Tíminn - 26.04.1961, Blaðsíða 9
TIÍJittfíN, miðvikudagitm 26. apriL ,19g||u
9
„Það mátti ekki
tæpara standa"
Meginstarfsregla góSs frétta
ritara er ósköp einföld í orði:
vertu á undan hinum. í fram-
kvæmd getur þó reglan orSið
furðu flókin og margbrotin.
En góður fréttaritari verður
þó oftast á undan hinum,
hvernig sem hann fer að því.
Það er undir útsjónarsemi
hans og viðbragðsflýti komið,
hvernig hann leysir vandann
hverju sinni.
Geir Aðils er einn af þessum
góðu fréttariturum og sannaði um
daginn ágæti sitt þegar hann út-
vegaði blaði sínu mynd af fyrstu
mannverunni, sem lagði leið sína
út í himinhvolfið, rússnesku hetj-
unni Yuri Gagarin.
Dagblöðin kosta kapps um að
eiga í fórum sínum myndir af öllu
því fólki, sem búast má við að
skjóti upp kollinum í heimsfrétt-
unum, þær eru tiltækar, þegar á
þarf að halda. Rússar höfðu þó
látið undir höfuð leggjast að út-
býta myndum af geimfara sínum,
áður en hann lagði upp í hina
frægu ferð, og því hófst æðisgeng-
ið kapphlaup blaða um heim all-
an að krækja í mynd af mannin-
um, sem fyrstur allra hafði litið
jörðina augum utan úr geimnum.
Hér varð Tíminn fyrstrar með
myndina og það var eingöngu að
Rætt við Geir Aðils, fréttaritara Tímans
í Kaupmannahöfn
þakka fréttaritara vorum í Kaup-
manunahöfn, Geir Aðils. Geir er
staddur hér í bænum þessa dag-
ana, og við gripum tækifærið og
spurðum hann um starfið, þó eink-
um þetta síðasta afrek hans. Dag-
inn, sem Ijóst varð, að Rússar
hefðu sent mann í geimfari um-
hverfis jörðina, varð uppi fótur og
fit á ritstjórnarskrifstofum blað-
anna. Ritstjórar Tímans fóra ekki
varhluta af taugatitringnum. Þeir
böggluðu saman hraðskeyti í suar-
hasti til Geirs: VILTU SENDA
MYNDIR UM GEIMFÖR RÚSSA
STOP SVARSKEYTI TÍMINN. Svo
var beðið með öndina í hálsinum.
— Eg fékk þetta skeyti frá Tím-
anum þegar klukkan var 10 mín-
útur yfir 5 eftir hádegi að dönsk-
um tíma, sagði Geir okkur þar sem
við sátum í makindum og drukk-
um kaffi inni á Mocca, ég þreif
símann samstundis og spurðist
fyrir um, hvort Kaupmannahafnar-
blöðin hefðu fengið símsendar
myndir úr geimförinni. Þegar ég
hafði hringt í nokkra staði kom í
Ijós, að örfá blöð höfðu komizt
yfir mynd af geimfaranum sjálf-
um, Yuri Gagarin. Þar á meðal
var Politiken. Þar á ég góða vini,
tók mér bíl í snatri og brunaði á
skrifstofur Politiken. Þar fékk ég
að vita, að þeir hefðu fengið mynd
ina frá fréttastofu Associated
Press, það var eina fréttastofan
í Kaupmannahöfn sem hafði mynd
ina. Eg skauzt út í bílinn aftur,
lét hann aka mér sem óðast í bæki
stöðvar Associated Press. Eftir
talsvert þref féllust þeir á að selja
mér eintak af myndinni og jafn-
framt bað ég þá grennslast eftir
því fyrir mig, hvort símasamband
væri heim til íslands. Þeir fengu
þau svör að enn væru nokkrar
mínútur til stefnu. Eg fór í spretti
niður á símstöð, lagði fram skil-
ríki og bað um að myndin væri
símsend þegar í stað. Til þess að
ganga úr skugga um að allt færi
að óskum, beið ég þangað til
myndin var komin af stað. Og það
mátti ekki tæpara standa, örfáum
mínútum seinna var öllu síma-
sambandi við fsland slitið, því nú
tóku að streyma myndir og skeyti,
frá Moskvu vestur um haf og
London hafði varla við að anna I
þessu öllu, því var lokað fyrir ís- [
land. En símasamband milli'
Reykjavíkur og Kaupmannahafnar I
er um London. Myndin, sem ég
sendi, slapp í gegn á síðustu
stundu og Tíminn var eina ís- [
lenzka blaðið sem gat birt mynd
af Gagarin daginn eftir.
— Það eru fleiri íslenzkir frétta-!
ritarar í Kaupmannahöfn?
