Tíminn - 08.07.1961, Qupperneq 14

Tíminn - 08.07.1961, Qupperneq 14
14 T 1 MIN N, laugardaginn 8. júlí 1961. I. Sumum mönnum er þann veg farið, að Það er mikið um þá talað. Óskar Gunnarsson var eínn þeirra manna. Stórt hérað ræddi um fátt annað meira en Óskar, og aftur og aftur var hann getraun fjöld- ans. Og löngu eftir að hann var allur, voru þættir úr lífs- sögu hans raktir og ræddir. Verður nú saga hans sögð hér í fáum dráttum, eins og ég veit hana bezt. Það mun hafa verið árið 1858, sem Óskar skaut upp kollinum í sveitinni, þá tutt- ugu ára garnall. Ásmundur ríki, hreppstjórinn á Sjónar- hóli, kom með Óskar úr skreiðarferð undan Jökli, og gerðist hann vinnumaður á Sjónarhóli. Þá hefst saga hans. Hvað olli þangaðkomu hans vissi enginn. Það var að sönnu engin nýlunda, að Ás- mundur veldi hjú. Hann hafði jafnan úrvalsliði á að skipa ,enda fór allt saman á Sjónarhóli: reglusemi, starf- semi, kaupgreiðsla viss og viðurgerningur. Það var mik- ils krafizt af hverjum ein- um, enda stóð bú Ásmund- ar með miklum blóma. Hann var talinn rikasti bóndi lands ins. Því var að vísu fleygt, að Óskar hefði verið í tygjum við danska hefðarkonu í Ólafsvík og það ráðið vistferl- um hans. En sögumaðurinn var umrenningur, sem illt var að treysta. Óskari er þannig lýst: Hann var meðalmaður í hærra lagi, fallega vaxinn, með ljósjarpt hár, blá, skír augu, bjartur yfirlitum, rétt- nefjaður, munnfríður, hægur í framgöngu, orðvar, dálítið glettinn, jafnvel launstríðinn ef því var að skipta, hafði fastmótaða skapgerð, xeidd- ist sjaldan, en var þá hvass- yrtur og meinyrtur. Hann þótti góður verkmaður, flaustraði engu af og vannst ágætlega. Hann var snyrti- menni og hagur vel. Var sagt, að allt léki í höndunum á honum. Undireins fyrsta sumarið var talað nm hann sem mikinn heyskaparmann. Var slátturinn rómaður mjög og eins þótti hann hnellinn bindingarmaður. Og þá gekk hann í augun á kvenfólkinu. Engin sótti þó jafn fast á og þjónustustúlkan. Ásrún hét hún Hallsdóttir. Hún hafðii verið á Sjónarhóli frá barn-| æsku, tekin af sveitinni. Hafði hjónunum á Sjónar-j hóli farizt vel við hana ogi taldi hún sig fósturdóttur j þeirra. Ásrún var nú, er sagaj hennar hefst, 35 ára. og þurfti því til skarar að skríða, ef hún átti að ná sér i eigin- mann. Og eiginmann hafði hún í huga. Því hafði verið spáð fyrir henni, að cigin- þekkja þarfir hans og hlynna að þeim á öllum sviðum. Og fólki kom saman um, að þetta fyrsta sumar Óskars á Sjónarhóli h^fði Ásrún fríkkað til stórra muna. Ás- mundur ríki á Sjónarhóli átti vandað fiskiskip í næstu ver- stöð. Það var átta manna far. Þangað var Óskar og annar vinnumaður Ásmundar send- ir um haustið til útróðrar. BJARNI ÚR FIRÐI: ÁST I MEINUM maðurinn kæmi úr vestrinu. Og undir eins við fyrstu sýn taldi hún Óskar kjörsvein- inn. Ásrún var tæpast meðal kvenmaður á hæð, en þrek- in var hún og samanrekin víkingur til allra verka og á- gætlega verki farin. — Það verður enginn svikinn, sem fær Ásrúnar, sagði húsbóndi hennar. — Hún er hnellin kvenmaður. Ásrún var jafnan í bandi með Óskari, og af þjónustu- brögðum hennar var ekki að spyrja, föt hans báru af á heimilinu, alltaf tandur- hreinn. Þetta kunni hann að meta, en að öðru leyti var