Tíminn - 24.06.1961, Page 8
8
T i MIN N, laugardaginn 24. júní 1961.
Játningar úr stjórnarliði
Málgögn ríkisstjórnarinnar
hafa að undanförnu leyft sér
að halda því fram, að kjara-
skerðing almennra launþega
vegna svonefndrar „viðreisn-
ar" væri aðeins samsvarandi
4% af launum, og væri því
hrein óhæfa af verkamönnum
að krefjast meiri launahækk-
unar.
Er í þessu sambandi fróðlegt að
athuga það, að samkv. viðreisnar-
löggjöf ríkisstjórnarinnar var
reiknað með bótum til farmanna í
millilandasiglingum og flugmanna
í millilandaflugferðum, vegna
gengisbreytingar ísicmzks gjald-
miðils, en hlutaðeigendur í þess-
um starfsgreinum höfðu haft völ
á að taka allt að 30% launa sinria
í erlendri mynt.
Varð niðurstaðan bráðlega sú,
að farmenn í millilandasiglingum
fengu 19% hækkun á öllu mánað-
ar- og yfirviinnukaupi sínu frá 20.
febr. 1960 að telja sem skaðabæt-
ur vegna kjaraskerðingar í sam-
bandi við áður nefnt val eða heim-
ild til að taka allt að 30% launa
sinna í erlendri mynt. Jafnframt
Flugfélögin buðust til að greiða
flugmönnum 19% uppbót á laun
þeirra til samræmis við það, sem
farmönnum hafði verið greitt.
Buðust fiugfélöigin einnig til að
gera breytingu á nokkrum atrið-
um samnínganna, m.a. með hlið-
sjón af því, að flugfélögin höfðu
nú tekið í notlcun nýjar flugvél-
ar, sem ekki höfðu verið’ í notk-
un hér þegar eldri samningur
var gerður.
Þegar verkfallsbannið rann út
1. nóv. s.l. höfðu flugmenn áttað
sig nægjanlega á málavöxtum til
þess að þeir ákváðu að hefja
ekki frekari aðgerðir að sifimi,
enda höfðu þeir þá gert sér ljóst
hvað 19% kaupuppbótin, sem
þeim hafði verið greidd, var
mikils virði, og hefur reynslan
því orðið sú, að til frekara verk-
falls hefur ekki komið, þótt ekki
hafi verið gengið frá samning-
um enn, og hefur því allt fram
til þessa dags verið flogið áfram
samkvæmt gömlu samningunum
og er ekki fyrirsjáanleg í dag
nein breyting þar á.
veitti viðskiptamálaráðuneytið
heimild fyrir jafnmiMum erlend-
um gjaldeyri upp á kaupið sem!
áður, og hafa því hlutaðeigandi
starfsmenn síðan átt kost á að fá
60% launa sinma í erlendri mynt. j
Með ofangreindri 19% uppbót á
launum farmanna í utanlandssigl-
ingum kom fram ósamræmi á
launakjörum farmanna, sem voru
aðilar að sömu kjarasamningum,
því að ríkisstjórnin bannaði, að
starfsmenjn eingöngu við landhelg-
isgæzlu eða strandsiglingar hér
við land fengju kauphækkunina.
í þessn sambandi er frægt dæm
ið um það þegar varðskipið „María
Júlía“ fór til fiskirannsókna suð-
ur fyrir land og átti að koma við
í Færeyjum, en það gaf rétt til
19% kauphækkunar skipverja í
ferðinni með 60% launanna í er-
lendum gjaldeyri og möguleikum
til hóflegra kaupa tollvartiings
með vægu verði. En skipshöfnin á
varðskipinu „Ægi“, sem fór til
fis'kirannsókna norður í íshaf á
sama tíma, fékk ekki neina kaup-
hækkun né erlendan gjaldeyri
með tilheyrandi möguleikum.
Flugmenn vildu ekki una því,
að láta kljúfa samtök sín á sama
hátt og gert hafði verið hjá far-
mönlnum á skipum og stofnuðu til
verkfalls. En ríkisstjómin tók á
sig rögg og bannaði verkfallið
fram til 1. nóv. 1960 með bráða-
birgðalögum dags. 5. júlí 1960.
Síðan hefur verið hljótt um það,
mál, og mun margur halda, að
launakjör flugfólks hafi almennt
ekki breytzt frá ársbyrjun 1960,'.
en slíkt er á misskilningi byggt.!
Samkv. upplýsingum Vinnuveit-
andatns, málgagns Vinnuveitenda-
sambands íslands, er út kom
snemma á þessu ári, sjá til-
vitnun, en þar er staðfest, að flug-
fólk fékk 19% kauphækkun á
fyrra ári, og það mun ekki hafa
látið Mjúfa samtök sin á þessu
atriði, þótt heimild til úttektar
erlends gjaldeyris upp í kaupið
muni hins vegar að mestu bundin
við utanlandsflugið.
