Tíminn - 06.07.1961, Page 14

Tíminn - 06.07.1961, Page 14
14 T f MIN N, migyikudaglim 5. júlí 1961.1 — John! John! varaðu þlg, hrópaði hún af öllum kröft- um. Hróp hennar bergmáluðu í gilinu og nú gexðist skyndi- legur atburð'ur. Skuggaveran utan í gilbarminum stirnaði af ótta eitt andartak, höndin missti takið, og í næstu and- rá hrapaði þessi ógæfusama mannvera beint niður í gín- andi hyldýpið. Paul komst fyrstur til henn ar. Hann hafði heyrt hrópin í henni, þar sem hann stóð í myrkrinu. Hún hlaut að hafa misst meðvitund, því að hún varð hans fyrst vör er hann hristi hana. — Shirley, í guðanna bæn- um, láttu ekki líða yfir þig. Það verður bani okkar beggja, sagði Paul. Hún reyndi að herða sig upp. — Það var Robert Revenau, var það ekki? Eg sá hann klifra upp eftir gjárbarmin- um. John gat ekki séð hann. Eg sá hann teygja sig eftir ökklanum á John. Svo öskr- að'i ég . . . . — Já, ég er viss um, að það hefur heyrzt til Nice. En þú hefur bjargað lífi Johns. Hefð irðu ekki hrópað upp, hefði honum tekizt að koma John fyrlr kattarnef á sama hátt og hinum. — En hvers vegna hrapaði hann sjálfur? — Það voru ábyggilega hrópin í þér, sem komu hon- um úr jafnvegi. Hann vissi, að grunur lá á honum, svo taugarnar hafa ekki verið upp á það bezta. Nú kom John hlaupandi til þeirra. Hann var líka allur í uppnámi. — Ef Shirley hefði ekki verið, þá væruð þér dauður núna, sagði Paul, — hrópin í henni komu Robert Reven- au — ég er handviss um, að það var hann — úr jafnvægi, svo að hann missti fótfest- una og hrapað'i. — Þá hef ég drepig hann! hrópaði Shirley og grúfði and litið í höndum sér. — Shirley, ástin mín, sagði John og tók hana í faðminn og hughreysti hana. — Við verðum að klöngr- ast niður og komast að raun um, hvernig er komið fyrir honum, sagði Paul, — hann hrapaði, en það er ekki víst, að hann sé dauður. John sleppti Shirley. Jennifer Ames: Grímuklædd hjörtu 30. — Það er bezt að við förum strax. — Ekkert nema dauðinn bjargar honum, úr því sem komið er, muldraði Paul fyrir munni sér á leiðinni niður. — Já, en við getum ekki látið hann liggja án þess að koma honum til hjálpar. En hvað á að gera við Shirley? — Eg kem með, sagði hún fljótmælt. Eg þori ekki að fara ein til baka, og enginn fær mig til að bíða hér. Meðan þau klöngruðust hægt og varlega niður, sagði Paul þeim frá því, sem hann hafði tekið sér fyrir hendur um kvöldið: — Eg ók til bæj- arins, eftir að ég hafði talað við ungfrú McFriend og beið á Hotel Angleterre þar til Reveneau kom haltrandi inn. Eg sat með dagblað fyrir and litinu og hafði beðið dyravörð inn að segja, að ég væri ekki við. Robert spurði, hvort ég hefði ekki skilið neitt eftir til hans, en fékk neikvætt svar. Eg fylgdi honum eftir, þegar hann fór út, og það leið ekki á löngu, áður en ég hafði lent í æðisgengnum eltingar- leik á bílnum. Hann hafði hraðskreiðan bíl og ég varð að pína Renault-tíkina til hins ýtrasta til að missa ekki af honum. Þegar við vorum á leið upp brekkuna að Trione fór mótorinn að gefa sig, en ég vissi hvert hann ætlaði, svo að ég stöðvaði bíl inn og reiknaði með því, að hann þyrfti