Tíminn - 23.04.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.04.1961, Blaðsíða 14
n TÍMINN, laugarJaginn 22. aprfl 1961, — Og lét Faversham hana fá hlutverkið? Garvin hló stuttlega. — Eftir að hafa séð and- lit hennar, myndi Roy hafa gefið henni tunglið. Veslings Roy, hann var svo veikur fyr ir fallegum konum. Hann leit hálf óttasleginn á þá. — En í hamingju bænum nefnið þetta ekki við frænku mína. Það er henni viðkvæmt mál. Þegar öllu er á botn hvolft var kona Roys dóttir hennar. — Nei, auðvitað ekki, sam- sinnti Clive hugsi. Hann sneri sér og leit spyrjandi á Mark, sem enn sat sem fast- ast. Nafn Sonju hafði verið nefnt og það varð honum ærið umhugsunarefni. Og hann taldi sig hafa komið auga á ýmsa hluti. Hafði Fav ersham ráðgert að láta Sonju taka sæti Loru, þegar hann hefði losað sig við hana? Og hafði Mollie Faversham upp götvað það? Hafði hinni ósvífnu athugasemd hennar um „þessar laglegu stúlkur" verið beint jafnmikið að Sonju og að Loru? Hvers vegna hafði Garvin sagt það yrði óþolandi fyrir Sonju að hitta Loru nú? Hafði öllum verið ljóst hvað Faversham hafði í hyggju og hafði Hast- ings verið mjög andvígur þeim áhuga, sem Roy Favers ham hafði sýnt konunni, sem hann hugðist kvænast? — Hvað er að þér, Mark? Ertu fallinn í trans? Rödd Clives vakti hann af heilabrotum sínum og hann leit ögn rlnglaður á þá. — Ég var bara að hugsa um, hvers vegna frú Charles er ekki líka mótfallin að fá Sonju hingað, fyrst hún er á móti Loru. Garvin fölnaði af bræði. — Hvað eigið þér við? Og hvers vegna í ósköpunum ætti hún að vera á móti að Sonja kæmi? Sonja myrti ekki Roy. — Nei, svaraði Mark kulda lega. — En ég gæti trúað að hún hafi verið ástæðan fyrir því að hann var myrtur! Þér heyrið að það eru ekki allir trúaðir á að um slys hafi ver ið að ræða, bætti hann við og reis á fætur. Garvin horfði höggdofa á þá. — Ég vona þið ætlið ekki að láta þær hugmyndir koma fram í kvikmyndinni! Að Lor elie hafi skotið Roy af yfir- lögðu ráði! Það er mann- skemmandi. Og án þess að biða eftir svari, þaut hann eins og kólf- ur út. Clive starði furðulostinn á Mark. — Ertu búinn að missa vit- ið? — Hvemig stendur á þvi þú vissir ekki að Sonja og Tom Hastings voru gift? spurði Mark. — Þú talaðir við hana líka? — Hvernig átti ég að vita það? Ég hitti hana í búnings herbergi hennar, þegar ég var búinn að tala við Hast- ings. Hann nefndi það ekki einu orði....og ekki hún heldur... .og hún notar lista- mannsnafn sitt. — Skilurðu hvaða þýðingu þetta getur haft? spurði Mark alvarlegur. Ef hún hef- ur verið væntanleg ástmær Faversham? — Þá myndi Hastings hafa haf t horn í síðu hans....! — Já. Hvernig var hún? spurði Mark og gekk til dyra. Clive yppti öxlum. — Ósköp simpil kynbombu týpa! Alls ekki eftir minu höfði. En kannske sumum finnist hún falleg. Ekkert annað en augu og varir og vaggandi mjaðmir. Þeir gengu út úr „Kross- gátunni" og yfir að „ítalska húsinu“ og sáu Garvin nokkra metra á undan sér. — Hvað kom eiginlega fyr- ir Mollie Faversham? spurði Mark lágróma. — Hún framdi sjálfsmorð. — Ég veit það.... en hvern ig? Hvað gerði hún? — Kastaði sér út um svefn herbergisgluggann. Mark sneri sér skelfdur að honum. — HÉR? Clive kinkaði kolli. — Hamingjan góða! Það er kynlegt að frú Charles getur búið hér. — Finnst þér í rauninni ekki enn kynlegra að dóttir hennar skyldi fremja sjálfs- morð? Syrgði hún virkilega svona innilega mann eins og Faversham var? Hvað held- urðu að henni hafi fundizt um hina fögru Sonju? Mark kipptist við. — Áttu við... .heldurðu að hún hafi líka verið myrt? Clive þrýsti armlegg hans í viðvörunarskyni og hann sá að Garvin hafði snúizt á hæli og kom í áttina til þeirra. And lit hans var afmyndað af ofsalegri bræði og hann gekk framhjá þeim án þess að segja nokkuð. Clive leit rannsakandi á eftir honum. — Þú virðist hafa hrætt hann eftirminnilega. Mér þætti gaman að vita hvers vegna. — Heldurðu í rauninni að Mollie Faversham hafi verið myrt? endurtók Mark. — Ég trúi því að minnsta kosti ekki að hún hafi framið sjálfsmorð af sorg eða sökn- uði....af hræðslu, ef til vill .... eða kannske hún hafi haft samvizkubit.... — Samvizkubit? Sunnudagur 23. apríl: 8,30 Fjörleg músik fyrsta hálftíma vikunnar. 