Tíminn - 23.04.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.04.1961, Blaðsíða 9
9 snnnndagmn 23. april 1961. Vlð skulum hverfa aftur til strokumannanna okkar tveggja, sem við skildum við um síðustu helgi, er þeir riðu í náttmyrkrinu frá Laugar- dælum og stefndu upp Flóa. Nokkuð var liðið á nótt, er þeir komust af stað, og voru þeir ekki komnir nema upp á Skeið í aftureldingu á föstu dagsmorgun. Á Murneyrum sáu þeir til ferða tveggja manna, er riðu skammt frá þeim, en ekki höfðu þeir tal af þeim. Sáu þeir, að ekki myndi af veita að hraða sem mest förinni, ef þeir áttu að sleppa úr byggð, áður 'en eftir reiðarmenn kæmu. Fyrir neðan Stóra-Núp mættu þeir þremur mönnum, sem heilsuðu þeim, tóku þá tali og spurðu, hvaðan þeir væru. Gunnlaugur varð fyrir svörum og sagði, að þeir væru að austan. Einn þessara manna þekkti Jón, Magnús Sigurðsson, sem bjó á Skriðu- felli, enda mátti svo vera, því að hann var náinn frændi hans, ef rétt er, að Sigurður Gottsveinsson hafi verið faðir' Jóns. Um kvöldið voru þeir félag ar komnir undir Hagafjall. Voru þeir orðnir svanglr og hraktir, því að þeim hafði láðt að nesta sig að ráði þeg- ar þeir fóru frá Laugardæl- um. En svo vildi til, að fé varð á leið þeirra og tóku þeir þar kvíaá og slátruðu henni. Fleygðu þeir hausnum í Þjórsá, hleyptu gori úr inn- yflunum og reiddu skrokkinn inn að Rauðukömbum, þar sem þeir höfðu náttból. Suðu þeir þar talsvert af kjötinu og söddu hungur sitt. Á laugardaginn komust þeir inn í Gljúfraleit og gistu þar í gili um nóttina. Höfðu þeir þennan dag tekið hurð frá sæluhúsi, er Gnúpverjar höfðu byggt handa eftirleitar mönnum, og bætt við farang ur sinn. Á sunnudaginn fóru þeir inn yfir Fjórðungsöldu og höfðu náttstað við Hnífa. Luku þeir þar við kjötið, sem þeir höfðu soðið við Rauðu- kamba. Hinn næsta dag var komin þoka, og tók þeim nú fyrir alvöru gerast kalt. Eigi að síð ur héldu þeir áfram og kom- ust í Múlaver, sem er austan við og fram undan Arnarfelli hinu mikla. Settust þeir þar að á grjótmel og reyndu að sjóða það, sem þeir áttu eftir af ærskrokknum. Gekk þeim það illa. Samt varð kjötið þeim að mat og átu þeir með því fjallagrös, sem þeir tíndu. Um cióttina var norðankafald og hið naprasta veður. Treystu þeir sér ekki til þess að halda áfram og tóku því um morg- uninn að hröngla sér upp kofa. Höfðu þeir grjót og leir í veggina, en notuðu sælu- húshurðina sem árefti og þöktu hana með hnausum. Höfðu þeir hrófað upp skýl- inu um dagmálaleytið, lögð- ust fyrir og hugðust bíða betra veðurs. II ' Varla hefði hentað þeim fé Anarfell hið mikla — þar áttu „útilegumennirnir" kaldsama vist á haustdögum. (Ljósm.: Þorst. Jósepsson). Tveir útilegumenn - fjórði þáttur: Haustdagar undir Arnarfelli lögum að hafa langa viðdvöl þarna á melnum, því að ær- skrokkurinn var senn á þrot um, en enn löng leið um ör- æfi á slóðir, þar sem líkindi voru til, að þeir gætu náð ein hverju ætilegu. Var vistin í hreysi þeirra þeim mun ó- björgulegri, að nú tók kuld- inn að sverfa fast að þeim. Einkum var Gunnlaugur illa leikinn. Hann hafði slegið eign sinni á stlgvélin, sem þeir stálu við brottförina frá Laug ardælum, og var hann tekið að kala og