Tíminn - 24.06.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.06.1961, Blaðsíða 7
TIMINN, laugardagimi 24. júní 1961. 7 INGVAR GÍSLASON RITAR -AKUREYRARBRÉF- Akureyri 20. júní. Illviðri gekk yfir Norður- land fyrir og um s. 1. helgi. Gekk víðast á með mikiili rign Ingu og hvassviðri og snjó- komu til fjalla, m. a. festi snjó á Vaðlaheiðarvegi, svo að þar var varla fært nema á keðjum öllum venjulegum bílum. Þeir, sem áttu leið milli Eyjafjarð- ar og Þingeyjarsýslu, völdu því margir þann kost að fara Dalsmynni. Á Öxarfjarðar-i heiði var feiknleg fannkoma' og ófært um veginn þar, og svo var víða þar austur frá. Allmargt síldarskipa héðan úr firðinum var komið á veið- ar, áður en hretið gekk yfir, og urðu þau að leita landvars meðan á því stóð. Á sunnu-| dagskvöld fór að draga úr veðrinu, og á mánudag var, víðast komið bezta veður, sól-j skin og logn. Er það von manna, að nú fari að slota| þeirri óstöðugu og köldu veðr-, áttu, sem verið hefur undan- farnar vikur og fylgt hefur lítil grasspretta og lélegar| gæftir, enda aflabrögð eftir því, a. m. k. hjá Eyjafjarðar- bátum. Batnandi tíðarfar - Mikill síldarhugur - Mannekla í frysti- húsum - Víðast léleg grasspretta - Kalítúnum - Ann- ríki hjá Norðurleið - Ferðamannastraumur - Kjördæm- isþing að Laugum isins og ýmsar tillögur í öðram landsmálum. Var m. a. lýst yfir á- kveðinni andstöðu við stefnu nú- verandi ríkisstjórnar og fagnað- þeirri lausn, sem Norðlendingar höfðu forgöngu um í sambandi við verkföllin í þessum mánuði. Þingið einkenndist af áhuga og baráttu- vilja fulltrúanna, sem hvöttu til markvísrar sóknar gegn núverandi stjómarstefnu. í innanflokksmál- um kom skýrt í ljós áhugi manna á öflugru félagsstarfi Framsóknar- manna og virkum samskiptum milli flokksmanna í kjördæminu. Þótt félagasambandið sé að vísu Síldarhugur Mikill síldarhugur er kominn í menn hér um slóðir, og flest eða öll skip, sem gerð verða út til síldveiða þegar komin á miðin. Síldar hafði orðið vart fyrir hretið, og nú strax eftir að lægja tók, fór að fiskast bæði á vestursvæð- inu og norður. við Kolbeinsey. Talsverður munur er á síldinni, eftir því hvar hún veiðist og telja sjómenn augljóst, að um tvær ó- líkar síldargöngur sé að ræða. Kolbeinseyjarsíldin hefur reynzt miklu betur til söltunar, og hefur hún verið allt að 19% að fitu- magni. Síldin af vestursvæðinu er aftur mun magrari, en lengri. Mikil eftirspurn er eftir fólki til sildarvinnu, og í dag (þriðjudag) er verið að salta á öllum stöðvum hér úti með firði og víðar. Á Dal- vik eru þrjár söltunarstöðvar, í Ólafsfirði a. m. k. þrjár, og auk þess er saltað í Hrísey, og Gríms- ey. Mannekla í frystihúsum Erfiðleikar virðast hins vegar fram undan hjá smábátunum, sem stunda almennar fiskveiðar frá verstöðvunum við fjörðinn vegna lokunar hraðfrystihúsanna, sem ekki hafa mannafla til þess að nýta það, sem að kynni að berast. Kemur þetta sér afar illa fyrir þá, sem treyst hafa á þennan útveg í sumar, en þeir eru margir. Ef til vill er það helzt til bjargar að koma fiskinum til vinnslu í hrað- frystihúsinu á Akureyri, sem vit- anlega skortir verkefni, ef fólk fengist þar til starfa. Er illt til þess að vita, ef ekki tekst að bæta úr þessum erfiðleikum