Tíminn - 26.04.1961, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, migvikudagiim 26. aprfl 196L
Jörð til sölu
Jörðin Djúpidalur í Hvolshreppi, Rang. fæst til
kaups og ábúðar í næstu fardögum. íbúðarhús
steinsteypt. Rafmagn og sími. Fjós fyrir 16 gripi.
Fjárhús fyrir 50 fjár, ásamt heyhlöðu allt nýlega
byggt. Tún 15 hektarar. Þjóðvegur um hlaðið. Sjó-
birtingsveiði í Eystri-Rangá.
Skipti á íbúð í Reykjavík koma til greina.
Nánari upplýsingar gefa eigandi jarðarinnar, Alex-
ander Sigursteinsson, Djúpadal og Magnús Krist-
jánsson, Hvolsvelli.
Aðvörun
Samkvæmt 15. grein Lögreglusamþykktar Reykja-
víkur má á almannafæri eigi leggja eða setja neitt
það, er tálmar umferðinni.
Eigendur slíkra muna, svo sem skúra, byggingar-
efnis, umbúða, bílahluta o. þ. h., mega búast við,
að munir þessir verði fjarlægðir á kostnað og
ábyrgð eigenda án frekari viðvörunar.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 25. apríl 1961.
Sigurjón Sigurðsson.
Flugmenn óskast
Flugfélag íslands hefur 1 hyggju að ráða nokkra
flugmenn til starfa. Nauðsynlegt er, að umsækj-
endur hafi lokið prófi í loftsiglingafræði. Umsókn-
areyðublöð liggja frammi í Lækjargötu 4, og ósk-
ast þau útfyllt og send yfirflugmanni félagsins
fyrir 3. maí n. k. Eldri umsóknir óskast endurnýj-
aðar.
Systir okkar
Sigríður Greipsdóttir,
frá Haukadal, Biskupstungum,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 27. april kl.
13.30.
Blóm og kransar afbeðin.
JarSsett verSur í gamla kirkjugarðinum.
Katrín Greipsdóttir
Guðbjörg Greipsdóttir
Sigurður Greipsson
Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma
Guðríður Stefanía Þórðardóttir,
frá Rauðokllsstöðum,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 28. apríl, kl.
10.30 f.h.
Athöfninni verður útvarpað.
Blóm afbeðin.
Ágúst Hólm Ágústsson Guðmundur Hólm Ágústsson
Elinborg Guðmundsdóttir Magnús Jónsson
Theodóra Guðlaugsdóttir Ósk'ar Kristjánsson
og barnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu vlð andlát og
jarðarför,
Þorsteins Brynjólfssonar,
Hreiðurborg.
Júlíana, Sturla og börn,
tengdabörn, barnabörn og fóstursynir.
r
Baldur Baldvinsson, Ofeigsstöðum:
Orðið er frjálst:
Hinn „heiti þeyr”
Undanfarna daga hefur snjóað
norður við Skjálfanda. Samgöngur
eru að verða erfiðar á landi, en
þó er ferðast. Djúpar bílaslóðir eru
á vegum og í fönnina milli bæja
er dregið alls konar slóða-skraut
eins og frostrósir á glugga. Þessar
slóðir eru eftir „frelsishreyfinguna
nýju“. Nýr spámaður er upprisinn
meðal okkar. Hann er þingeyskur
að uppruna og heitir Þóroddur Guð
mundsson. Um sig hefur hann hirð
mikla. Hugsjónin er, að „bægja
smán og hættu frá dyrum þjóðar-
innar, með því að senda bandaríska
herliðið heim og herstöðvar allar
hér á landi lagðar niður“.
Eftir „Brúsastaðafundinn" í sum-
ar voru hersveitir sendar út um
land til stofnunar „héraðsnefnda". í
Þingeyjarsýslu var sá háttur á hafð
ur að í Norður-sýslunni voru strax
kosnar „héraðsnefndir", en í Suður
Þingeyjarsýslu þótti við hæfi, að
hafa bara eina „undirbúnings-
nefnd". Hlutverk þessara nefnda
átti að vera, að safna undirskrift-
um, þar sem íslendingar sem eru
þátttakendur í Atlantshafsbanda-
laginu, krefðust, ekki úrsagnar úr
bandalaginu, heldur að ekkert vaeri
gert af íslands hálfu ti’l sfuðnings
samtökum þeirra vestrænu þjóða,
sem bandaiagið var stofnaS til aS
vernda.
Til undirbúnings þessara undir-
skrifta hefur Þóroddur Guðmunds-
son sent undirbúningsnefnd Suður-
Þingeyinga vélritaðan áróðursbækl-
ing í „Kancellístfl", þar sem hann
þérar samsýslungana einsiog kirkju-
legur preláti fyrir 100 árum.* Segir
hann mál sitt svo vinsælt, að þar
sem hann hafi, sem frummælandi
þessarar „frelsishreyfingar", mætt á
12 fundum í landinu s.l. sumar, hafi
samkomuhús, bílar matur, drykkur
og gisting, víðast verið ókeypis af
höndum látið. Þó telur hann .að
fundur Þingeyinga að Laugum hafi
borið af um allan glæsibrag, því
þar hafi heimamenn líka haldið
snjallar ræður, og er að heyra að
slíkt hafi verið óvenjulegt fyrir-
bæri.
