Tíminn - 06.07.1961, Page 5

Tíminn - 06.07.1961, Page 5
TÍMINN, finmitudaginn G. júli 1961. 5 Útgetandl: FRAMSÚKNARFLOKKURlNN. Framlcvæmdastióri: Tómas Arnason Rit- stjórar: Þórarum Þórarmsson (ábj, Andrés Kristiánsson, Jón Helgason Fulltríu rit stjómar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: EgiT Bjaraason — Skrífstofur i Edduhúsmu — Simar: 18300—18305 Auglýslngasimi: 19523 Afgreiðslusimi: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Rikisstjórnin ber sökina ein Skrif MorgunblaSsins svo og annarra stjórnarblaða og jafnvel ráðherra þess efnis að boða stórfelldar hækkanir á verðlagi, álögum hins opinbera, sköttum og tollum, og jafnvel nýjar og víðtækar „viðreisnar“-ráðstafanir og gengislækkun, vekja nú almenna undrun og andúð Sjálfur fjármálaráðherrann skrifar enn eina grein í Vísi í gær og segir, að „nú þegar bylting hafi verið gerS í kaupgjaldsmálum, verði að endurskoða gengisskráning- una". Og grein sinni lýkur hann með þessum landsföður- legu dómsorðum: „Ef gengi krónunnar verður lækkað, þá bera ábyrgð á þeirri gengislækkun þeir aðilar, sem hrundu af stað kauphækkuninni miklu". Að uppkveðnum þessum ráðherradómi ber að sjálf- sögðu brýna nauðsyn til að gera sér Ijóst, hverjir það voru, sem hrundu „kauphækkuninni miklu“ af stað. Þarf raunar ekki í miklar grafgötur til þess að finna þann sökudólg, og staðreyndir málsins eru ljósar hverjum manni, og þær eru í stuttu máli þessar: Ríkisstjórnin rýrði með gerræðisráðstöfunum sínum lífskjörin á einu ári um 20% eða meira. Launastéttirnar stóðu fimm mánuði samfleytt í samningaþófi við ríkis- stjórnina um einhverjar aðgerðir af hálfu stjórnarvalda til linunar kjaraskerðingunni, með söluskattslækkun, vaxtalækkun, o. fl. og hétu því að meta hverja slíka ráð- stöfun sem beina kauphækkun, svo að þannig mætti koma í veg fyrir hatramar vinnudeilur og verkföll, er skaða þjóðina alla. Ríkisstjórnin sat allan þennan tíma sem slagbrandur í dyrum hverrar hugsanlegrar lausnar. Hún neitaði um allar lagfæringar, neitaði um allt, sem gæti orðið til lífs- kjarabóta. Enginn getur vænt samtök launamanna um að hafa ekki með mikilli biðlund kannað til hlítar viðhorf ríkisstjórnarinnar í þessu efni, enda var ekki boðað til verkfalls, fyrr en öll von um úrræði af hálfu ríkisstjórn- arinnar var þrotin. Það var því ríkisstjórnin og hún ein, en ekki laun- þegasamtökin, sem valdi verkfalla- og kauphækkunarleið- ina í þessari deilu. Það var hún, sem neitaði að fara þær leiðir, sem fyrst var mælzt til, vitandi það að verkföll og kauphækkanir hlytu að sigla í kjölfarið. Það var hún, sem hratt af stað „kauphækkuninni miklu“, og það er hún, sem í senn mun velja gengislækkun og bera ábyrgð á henni, ef á það óheillaráð verður brugðið. Og af allri þess- ari sögu verður það eitt séð, að ríkisstjórnin hafi blátt áfram viljað að svona færi, viljað skapa sér þessa tylli- ástæðu til nýrra kreppuráðstafana, nýrra álagna á al- menning og gengislækkunar. Ásakanir um ábyrgð í þess- um efnum fara því beina boðleið til föðurhúsanna. Mbl. segir enn í gær, að tillaga sáttasemjara um 6% kauphækkun mundi ekki hafa sett efnahagskerfið úr skorðupi. Hins vegar telur það 10% leiða til geigvænlegra hækkana. Þetta jafngildir raunar yfirlýsingu um, að kjara- deiluna hefði verið auðvelt að leysa, — ef stjórnin hefði vlijað — áður en til verkfalla kom, og þyngist sök ríkis- stjórnarinnar allmikið við