að gegna erind- um niðri í gilinu í nótt. Eg hljóp niður í gljúfrin og skömmu síðar heyrði ég hróp in í ungfrú McFriend. Rétt áður en Reveneau kom, hringdi lögreglustjórinn til! mín og skýrði mér frá því, að i gimsteinar frú van Nestor! hefðu verið í tösku Roberts. Robert hafði tapað spilinu, úr því hann gat ekki náð gim steinunum í kvöld. Það vissi hann sjálfur og hefði eflaust borgið sér á flótta. — En því kom hann aftur til að myrða John? spurði Shirley. — Hann grunaði, að Jack- man hefði komizt á snoðir um leyndarmál hans, eins og Atwell og unnusta hans. Hann þóttist vera örkumla- maður í því skyni að geta: gengið að glæpaverkum sín-j um, án þess að grunur félli á hann. Engum gat dottið í hug, að fatlaður maðúr gæti; verið klifurþjófur og fj all-’ göngumaður. Síðustu árin hafa verið framin allmörg gimsteinarán hér um slóðir,1 en nú er ég hræddur um, að þjófurinn hafi fengið makleg málagjöld. Þau voru komin í gilbotn- inn. Það var afar skuggsýnt, i en Paul hafði vasaljós með- ferðis. Þau . heyrðu stunur og! námu staðar. Hljóðin komuj handan frá stórum blágrýtisj björgum. Paul náði þangaði fyrstur — það var Robert Reveneau. Hann hafði fallið í mosabing. Hann var enn í samkvæmisfötunum, sem hann hafði' verið í um há- degið, en nú voru þau rifin og blóðug. Það blæddi úr höfði hans. Paul dró koníaks flösku úr vasanum og hellti milli varanna á meðvitundar lausum manninum. - Þegar Shirley og John komu á staðinn, hafði koníak ið haft sín áhrif. Þegar Shirley sá limlestan líkama Roberts, hjúfraði hún sig að John og grét. Hún skalf öll. — Er það nokkuð, sem við’ getum gert fyrir yður, Rev- eneau? Það var Paul sem spurði. — Hvað ætti það að vera? Hann átti erfitt með að bæra varirnar. Eg held að ég sé að' deyja. Eg hrapaði . . . . ég datt . . . . ég er ekki vanur að missa fótfestuna . . . Það var engu líkara en hann hlæi. — Eg hef svo oft klifr- að utan í gjárveggnum og klifið upp eftir húsveggjum, sem eru enn þá hættulegri. Eg þekki hverja tó í gilinu — en þetta bannsetta öskur .... Hann þagnaði. — Hefði ekki verið þetta hróp, þá væri ég dauður núna, sagð'i John. — Ójá, sagði Robert veikri Cleo frænka flaug til Nice röddu, já, auðvitað. Þér átt-, til þess að vera við réttar- uð að deyja eins og systurj yðar, Jackman. Bæði vissuð, þið of mikið, og hvað var| eðlilegra en þið ættuð að deyja á sama hátt. Við fall. Brotinn hryggur .... andlit- ið afmyndaðist af kvölum . . . eins og hryggurinn á mér. Hver var það, sem hrópaði? — Það gerði ég, sagði Shirley. — Gerðir þú það, elskan. Hvers vegna? — Eg sá þig teygja þig e'ftir ökklanum á John. orðið ríkur, ef ég hefði bara fengið vinnufrið. Hann hló enn, en nú veikt. — Eftir að þér hefðuð ver- ið búnir að myrða John, þá vonuðust þér eftir að ná í gimsteina frú van Nestor og geta laumazt burt, sagði Paul, — ég get fulvissað yður um, að það hefði aldrei tek- izt, því að gimsteinarnir eru í vörzlu lögreglunnar. Það leið nokkur stund, áð- ur en Robert svaraði, og það var illkleift að skilia þa5, sem hann svaraði loks. — Lögreglan? Eru þeir meg skjalatöskuna mína? Eg ætalði að taka flugvél