í áróðurspésa sínum til Þingey-
inga segir Þ.G. mörg spakleg orð.
Hann telur hersetuna á Keflavíkur-
flugvelli ekki einungis lífsháska fyr
ir íslendinga, heldur „mun meira
sjálfstæðis- og velfarnaðarmál fyrir
þjóðina" en okkur var að losna und-
j an oki Dana á sínum tíma. Hann
i segir hersetuna líka „skömm og
smán hverjum þeim sem ber heil-
brigðan metnað í brjósti". Enn segir
hann: „Eg sé ekki betur en allt sé
að vinna en engu að tapa". —
„Frelsishreyfingin, sem farið hefur
eins og heitur þeyr um ísland, liðn
ar sumarvikur, var undanfari þess
er nú skal vænta: lausnar úr á-
nauð" .... „Glæfraspilið, herstöðv
ar á íslandi verður að leggja niður.
Það er heilög skylda þings og stjórn
ar . . . . og um leið fagurt fordæmi
öðrum þjóðum til eftirbreytni." Þar
kom það. Þetta var sniðug tillaga!
og „fagurt fordæmi til eftirbreytni",
þ.e., að fsland leyfi ekki herstöðvar
og aðrar vestrænar þjóðir feti í fót
spor þess. Fyrst og fremst allar
smáþjóðir Vestur-Evrópu. Síðan
komi Frakkland og Bretland o.s.frv.
Þ,G. minnist ekki á, að sú leið verði
farin, að ísland neiti um hersetu
með því skilyrði, að á móti komi
hliðstæð neitun um hersetu Kússa
í smáríki austan járntjalds. Hvers
vegna ekki?
Síðasta heimsstyrjöld var háð af
Vesturveldunum sem barátta fyrir
frelsinu. Að stríðinu loknu syrti
fljótlega í lofti á ný. „Járntjald" var
dregið miili austurs og vesturs. —
Enn var það frelsið sem um var
deilt. Vesturveldin létu allar Evrópu
þjóðir, vestan járntjalds, halda
frelsi sínu og bættu við stórum
hópi þjóða í öðrum álfum. Austan
tjalds voru öll ríki sett undir sama
kúgunarhæl. Hver uppreisn og til-
raun til frelsis kæfð í blóði. Barátta
var hafin upp á líf og dauða milli
tveggja skauta — austurs og vest-
urs. fslendingar eru vopnlaus þjóð,
en frjáls. Við kusum okkur að
standa við hlið Vesturveldanna í
baráttunni. Ekki vegna þess, að
við værum þess megnugir að fjölga
herdeildum þeirra, en við gátum
orðið við óskum þeirra um sam-
starf, eftir eigin getu og hlotið
vernd þeirra gegn yfirgangsþjóðum.
Við gengum því í Atlantshafsbanda
lagið og við lánuðum hluta af ónot-
uðum sandskaga til flugvallar og
hersetu fyrir Vesturveldin, sem
langmestur hluti íslendinga hefur
að þessu talið, að tekið hafi að sér
ekki ómerkilegra hlutverk en að
vernda frelsi hins vestræna heims,
og höfðu varið til þess auðæfum
sínum og fórnað æskufólki, með
blóði og tárum, 1 siðustu heims-
styrjöld.
Nú er e.t.v. högum breytt. f bækl-
ingi Þ.G. til Þingeyinga, er ekki
minnst á þátttöku okkar í samtök-
um vestrænna þjóða, frekar en hún
sé ekki til, nema að þvl leyti, sem
hún er talin „smán". Hann ræðir
jafnvel ekki um ,J£fshættuna“ við
að hafa setulið á Keflavíkurflugvelli
sem aðalatriði, heldur sem skömm
og smán. Hann sér ekki að neinu
sé að tapa, heldur allt að vinna.
Hann virðist halda að hlutleysis-
yfirlýsing þýði algera frelsun í
styrjöld. Hann telur að þessi „frelsis
hreyfing" í sumar, er hann nefnir
svo, hafi farið eins og heitur þeyr
um landið, er boði með undirskrift
unum „lausn úr ánauð". Að lokum
segir hann, að herstöðvarnar verði
að leggja niður til að skapa fagurt
fordæmi fyrir aðrar þjóðir.
Auðvitað er, að engin þjóð vill
hafa hersetu 1 landi sínu og gerir
það heldur ekki, nema vegna þess
að hún vill taka þátt í þjóðasamtök
um, er hún telur lífsnauðsyn að
efla sem mest.
En nú er mér spurn. Er það
skömm og smán að styðja vestræn-
ar þjóðir í baráttu sinni fyrir frelsi
smáþjóðanna? Er hér engu að tapa
en allt að vinna? Eru einhver líkleg
rök fyrir því að hlutleysi verði til
verndar í næstu heimsstyrjöld?
Er líklegt að þó vestrænar þjóðir
einar leggi niður vopn og gerist
hlutlausar, að það verði til eflingar
frelsinu í heiminum? Er það hinn
„heiti þeyr frelsisins", er Þóroddur
Guðmundsson flytur með boðskap
sínum?