Er nú fróðlegt að athuga fram-
angreindar staðreyndir um kaup-
hækknnir til skaðabóta vegna
gengisbreytingar á þeim tíma þeg-
ar ríkisstjórnin segir, að lcjara-
skerðingin sé aðeins 4% og lætur
óspart í Ijós, að það gangi glæpi
næst gagnvart þjóðfélaginu, þegar
lægst launuðu verkamennirnir
fara fram á lítils háttar kjarabæt-
ur.
Sjá ekki allir hirj, taumlausu ó-
heilindi ríkisstjórnarinnar í þessu
eftai, er hún reynir að kénna öðr-
um um þá miklu óánægju, sem
ranglátt stjórnai'far hennar sjálfr-
ar hefur vakið og er undirrót þeirr
ar kauphækkunaröldu, sem nú er
risin. Öðru hvoru geta stuðnings-
blöð ríkisstjórnarinnar heldui'
ekki orða bundizt, að viðurkenna
þetta, samanber grein í Vestur-i
landi, málgaglni sjálfstæðismanna j
á Vesturlandi, er birtist snemmai
árs í fyrra út af 30—50% hækk-i
un hafnargjalda á ísafirði, en þar
segir svo með stækkuðu letii, í
niðurlagi greinarinnar, samanber
tilvitnun á öðrum stað í blaðinu:
„Þessar linnulausu hækkanir
ríkis og bæja stefna ekki að því,
að sætta fólk við sama kaupgjald
og áður.“
Annað sláandi dæmi um óværð-
ina í stjórnarherbúðunum út af
verðhækkununum á valdi ríkis-
stjórnarinnar', er að finna í að-
sendri grein frá ísafirði, er birtist
í dálkum Hannesar á Horninu, í
Alþýðublaðinu hinD 1. fehr. 1961,
segir þar meðal annars, samanber
endurprentun af greininni í heild á
öðrum stað hér í blaðinu:
„Ýmsum þykir, að ríkisvaldið
hafi sízt stillt í hóf það
sem það hefur lagt á þegnana. Það
er staðreynd, að sízt er þangað
að sækja fyrirmynd, um hófsemi í
álögum."
Síðar í greininni er svo talað
um „hreina ósvífni um hækkaðar
álögur á almenning“, og sem dæmi
bent á, að póstmálastjóitnin hafi
nýlega hækkað leigu fyrir póst-
hólf á ísafirði úr 15 kr. í 75 kr.
eða um rétt 400%. Þarna var nú
ekki slegizt um 1%, eins og í
kjaradeilunni við Dagsbrún.
Almenningur hlýtur að eiga
rétt á að fá svar við því, hvers
vegna það opinbera, ríki og bæj,
arfélög, geta fengið hverja þá
hækkun, sem þessum aðllum
dettur í hug að framkvæma og
það án þess að rökstyðja á nokk
urn hátt hvort á þeim sé brýn
þörf eða ekki, en einstaklisigar
og félög verða á sama tíma að
búa við ósanngjörn verðlags-
akvæð'i og fá ekki í áraraðir
svar við beiðnum síuum frá því !
fólki, sem ríkisstjórnin velur þar
til forystu. Þessar linnulausu
hækkanir ríkis og bæja stefna
ekki að því að sætta fólk við
sama kaupgjald og verið hefur.
Hér þarf að verða breyting á,
ríki og bæjarfélögin eiga engra
forréttinda að njóta á kostnað'
félaga og hins almenna borgara.j
ísfirðingur skrifar: „Óhjá-
kvæmileg afleiðing g»igisfell-
ingarinnar var veruleg hækkun
á vöruverði og almennri þjón-
ustu liins opinbera. Ýmsum þyk-
ir ,að ríkisvaldið hafi sízt stillt
í hóf þeim hækkunum, sem það
hefur lagt á þegnana. Það er
staðreynd, að sízt er þangað að
sækja fyrirmynd um hófsemi í
álögum, — en óneitanlega hefði
farið vel á því, að einmitt ríkis-
stofnanir hefðu í því efni verið
öðrum aðilum fögur fyrirmynd,
því hætt er við, að eftir höfðinu
dansi limirnir.
Helzt er svo að sjá, að ofur-
vald ýmissa forráðamanna ríkis-
stofnana sé slíkt, að þeir eigi
sjálfdæmi um flesta skattheimtu
úr vasa hins almenna borgara.
