Tíminn - 06.07.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.07.1961, Blaðsíða 8
8 T í M I N N, fimmtudaginn 6. júlí 1961. — Og andríkið í höfuðstaðnum er töluvert — það er að segja á Tjörninnl. Nanna, og svo horfa þær systur hvor á aðra og eru sýnilega komnar hálfa leið í huganum. — Erna og Steini fara alltaf á hestum í réttirnar, segir Nanna. — Já, en þau eru svo stór, flýtir Eára sér að skjóta inn í. — Og hvað hafið þið nú haft fyrir st'afni síðan þið komuð? Bára verður fyrir svörum: — Við fórum í Nauthólsvík uin daginn, það voru óskaplega margir þar. — En við fórum samt ekki út í, segir sú yngri. — Nei, sjórinn var svo kald- ur, en sumir fóru nú samt að synda, segir Bára. — Hafið þið oft komið til Reykjavíkur áður? Þær hugsa sig um stundar- korn. — Eg hef víst komið tvisvar, segir Bára og íhugar málið. — Eg kom í hitteðfyrra með pabba og mömmu, og svo einu sinni þegar ég var lítil, til að fá skó. — En Nanna? Nanna cr ekki alveg viss, Gaman að skemmtilegra Ungu dömurnar tvær eru vest- an úr Dalasýslu, en eru í stuttri heimsókn í höfuðborginni. Þær heita Bára og Nanna Hjalta- dætur, eiga heima í Hjarðar- holti, Laxárdal. Bára er 9 ára síðan í febrúar. Nanna verður 7 ára í þessum raánuði. Þær voru afsk-aplega ánægð- ar með dvölina í Reykjavík, cn ekki leizt þeim á að setjast hér að fyrir fullt og fast. — En mér finnst v—o—ð—a gaman, segir Bára og ljómar. Nanna tekur undir það með blíðu brosi. — Eg á tvær kindur og Nanna á líka tvær, segir Bára aðspurð. koma til Reykjavíkur, en að fara ríðandi í réttirnar — Og þær voru allar saman tvílembdar núna. — Er ekki rúningur fyrir dyrum? Langar ykkur ekki að vera heima þá? — Uss nei, segir Bára og hristir kollinn, og Nanna bætir hógværlega við: — Mig langar miklu meira í réttirnar í haust. — Já, segir sú eldri og tekst öll á Ioft. — Það’ er alveg voða- lega gaman í réttunum. — Já, það finnst mér, segir Nanna ákveðin. — Eg fór ríðandi í Gilla- staðarétt í fyrra, segir Bára, ég ætla líka ríðandi núna. — Kannski ég Iíka, segir heldur að hún hafi líka komið tvisvar. — Nanna kom, þegar hún var tveggja ára, segir Bára. — Hún fékk botnlangabólgu og var skorin upp. Nanna fer pínulítið hjá sér við þessa uppljóstrun. — Eg man nú ekkert eftir því, segir hún hæglátlega. — og hvað ætlið þið að sjá fleira? — Eg veit nú ekki, segir Bára, — við förum kannski í bíó, það gerðum við síðast. Og svo förum við niður í bæ. — En þið kærið ykkur ekki um að eiga heima í Reykjavík. — Þa3 er bezt að iíta á brunabila, sem þeir hafa til að slökkva eld með hér í Reykjavik. Systurnar líta íbyggnar hver á aðra. — Ne—i, segir Bára og dreg- ur seiminn. — Eg vil eiga heima uppi í sveit. — Og ég líka, segir Nanna, og svo flissa þær dálítið. — Hvað gerið þið nú á vet- uma, þegar þið getið ekki verið úti? — Það er svo margt, segir Bára. — Eg les nú oft, og stund um sauma ég. Annars fer ég í barnaskólann á Laugum í vet- ur, í yngri deild. — Og hlakkar til? — Já, já, krakkamir segja, að það' sé svo gaman þar, segir Bára, og brosir breitt. — Ekki ferð þú í skóla strax, Nanna? — Nei, nei, segir hún stór- hissa á mér, — en ég fer seinna, þegar ég verð níu ára. Svo máttu þær ekki vera að því að skrafa meira í bili, því að þær vildu komast út í góða veðrið til þess að leika sér við alla krakkana. '.