Tíminn - 24.06.1961, Page 5
5
TÍMINN, laugardaginn 24. júní 1961.
f—............ ....................
Otgetandi: PRAMSOKNARFLOKKURINN
FramJtvæmdastíóri Tómas Arnason Rit
stiórar Þórarmn Þórarinsson mb / Andrét
Krist.iansson. Jón Helgason Fulltrúi rit
stjórnar Tómas Karlsson Auglýsinga
stjAri: Egili Bjarnason - Skrifstofur
i Eddunúsinu - Simar- 183UO- 18305
Auglýsingasimi 19523 Atgreiðslusimi:
12323 — Prentsmiðjan Edda b.i
>----------------------------------------------------
Réttur þjóðarinnar
Á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem var
haldinn í fyrradag, var það einróma samþykkt að krefj-
ast þingrofs og nýrra þingkosninga á þessu sumri.
Rökin fyrir þessari kröfu eru augljós:
Ríkisstjórnin hefur með samdráttar- og kjaraskerð-
ingarstefnu sinni, jafnframt þvi a8 neita um allar aðrar
kjarabætur en kauphækkun, hrundiS af stað stórfelldari
verkföllum en hér hafa áður orðið, Hún hefur svo staðið
ráðalaus frammi fyrir vandanum, er hún hefur þannig -
skapað. Svo nær öll framleiðsla þjóðarinnar væri nú
stöðvuð, ef samvinnuhreyfingin hefði ekki tekið foryst-
una eftir að verkföllin voru hafin og miðlunartillaga sátta-
semjara hafði verið felld. Samvinnuhreyfingin hóf þá
samninga við verkalýðsfélögin og náði hinni hagkvæm-
ustu lausn fyrir atvinnuvegina, sem hugsanleg var eftir
að ríkisstjórnin var búin að sigla öllu í strand. Þessi
lausn samvinnufélaganna á bæði að geta tryggt almenn-
ingi verulegar kjarabætur og vinnufrið. í stað þess að
fagna þessu samkomulagi, heldur ríkisstjórnin áfram
að tefja fyrir lausn þeirra verkfalla, sem óleyst eru, og
hótar að gera kjarabæturnar, sem fylgja því, að engu
með nýrri verðbólgu, jafnvel nýrri gengislækkun. Hún
sýnir heldur ekki nein merki þess, að hún ætli að draga
neitt úr samdráttarstefnu sinni, svo að frarr.íeiðsla og
framkvæmdir geti örfast í landinu.
Þetta eru ástæðurnar fyrir því, að Framsóknarflokk-
urinn krefst þingrofs og nýrra kosninga. Þjóðin á heimt-
ingu á, að hún fái að skera úr málum og segja álit sitt
áður en skellt er á nýrri gengislækkun og verðbólgu,
eins og ríkisstjórnin hótar, því að hvort tveggja er þetta
óþarft, ef rétt er stjórnað.
Engin sanngjörn né lýðræðisleg rök er hægt að færa
gegn því, að það er skýlaus réttur þjóðarinnar, að úr-
skurðarvaldið í þessum málum sé nú lagt í hendur henn-
ar með þingrofi og þingkosningum strax á þessu sumri.
Þung verður sekt ríkisstjórnarinnar, ef hún reynir
að taka þennan rétt af þjóðinni og leggja á hana nýjar
óþarfar byrðar, án þess að ráða hennar sé nokkuð leitað
áður.
Deilan um sjóðina
í þeirri deilu, sem nú stendur yfir um stjórn styrktar-
sjóða verkalýðsfélaganna, er hollt að rifja upp þessar
staðreyndir:
Það er grundvallarregla, að sjóðir séu undir stjórn
þeirra, sem leggja féð í þá.
Það er ótvírætt, að meðlimir verkalýðsfélaganna
leggja einir féð í styrktarsjóðina, eins og sést á því, að
þar sem fé er ekki lagt í sjóðina, er greitt hærra kaup,
sem því svarar sbr. Akranes og Keflavík.