honum lítið um Ásrúnu gefið. Ekki duldist honum hugur hennar, svo opinská var hún.! En hann lét sem ekkert væri, og hún var eina hjúið á heim- ilinu, sem hann skopaðist að. Ásrún lét köpuryrði hans ekkert á sig fá. Og vinnukon- urnar, sem skemmtu sér við það, hve róður hennar var erfiður, fengu sitt hjá henni og vel útilátið. Hún sagði, að þeim þýddi ekki að glepja fyrir Óskari. Hann skyldi verða sinn, hvað sem það kostaði, enda lét hún í það skína, að hann væri þegar bundinn henni. Þau hefðu haft nánári samskipti en venjuleg hjú. Hún kvaðst Hélzt vertíðin fram á jóla- föstu. Fiskur var misjafn, en alltaf var róið hvern dag, sem j veður leyfði. Óskari dvaldist íengur í veripu, en hinum vinnumanninum, var hann kjörinn til að leggja seinustu. hönd á verkið, ganga frá öllu, j eins og það vaT orðað. Hann kom heim siðla nætur, all- mikið drukkinn. Ásrún reisj úr rekkju til þess að þiónusta) hann. Bjó hún um hann í gestastofunni, kvaðst hún hafa gert það vegna þess, hve j drukkinn hann varf og hvíld- arþurfi. En gárungarnir sögðu, að annað hefði fýrir henni vakað, enda hlotið sin laun. Þessi saga flaug um byggð- ina og bjuggust menn senn við stærri tíðindum. En er veturinn leið og ekkert gerð- ist, sem lífgaði söguþáttinn, fyrndist hann smám saman. En það var ekki öll nótt úti enn. Þegar leið á sumarið tók Ásrún að þykkna undir belti. Og þá losnað'i um málbeinið að nýju, getgátur, spár og margvíslegar bollaleggingar undu þræði sína misk/unar- laust, svo að varla tókst nokkru hugskoti að verjast netjagerðinni, þó að viljinn væri reiðubúinn. Um haustið fór Óskar öðru sinni til verstöðvar héraðsins, en áður en úthaldinu lauk, lagðist Ásrún á sæng og ól sveinbarn, mikið og frítt. Tveim dögum síðar gerðist allt í senn. Ásmundur sendi unglingspilt með tve til reið- ar í verið með bréf til óskars og gerði presti orð, að koma næsta dag og skíra sveininn. Þá vildu menn ekki draga ungbarnaskírn neitt, sem talizt gæti. Óskar átti að koma þá um kvöldið, eða snemma næsta dag, en hvor- ugt varð. Prestur kom eins og um var beðið, en barnsföður- inn vantaði. Hafði sængur- konan lýst Óskar föður barns ins. Það þóttust hjúin sjá. að Ásmundi líkaði illa drátur sá, er varð á komu Óskars. Sendi- sveinninn kom ekki heldur, og var hann þó með skýlaus fyrirmæli húsbóndans um það ,að koma tafarlaust, ef Óskar sinnti ekki heimkvaðn- ingunni. Óskar hlaut því að ætla sér að koma. En honum dvaldist. Þegar komið var rökkur og ekkert bólaði á Óskari, var heimafólk allt kvatt til baðstofu. Prestur var þar fyrir hempuklæddnr. Spurði hann í heyranda hljóði sængurkonuna um barnsföðurinn. '— Óskar Gunanrsson, svar aði hún hiklaust, og það svo hátt að heyrast mátti um alla baðstofuna, sem þó var all- stór. Prestur spurði, hvort allir hefðu heyrt svar móðurinn- ar. Nokkrir játuðu, en fleiri þögðu. Hreppstjóranum fannst dauft yfir svarinu og kallaði fram hvert og eitt af hjúum sínum og lét þau nefna bamsföðurinn og svara því um leið, að þau hefðu heyrt það af vörum móður- innar, er hún svaraði presf/n- um. Þegar þessari vitnaleiðslu var lokið, hófst sjálf skírnar- athöfnin. Húsfreyjan á Sjón- arhóli, Ásdís, kona hreppstjór ans, hélt barnihu undir skírn. Og hlaut^ sveinninn nafn