stígvélin orðin föst við fætur hans. Sennilega hef ur það orðið þeim félögum til lífs, að dvöl þeirra í þessu greni varð ekki nema nokkr- ar klukkustundir. Allt í einu heyrðist jódyn- ur og mannamál úti fyrir. Það glamraði í beizlum, og hestar frýsuðu. í huga þeirra Gunn laugs og Jóns toguðust á skelf ing sekra manna, sem vita sig umkringda, og feginleik- ur þess, sem eygir von um yl og skjól eftir vosbúð og hrakn ing. Komumenn voru Oddur á Bala og Eiríkur á Hömrum og þrír förunautar þeirra. Varð fátt um kveðjur. Ráku eftirreiðarmennirnir kofabúa út úr hreysinu, bjuggu í skyndi upp á hesta þeirra og sneru til byggða með fangana. Náðu þeir niður í sveit á fimmtudagskvöldið eftir rúm lega tvo sólarhringa. Jón barst litt af á þessu ferðalagi. Var hann rauna- mæddur mjög og grét stund- um ólán sitt, en á Gunnlaugi fannst lítt, hvort honum lík aði betur eða verr. Eitt sinn er þeir hugðu, að samfylgdar mennirnir heyrðu ekki á talí þelrra, varð þeim tilrætt um ána, sem þeir stálu undir Hagafjalli. Spurði Gaunnlaug ur félágá sinn, hvað hann ætlaði áð segja um hana. Jón ( sagðist ætla að segja það, sem satt var. Gunnlaugur spurði þá, hvort hann væri genginn af göflunum — nær væri að segja, að þeir hefðu fundið dýrbitið hræ á afrétt- inum og hirt það sér til mat- ar. En Jón tárfelldi og vildi ekki þiggja ráð Gunnlaugs. III Leitarmennirnir voru ekki fyrr komnir með fanga sína til byggða en hinir iðnu pg áhugasömu bréfritarar þrifu penna sína og skrásettu næsta kafla: „Já, ég hætti við söguna um útilegumennina. Þeir fund- ust eftir fjögurra til fimm daga leit uppi í Arnarfelli, lengst inni á afréttinum á Sprengisandi. Var þá komin ófærð af snjó, svo að þeir höfðu byggt sér grjótbyrgi og höfðu skjól af reiðingum sín- um, rétt eins og í greni. Þarna lágu þeir hálfdauðir í kulda, og annar farinn að verða kal inn í stígvélunum. því að allt átti við að hafa. Áformið sögðu þeir hafa verið að fara norður Sprengisand og liggja þar við fjallgarðinn vetrar- langt, lifa á ránum þar úr byggðinni, því þar mundi eng an gruna um veru þeirra.“ IV Laugardaginn 28. október var komið með fangana á sýslumannssetrið í Hjálm- holti. Var þá liðinn hálfur níundi sólarhringur frá því, er þeir félagar struku frá Laugardælum. Ævintýrið varð því skammvinnt og hetjubrag urinn minni en til var stofn- að. Var Jón þegar sendur í varðhald að Stóra-Ármóti, en Gunnlaugur vistaður hjá hús bændum sínum í Laugardæl- um, þar sem ekkert skorti á stranga gæzlu eftir þær glett- ur, sem hann hafði haft í frammi. Vatt sýslumaður bráð an bug að rannsókn. Jón sagði söguna án stórrar nauðungar, en Gunnlaugur var allt tregari til meðkenningar, þótt ekki stoðaði fyrir hann að dyljast neins eftir játningu Jóns. Fór svo og, að þeim bar ekki neitt á milli, nema hvað þeir vildu nokkuð kenna hvor öðrum um, að þeir hurfu í öndverðu að því óheillaráði að strjúka á fjöll. Það, sem þeir félagar stálu í Laugardælum, var virt á nær 119 rikisdali, og var það ekki lítil fjárhæð á tímum. þegar haustlamb var jafnvirði eins rlkisdals. Þegar rannsókn var lokið og öllum formsatriðum hafði ver ið fullnægt, kvað sýslumaður upp dóm yfir útilegumönnun- um. Báðir voru