Enginn íslendingur mundi svara
þessum spurningum játandi ef hann
væri ákveðinn stuðningsmaður
hinna vestrænu frelsisvarna. Aftur
á móti mundi hver einasti kommún
isti í landinu telja þetta mjög hyggi
j leg friðaráform og eins fyrir þvf,
þó þeir vildu segja vopnuðu stór-
veldi stríð á hendur fyrir nokkrum
árum.
Annar flokkur, eða öllu heldur
nokkrar eftirlegukindur Þjóðvarnar
flokksins, munu líka telja þessa rit
smíð Þ.G. miða að friði og frelsi.
Allir vita hvers vegna þessir flokk-
ar hafa þetta sjónarmið. Allir ís-
lendingar er styðja vilja eftir sinni
getu, hin vestrænu frelsissamtök,
hljóta að hafa megna andúð á þess
um samtökum hernámsandstæðinga
og mest fyrir það, að þau eru fram
sett í lævísu formi frelsismála af
höfuðandstæðingum Vesturveld-
anna, er hafa villt sýn slæðingi
hrekklausra manna, er nú virðist
jfylgja þeim um stund.
Undanfarin ár hefur styrjöld geis
að í heiminum og því miður geisar
hún enn. í gær var styrjöld í
, Kongó. í dag í Laos. Stórveldi heims
lins, austrið og vestrið, standa með
hnykklaða vöðva og nakin vopn,
reiðubúin til að skerast í leikinn.
Alls staðar er „kalda" stríðið í al-
gleymingi og það hefur alltaf verið
stríð, síðan heimsstyrjöldinni lauk,
og enn er stríð.
Kalda stríðið hefur verið mjög
umrætt hin síðari ár. Það hefur
verið rekið af ótrúlegri ósvífni hins
austræna heims. Ýmsir telja að
Eisenhower hafi beðið lægri hlut
í kalda stríðinu. Höfuðorsök þess að
kommúnistar eru svo sigursælir, er
að þeir vita að þeir eru í stríði og
alltaf í stríði þó ekki sé skotið
sprengjum. í baráttu sinni nota þeir
öll þau vopn, sem tiltækilegust eru
á hverjum tíma og líklegust eru til
áhrifa. Þeir styðja nýlendur Vestur
veldanna til sjálfsstjómar, tfl þess
að koma þar á einveldisskipulagi á
eftir. Þannig gátu þeir sölsað undir
sig hálfa Asíu. Afríka átti að fara
sömu leið. Vesturveldin eru sökuð
um svlvirðilega auðsöfnun nýlendu-
kúgun o.s.frv., einungis til þess að
æsa fólkið upp til mótspjmu og
erfiðleika fyrir viðkomandi þjóð.
Atlantshafsbandalagið er stofnað
til varnar smáþjóðunum og vest-
rænu frelsi, bæði í „heitu" stríði
og köldu. Kennedy sagði skömmu
eftir valdatöku sina í boðskap sín-
um til Norður-Atlantshafsbandalags-
ins: „Ef við vinnum saman náum
við því marki að lifa í frelsi, friði
og öryggi, ef samvinnan mistekst, er
frelsið í hættu". Síðan lýsti Kennedy
þvi yfir að Bandaríkin myndu styðja
NATO. JíornámsandsJtæðíngar" á
íslandi telja „skömm og smán" að
slíkum stuðningi.
Áróðurspési Þ.G. verður ekki skil
inn nema á einn veg. Hann er snið-
ugt vopn hins lævísa austræna risa,
í kalda stríðinu. Höfundur hans
veit að oft er áhrifaríkt að slá á
strengi, sem hljóma vel. Þess vegna
eru í pésanum falleg ljóðbrot eftir
Guðfinnu á Hömrum, sem ekkert
koma málinu við. Þess vegna er her
seta Bandaríkjanna hér talin verri,
en hungurfóður og einokun Dana
var hér í gamla daga. Þess vegna er
ekki skorað á fólkið að krefjast
úrsagnar úr Atlantshafsbandalag-
inu, heldur bara að vinna á móti
því.
Þingeyingar hafa, að þessu, getað
valið sér verkefni án ábendingar
fjarlægra áróðursmanna. En máske
er holt að skifta um. „Ný" utan-
ríkisstefna er boðuð í landinu. —
Henni fylgir „heitur þeyr" nýrrar
frelsisaldar — með rússneskri
stjörnu! Foringinn er Þóroddur Guð
mundsson.. Þingeyingum sérstak-
lega, og öðrum landsmönnum á eft-
ir, er gefinn kostur á að leiða hann
til hásætis undir mildum tónum
hins austræna bumbusláttar.
Ófeigsstöðum 5.4. 1961.
Baldur Baldvinsson.
Taða
til sölu. Upplýsingar gefa
Einar Eiríksson, Miklaholts-
helli og Skúli Magnússon,
Miðtúni 12, Sefossi.
Hestamenn
Skeifur og hófjáín.-
Verzlunin Brynja
Sími 24322.