föður síns: Óskar. Eftir skírnina var setzt að kaffidrykkju með víntári út í fyrir þá, sem það vildu. Þá skrifaði presturinn bréf konu sinni, þar sem hann tjáði henni, að hann gisti að Sjónarhóli um nóttina, og kæmi því aðeins heim næsta dag, að barnsfaðirinn hefði komið áður. Var einn af vinnumönnum Ásmundar sendur með bréfið, Óskar kom um nóttina. Hvað þeir hafa ætlazt fyrir, prestur og hreppstjóri. ef Óskar hefði komið heim, veit enginn, en margs var til getið. Ekki var Óskar fyrr kom- inn heim, en hann var kvadd- ur á fund húsbónda síns og prestsins, frammi í gesta- stofu. Var mælt, að' honum hefði brugðið við þá kvaðn- ingu, en var þó stilltur vel. Ér ekki að orðlengja það. að prestur og hreppstjóri lögðu fast að Óskari að eiga Ás- rúnu. Fyst og fremst sjálfs síns vegna; vegna heimilis- ins að Siónarhóli, vegna menningarlifs sveitarinnar, og síðan en ekki sizt vegna kristilegs velsæmis, Presturinn hafði orðlð. Ás- rún væri kvenval, heilbrigð í bezta lagi, forkur til allrar vinnu, þrifin, nýtin, hagsýn, ráðdeildarsöm og útsjónar- góð. Það væri allt of langt gengið hjá honum, ef hann hyrfi nú frá. Slíkt framferði væri óverjandi. Og barnið hans, fallegur drengur, hefði hlotið nafn hans. Það sýndi allt í senn: ást móðurinnar til hans, bæn um það, að hann sýndi barninu föðurleg& umhyggju og lelðsögn bernsku- og æskuárin, föður- lega umönnun og ástúð. sem aðeins væri unnt að veita í hjónabandi. Hjónabandið væri eitt þess megnugt að veita barninu fvllst.a jafn- UTVARPID Laugardagur 8, júlí: 8.00 Morgunútvarp. , 8.30 Frétir. iTJý 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14.30, í umferðinni ( Gestur Þor- gtrímsson). 14.40 Laugardagslögin. 15.00 og 16.00 Fréttir. 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Tónleikar. 18.55 Tiikynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Leikrit: „Það stendur hvergi í bókinni", gamanleikur eftir Arthur Watkyn. Þýðandi: María Thorsteinsson. Leik- stjóri Indriði Waage. Leikend- ur: Anna Guðmundsdóttir, Jó hann Pálsson, Brllngur Gísla- son, Þorsteinn Ö. Stephensen, Valur Gíslason, Rúrik Haralds- son, Jón Aðils og Gestur Páls- son. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. FIRIKUR VÍÐFFÖRLI Hvíti hrafninn 132 Eiríkur og vörðurinn náðu dyrun- um nokkurn veginn samtímis. Vörðurinn stökk fram með spjót sitt, en Eiríkur skaut sér til hliðar og greip spjótið. Við það missti maðurinn jafnvægið. En á emðan voru fleiri hermenn komnir á ve't- vang, og orrustan var þegar hafin. Kálfur rak upp skaðræðisöskur og barðist um ákaflega, en Axi gætti fanganna og Erwin reyndi að opna klefadyrnar. Þótt allt hefði farið eftir áætlun Eiríks til þessa, var hann ekki vis sum. að leikslokin yrðu jafn góð og byrjunin. Hinir frelsuðu hermenn voru vopnlausir, og það var auðvelt fyrir lítinn hóp að verja dyrnar að turninum, Með því að nota hvíta hrafninn sem gísl, hefði Mor'kar átt auðvelt með að binda endi á baráttu þeirra. — Reyndu að ná valdi yfir tröppunum, Kálfur, það er einasta von okkar, hrópaði hann. Þeir Kálfur hlupu upp tröppurnar up íturninn, en þegar þeir voru að ryðja sér braut þangað, kom maður hlaupandi frá Morakri ....

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.