuna, sagði pabbi: — Þetta er allra viðkunnanlegasti náungi! — Honum geðjaðist að Sammy frá^því að hann sá hann fyrst. Ég hefði áreiðanlega gifzt Sammy, jafnvel þótt foreldrar mínir hefðu beitt sér á móti því. En það er gott að vita, að þau fylgja manni að málum. Illmælgisbréf Það var í London, sem ég fékk fyrsta hatursbréfið. Fyrst komst ég í mikinn æsing, en svo skildi ég, að fleiri kæmu á eftir. En mér finnst, að fólk ætti að hafa eitthvað þaifara við tím- ann að gera en skrifa öðrum ill- mælgisbréf, og ef það hefur það ekki, þá sárvorkenni ég því. Við Sammy höfum aldrei rekið okkur beint á nokkurt kyn- þáttavandamál, en fólkið ræðst úr launsátri, og það er næstum ennþá verra. Meðal skemmti- fólks kemur það aldrei fyrir, því Sammy á þar vini á hverju strái. En þegar \*ið förum út saman að skemmta okkur, sjá- um við oft fólk, sem hvíslast á, bendir á okkur, og lítur okkur grunsemdaraugum. Reyndi að finna afsökun Ég hef hingað til engin óþæg- indi haft af hjdnabandi okkar. Ég hef aldrei verið vinmörg, og sjaldan farið í boð og veizlur. Þá sjaldan að mér hefur verið boðið, hef ég oftast eytt öllum deginum í að reyna að finna ein- hverja afsökun. Kannske era einhverjir kunningja minna á- hyggjufullir yfir okkur Sammy, en það verður að vera þeirra höfuðverkur. Ég læt mér yfir- leitt í léttu rúmi liggja, hvað fólk hugsar og segir. Maður get- ur ekki látið það eyðileggja lífið fyrir sér, því þegar allt kemur til alls, hugsar þetta sama fólk ekki svo mikið um mann, að það taki því að vera að ergja sig yfir því. Þar að auki varaði Sammy mig við. Hann sagði, að ef til vill missti ég vinnuna. Kannske hann líka. Hvað mér viðkemur, hef ég samning við 20th Century Fox. Sá samningur rennur út í júní. Hvað þá tekur við, veit ég ekki enn. Eg vildi gjarna halda á- fram og leika í einni eða tveim- ur kvikmyndum á ári, því mér finnst gaman að þeirri vinnu, en eigi ég að velja milli kvik- myndanna og Sammys, mun ég hiklaust velja Sammy. Maður þekkir ástina Ég held, að ég muni ekki geta rakið allar ástæður til þess, að ég elska Sammy. Ég get ekki lýst því, hvað ástin er, en ég hef þá trú, að maður þekki hana, þegar hún kemur. Og ég veit, að ég hef aðrar tilfinningar nú en ég hef nokkurn tíma þekkt áður. Sammy er hjartahlýr, skyn- samur o'g ærlegar. Það eru eig- inleikar, sem ég dáist að. Þar að auki er hann mjög tillitssamur við mig. Við eigum Cka svo mörg sameiginleg áhugamál. En það bezta er þó það, að við höf- um náð samræmi. Það að vera raunverulega I samræmi við ann- an, er miklu mikilsverðara en það, að geta spilað golf saman. NefiS harla gott Við Sammy erum algerar and- stæður í útliti, og um það þarf ekki að fjölyrða. En mér finnst hann myndarlegur, — hið um- deilda nef hans er í mínum aug- um gallalaust, það setur svip á andlit hans. Og svo er hann svo góður í sér. Það er hægt að tala við hann um hvað sem er og hve lengi sem er, hann er alltaf jafn lifandi og rökfastur. Hann er svo sem enginn engill. Hann getur stundum verið alveg ómögulegur. En það er ekki mitt, að gera uppreisn móti honum. Ég ætla heldur ekki að gera upp- reisn móti heiminum. Ég er bara gift manninum, sem ég elska. May Britt. ÚTBOD j Tilboð óskast í það að gera fokhelt sýningar- ogj íþróttahús í Laugardal. Útboðsskilmálar ásamt uppdráttum fást afhentir í! skrifstofu fræðslustjóra, Vonarstræti 8, gegn 5000 j króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á samá stað 16. maí n. k. kl.j 11.00. Byggingarnefnd Sýningar- og íþróttahúss í Reykjavík. Jörðin Kross II Austur-Landeyjum, Rangárvallasýslu, er til söluf eða ábúðar ef um semst, í næstkomandi fardögum. 1 Jörðin er mikið hæg. Bílvegur heim í hlað. Hluturj í fjörureka. Tún og engjar‘sléttar og véltækar. í Raflýsing og sími. Upplýsingar hjá ábúanda Guðna Gíslasyni og Þórði j G. Magnússyni Nönnugötu 1 B, Reykjavík. Nú f ékk Beta verðlaun! Úthlutun Óskarsverðlaun- anna komu ekki mjög á ó- vart í ár. Þau féllu nokkurn veginn alveg eins og búizt var við. Meira að segja varð nú úr því, að Elísabeth Tayl- or fengi verðlaun, en við því hefur verið búizt fjögur undanfarin ár. Svíþjóð fékk nú nokkra upp- reisn fyrir ósigur Ingemars hnefaleikakappa, því nafni hans Bergman fékk Óskarsverðlaunin fyrir beztu myndina. gerða utan- lands. Það var kvikmyndin „Meyj arlindin", sem Ingemar Berg- man stýrði. Sú veiting er í fullu samræmi við þann áhuga, sem Bandaríkjamenn hafa undanfarið sýnt sænskum kvikmyndum og þeim sem að þeim vinna. „Lykillinn undir mottunni“, heitir sú bandaríska mynd, sem bezt þótti af þarlendum. Hún fékk hvorki meira né minna en fimm Óskara. Henni stýrði Billy Wilder, en aðalleikarar voru Jack Lemmon og Shírley Mac- Laine. — Milli Elisabeth Taylor og Greer Garson var nokkur bar- átta um Óskarsverðlaunin fyrir bezta leik konu á árinu, og Elísa- beth vann. Þykir hún vel að sigrinum komin, því hún hefur verði framai'lega af þeim, sem til greina komu, síðustu fjögur árin. Burt Lancaster fékk tilsvar- andi verðlaun fyrir bezta leik karlmanns. Fyrir bezta leik í auka-kven- hlutverki fékk Shirley Jones Ósk- arsverðlaun. Tilsvarandi verð- laun fyrir karlkynið fékk Peter Ustinov. Gríska kvikmyndin „Aldrei á sunnudögum" fékk að- eins ein verðlaun, þótt búizt væri við, að hún fengi fleiri, en það voru verðlaunin fyrir bezta lag í kvikmynd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.