til Suður-Ameríku. Eg var búinn að leigja einkaflugvél. Hann mælti ekki nema ör- fá orð, áður en hann gaf upp andann. Hann leit á Shirley: — Vertu mömmu hjálpleg, Shirley. En Pierr'e hjálpar henni náttúrlega, gamla fíflið. höldin. Hún vildi komast til botns í þessu öllu. Shirley reyndi eins og hún gat að láta sem minnst á sér bera, en það var ekki auðvelt, því að hún hafði verið miðdep- — Þú þorðir sem sagt ekki að láta hann fara einan. Eg þóttist vita, að þú elskaðir hann, en ég kærði mig koll- óttan. Eg hef aldrei elskað, hvorki þig né aðra. Eg hefði gifzt Aleen, hún var auðug. En þessi fátæklingur varð, bálskotin í Atwell. Hún upp-| götvaði, að ég hafði framið gimsteinarán í Cannes, svo að ég var neyddur til að ryðja honum úr vegi. Hann var nógu heimskur til að hitta mig hér. Við slógumst og ég bar af honum sigurorð. Eg hef nefnilega æft mig á hverri nóttu í kyrrþey . . . .i Hvern gat grunað vesalingsj manninn hann Robert Rev-' eneau? Eg fékk þessa hug- mynd, meðan ég lá á sóttar-j sæng heima hjá þér, Shirley, I og þú verður að játa að þettaj er snjöll hugmynd. Eg hefði Fimmtudagur 6. |úl(: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. * 10.10 Veðurfregnlr. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Á fr!v.aktinni“, sjámanna- þáttur (Kristín Anna Þórarins- dóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Tónleikar: Lög úr óperum. 19.20 Veðurfregnlr. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: Á þingi leikhúsmanna í Vinarborg (Guðlaugur Rósin- kranz þjóðleikhsústjóri). 20.20 Tónleiikair. 20.45 Frásöguþáttur: Sólbráö á Sigl'ufirði (Þórunn Elfa Magn- úsdóttir rithöfundur). 21.10 Tónleikar: Fjórar konsertarí- ur eftir Mozart. Maria Stader og Kim Borg syngja. 21.40 Erlend rödd: Halvard Lange ræðir ura friðsamlega sambúð þjóða (Sigurður A. Magnússon blaðamaður). 22.00 Fréttir og reðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan; „Ólokna bréfið" eftir Valeri Osipov; H. (Pétur Sumarliðason kennari). 22.30 Sinfóníutónlelkar: Sinfóniu- hljómsveit danska útvarpsins leikur. 23.05 Dagskrárlok. FJRÍKUR VÍÐFFÖRLI Hvíti hrafninn 130 Ufi+iS G K«s»í.e Eiríkur lét Kláf fara fyrstan nið ur í göngin. Fangarnir þjáðust mik ið, en þótt Eiríki leiddist það, þorði hann þó ekki að leysa hend- ur þeirra og létta af þeim kvölun- um, því að þá hefðu þeir getað tekið út úr sér keflin. Göngin virt- ust endalaus, en að lokum heyrðu þeir hávaða og ruddalegt tal í fjarska. „Ragnar og menn hans“, hugsaði Eiríkur fyrst. „Það þýðir að þeir séu að brjóta dyrnar að klefanum“. í sama bili skipaði hin kunnuglega rödd Ragnars hinum að þegja, og Eiríkur heyrði sjó- ræningjana gefa skipun um að leggja meiri orku í að brjóta hurð ina. Og rétt á eftir heyrðust högg og læti, meiri en nokkru sinni fyrr. Meðan Eirikur gaf sínar fyr- irskipanir, leit hann eitt andartak af föngunum, og einn þeirra not- aði sér tækifærið til þess að stökkva fram hjá Eiríki og Kláfi og upp nokkrar tr'öppur. Eftir fá- einar sekúndur gæti hann aðvarað félaga sína urri hættuna, sem var að nálgast.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.