í samræmi við þetta hefur líka alls staðar verið samið
um það, nema í Hafnarfirði, að stjórn sjóðanna sé í hönd-
um verkalýðsfélaganna, gegn þeirri tryggingu þó, að
þeir séu ekki notaðir í verkföllum.
Samvinnufélögin hafa samið þannig. Aðrir atvinnu-
rekendur utan Reykjavíkur hafa samið þannig. Atvinnu-
rekendur í Reykjavík hafa samið þannig við iðnsveina-
félögin þar. Ríkisstjórnin hefur samið þannig fyrir hönd
síldarverksmiðjanna.
Þegar þetta er athugað, er erfitt að skilja þá þrjósku,
sem tefur lausn verkfallsins í Reykjavík.
/erðlagsákvæð-
in og samningarnir milli samvinnu-
félaganna og verkalýðsfélaganna
' Alþýðublaðið virðist nú
J leggja á það höfuðáherzlu, að
haga málflutningi sínum þann
veg, að sem flestir af þeim,
er áður virtu Alþýðuflokkinn
fyrir afstöðu hans til ýmissa
góðra mála, verði að bera
kinnroða fyrir það hugarfar
sitt.
Eitt slíkt dæmi um núverandi
málflutning Alþýðublaðsins, eru
þeir sérfræðilegu útreikningar
þess, að af því að SÍS sé ekki
skuldlaust fyrirtæki, þá hljóti það
og kaupfélögin að óska eftir sí-
aukinni verðból^u. Tilraun sam-
vinnusamtakanna til að afstýra
löngu allsherjarverkfalli muni því
byggjast á þörf fyrir verðbólgu-
afskrift skulda.
f sambandi við þessa nýju sér-
íræðilegu útreikninga er blandað
atriðum, er fram komu í viðtali,
sem ég átti við Tímann 16. marz
s.l., varðandi verzlunarálagning-
una og verðlagshöftin. Eftir
þriggja mánaða umhugsun kemst
blaðið að þeirri niðurstöðu, að ég
hafi fyrir löngu séð fyrir verð-
bólguáhuga samvinnufélaganma og
af þeim sökum telji ég nauðsyn
legt að leiðrétta núgildandi verð
lagsákvæði. Því muni ekki standa
á mér i verðlagsnefndinni að
styðja hækkáða álagningu eftir'
að allt kaupgjald í landinu hafi
hækkað.
Þessi túlkun blaðsins á afstöðu
minini til verðlagshaftanna, gefa
mér tilefni til að gera nokkru nán-
ari grein fyrir, hvers vegna ég íel
nauðsyulegt að endurskoða núgild-
andi verðlagsákvæði.
Eg tel, að allir, sem önnuðust
framkvæmd verðlagsmálantna fyr-
ir gengisfellinguna í febrúar 1960,
hafi verið sammála um, að leyfð
verzluirarálagning, eins og hún var,
í ársbyrjun 1960 hafi verið mið-.
uð við algjört lágmark. Núverandi
viðskiptamálaráðherra er ekki und
anskhinn í þessu efni.
Um leið og gengisskráningunmi
var breytt í febrúar 1960, ákvað
ríkisstjórnin að lækka verzlunar-
álagninguna, ekki af því að hún
teldi hana of háa, heldur af þeim
sökum, að breytt gengisskráning
þýddi aukna umsetningu í krón-
um, miðað við sama magn. Ríkis-
stjóimin taldi, að með óbreyttum
launum, sömu sölu í magni en
aukinn kr'ónuveltu, mætti lækka
álagningarprósentuna, án þess að
skerða tekjur verzlunarfyrirtækja.
Á slíkum útreikningum byggði
ríkisstjórnin ákvörðun sína um
breytingu verðlagsákvæðanma í
febrúar 1960. Samtímis bannaði
hún verðlagsnefndinni með lög-
um, að hafa lægri álagningu en
þörf vel rekinna fyrirtækja segði
til um.