það. Með því að bjóða þá strax t. d. 6% kauphækkun og 4% eftir ár, eins og tillaga sátta- semjara var, og einnig nokkrar hliðarráðstafanir, sem voru á valdi ríkisstjórnarinnar, svo sem vaxtalækkun og lækkun söluskatts o. fl. hefði án efa verið unnt að ná samkomulagi og þeim kjarabótum, sem nú hefur verið samið um. Og að útreikningi ríkisstiórnarinnar sjálfrar hefði þetta ekki raskað efnahagskerfinu. En ríkisstjórnin var ófáanleg til að fara þessa leið. Þetta er mergurinn málsins, augljós og óumdeilan- legur. Walter lippmann ritar um albjóðamál: | Berlínar-deilan er hættuleg, en idyrnar til lausnar eru ekki lokaðar < < < < < ( < < < ) < < < ( < t ) ) > ) ) ) ) < < < t ) ) ) ) < t t ) ) t ) ) ) ) ) / t t ) ) ) ) ) ) ) ) ) t ) ) ) ) ) t ) t t ) / / t ) ) ) / ) ) ) * ) / / / Frá því er Vínarfundinum lauk hafa ríkin beggja vegna járntjaldsiíis gefið út margar yfiriýsingar vegna Berlinar. Efni þessara yfirlýsinga er um margt athygli'svert, en þó eru yfiriýsingarnar ekki síður meridlegar fyrir það, sem ekki kemur fram í þeim. Báðir aðilar hafa undirstrik- *rð atriði þau, sem þeir telja skipta höíuðimáli og sem þau munu berjast fyrir fram í rauð- an dauðann og aldrei gefast upp. Vesturveldin hafa lýst yfir svo ekki verður um villst, að þau muni berjast fyrir frelsi Vestur-Berlinar og aldrei gefast upp í þeirri baráttu. Þau munu einnig berjast fyrir ó- hindruðum samgöngum til borgarinnar. Sovétstjórnin hef- ur skorinort lýst yfir, að hún muni gera sérstakan friðar- samning við Austur-Þýzkaland og muni heimta vissar iögleg- ar aðgerðir að sínu áliti í fram haldi af því. En hins vegar hafa Vesturveldin ekki neitað að ræða um tryggingu frelsis Vestur-Berlínar. Á sama hátt hefur Sovétstjórnin ekki lýst því yfir, að hún muni veita austur-þýzku stjórninni stuðn- ing tii þess að einangra eðá ernema Vestur-Berlín. Fram til þessa hafa því báð- ir aðilar verið ákveðnir en gætnir. Þeir hafa lýst yfir, að ekki verði hvikað frá megin- sjónarmiðum, en um leið hef- ur dyrum samkomulagsins ekki verið lokað. Þessum dyr- um væri lokað, ef Krustjoff lýsti yfir því, að Vesturveldin yrðu útilokuð frá Berlín, eða ef Vesturveldin tilkynntu, að þau myndu ekki ræða framtíð og stöðu Berlínar. En þessum þýðingarmestu dyrum hefur ekki verið lokað. Það virðist og vera ástæðan til þeirra orða Willy Brandt á dögunum, að ástandið væri hættulegt en þó hvergi nærri svo sem sutnir héldu. Það hefur alltaf verið grund- vallarsjónarmið Bandaríkjanna, að Berlínarvandamálið gæti því aðeins orðið leyst endan- lega, að Vestur- og Aust.ur- Þýzkaland sameinuðust og Berlín yrði þá höfuðborg sam- einaðs Þýzkalands. Ef þessi lausn yrði uppi á tening-num væri auðvitað ekki lengur um að ræða nein vandamái hvað viðkemur samgöngum við borg ina. Allar samgöngur, hvort heidur eftir skipaskurðum. þjóðvegum eða í lofti væru nefnilega innan eins Þýzka- lands. Það væru heldur engin vandamái viðkomandi freisi íbúa Berlínar. Þeir myndu all- ir njóta sama réttar og aðrir íbúar Þýzkalands. En því miður virðist engin sú breyting hafa orðið, að sam einað Þýzkaland sé á næstu grösum. Landið hef.ur nú ver- ið skipt í 15 ár og á þeim tíma hefur það sjónarmið skapazt beggja vegna járntjaldsins, að hagur geti verið í því að við- halda þessari skiptingu. T fyrsta lagi ber hér að nefna Sovétríkin 02 fylgiríki þeirra einkum Tékkóslóvakíu og Pól land, sem líta sameinað Þýzka la-nd með 80 milljónir