■.V.VAVV.V.V.V.V.V.V.V.VV.'.V.’.V.'.V.V.’.V.'.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.'.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.'.V.'.V.V.Í Um aldamótin síðustu var mað- ur að nafni Heinrich Erkes í Köln. Hann var af mikilli kaupsýslu- mannaætt þar í borg og hafði sjálf ur slíkan starfa, auk stjórnmála. Hann tók sér ferð á hendur um þessar mundir til íslands, og við þau kynni, sem hann fékk af landi og þjóð, tók hann slíku ástfóstri við hvort tveggja, að það entist, meðan hann lifði og hefur haft á- hrif fram á þennan dag. Fyrsta dvöl hans hér á landi hafði slík á- hrif á hann, að hann tók til við að kynna sér jarðfræði og aflaði sér víðtækrar þekkingar á því sviði. Hann var kunnur maður hér á landi um þetta leyti, og enn er hans víða getið fyrir bækur sínar um jarðfræði íslands, einkum Öskju, Ódáðahraun og Sprengi- sand. En ýmislegt fleira ritaði hann um íslenzk málefni, þ. á m. þýzkt-íslenzkl orðakver. Hann var um skeið framkvæmdastjóri ís- landsvinafélagsins þýzka, er gerði íslandi margvíslegt gagn á fyrsta hluta þessarar aldar. í hinni gömlu Hansaborg við Rín er önnur mikilsmegandi ætt, Aden- auerarnir. Milli þessara tveggja ætta hefur löngum verið staðfest mikil vinátta, einnig milli ein- stakra ættmenna, þ. á m. Hein- richs Erkes og Konrads nokkurs Adenauers, er um skeið var mik- ill ráðamaður borgarinnar, aðal- borgarstjóri hennar, en síðar varð víðkunnur langt út fyrir takmörk hennar sem kanslari hins nýja þýzka ríkis, er til varð eftir heims styrjöldina síðari. Fyrir þessi kynni vaknaði fyrir íslenzk menningar miöstðð í Köln löngu áhugi Adenauers á íslenzk- um málum, og hefur sá áhugi haldizt fram á þennan dag. Höfum við orðið þess varir með ýmsum hætti á síðustu árum, m. a. af heimsóknum kanslarans hingað til lands og ferðalagi hans til Þing- valla. Enn eitt mikilsvert atriði tengir Köln fslandi sterkum böndum. Sá fslendinga, sem lifað hefur á þessari öld og þekktastur er þeirra allra út um lönd, dvaldi á einu skeiði ævi sinnar i Köln og er jarðsettur þar. Er það Jón Sveinsson, sem kunnur varð af Nonnabókum sínum og kynnti land sitt betur og meira en nokk- ur annar, svo sem alkunnugt er. Margir Kölnarbúar og unnendur Nonnabókanna telja það skyldu sína að halda tengslum v iðísland, þótt ekki komi annað til en starf Jóns Sveinssonar f Köln og leg- staður hans þar. Ágætismenn eins og Jón Sveins- son eru þjóð sinni til sóma og gera henni gagn, löngu eftir að þei'r eru liðnir. En allt það, sem hér var talið, hefur einkum orðið þess valdandi, að í Köln er orðin til nokkurs kon- ar íslenzk menningarmiðstöð í Þýzkalandi. Þar er nú einna stærst eða stærsta safn íslenzkra bóka í Evrópu að undanteknu íslandi og Kaupmannahöfn, og er þar fyrst og fremst Heinrich Erkes og erf- ingjum hans að þakka. Fyrir á- eggjan og forgöngu dr. Konrads Adenauers og annarra íslandsvina var stofnað þar þýzkt-íslenzkt fé- lag, sem hefur með höndum um- fangsmikla starfsemi til að kynna íslenzk málefni. Þar hefur nú að- setur forlagið mikla, Eugen Died- erichs, sem gaf út hina víðkunnu Thule-Sammlung, þýðingar á Edd- unum, íslendingasögunum