Þeir halda þannig á þeim mál-
um, að í stað þess að ríkisfyrir-
tækin sporni gegn vexti dýrtíð-
arinnar og afleiðingum gengis-
fellingarnar, sem þeim ber
tvimælalaust siðferðileg skylda
til, þá sýna þeir meira tillits?
leysi, já hreina ósvífni um hækk-
aðar álögur á almenning, en
nokkrum einkaaðila kæmi til
hugar að leyfa sér.
Nýjasta dæmið er það, að
póstmálastjórnin hefur nú hækk
að pósthólfaleiguna a.m.k. hér
í bæ úr kr. 15,00 í kr. 75,00 á
ári, og þótt þetta sé að vísu ekki
stórvægilegt atriði eða skipti
fjárhagslega miklu máli fyrir
einn eða neinn, er hér rösklega
að verki verið, og ótvírætt sýnt
hvert hugurinn stefnir, þótt í
-jiuáu sé. Það ber og að hafa í
huga, að einmitt pósthólfin
‘■para póststjórninni mjög miklar
fjárhæð'ir árlega, eða laun all-
■nargra póstsendla.
Allt slíkt er léttvægt fufidið,
>g jafnvel þessi lítilf jörlegi
tekjustofn, sem þó sparar stofn-
uninni mikið fé, hagnýttur til
að storka almenningi á þennan
leiðinlega hátt. Sú spurning vakn
ar, hvort svona ákvarðanir séu
virkilega gerðar með vitund og
vilja viðkomr/idi ráðherra. Eða
hvort verðlagsstjóri samþykki
svopa álagningu Getur þú, Hann
es minn uppivst mig utn þessi
atriði?“
Ilannes á horninu.
Séð til Bessastaða úr Kársnesi yfir Skerjafjörð.
í glampandi sól og heit-
um vorblæ ökum við í hlað
á Bessastöðum á Álftanesi,
bústaS sjálfs forsetans.
Túnið er nýslegið, og l|úf
angan töðunnar berst að vit
um okkar. Rétt norðan við
bæinn rísa 3 hólmar úr
Bessastaðatjörn. Marglitar
veifur blakta þar í golunni
og ófrýnileg fuglahræða
veifar ermunum til vegfar-
enda. Við þykjumst sjá, að
þarna muni vera æðarvarp,
en hingað erum við ein-
mitt komin til þess að at-
huga það.
Við stígum út úr bílaum og
tökum að leita bústjórans,
Ingva Antonssonar, en hans
leiðsögn álítum við, að bezt
sé að hlíta í þessari ferð. Á
Bessastöðum eru mörg hús og
reisuleg, og við erum góða
stund að snúast. á milli þeirra,
áður en við finnum rétta mann-
inn. Hann tekur erindi okkar
vel og við fylgjum honum suð-
ur túnið. Við spyrjum hann
eftir hólmunum, sem okkur
þóttu svo girnilegir í fyrstu,
en hann segir þá ekki vera í
sinni umsjá, heldur forsetans
sjálfs eða þjónustuliðs hans.
Aðalvarpið sé sunnan til á nes-
inu á tveimur töngum. Heiti
víkin milli þeirra Músavík, en
sjálfir heiti þeir ekki neitt.
Auk þess s'éu hreiður á víð og
dreif um allt nesið.
Neðarlega í túninu sjáum
við dyngju af dún í slægjunni.
Við hnýsumst í hana og sjá-
um þar 4 andaregg. Dúnninn
er þó að hálfu leyti æðardúnn.
Virðist öndin hafa verpt í yfir-
gefið æðarhreiður. Hefur hún
líklega þótzt heppin og lítinn
grun haft um það, á hvílíku
hættusvæði hún var að reisa
sér bú.
Bústjórinn segir okkur, að
algengt sé að finna hreiður í
túninu. Verpi þar bæði endur,
æðarkollur og kríur. Líklega
þarf sláttumaðurinn að hafa
gát á, ef honum á að takast að
forða öllum hreiðrum frá lján-
um, a.m.k. myndi éngan furða,
þótt honum sæist yfir kríu-
hreiður, sem hvorM eru stór né
vönduð, aðeins lítil hola í jörð
ina.
Neðan við túnið tekur við smá
þýft og svolítið grýtt graslendi.
Þar sveimar yfir okkur fjöldi
af kríum og hettumávum, læt-
það lið allófriðlega, en ekki
verður þó af árás. Við næsta
stein kúrir móleit æðarkolla
og horfir á okkur vökulum aug-
um. Þegar við komum nær.
stenzt hún ekki mátið og tek-
ur til vængjanna. Við steininn.
þar sem hún sat. sjáum við
!í" sjáiö þiS þrjú grænleit æSaregg umkringd hlýjum dúni. E. t. v.
verSa komnlr ungar úr þeim á morgun (Ljósmynd: TÍMINN -— GE).