9,00 Fréttir. 9,10 Vikan framundan. 9,25 Morguntónleikar. 11,00 Fermingarguðsþjónusta í Hall grímskirkju (Prestur: Séra Jakob Jónsson. Organleikari: PáH Halldórsson). 12,15 Hádegisútvarp. 13,00 RfkjitS og einstaklingurinn, — flokkur útvarpserinda eftir Bertrand Russell; IH: Eftirlit og framtak og einstaklings- og þjóöfélagshyggja (Sveinn Ás- geirsson hagfræðingur þýðir og flytur). 14,00 Miðdegistóhleilgair: Útdráttur úr óperunni „H trovatore" eft ir Verdi. — Þorsteinn Hannes- son skýrir. verkið. 15.30 Kaffitíminn: a) Jan Moravek og félagar hans leika. b) André Previn leikur ; píanó með hljómsveit. 16.30 Veðurfregnir. — Endurtekið efni: a) Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson próf. flytur er- indi um Shakespeare og ísl. bókmenntir (Frá 31. f. m.). b) ítalski drengurinn Robertino syngur (Frá 11. þ. m.). 17.30 Barnatími (Hrefna Tynes kven skátaforingi). Frásagnir — við töl — sögur — söngur. 18.30 Miðaftanstónleikar: Filharmon íusveitin i New York leikfur tvö tónverk eftir William Schu mann. 18,55 Tilkynningar. 19,20 Veðurfregnir. 19,30 Fréttir yg íþróttaspjali. 20,00 Einsöngur: Bandariska söng- konan Martina Arroyo syngur. Harry L. Fuchs leikur undir á píanó (Hljóðr. á söngsk. i Austurbæjarbíó 18. þ. m.). 20,35 Eyðimörk og Dauðadalur, — ferðaþáttur frá Bandaríkjun- um (Þórður Kárason iögreglu- þjónn). 21,00 Frá tónl'istarhátíðinni í Salz- burg 1960. 21.10 Á förnum vegi (Jón Sigbjörns son og Stefán Jónsson sjá urr þáttinn). 22,05 Danslög. (Kl. 23,00 verðui felld þar inn lýsing Sigurðai Sigurðssonar á hluta af úrslit; keppni íslandsmótsins í hanc' knattleik, milli FH og Fram) 01,00 Dagskrárlok. Mánudagur 24. apríl: 8,00 Morgunútvarp. 2,00 Hádegisútvarp. 3,15 Búnaðarþáttur: Um æðarvarp; síðari hlu-ti (Gísli Vagnsson bóndi á Mýri í Dýrafirði). 13.30 „Við vinnuna": Tónleikar. 15,00 Miðdegisútvarp. 18.30 Tónleikar: Lög úr kvikfmynd- um. 19.30 Fréttir. 20,00 Um daginn og veginn (Páll Sveinsson sandgræðslustjóri). 20,20 Einsöngur: Sigurður P. Jóns- son frá Sauðárkróki syngur. Við píanóið: Fritz Weisshappel 20,40 Leikhúspistill (Sveinn Einars- son fií. kand.). 21,00 íslenzk tónlist „Vita et mors" (Líf og dauði), streiifejakvart- ett eftir Jón Leifs. 21.30 Útvarpssagan: „Litli-Brúnn og Bjössi“ eftir Stefán Jónsson; I. (Gísli Halldórsson leikari). 22,00 Fréttir og veöurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23,00 Dagskrárlok. GISLAVED - HJÓLBARÐAR 900x20 1000x20 1100x20 BÍLABÚÐ SÍS KATE WADE: LEYNDARDÓMUR 23 Italska hússins EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Hvíti hrafninn 72 Ra-gnar kreppti reiður hnefana, þegar hann sá, að konungurinn kom honum enn einu sinni að óvörum. — Þú skalt ekki láta þér detta í hug, að þú fáir hvíta hrafn inn. Ég fann hann fyrst. Þú færð ekki að fara inn í borgina. Eiríkur horfði kuldalega á hann. — Farðu frá Ragnar, sagði hann. — Þessi maður er að deyja. Ragnar star'ði með galopnum munni á Bryan. — Þú getur farið inn fyrir, en hann verður eftir hjá mér, sagði hann. — Ragnar rauði, farðu frá. Það er konungur þinn, sem skipar fyrir! sagði Eiríkur fastmæltur. — Þessi maður deyr, ef hann fær ekki hjálp. — Hlustið ekki á -hann, æpti Ragnar reiður. — Ráðist á þá! — Jæja þá, Ragnar, greip Eiríkur fram í fyrir honum. — En þá S'kul um við berjast um hann sjálfir en ekki fórna blóði annarra fyrir hégómagirnd þína!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.