Það er rétt hjá Alþýðublaðinu,
að ég leyfði mér að véfengja
nefnda útreiknimga ríkisstjórnar-
innar, eða öllu heldur, ég gat ekki
skilið, að þeir stæðust. Hvernig
var hægt að gera ráð fyrir, að
hver einstaklingur keypti sama
vörumagn fyrir sömu krónutölu,
eftir að vörurnar voru stórhækk-
aðar í verði? Hlaut ekki hið
keypta vörumagn að minnka í
hlutfalli við verðhækkunina ef að-
eins var keypt fyrir sömu krónu-
tölu? Með óbreyttu kaupi virtist
fyritsjáanlegt, að krónuveltan í
verzluninni yrði svipuð eftir geng-
isfellinguna og hún var fyrir hana,.
en vörumagnsveltan minnka að j
sama skapi. Slíkt þýddi, að sál
grundvöllur, sem ríkisstjórtnin
byggði á, er hún breytti verðlags-
ákvæðunum í febrúar 1960, var
alls ekki fyrii hendi, enda nú
komið á daginn og staðfest af
kaupmanna-samtökunum. Ríkis-
stjórnin gleymdi kaupgetuáhrifun-
um er hún lækkaði álagninguna,
og þess vegna skildist mér, að lág
eisikunn yrði gefin fyrir reiknings-
dæmið á almennu prófi, hvað þá
hagfræðiprófi.
Vegna þeirrar tilgátu Alþýðu-
blaðsins, að ekki muni standa á
mér í verðlagsnefndinhi að styðja
hækkaða verzlunarálagningu eftir
að kaup hefur yfirleitt hækkað
um 10%, vil ég upplýsa, að ég tel
rétt og sjálfsagt að leiðrétta mis-
tökin, sem gerð voru í febrúar
1960 áður en verzlunarálagningin
er hækkuð vegna 10% kauphæk,k-
unarinnar. Hin fyrirsjáanlega 10%
kauphækkun eykur kaupgetuna
frá því, sem nú er og þar með
verzlunarviðskiptin, og mega þau
áhrif að sjálfsögðu koma í íjós
áður en álagningin er hækkuð
þeirra vegna. Það tilheyrir og
réttri meðferð mála, að aðskilja
þau tvö atriði, sem hér um ræðir,
enda vafasamt að hið síðara atriði
þurfi að hafa áhrif til hækkunar,
ef hin eldri skekkja er leiðrétt.
Alþýðublaðið gefur óbeint í
skyn, að afstaða mín í verðlagte-
nefndinni sé í verðbólguátt. Af til-
litssemi mun ég ekki nú birta
gögn er sanna, að hér talar þetta
blað úr glerhúsi. Hvenær hef ég
tekið þátt í að koma af stað skæru
hernaði gegn vinnufriði í landinu!
og samtímis beitt áhrifum mínum)
með tillögum og atkvæðisrétti íj
opinberri nefnd til hækkunar áj
vörum og þjónustu svo auðið yrði
að aflétta hernaðarástandinu?
Vær ekki rétt fyrir Alþýðublaðið
að líta sér nær í þessu efni áður
en það yfirfærir aðferð sinna
manna á mig?
Fyrir skömmu ræddi ég við
greindan Alþýðuflokksmann. Hon-
um fórust orð á þessa leið:
„Afstaða Alþýðuflokksins nú til
samvinnusamtakanna og verkalýðs
samtakanna virðist byggð á því,
að hantn sé að leita að stuðnings-
mönnum, sem séu of ihaldssamir
til þess að eiga samleið með Sjálf-
stæðisflokknum. Aðra skýringu á
afstöðu míns flokks get ég ekki
fundið, enda miða ég við ráðandi
framámenn flokksins, en ekki
aðra.“
Um lausn núverandi vinnu-
deilna tjáði þessi sami maður af-
stöðu sína með þessum orðum:
„Aðalatriðin eru þessi. í 5 mán-
uði reyndi Vinnuveitendasamband'
ið og ríkisstjórnin að semja við
verkalýðssamtökin til að afstýra
verkföllum, en án árangurs. Eftir
að verkföll voru skollin á, víð’tæk
ari en áður hafa þekkzt, gerir
sáttasemjari í samráði við ríkis-
stjórnina tillögu um 13% kaup-
hækkun á rúmum tveimur árum.