smábátaút- gerðarinnar, því að hún hefur gef- izt miög vel hér við fjörðinn und- anfarin ár, og virðist jafnvel traustari en margur annar veiði- skapur. VíSast léleg spretta Vegna langvarandi kuldatíðar og mikillar túnbeitar í vor, er spretta víðast léleg enn þá í þeim sveitum, sem ég þekki til. Þá bæt- Fulltrúar á kjördæmisþingl Framsóknarmanna á Laugum ist það við, að kal er sums staðar afar mikið í túnum og það svo í sumum byggðum, að segja má, að horfi til stórvandræða um heyöfl- un í sumar. Kveður rammt að þessu á Árskógsströnd og þó senni- lega enn meira í Svarfaðardal, þar sem varla finnst tún óskemmt af kali. Kveður mest að kalinu á ný- ræktum og flatlendi, þar sem svell lágu lengi yfir. Á nokkrum bæjum frammi í Eyjafirði er slátt- ur lítillega byrjaður, en varla mun sláttutíð hefjast svo að teljandi sé fyrr en eftir viku eða hálfan mán- uð, að því er nú virðist. Annríki hjá Norðurleið Flugferðir hafa verið tepptar um þriggja vikna skeið vegna verk fallsins, og af þeim sökum hefur verið mikið annríki hjá Norður- leið h.f., sem heldur uppi dagleg- um bílferðum milli Akureyrar og Reykjavíkur. Er mikið um að vera kvölds og morgna við ferðaskrif- stofuna á Akureyri, þegar lang- ferðavagnarnir eru að koma og fara og minnir á þá „góðu gömlu daga“, þegar BSA var aðalsam- göngumiðstöðin í bænum. Þegar allt er með felldu um samgöngur í lofti fá Akureyringar m. a. dag- blöðin að sunnan strax fyrir há- degi, en nú verða menn að bíða eftir sunnanbílunum til þess að fá blöðin. Ferðafólk er tekið að hópast norður í sumarleyfi, og ber mikið á utanbæjarbílum í um- ferðinni. Gistingu er hér aðallega að fá í þremur góðum hótelum, og er Hótel KEA þeirra stærst og veglegast og búið ágætum gisti- herbergjum. Hótel Varðborg (áð- ur Hótel Norðurland), er í góðu gengi, og miklar endurbætur hafa verið gerðar á Hótel Akureyri, svo að þar er mjög vistlegur gisti- staður. Þrátt fyrir nokkuð aukinn gistihúsarekstur, mun fjarri fara, af gistiherbergi séu nægilega mörg í bænum, þegar þörfin er mest. Á allmörgum heimilum í bænum eru því leigð út herbergi til gistingar, að jafnaði fyrir með- algöngu etnhvers hótelsins, og ætti því yfirleitt ekki að vera von- laust að fá gistingu, einbam ef nokkur fyrirvari er á hafður. Bæj- aryfirvöldin hafa undanfarin ár látið í té svæði undir tjaldstæði, sem margir ferðamenn notfæra sér, enda ágæt ráðstöfun, sem nýt- ur vinsælda ferðamanna. Aldarafmæli og gatnagerð Hins vegar er gatnagerðin á Ak- ureyri engin fyrirmynd, en hefur sér það auðvitað til afsökunar, að hún er alls staðar mesta hörmung hér á landi. sjálfsagt ekki verri á Akureyri en annars staðar, enda hvarvetna úrbóta þörf. Væri það mikill sómi bæjarstjórn Akureyr- ar, ef hún gengi í fararbroddi um nýskipan gatnagerðarmálanna. Ald arafmælis Akureyrarkaupstaðar verður minnzt á næsta ári, og svo vill raunar einnig til, að kosið verður til bæjarstjórnar á því sama ari, og færi vel á því, allra hluta vegna, að afmælisins yrði minnzt með djarflegri áætlun um varanlega gatnagerð. Hvorki gæti bæjarstjórnin reist sjálfri sér veg- legri minnisvarða né minnzt hins sögulega viðburðar með hagkvæm- ara móti. Þing Framsóknarmanna að Laugum Félagasamband Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra hélt annað fulltrúaþing sitt að Laugum í Reykjadal á sunnu- daginn Þingið sátu nær 50 kjörnir fulltrúar Framsóknarfélaganna hvaðanæva úr sýslunni að heita má, auk þingmanna Framsóknar- flokksins í kjördæminu. Þingið hófst kl. 11 fyrir hádegi og lauk skömmu fyrir miðnætti. Sam- bandið var stofnað í fyrrasumar sem afleiðing breyttrar kjördæma- skipunar til þess að tengja saman störf Framsóknarfélaganna í hinu nýja og víðlenda kjördæmi. Meðal hlutverka sambandsþinganna er að ákveða framboð Framsóknar- flokksins í alþingiskosningum, þegar svo ber undir, og hefur sam bandsþingið þannig tekizt á hend- ur það verkefni, sem áður var í höndum fulltrúaráðanna í gömlu kjördæmunum. Miklar umræSur og sóknarhugur Á þinginu urðu miklar umræður um flokksmál og almenn stjórn- mál, einkum þau, sem varðar Norðurlandskjördæmi eystra, og | í þinglok var samþykkt ýtarleg ályktun um framfaarmál kjördæm- enn ungt og varla fullmótað sem starfsheild þá gefa þó kjördæmis- þingin, sem þegar hafa verið hald- in, góð fyrirheit um framtíðina. Framsóknarmönnum var það ljóst, þegar I upphafi hinnar breyttu kjördæmaskipunar, að pólitískt fé- lagsstarf í risakjördæmum með lé- legum samgöngum er enginn barna leikur. En það gæti orðið tilefni sérstakra hugleiðinga, sem vitað er, að Framsóknarmenn urðu fyrstir til að laga flokksstarf. sitt eftir hinum breyttu aðstæðum, sem sköpuðust við það að leggja niður héraðakjördæmin. Á víðavangi Hundrat$íöld Iygi Síðastl. íniðvikudag birti Mbl. rosafrétt um það, að Samband ísL samvinnufélaga skuldaði bændum 220 millj. kr. og hafði um þetta bæði ill orð og stór. Þessa vizku þóttist blaðið geta lesið út úr ársskýrslu SÍS. Auð- vitað var þessi niðurstaða feng in með því að lesa allt öfugt eins og skrattinn biblíuna eða Mongunblaðsmeim samvinnu- fræði Daginn eftir greindi SÍS auð- vitað frá því með glöggum og ó- hrékjandi tilvitnunum í tölur, að ógreidd upphæð fyrir seldar sjávar- og landbúnaðarafurðir til sambandsfélaganna hefði verið 27 milljónir um sl. áramót og væri það lægri upphæð en um tvenn næstu áramót á undan. Þannig eru óhrekjandi stað- reyndir í þessu máli. En Morg- unblaðið hefur þagað og engan lit sýnt á að leiðrétta sína hundr aðföldu Iygi. Það er eins og vænta mátti á þeim bæ. Nýr liðsoddur Sama daginu birti Alþýðubl. svipaða róggrein á forsíðu og tveim öðrum síðum um skuldir SÍS. Þar var leikið að tölum eft ir Mbl.-forskriftinni en mergjuð um rógi skotið inn á milli talna- blekkinganna. Fannst mörgum gamalkunnugt eyrnamark á þeirri grein. Eins og kunnugt er varði Björn Kristjánsson stór- kaupmaðuf síðari hluta ævi sinn ar til þess að ófrægja samvinnu félögin. Stórkaupmanuavaldið hefur nú fengið liann endur- fæddan og vel það í Alþýðublað inu, sem síðustu vikurnar er í engu eftirbátur Stóra-Mogga við samvinnuníðið. Information fær ádrepu Enn er ritað mikið um hand- ritamálið í dönsk blöð og þar birtist fjöldi lesendabréfa um málið. Blaðið Information hefur verið mjög andvígt afhendingu og íslendingum í málinu og lát- ið mörg stór orð falla. Eftirfar- andi bréf skrifaði einn lesandi Information fyrir nokkru: ,,Þið eruð svo orðhvatir í hand (Framhald á 13. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.