og Nor- egskonungasögum, alls 24 bindi, sem mjög hefur stuðlað að kynn- ingu íslenzkra fornbókmennta í Þýzkalandi og víðar um heim. Hafa mörg bindi þessa safns verið gefin út æ ofan í æ, og er nú í ráði hjá forlaginu að hefja útgáfu á úrvali íslenzkru fornbókmennt- anna. Sama forlag gefur út ársritið ] Island, sem íslandsvinafélögin í jÞýzkalandi og félagið Germanía í Reykjavík standa að í sameiningu, og er aðalritstjórnin í Köln, en af fslands hálfu hefur Ludwig Siem- sen ritstjórnina með höndum. Þýzk-íslenzka félagið í Köln nýt- ur ekki lengur beinnar forystu kanslarans víðfræga, en nú er son- ur hans, dr. Max Adenauer, aðal- borgarstjóri í Köln, forseti félags- ins. Framkvæmdastjóri þess er dugmikill maður, H. G. Esser, sem aldrei hefur til íslands komið, en er samt sem áður merkilega vel kunnugur íslenzkum málefnum. Mörgum öðrum góðum forystu- mönnum á félagið á að skipa, m.a. próf. dr. H. M. Heinrichs, sem er einn af þrem ritstjórum ársritsins íslaiid, sem áður var nefnt. Fyrir nokkrum vikum gekkst þýzk-íslenzka félagið í Köln fyrir íslandskyinningu, eða nánar til- tekið dagana 4. og 5. marz. Fór sú kynning fram í Friedrich-Ebert- Stiftung í Bergneustdt, bæ í dá- samlegu, .íæðóttu og skógi vöxnu v. —íverfi, -kammt austan 'Kölnar i Bergisches Land. Þátttakendur í 1 . • *• •* eða námske'Iil dvöldu báða dagana í húsakynn- um stofnunarinnar og gistu þar. Var fjöldi þeirra, sem fengið gátu að taka hátt í nárr^keiðinu tak- j n:_rkaður v: 3pleoa 100 manas, j og komust miklu færri að en vildu. | Fclagið íalði umvinnu um "*m- skeið etta við k'ðháskólann í I< öln. : \ dag 'lt hinn nýskipaði s^..dih .ra I Is í Bonn, Péturi Ihorsteinsson, erindi um ísland’ c / ' ala:. . v._ ::i dögum og I ti’. ði á goðri þýzku, enda þótt hann sé nýkominn í embætti sitt og hfai aidrei dvalið í Þýzkalandi fyrr, en Svanhvít Egilsdóttir, sem nú stundar 'önítVennslu í Vín, sc 0 íslenzk Ijóð og lög, talaði um n_t.úrufegurð fslands og sýndi 2 kvikmyndir frá íslandi, aðra frá l’eklugos'nu síðasta. Síðari daginn voru haldin fjögur erindi. Rektor Hans Pohle, Köln, talaði um jarðfræðilega myndun íslands og sýndi skuggamyndir máli sínu til stuðnings. Fram- kvæmdastjóri þýzk-íslenzka félags- ins í Köln hélt erindi umjsöga ís- lands og leyndi sér ekki, hve hald- góða þekkingu hann hefur á sögu landsins. Dr. Jón E. Vestdal talaði um undirstöðuatriði í þjóðarbú- skap íslendinga og tækniþróunina í nútíð og framtíð. Próf. dr. H. M. Heinrichs, Giessen talaði um menningarleg áhrif íslands út á við og las jafnframt upp eitt Eldu kvæði og íslendingaþátt í þýzkri þýðingu. Nokkrum tíma var varið lil að svara spurningum frá þátttakend- um námskeiðsins, og var auðheyrt á spurningunum, hve vel haíði ver- ið fylgzt með öllu því, er fram fór, og hve fróðleiksfúsir menn voru um allan hag íslands, og voru þátt- takendur úr ýmsum stéttum og á mjög misjöfnum aldri. Það var einkar athyglisvert, hve haldgóða þekkingu hinir þýzku fyrirlesarar höfðu á málefnum ís- lands. Er gott til þess að vita, og hefði þessi íslenzka menningar- miðstöð í Köln að sjálfsögðu ekki orðið til, ef svo hefði ekki verið. (Framhald á 13. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.