— Já, Páíf Jónsson hefur lengi
verið fyrir Morgunblaðið. Við er-
um miklir mátar við Páll, með okk
ur er ágæt samvinna þrátt fyrir
samkeppnina. Við erum heiðar-
legir keppinautar.
— Hafa erlendir blaðamenn í
Kaupmannahöfn ekki með sér
samtök?
— Jú, það era sterk og áhrifa-
rík samtök, svarar Geir Aðils, ég
hef um tíu ára bil verið félags-
bundinn, eitt árið sat ég í stjórn
félagsins. Þá var ég fréttaritari
Ríkisútvarpsins. Mánaðarlega sitj i
um við fundi með utanríkisráð-
herra Danmerkur og ýmsum öðr-
um merkum mönnum, það er okk-
ur mikill stuðningur að fá tæki-
færi til að spjalla við þessa menn.
— Þú stundar aðra atvinnu jafn
hliða fréttaritarastörfunum?
— Já, ég hef sjálfstæðan at-
vinnurekstur í miðbæ Kaupmanna-
hafnar, hann er eiginlega fólginn
í því að greiða fyrir íslenzkum
ferðamönnum og kaupsýslumönn-
um. Ég útvega þeim ýmsar vörur
(FramhaJd a i3 siðu.i
að það er komið af sund.
Það er nú svo.
Ég eT svo gamall í hett-
unni, að í stafrófskverinu
mínu var tvenns konar æ.
Það var sem sé gerður grein
armunur á því, hvort æ-
hljóðið var hljóðvarp af á
eða ó (mál — mæla; hól —
hœla). Þetta hvarf svo burt
þegjandi og hljóðalaust. Og
engum dettur nú í hug, að
við þurfum að skrifa tvenns
konar æ vegna upprunans.
Hvers vegna þurfum við þá
að rita tvenns konar i vegna
upprunans. Ég skal þó játa,
að til eru ein rök, og að-
eins ein, sem mæla gegn því
að sleppa y. Útlit prentaðs
máls mundi breytast nokk-
uð. Og ég verð að viður-
kenna, að mér er það ekki
með öllu sársaukalaust. En
ef einhver gæti reiknað út,
hve miklar og dýrar fórnir
eru færðar á alltari þessa
útlits, þá held ég menn færu
a.m.k. að hugsa sig um.
Hefði y-hljóðið verið horf
ið úr málinu, þegar Ari fróði
og aðrir hófu að rita á móð
urmáli sínu, þá hefði sá staf
ur aldrei verið notaður í Is-
lenzku.
Nú segir kannski einhver:
„Þú vilt þá bara, að við för-
um að hljóðrita málið“. Nei,
langt í frá. Úr því yrði tóm-
ur hrærigrautur og vitleysa.
Ég vil t.d. ekki, að við ritum
hefna með b né hefndi með
m eða hafa með v.
Formælendur núgildandi
stafsetningar segja: „Það er
vel hægt að kenna sæmilega
greindum unglingum þessa
stafsetningu". En þetta eru
engin rök. Ef við sleppum
z og tvöföldum samhljóða á
undan þriðja samhljóða, þá
mundi sparast mikill tími,
og það verða þessir sömu
formælendur að viðurkenna.
Og ég kem að því bráðum,
til hvers ég vil nota þann
tíma. Og ungir nemendur
mundu losna við mikið ang-
ur og erfiði. Það er líka
hægt að kenna sæmilega
greindum unglingum meira
eða minna hrafl í latínu —
eða sanskrít — en eru það
rök fyrir þvi, að öllum ung-
lingum skuli kenndar þess-
ar ágætu tungur?
Við þurfum líka að hafa
það í huga, að þegar staðið
er of lengi gegn breyting-
um sem eru í aðsigi og hljóta
að koma, þá geta breyting-
arnar orðið meiri en æski-
legt er, þegar þær skella
yfir. Þetta er lögmál, sem
gildir á öllum sviðum, eins
og kunnugt er.
En nú kem ég að því, sem
í raun og veru átti að vera
aðalatriði þessa greinar-
koms.
Það er fjarstæða að hanga
í fyrndum stafkrókum, en
hugsa ekkert um framburð-
inn, hvernig sem hann af-
skræmist. Afleiðingin verður
sú, að bilið breikkar stöðugt
milli framburðar og staf-
setningar.
Allir kannast við hljóð-
villurnar i—e, u—ö og hví-
líkur ófögnuður þær hafa
verið um langt skeið. En
menn sögðu ekki: „Þetta
hlýtur að flæða yfir allt
landið. Bráðum segja allir
venur í staðinn fyrir vinur,
og þá er ekki um annað að
gera en að skrifa venur“. —
Nei, þetta sögðu menn ekki.
í stað þess var ráðizt á þess
ar hljóðvillur, og nú erum
við komin vel á veg með að
útrýma þeim.