þeir dæmdir í þrælkun 1 Kaupmannahöfn — Gunnlaugur í tiu ár, en Jón í átta ár. Var við ákvörðun refs ingarinnar tekið tillit til þess, að Gunnlaugur hafði áður ver ið dæmdur fyrir þjófnað og óknytti, auk þess sem hann sýndi engin iðrunarmerki, var dómaranum erfiðari við rann- sóknina og þótti hafa ráðið þvi, að þeir félagar lögðust út. Máli þeirra félaga var skot- ið til landsyfirréttar, og var refsingin þar linuð nokkuð. Skyldi Gunnlaugur vinna átta ár í Kaupmannahafnar- festingu, en Jóni var ákvörð- uð tukthúsvinna í sex ár. V. Dómur landsyfirréttar var kveðinn upp í ársbyrjun 1849. Þá voru póstferðir hafnar milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. Sýslumaðurlnn í Árnessýslu brá því fljótt við, er honum barst landsyfirrétt- ardómurinn, og sendi tvo menn vestur yfir Hellisheiði með fangana. Fylgdu þeim þrjú bréf — eitt til Rosenörns stiftamtmanns, annað til Þórð ar Guðmundssonar, bæjarfó- geta í Reykjavík, og hið þriðja til lögreglustjórans í Kaupmannahöfn. „Hér með leyfi ég mér að senda yður, herra sýslumaður, til halds og trausts sakamenn ina Gunnlaug Bergsson og Jón Jónsson, með þeim þén- ustusamlegum tilmælum, að yður mætti þóknast, þegar yð ur þykir tími til kominn, að . afhenda þá, ásamt meðfylgj- andi bréfi til yfirforingja lög regluliðsins í Kaupmanna- höfn, formanni fyrir póstskip inu, svo að þeir komist með því til síns samastaðar", segir I bréfi sýslumanns til Þórðar Guðmundssonar. Einhvern tíma síðari hluta vetrar eða undir vorið stigu svo þessir kóngsins þrælar úr Árnesþingi á land í Kaup- mannahöfn, og lögreglustjór- inn þar fékk leiðarbréf þeirra í hendur: „í krafti dóms hins konung lega, íslenzka landsyfirréttar af 15. janúar siðastliðnum, samt meðfylgjandi amtsárit- un, sendast héðan úr sýslu tveir glæpamenn, nefnilega Gunnlaugur Bergsson, dæmd- ur í átta ára festingarþræl- dóm, og Jón Jónsson, dæmd ur í sex ára tukthúsvinnu, og verður þeim innan skamms ráðstafað til sigling ar með póstskipi frá Reykja vík til Kaupmannahafnar. Leyfi ég mér með lotningu að fara þes á leit við yðar hávelborinheit, að yður mætti þóknast að selja hér tvo ofannefnda glæpamenn í hendur yfirmanna réttra ! hegningarstofnana“. VI. Árin liðu, og höfum við eng ar sögur af útilegumönnunum tveimur. En svo er það á vor degi árið 1855, þegar Kaup- mannahöfn hefur búizt sinu fegursta sumarskarti, að á skipsfjöl stígur íslenzkur leys ingi, Jón Jónsson úr Árnes- sýslu, og hefur upp á vasann bréf frá dönskum yfirvöldum þess efnis, að hann hafi lok- ið hegningarvist sinni í borg kóngsins. Og nú er hann send ur sýslumanninum í átthög- um slnum til halds og trausts. Hlnn týndi sonur er aftur á heimleið. Af Gunnlaugi Bergssyni er það aftur að segja, að hann leit ekki heimastöðvarnar framar. Hann geispaði gol- unni 1 Kaupmannahafnar- j festingu. (Helztu heimildir: Dómabækur, dómsskjöi og bréfabók Árnessýslu, sóknarmannatal og prestsþjónustu- ! bsekur Hraungerðis og Hestsþinga, prestsþjónustubók Undirfells, Lbs. 2410 4to, Annáll nítjándu aldar, ís- lenzkar æviskrár, bréfasafn og bréfa dagbók stiftamtsins, skjalasafn Iands yfirréttar). J.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.