íbúa með bandarísk vopn og í banda lagi við Bandaríkin, sem geig BrandenborgarhllðiS í Berlín — aðaldyrnar á járntjaldinu milli aust. urs og vesturs. Lokast þær eða opnast til fulls? vænlega hættu. En löndin aust an tjalds eru ekki ein um þessa skoðun. Sannleikurinn er sá, að bæði Frakkland og Bret- land hafa ákveðið að standa gegn sameiningu Þýzkalands. Það er hluti af óyfiriýstri stefnu þeirra. Hugmyndin um sameinaða Evrópu byggir eina höfuðundirstöðu sína á því, að Vestur-Þýzkaland eitt skuli tengjast Vestur-Evrópu. Með þessu vilja menn draga úr hættu þeirri, sem kann að stafa af sjáifstæðu, sameinuðu Þýzkalandi, sem væri að auki vel vopnum búið og enn til alls líklegt. Það liggja því tvær ástæður til þess, að hin margþekkta bandaríska lausn á Berlínar- málinu getur tæplega náð fram að ganga. í fyrsta lagi andstaða Sovétríkjanna gegn sameinuðu Þýzkalandi og í öðru lagi hinn óopinberi stuðn ingur, sem Sovétstjórnin hef- ur í þessu máli í nær öllum löndum Vestur-Evrópu, þ.á.m. aflmargra íbúa sjálfs Vestur- Þýzkalands. Þannig stendur þá Berlínar- vandamálið í dag. Þeir eru margir, sem segja, að það væri ekkert vandamái, ef Krustjoff hefði ekki með heift sinni og^ alveg að óþörfu skapað það. Ég he!d, að þeir. sem þannig hugsa, hafi ekki fyllilega skilið vandamálið. Enda þótt lcommúnistar geti illa sætt sig við óbreytt ástand í Berlí-n — njósnir, áróður og flóttamannastraum — þá skyld um við hafa hugfast, að einnig höfum við ástæðu tiT að hafa okkar áhyggjur af ástandinu. Þessu til vitnis mun ég leiða sendiherra V-Þýzkalands í Washington, Dr. Wilhelm Grewe, og taka upp úr opin- berri skýrslu hans um Genfar- ráðstefnuna 1959. Eftir að hafa leitt rök að því, að engin málamiðlun sé möguleg, segir dr. Grewe: Við getum sagt, að í mesta lagi sé aðeins einn aðgengilegur mögu leiki og hann er þegjandi sam komulag um að láta annan að- iiann vita, að ástandið í Berlín sé óumbreytanlegt annars veg- ar (þetta yrði staðfest með á- framhaldandi nærveru her- sveita Vesturveldanna) og einn ig óumbreytanlegt á Sovétsvæð inu hins vegar (þetta yrði stað fest með áframhaldandi setu stjórnar Ulbrichts). Þetta þýð- ir í rauninni það eitt, að við- halda því ástandi, sem nú er og sem svo margir segja, að við skuium stefna að . Ep hvað hefur svo þýzki ambassadorinn um þetta ástand að segja: „Ef Vesturveldin sam þykkja þetta, væri hér eigi að heldur um raunverulega mála miðlun að ræða, heldur upp- haf að uppgjöf. Vestur-Berlín verður ekki haldið lengi, ef íbúar borgarinnar hafa komizt á þá skoðun, að Vesturveldin séu í rau-.inni samþykk skipt ingu Þýzkalands“. Með þessum síðustu orðum er komið að kjarna málsins. Þýzki ambassadorinn segir, að Vestur-Berlín verði ekki varin ti.1 lengdar, ef íbúamir fái það á tilfinninguna, að Vesturveld in séu samþykk skiptingu Þýzkalands. Hvers vegna verð- ur ekki hægt að halda stöðu borgarinnar undir þessum kringumstæðum? Ef til, vill er það vegna þess, aö margir Ber línarbúar myndu flytjast ti‘1 Vestur-Þýzkalands og enn aðr ir til Austur-Þýzkalands. Slík skipting Þýzkalands er hug- sjón Krútsjoffs. Þýzki ambassa dorinn kann að hafa rétt fyrir sér. Ef við getum ekkert ann- að gert en reyna að horfast á- kveðið í augu við núverandi ástand má telja nær víst, að 'svartsýni ambassadorsins verði sönn í raun. En það er engin knýjandi 'í'.-amhaio a 13 sihu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.