En nú er önnur hljóð-
villa, sem veður uppi. Þar á
ég við' hv—kv-hljóðvilluna.
En það bregður svo undar-
lega við, að það er eins og
mönnum finnist sjálfsagt
að láta þessa hljóðvillu
flæða yfir og horfa á það
með velþóknun. Það lítur
helzt út fyrir, að menn vilji
ekki blaka við henni, af því
að hún eigi sinn vöxt og við
gang í göfugri landshluta en
hin. Sunnlendingar, Aust-
firðingar og^ aðrir, sem
sögðu venur og segja sumir
enn, því miður, þeir eru
aldrei montnir af þessari
hljóðvillu sinni. Þeir reyndu
heldur að draga fjöður yfir
hana og skömmuðust sin
fyrir hana. En þeir, sem eru
haldnir kv-hljóðvillunni virð
ast margir vera hreyknir af
henni, og það gerir málið
óneitanlega erfiðara.
En til hvers höfum við
almenna skólaskyldu og
móðurmálskennslu í öllum
skólum, ef við eigum að láta
það afskiptalaust, að málið
villist af réttri leið á þró-
unarferli sínum. Það er ó-
heillaþróun, ef hljóð hverfa
úr málinu og renna saman
við önnur hljóð. Við það
skapast nýir erfiðleikar í
stafsetningu, nema henni
sé þá breytt jafnframt. En
við getum þá ekki lengi
stært okkur af því, að við
höfum varðveitt hina fornu
tungu Norðurlanda. Slík
málspjöll, hvenær sem þau
láta á sér bóla, eigum við að
koma i veg fyrir, áður en
það er um seinan.
Hefði almenn skólaskylda
á borð við það, sem nú er,
verið á 15. og 16. öld, þá
hefði y-hljóðið sennilega
aldrei horfið úr málinu, a.
m.k. hefði verið óþarfi að
láta hv hverfa alveg í fram-
burði og fara svo eftir nokk-
ur ár að skrifa kv í staðinn.
Þegar kvalir fara að synda
um í sjónum, og við losnum
samt ekki við kvalir í tönn-
um eða öðrum limum, þá
verður orðinn úr því afleit-
ur grautur.
Ég skil ekki þá menn, því
að mér er ekki grunlaust
um, að þeir séu til, sem dett
ur í hug, að við hættum
kannski eftir fáein ár að
skrifa hv, en vilja halda í
y til eilífðar.
Tímann, sem fer í að
kenna z og tvöfaldan sam-
hljóða, eigum við að nota
til að kenna þeim að bera
fram hv, sem kunna það
ekki. Og þetta má ekki drag
ast. Það verð'ur að koma öll-
um Norðlendingum og öðr-
um, sem bera fram kv í stað
inn fyrir hv, í skilning um,
að þetta er hljóðvilla eins
og það er hljóðvilla að segja
venur í staðinn fyrir vinur.
Það var líka hljóðvilla að
segja i fyrir y, þegar sú
breyting var að fara fram.
Og hvað geta margar hljóð-
breytingar komið fram, ef
ekkert er gert til að koma
í veg fyrir þær?
Ef norðlenzku skáldin
geta ekki stuðlað hv á móti
hv eða h, og kv á móti kv
eða k, eins og þau stuðla
t á móti t, en ekki t á móti
k, þá verða þau bara að
yrkja eintóm atómljóð, en
slík afturför mundi vera
þeim ósamboðin.
Enginn mun bera á móti
því, að málið er fyrst og
fremst hljóðin, en stafkrók
arnir eru búningur málsins.
Og að leggja eingöngu rækt
við búninginn, en gleyma
alveg kjarnanum, er vægast
sagt mikil skammsýni.
Stefán Sigurðsson
KæríJur fyrir
njósnir
Karlsruhe 24.4. (NTB) Hinn
61 árs gamli vestur-þýzki jafnað-
armaður, Alfred Frenzel, hefur
nú verið kvaddur fyrir rétt í Karls
ruhe ákærður fyrir að hafa út-
vegað tékknesku leyniþjónustunni
hernaðarleg leyndarmál. Ákæran
er á þá leið, að Frenzel, sem verið
hefur þingmaður frá því 1953,
hafi njósnað fyrir Tékka frá því í
apríl 1956 þar til í október í fyrra,
að hann var handtekinn.
Mál Frenzels var mikið rætt í
blöðum u mallan heim, er upp
komst um njósnir hans í fyrra.
Var jafnvel talið, að Frenzel
hefði komið svo mikilvægum upp-
lýsingum til Tékka og þar með
til Rússa, að Vestur-Þjóðverjar
neyddust til að gerbreyta hern-
aðaráætlunum sínum, enda táti
þingmaðurinn sæti í hermálanefnd
þingsins í Bonn.