Sú tillaga var felld. Algjört öng-
þveiti blasti þá við og ríkisstjórn-
in virtist vanmegnug og ráðalaus.
Þá skeði það, að samvinnusamtök-
in hefjast handa og ná hagstæð-
ari samningum en bjartsýnustu
vonir stóðu til. Þau semja um
10% kauphækkun strax, 1% í
sjúkrasjóð verkamanna og 4% að
ári liðnu, eða um 15% kauphækk-
un á tveimur árum, 2% hærra en
fólst í tillögu sáttasemjara. Og
samvinnusamtökin gerðu meira,
þau semja einnig um afleiðing-
arnar af þessari kauphækkun, því
að sú hækkun vara, sem af kaup-
hækkuninni leiðir, virðist innifal-
in í samkomulaginu og á ekki
að valda því, að dýrtíðarskrúfa
fari af stað, ef skynsamlega er á
málurn haldið af stjórnarvöldun-
um. Þetta eru nýmæli og einnig
hitt, að samið er til langs tíma.
Samvinnusamtökin hafa sem sé
reynt að tryggja vinnufriðinn í
landinu næstu tvö árin, eða út
kjörtímabil núverandi ríkisstjórn-
ar. Framsóknarflokkurinn hefur
stutt þetta, og sýtnt með því ábyrg-
ari stjórnarandstöðu en áður hef-
ur þekkzt. Meðan þessu fór fram,
voru ráðherrarnir og stjórn Vinnu
veitendasambandsins í sömu stöðu
og gleymdir aðilar, sem enginn
rennir augum til“.
Slíkum augum leit hinn reyndi
Alþýðuflokksmaður á hin um-
deildu mál. Hann tók einnig fram:
„Gengisfellingu vegna þess mis-
munar, sem er á sáttatillögunni
og samningi samvinnumanna, ótt
ast ég ekki. Ef kaupmismunurinn,
sem er 2% á tveimur árum, þarf
að framkalla gengisfellingu, þá
hlýtur smávægilegur aflabrestur
eða lítilsháttar verðfall á erlend-
um mörkuðum einig að gera það.
E!n sé nú gert ráð fyrir að t.d.
vaxtahækkun, lítils háttar afla-
tregða og smávægilegt verðfall
sjávarafurða valdi gengisfellingu,
þá vaknar sú spurning, hvort afla-
sæld og hækkandi verð sjávaraf-
urða þýði ekki gengishækkun, ef
notuð er sama reikningsaðferðin".
Mér fannst afstaða þessa Al-
þýðuflokksmanns svo skýr og um-
búðalaus, að hún ætti erindi til
sem flestra. Af þeim sökum segi
ég frá hemni, um leið og ég af-
þakka túlkun Alþýðublaðsins á af-
stöðu minni til verðlagsmálanna.
21/6 1961.
Stefán Jónsson.
Bókagjafir til
háskólans
Hinn 30. maí s. 1. afhenti sendi-
herra Kanada á íslandi, dr. Robert
MacKay, háskóla íslands bókagjöf
frá ríkisstjórn Kanada. Bækur
þessar varða' einkum atviYnu- og
menningarsögu svo og stjórnskip-
un Kanada.
Hinn 16. júní bárust Háskóla ís-
lands tvær bókagjafir, ásamt af-
mælisóskum gefenda. Frá utanrík-
isráðherra ísraels. frú Golda Meir,
var afhent ritsafn frá sögusióðum
biblíunnar, en utanríkisráðherr-
ann sýndi háskólanum þá sæmd
(Framhald á 6. siðu).